Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 27

Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 27 HlutaQársjóðiir Bygg'ðastofii- unar gerður að ruslakistu - segir Kristín Halldórsdóttir Bráðabirgðalög ríkisstjómar Steingrims Hermannssonar era enn til umræðu á Alþingi. Á fundi neðri deildar í gær sagði Kristin Halldórsdóttir, að með breyting- artillögum forsætisráðherra um Hlutafjársjóð Byggðastofiiunar væri ekki verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna, enda væri verið að gera sjóðinn að ruslakistu. Þangað ættu þau fyr- irtæki að ieita, sem ekki full- nægðu þeim skilyrðum, sem væru fyrir aðstoð úr Atvinnu- tryggingarsjóði útflutnings- greina. Kristín minnti í upphafi máls síns á, að Kvennalisti og Sjálfstæðis- Mikil fiindahöld framundan á Alþingi - segir Guðrún Helgadóttir Stif fúndahöld eru framundan á Alþingi næstu daga, að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings. Þinghald fellur niður vikuna 27. febrúar til 6. mars, en þá verður þing Norður- landaráðs haldið i Stokkhólmi. Guðrún sagði að reynt yrði að vinna upp þetta vikuhlé með stffum fundahöldum; lfklega þyrfti að efna til funda á kvöldin og jafnvel á laug- ardögum. Eins mætti reikna með því að eitthvað teygðist úr þinghaldinu fram á vorið, en í starfsáætlun þings- ins er gert ráð fyrir þinglausnum í byijun maí. Guðrún sagði að áætlun- in hefði verið gerð til þess að reyna að jafna starfsálagið yfír veturinn, en reynslan væri sú, að mál söfnuð- ust upp, bæði fyrir jólaleyfí og þing- lausnir. Guðrún Helgadóttir. flokkur hefðu fyrir jól lagt fram hugmyndir um stoftiun sérstaks hlutafjársjóðs við Byggðastofnun, sem hefði átt að kaupa hlut í út- flutningsfyrirtækjum til að bæta eiginfjárstöðu þeirra. Bætt eigin- fjárstaða væri mun betur til þess fallin að auka styrk fyrirtækja held- ur en lánafyrirgreiðsla. Þessi breyt- ingartillaga forsætisráðherra um hlutafjársjóð væri hins vegar flutt í óþökk stjómarandstöðunnar, þótt tilgangur hennar hefði sennilega verið að milda afstöðu stjómarand- stæðinga. Kristín sagði að Kvennalistinn vildi vissuiega gera byggðasjónar- miðum hátt undir höfði en á vanda byggðarlaganna yrði að taka bæði með sértækum aðgerðum og al- mennum. Nú virtust ráðherrar ríkisstjómarinnar komnir á villigöt- ur í sambandi við þátt sérstaks hlutafjársjóðs í þessum efnum og búið væri að gera hann að rusla- kistu. Þangað ættu þeir að leita, í gær fór fram önnur umræða um ríkisreikninga ársins 1979 i neðri deild Alþingis. Einnig var fjallað um ríkisreikninga fyrir Kristín Halldórsdóttir sem ekki uppfylltu skilyrði Atvinnu- tryggingarsjóðs fyrir lánafyrir- greiðslu, auk þess sem opnað væri fyrir framlög til hans úr rfkissjóði og opinberum sjóðum, svo sem Iðn- þróunarsjóði og Fiskveiðasjóði. Kristín gagnrýndi bráðabirgða- lögin og meðferð þeirra harðlega og sagði að lokum að það væri ljót- ur svipur á stjómvaldsaðgerðum af þessu tagi. árin 1981 tíl 1986. Við umræðuna sagði Sighvatur Björgvinsson að það væri vanvirða við löggjafar- valdið að leggja fram svona gamla reikninga og Geir H. Haarde sagði að það væri til van- sæmdar og á engan hátt i sam- ræmi við nútímavinnubrögð. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) hóf þessa umraeðu um ríkisreikn- ingana. Sagði hann að það væri vanvirða við löggjafarvaldið í landinu að framkvæmdarvaldið skuli leyfa sér að leggja fram 10 ára gamla reikninga. Embættis- menn og ráðherrar væm með þessu að troða á Alþingi. Ekki sagðist hann þó eiga við neinn sérstakan ráðherra með þessu. Hann líkti ríkisreikningunum við ársreikning fyrirtækis og spurði hvað menn myndu segja um fjármálastjóra fyr- irtækis ef hann leyfði sér að leggja fram svona gamla reikninga. Sighvatur lýsti að lokum þeirri skoðun sinni, að leggja ætti ríkis- reikninga hvers árs fram strax vor- ið eftir. Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) tók næstur til máls. Hann sagði að það hlyti að vekja mikla athygli að svona gamlir ríkisreikningar væm Tekju- og eiguarskattur: Persónuaf- slátturfær-. ist að fullu milli hjóna Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) og sex aðrir þingmenn úr Sjálf- stæðisflokki og Borgaraflokki hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á iögum um tekju- og eignarskatt. Samkvæmt því á persónuafsláttur að verða að fúllu millifæranlegur milli hjóna. Samkvæmt gildandi lögum er þessi millifærsla takmörkuð við 80% af þeim hluta persónuafsláttarins, sem annar maki nýtir ekki. í grein- argerð með frumvarpinu er sagt, að þessi takmörkun leiði til þess að vemlegur mismunur verði í skattlagningu heimila eftir því hvemig teknanna er aflað; hvort einungis annað hjóna aflar allra teknanna eða þeirra er aflað með vinnu beggja. Geti þar munað vem- legum fjárhæðum og bersýnileg mismunun felist í ákvæðum skatta- laga að þessu leyti. lagðir fram á Alþingi. Vakti hann síðan athygli á því, að nú hefði orðið sú breyting á, að Ríkisendur- skoðun sæi um endurskoðun reikn- inganna, en áður hefði það verið í höndum Alþingis. Taldi þingmaður- inn breytinguna mjög til bóta. Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði að hann væri í aðalatriðum sam- mála Sighvati Björgvinssyni. Þessi málsmeðferð væri til vansæmdar og ekki í neinu samræmi við nútímavinnubrögð. Svona vinnu- brögðum þyrfti að breyta. Geir sagði það skoðun sína, að ekki ætti að samþykkja fjárlög næsta árs fyrr en ríkisreikningur fyrir árið á undan hefði verið stað- festur. Eins ætti að afgreiða fjáraukalög liðins árs um leið og flárlög komandi árs. Þannig kæmu ríkisreikningamir að gagni og Al- þingi gæti veitt ráðhermm meira aðhald í sambandi við aukaQárveit- ingar. Árni Gunnarsson (A/Ne) sagð- ist telja að full ástæða væri til að kanna það í ríkisreikningunum hvemig fjárlögum hefði verið fram- fylgt. Taldi hann að víða væri pott- ur brotinn í þeim efnum. Halldór Blöndal:: Er varaflugvöllur í Aðal- dal ekki inn í myndinni? HALLDÓR Blöndal (S/Ne) hefur lagt fram á Alþingi fyrirspum til Steingríms J. Sigfússonar sam- gönguráðherra um varaflugvöll f Aðaldal. Þingmaðurinn spyr hvers vegna varaflugvöllur í Aðaldal sé „ekki á dagskrá f samgönguráðuneytinu", og vísar þar til ummæla ráðherrans í ríkissjónvarpinu þann 8. febrúar. Hann spyr einnig, hvort svo sé um fleiri samgöngumannvirki í Norður- landskjördæmi eystra, að þau séu „ekkj á dagskrá í samgönguráðu- neytinu". Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) hefur lagt fram fyrirspum til Hall- dórs Asgrímssonar dómsmálaráð- herra. Spyr Salome hvað líði gerð og úrvinnslu afbrotaskýrslu um kyn- ferðisafbrot gagnvart bömum. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) hefur lagt fram fyrirspum til Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra, hvað hafí verið gert af hálfu ríkisstjómarinnar til að ná því mark- miði stjómarsáttmálans, „að bæta aðstöðu verslunarfyrirtækja í dreif- býli“. Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk) hefur lagt fram fyrir- spum til Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, um bamaefni í Qölmiðlum árið 1988. Spyr þing- maðurinn hvað bamaefni hafí verið stórt hlutfall af heildarútsendingum ríkisútvarpsins og sjónvarpsins á ár- inu og hve mikill hluti þess efnis hafí verið íslenskur. Einnig spyr þingmaðurinn hve miklu fé hafi ver- ið varið til innlendrar dagskrárgerðar árið 1988 og hversu margir hafí starfað að henni, hve miklu fé hafí verið varið til kaupa á erlendu sjón- varpsefni og hversu stór hluti erlends bamaefnis hafi verið textaður eða með íslensku tali. Að lokum spyr Þórhildur Þorleifsdóttir menntamála- ráðherra hveijir hafi verið helstu flokkar bamaefnis í ríkisútvarpinu og sjónvarpinu á árinu 1988. Fjallað um tíu ára gamla rfldsreikninga í neðri deild Vanvirða við löggj afarvaldið, segir Sighvatur Björgvinsson Nokkrir þátttakenda á hagfræðinámskeiðinu. Mcrrgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Vel sótt hagfræðinámskeið Hvannatúni Andakíl. Á VEGUM Bændaskólans á Hvanneyri og Búnaðarfélags ís- lands var fyrir skönunu haldið flögurra daga hagfræðinámskeið fyrir ráðunauta og fleiri. Kennarar á námskeiðinu voru Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda, Karen Refsgaárd kennari Búvlsindadeildar Bændaskólans og Ketill A. Hannes- son hagfræðiráðunautur Búnaðarfé- lags íslands. Nemendur komu úr röðum héraðsráðunauta og frá öðr- um stofnunum landbúnaðarins, auk nemenda Búvfsindadeildar, sem eru á lokaári í námi. Á dagskrá voru til umfjöllunar efn- isflpkkar eins og arðsemisrnat, bú- rekstfarstjórnun, áætlanagerð og endumýjum flárfestinga. A síðast- liðnu ári var ráðinn endurmennuntar- stjóri og gegnir því starfi Runólfur Sigursveinsson, fyrrum yfirkennari við Bændaskólann á Hvanneyri. í samtali við fféttaritara taldi hann upp margvísleg námskeið, sem ákveðin eru á næstu vikum við Bændaskólana á Hvanneyri og Hólum. - D.J. Flak Marianne Danielsen: Þeir sem vilja mega hirða flakið Björgun vill flarlægja það fyrir borgun EIGENDUR danska skipsins Marianne Danielsen sem nýlega strandaði við Grindavík hafii gefið út þá yfirlýsingu að þeir sem geta megi hirða flakið. Þorvaldur Jónsson skipamiðl- ari, umboðsmaður eigenda, segir að þetta sé háð því skil- yrði að bæjarstjóra Grindavík- ur samþykki viðkomandi. „Það verður að liggja ljóst fyr- ir að sá sem vill hirða flakið geti komið því af strandstað," segir Þorvaldur Jónsson. „Sá sem vill hirða flakið mun fá það sér að kostnaðarlausu, það er eigendurn- ir fara ekki fram á neina borgun fyrir flakið." Björgun hf. hefur gert eigend- um flaksins ákveðið tilboð um að annaðhvort ná Marianne Daniel- sen á flot eða búta það í sundur í brotajám á strandstað. Kristinn Guðbrandsson forstjóri Björgunar hf. segir að þeir fari fram á ákveðna fjárhæð fyrir að gera þetta en vill ekki að svo stöddu gefa upp hve sú fjárhæð er mik- il. „Við teljum okkur geta bútað flakið niður á strandstað, ef ekki reynist mögulegt að ná skipinu á flot, en viljum fá greiðslu fyrir verkiðf“ segir Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.