Morgunblaðið - 15.02.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
33
Enn um ríkisútvarpið
eftirÞórðE.
Halldórsson
Einn hinn svívirðilegasti inn-
heimtumiði opinberrar stofnunar,
afnotagjald útvarps og sjónvarps, var
að velta innúr bréfalúgunni í morg-
un. Þessi mjög svo umdeildi okur-
skattur á hvert heimili landsins er
orðinn alvarleg byrði stórum hluta
gjaldenda. Hvað með ellilífeyrisþega?
Bera hin smánarlegu ellilaun, sem
svo eru nefnd, og nema í desember
1988 kr. 8.619.00, það með sér að
illa rekið ríkisfyrirtæki geti sótt
rekstrarfé sitt í þann sjóð?
Eru engin takmörk fyrir því hvað
almenningur í þessu landi lætur
bjóða sér. Er fólk alveg dofið fyrir
því sem er að gerast kringum það?
Það er á allra vitorði að þessi stofn-
un skilaði þjóðfélaginu hátt í milljarð
króna í skuld á sl. tveimur árum.
Fylgist fólk ekkert með því bruðli
og sukki sem þama fer fram, eða
er öllum sama? Á sl. ári segir í opin-
berri skýrslu að fyrirtækið hafi íjölg-
að starfsliði um áttatíu stöðugildi á
árinu án þess að fyrir því væri heim-
ild á fjárlögum. Hvar endar þetta ef
svo er um fleiri ríkisfyrirtæki, sem
raunar þarf ekki að efa, þótt ekki
sé alls staðar farið jafn gróft í sakirn-
ar.
Með tilliti til þess að hér er um
nauðungarskatt að ræða, sem þú
lesandi góður ert þvingaður til að
greiða, hvort sem þér líkar betur eða
verr, hlýtur sú spuming að vakna
hvort hér er ekki um mannréttinda-
brot að ræða, bæði hvað snertir
íslenska stjómarskrá og ekki síst
mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Er það ekki skortur á mannrétt-
indum að hafa ekki valfrelsi til fjöl-
miðla? Þegar um fjölda útvarps- og
sjónvarpsstöðva er að ræða liggur í
Þórður E. Halldórsson
„Eru engin takmörk
fyrir því hvað almenn-
ingur í þessu landi læt-
ur bjóða sér. Er fólk
alveg dofíð fyrir því
sem er að gerast kring-
um það?“
augum uppi að í lýðræðislandi eiga
þær að hafa sömu möguleika til fjár-
öflunar og einstaklingurinn þar með
valrétt. Ef fram færi almenn skoð-
anakönnun um álit fólksins í landinu
um algjört frelsi á þessu sviði óttast
ég ekki um niðurstöðuna. Rekstrar-
lega séð er þessi stofnun komin útí
algjört forað. Milljarðahöllin við Bú-
staðaveg er enn ekki komin í nýtan-
legt ástand. Hvað um rekstur rásar
2 sem er með öllu ofaukið við hlið
allra hinna frjálsu stöðva. Ætlar út-
varpsstjóri að reyna að telja mér og
Afinæliskveðja:
Stefanía
Gissurardóttir
Það var við setningu prestastefnu
í júní 1983, að fundum okkar frú
Stefaníu bar fyrst saman.
Maðurinn minn lék á selló við
athöfnina. Ég sat því ein míns liðs,
að mér fannst, í hópi prestanna og
eiginkvenna þeirra, ef til vill hálf-
feimin og uppburðarlaus. Eftir at-
höfnina söfnuðust viðstaddir saman '
til kaffidrykkju framan við hátíð-
arsal Háskólans. Þá heyrði ég allt
í einu hlegið dátt, skært og smit-
andi. Mér varð litið til og mikið
rétt: Þarna var þá konan, sem ég
hafði heyrt að mörgu góðu getið,
en ekki verið svo lánsöm að hitta
fyrr en á þessari stundu. Ég færði
mig eins og ósjálfrátt nær þessari
glæsilegu konu á íslenska búningn-
um, með þennan heiða og sterka
svip og þar með voru kynni okkar
frú Stefaníu hafin.
Undanfarin ár höfum við hjónin
notið yls frá arni vígslubiskups-
hjónanna á Selfossi, frú Stefaníu
og eiginmanns hennar, séra Sigurð-
ar Pálssonar. Minnist ég kvölda í
Ártúninu, meðan séra Sigurður
lifði, þar sem saman fóru létt lund
og hláturmildi húsfreyjunnar og
mannvit, orðkyngi og hárfín kímni-
gáfa húsbóndans. Ut um stofu-
gluggann blasir við óviðjafnanlegt
útsýni: Ölfusáin logagyllt í kvöldsól-
inni. Marga nótt höfum við gist í
gestaherbergi frú Stefaníu og hlust-
að á árniðinn gegnum svefninn. Að
morgni beið svo litli skatturinn hjá
frú Stefaníu, sem er í raun stór-
veisla, eins og margir vita. Heima-
bakað rúgbrauð, laxasalat, kæfa
og úrvals ostar; allt skartar þetta
á hringborðinu góða, sem er tveggja
hæða og snýst efri platan með
kræsingunum, stjórnað af frú Stef-
aníu, sem sér vökul um það, að
hver og einn geti gætt sér á því,
sem hugurinn girnist.
Séra Sigurður Pálsson var einn
okkar lærðustu guðfræðinga, mikill
öðrum trú um að ekkert kosti að
reka þá útvarpsrás 24 klukkutíma á
sólarhring. Sú stöð er algjörlega
nauðsynjalaus eftirherma. Er ekki
þama verkefni handa hinum sjálfum-
glaða fjármálaráðherra að kippa í
taumana og láta eitthvað sjást eftir
sig til spamaðar.
Það er umhugsunarefni hvað
margir ríkisfjölmiðlar fara framúr
ákvörðun fjárlaga Alþingis. En spurt
skal; Á umframeyðslan að vera í
framtíðinni rós í hnappagat þeirra
sem komast lengst framúr fjárveit-
ingum. Svo er raunar að sjá á síðustu
vinsældaútspilum fjármálaráðherra.
Mér er mjög til efa að lagaleg
heimild sé fyrir því hjá Landsíma
Islands að krefjast 3ja mánaða fyrir-
framgreiðslu á afnotagjöldum. Póst-
ur og sími er mjög illa og óskipulega
rekið fyrirtáeki, eitt af þessum yfír-
mönnuðu stofnunum. Én sá er þó
munurinn að þar ert þú að greiða
fyrir það sem þú hefur keypt. Hjá
Útvarpi og Sjónvarpi ertu þvingaður
til að greiða það sem þú hefur ekki
keypt eða falast eftir. Það er varla
hægt að líkja þessu við annað en
vasaþjófnað.
Ég get ekki látið hjá líða að nefna
dagskrárefni Ríkissjónvarpsins
kvöldið 5.1.1989. Kl. 20.30 í poka-
hominu — Brennunjálssaga. Þama
var sýnd á mjög óeðlilegan hátt
brennsla bókar. I 20 mínútur sást
ekkert annað en þessi „brennandi"
bók. Ekki þótti hlýða að þessi afreks
skræðuleikur væri sviðsettur án
hljóða. Upphófust nú gól, óp og ösk-
ur framleidd á þann hátt að vel
mátti greina hrín í svínum, æpandi
öpum, öskrandi Ijónum, beljugaul og
annað eftir því, sem trúlega hefur
átt að tákna mannleg búkhljóð.
Næsti þáttur á eftir eða kl. 21.00
var með öllu táknrænna nafni á hin-
um ríkisreknu fjölmiðlum; „Meðan
skynsemin blundar".
Bylgjan, Stjarnan, Hljóðbylgjan,
Útrás, Útvarp Alfa og hvað þær
heita allar fijálsu útvarpsstöðvamar,
auk hinnar mjög svo ágætu sjón-
varpsstöðvar Stöðvar 2, eru ekki
byggðar upp á þeim vasaþjófnaði
sem ríkisstöðvarnar iðka.
Ég skora á fólk að láta frá sér
heyra um þá ólýðræðislegu vinnu-
brögð sem þegnarnir verða að þola
af hálfu ríkisfjölmiðlanna. Ég skora
einnig á hið háa Alþingi að losa okk-
ur frá því að standa undir sukki og
svalli ríkisljölmiðlanna. Er einhver
von um að hér verði komið á lýðræði?
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skrifstofutækninám
Betra verö - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
AÐEINS FYRIR
SÖLUMENN
Viltu njóta starfsins betur?
Ljúka söiunniá auðveidari hátt?
Svara mótbárum afmeira öryggi?
Dale Carnegie* sölunámskeiðið
er einu sinni í viku í 12 vikur frá kl. 14.00-17.30
og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum
Námskeiðið er metið til háskólanáms i Bandaríkjunum
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
• Gera söluna auðveldari.
• Njóta starfsins betur.
• Byggja upp eldmóð.
• Ná sölutakmarki þínu.
• Svara mótbárum af öryggi.
• Öðlast meira öryggi.
• Skipuleggja sjálfan þig og söluna.
• Vekja áhuga viðskiptavinarins.
FJÁRFESTING Í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARDIÆVILANGT
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í
SÍMA 82411
o
STJÚRNUNARSKÓUNN
Vo Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin"
leiðtogi og fræðari yngri prestum
og löðuðust þeir að honum sakir
gáfna hans, orðsnilli og síðast en
ekki síst framúrskarandi fijálslynd-
is og umburðarlyndis gagnvart
hveijum viðmælanda, jafnt háum
sem lágum. Hjá honum varð aldrei
vart steigurlætis í garð leikmanns-
ins. Eftirminnilegur er sjónvarps-
þátturinn, þar sem biskupar lands-
ins ræddu um upprisuna. Frammi-
staða séra Sigurðar vakti þá hugsun
hjá mér, að eftirsjá er að því, að
ekki skyldi tekinn upp sérstakur
samtalsþáttur við séra Sigurð Páls-
son, svo að mönnum gæfist kostur
á að njóta þekkingar og innsæis
þessa merka kennimanns.
Enginn minnist þess, að frú Stef-
anía hafi nokkru sinni orðið veik.
Þó liggur hún á sjúkrahúsi nú. Hún ’
er þar til aðgerðar, sem áreiðanlega
mun lánast vel. Og við hlökkum til
að hitta hana aftur, glaða og reifa,
á heimili hennar, þar sem hún hef-
ur veitt gestum og gangandi af svo
mikilli rausn svo lengi.
Við hjónin sendum henni innilega
afmælisósk^með kæru þakklæti.
Ágústa Ágústsdóttir
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15, Reykjavik, sími91-621066.
A
REKSTRARLEG ENDUR-
SKIPULAGNING FYRIRTÆKJA
Ert þú aó velta ffyrir
þér breytingum á
rekstri fyrirtækisins
t.d. vegna eigenda-
skipta, kynslóóa-
skipta,örs vaxtar,
markaósaóstæóna
eöa erfióleika í
rekstri?
Á námskeiði þessu verðurfjallað um helstu
ástæðurfyrir rekstrarlegri endurskipulagningu
fyrirtækja.
- Almennt um tilefni og ástæður fyrir endur-
skipulagningu.
- Um endurskipulagningu stjórnunarþátta.
- Um fjárhagslega skoðun og endurskipu-
lagningu.
- Um athugun markaðsmála.
Leiðbeinendur:
Einar Kristinn Jóns-
son, fjármálastjóri,
Þórður H. Hilmars- Þráinn Þorvaldsson,
son, forstjóri, rekstrarráðgjafi.
Námskeiðið erætlað eigendum og æðstu stjórn-
endum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Tími og staður:
20.-21. febrúar nk. kl. 13-17 í Ánanaustum 15.