Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 29 ÓlöfÁgústa Jóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 5. nóvember 1968 Dáin 8. febrúar 1989 Mig langar til að minnast æsku- vinkonu minnar sem kvaddi svo skyndilega þennan heim þann 8. febrúar sl. Oft hefur leið mín legið yfir í næsta hús til Ólafar, yfír girðinguna og í gegnum garðinn. Stundum hitt- umst við á miðri leið, þá var ég á leið til hennar og hún til mín. Sem böm áttum við margar samveru- stundimar sem seint gleymast. Við gátum leikið okkur saman svo tímum skipti en stundum slettist líka upp á vinskapinn, en það varði aldrei lengi. Þegar líða tók á unglingsárin fækkaði samverustundum okkar til muna. Hún hélt á leið með jafnöld- mm sínum og ég með mínum. Við fýlgdumst þó alltaf hvor með ann- arri og fengum reglulega fréttir. Síðast hitti ég hana rétt fyrir jólin og vorum við að hlæja að því hvað allt hefði breyst frá því fyrir nokkr- um árum. Þessa síðust daga hef ég margspurt sjálfa mig hvers vegna hamingjusöm, ung og falleg stúlka í blóma lífsins er tekin svo skyndi- lega í burtu, en svörin fæ ég ekki. Elsku Hildur, Jón Þór, Svavar, Amþór, Ómar Andri og Jón Geir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrlq'a ykkur í þessari miklu sorg. Að lokum við ég vitna í orð spá- mannsins: „Þegar þú er sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þ!n.“ Bogga Ólöf okkar er dáin, blessuð sé minning hennar. Upp í huga manns koma minningar um hið liðna, atvik, samtöl, samstarf, hlátur, gleði, reiði og allt sem tengist mannlegum sam- skiptum. Þessar minningar munu varðveitast í huga manns um ókomna framtíð. Ólöfu kynntist ég fyrst í lok októ- ber 1987 er hún kom á tal við mig og var hún þá í atvinnuleit. Ég var þá starfandi framreiðslumaður í Bro- adway og hafði nokkrar aðstoðar- manneskjur með mér í því starfí. Ólöf var ráðin til starfa og mætti hún strax næstu helgi. Það kom strax í ljós að hér var á ferðinni traust og dugleg stúlka sem hafði bæði þekkingu og reynslu af faginu. Hún hafði sterkan persónuleika og bjó yfir miklum mannlegum eigin- leikum sem sérhver góður þjónn þarf að hafa. Ólöf vann allar helg- ar, jafnframt því að vera í skóla. Stundum kom hún beint úr skólanum og vann til næsta morguns. Hún tók ávallt virkan þátt ( undirbúningi fyr- ir matarveislur. Samstarf okkar hef- ur verið óslitið síðan. Ári síðar eða í október 1988 tók ég við nýju starfi í Hollywood, Ólöf Agústa, mín dyggasta stoð og vinur fylgdi mér ásamt nokkrum öðrum og unnum við saman fram að þessu skyndilega atviki sem við fáum ekki skilið. Við sem unnum með henni erum öll harmi slegin og það tóma- rúm sem hefur skapast við fráfall hennar verður erfítt að fylla. Það er trú mín og vissa að Ólöfu sé ætlað stærra hlutverk á öðrum stað á öðrum tíma. Ólöf var góð stúlka og vinur í raun, þroski hennar og innsæi spegl- aðist í sterkum persónuleika hennar. Hún var mannvinur og mátti ekkert bágt sjá án þess að hjálpa. Minningamar um Ólöfu fylgja okkur gegnum lífið og er ég þakklát- ur fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég sendi foreldrum hennar, systk- inum og unnusta mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau á erfiðum stundum. Guðmundur Sigtryggsson Ung og yndisleg stúlka í blóma lífsins er kölluð héðan og eftir standa foreldrar, bræður, ættingjar og vinir með sorg í hug og hjarta. Ólöf Agústa var öllum kær og dreifði lífsgleði og birtu á meðal allra sem til hennar þekktu. Hún var sólar- geisli foreldra sinna og ætíð reiðubú- in að veita hjálparhönd ef á þurfti að halda, það vottar best hennar síðasta verk hér á jörðu. Er okkur barst andlátsfregn Ólafar Ágústu var sem ísköld hönd tæki um okkur og við gátum ekki skilið að hún væri farin frá okkur. Það er ekki langur tími liðinn frá jólum en þá var hlátur og gleði allsríkjandi í Efstasundi 73 eins og alltaf er við hittumst á heimili foreldra hennar, sem eru okkar bestu vinir. Þá hvarfl- aði það ekki að okkur að þetta yrði okkar hinsta kveðja. Það er erfítt að lýsa þeirri sorg sem fyllir hug okkar og bama okkar. Ykkur, kæm vinir, vottum við okkar innilegustu samúð við fráfall ykkar elskulegu dóttur og megi guð gefa ykkur, sonum ykkar, unnusta hennar og öllum ættingjum þrek og styrk á þessari stundu. Rósa, Stefán og börn 14. febrúar 1989 kvöddum við okkar kæm vinkonu, Ólöfu Ágústu Jónsdóttur, og langar okkur til að minnast hennar með fáum orðum. Það er skrítin tilfínning sorgar og ótta sem kemur yfir mann þegar svona harmafrétt berst og innst inni trúir maður því ekki að dauðinn komi og taki vinkonu okkar frá okkur einmitt þegar hún er í blóma lífsins. Ólöfu þekktum við sem duglega og hjartagóða stúlku sem alltaf var- gott að umgangast, okkur er mest til minnist tvítugsafmæli hennar fyrir stuttu þar sem við áttum ánægjulegar og hlýjar stundir með henni og fjölskyldu hennar. Minningin um hana mun aldrei hverfa úr hugum okkar. Við kveðjum Ólöfu og þökkum alla samveruna og vináttu sem hún veitti okkur. Jón Geir, foreldrar og bræður, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem). Stefán Þór og Barbara raðauglýsingar — raðaugiýsingar — raðaugiýsingar | þjónusta | I | nauðungaruppboð \ I | fundir — mannfagnaðir | Bólstrun Hauks Allar klæðningar og viðgerðir á bólstruðum húsgögnum. Úrval af efnum. Allt unnið af fagmanni. Góð þjónusta. Gott verð. Upplýsingar í síma 91-681460 á kvöldin og á verkstæðinu, Háaleitisbraut 47. | titboð — útboð Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í Setbergi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4000 rm, fylling 7800 rm, holræsa- lögn D=200 mm 680 Im, holræsalögn D=300 mm 425 Im. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Vanefndauppboð Vegna vanefnda hæstbjóðanda fer fram nauðungaruppboð á hús- eigninni Háholti 11, neðri hæð, talinni eign Ketils Vilbergssonar, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. febrúar 1989 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Akranesi. Til sölu fiskverkun á góðum stað á Suðurnesjum. Mjög hentugt fyrir lítinn rekstur. Beitningaraðstaða. Frysti- klefi. Einnig lyftari, kör og vörubíll ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 92-37417. Hagstætt fyrirtæki til sölu Nýir möguleikar og viðhorf frá 1. mars næst- komandi. Starfssvið er innfluttningur, iðnað- ur, heildsala og smásala á þekktum vöru- flokkum. Tilvalið til sameiningar við sambæri- leg fyrirtæki. Miklir möguleikar á veltuaukn- ingu. Þeir, sem áhuga hafa, sendi skriflegt svar til auglýsingadeildar Mbl. merkt. „GE - 2713“. Aðalfundur Framfarafélags Selás- og Árbæjarhverfis verður haldinn í Árseli miðvikudaginn 22. febrúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um skipulagsmál hverfisins. Gestur fundarins verður Þorvaldur S. Þor- valdsson, forstöðumaður borgarskipulags. Stjórn F.S.Á. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins Aðalfundur Breiðfirðingafólagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Sóknarhúsinu, Skipholti 50A. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Apglýsinga- síminn er 2 24 80 smáaugiýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar I.O.O.F. 7 = 1702158V2 = 9.0 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindislns. Almenn samkoma ! kvöld kl. 20.00. □ GLITNIR 59892157 - 1 □ HELGAFELL 598915027 IV/V - 1 FÖSTUF. REGLA MIISTERISRIODARA RMHekla 15.2.VS.FR. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía Almennur blbllulestur I kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hallgrimur Guðmannsson. Allir hjartanlega ■miiinim Skyggnilýsingarfundur verður í kvöld kl. 20.30 í Siðu- múla 25. Ray Wílliamson og Þórhallur Guðmundsson verða með skyggnilýsingar. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Ljósgeislinn. utivist, c,_„ Árshátíð Útivistar laugardaginn 18. fabr. Nú er tæki- færi til að blása á allt óveður og mæta í sólskinsskapi á góða skemmtun í Skíöaskálanum, Hveradölum. Glæsilegt heitt og kalt hlaðborð. Danshljómsveit. Rútuferð frá BSf, bensinsölu, kl. 18.30 og til baka að skemmtun lokinni. Allir velkomnir. Pantið strax. Næstu helgarferðlr: 1. Tindafjöll 24.-26. febr. 2. Þórsmörk i vetrarskrúða er frestað til 3. mars. Gerist Úti- vistarfélagar. Uppl. og miðar á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist, feröafélag. Emmess ís svigmót Fram haldið í Eldborgargili í Bláfjöllum 18. og 19. febrúar 1989. Laugardagur. Kl. 10.00. Brautarskoðun karla, kvenna og 15-16 ára. Veröiauna- afhending aö lokinni keppni. Kl. 13.00. Brautarskoðun 13-14 ára. Verðlaunafhending að lok- inni keppni. Sunnudagur. Kl. 11.30. Brautarskoðun 11-12 ára barna. Kl. 13.30. Brautarskoðun 9-10 ára og 8 ára og yngri. Verðlaunaafhending að lokinni keppni. Fararstjórafundur verður hald- inn föstudaginn 17. febrúar kl. 18.30 (Framheimilinu, Safamýri, Reykjavík. Þátttökutilkynningar berist til Jóns Ólafssonar, Brúarási 12, hs. 671066 eða vs. 12345 fyrir miðvikudagskvöld. Þátttökugjöld greiðast é farar- stjórafundi. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.