Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 34
84
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
OlöfS. Magnús-
dóttir - Minning
Fædd26. nóvember 1966
Dáin 5. febrúar 1989
Hún Ólöf okkar er dáin, hún er
ekki lengur hér með okkur, með bro-
sið sitt blíða, faðminn breiða og hlýja
viðmótið sitt.
í þessari miklu sorg, sem það er ■
að kveðja Ólöfu, get ég huggað mig
við að rifja upp þær yndislegu stund-
ir sem við áttum saman. Hvað mér
þykir vænt um að þegar við hittumst
þurftum við að segja hvor annarri
frá þvi hvað á daga okkar hafði drif-
ið og hvemig við léttum á hjörtum
okkar um okkar innstu tilfinninga-
mál og ekki létum við staðar numið
fyrr en við vorum búnar að ræða
málin til hlftar og stóðum þá upp
endumærðar og sterkari einstakling-
ar.
Ég þakka góðum Guði fyrir það
að hafa fengið að eiga Ólöfu fyrir
vinkonu og hugsa nú oft til kveðju-
stunda okkar á þessari stuttu sam-
leið, þá föðmuðumst við alltaf og
kysstumst og minntum hvor aðra á
það hversu innilega vænt okkur þótti
hvorri um aðra.
Það reyndist mér erfítt að skýra
út fyrir litlu drengjunum mínum, sem
þótti svo ósköp vænt um hana, að
hún væri dáin, en þeir í sinni bama-
legu einlægni hjálpa mér að sætta
mig við það að hún sé hjá Guði á
himninum og þar líði henni vel.
Elsku Kiddi minn, Einína, Helena,
Binna, Magnús og aðrir ástvinir, ég
votta ykkur mina innilegustu samúð.
Góður Guið styrki okkur öll í þessari
miklu sorg.
Ella Rósa
Nú þegar leiðir skilja langar okk-
ur að senda Ólöfu okkar hinstu
kveðjur með þakklæti fyrir allar
góðu stundimar sem aldrei gleym-
ast.
Ég kynntist Ólöfu fyrst í Víði-
staðaskóla þar sem við báðar klámð-
um 9. bekkinn. Eftir það fór Ólöf í
hárgreiðslunám og ég í snyrtinám.
t
Faðir okkar,
ÞÓRÐUR ÞORGRfMSSON,
varð bráðkvaddur 14. febrúar.
Börnin.
Móðir okkar, t JÓNÍNA JÓH ANNSDÓTTIR,
Hátúnl 8,
lést á heimili sfnu sunnudaginn 12. febrúar.
Eyþór Steinsson, Jóhann Steinsson.
t
Hjartkœr eiginkona mín,
KRISTJANA EINARSDÓTTIR SCHMIDT,
Furugrund 66,
Kópavogi,
lóst 11. febrúar. Útförin auglýst síöar.
Robert Schmidt.
t
Eiginmaöur minn,
KRISTJÁN KARL PÉTURSSON
frá Skammbelnsstöðum,
Holtum
andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 13. febrúar.
Sólvelg Eysteinsdóttir
og bömln.
Birting
afmælis-
0 0
ogmmmng-
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. bæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofii blaðsins f Hafnarstræti
85, Akureyri.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
tsjom Bjamason'
f - - -• Minnmg
Jón Jónsson, tré-
smiður — Minning
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmæiisgreina
gildir sú regia, að aðeins em
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar em
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Nokkm seinna varð kunningsskapur
okkar að góðri vináttu. Eftir að við
Siggi byijuðum að búa og Kamilla
fæddist urðu Ólöf og Kiddi hluti af
okkar tilveru.
Við töluðum oft um þann draum
að geta opnað saman stofu. Sá
draumur varð að veruleika seint á
síðasta ári þegar hágreiðslustofan
Hjá Ólöfu opnaði á Melabraut 5a á
Seltjamamesi. Síðustu þrír mánuðir
em ómetanlegir í mínum huga og
er Ólafar sárt saknað.
Elsku Kiddi, Einína,- Binna, Hel-
ena og Magnús, Guð gefí ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Halla, Siggi og Kamilla.
Að morgni sunnudagsins 5. febr-
úar barst okkur sú harmafregn að
ástkær vinkona okkar, Ölöf Sæunn
Magnúsdóttir, væri látin. Við gátum
varla trúað þessu. Hvemig mátti það
vera að hún væri tekin frá okkur,
þegar framtíðin blasti svo björt við
henni og Kidda unnusta hennar.
Orð verða fátækleg og vanmátt-
ug, þegar lýsa á svo góðum vini sem
Ólöf var. Hún var lífsglöð, kát og
alltaf hress. Hún var traustur og
skemmtilegur vinur og í minning-
unni geymist brosandi andlit hennar
og það hve hlýleg hún ávallt var.
í nóvember framkvæmdi hún eitt
af markmiðum sínum, þegar hún
opnaði eigin hárgreiðslustofu.
Reksturinn gekk framar björtustu
vonum. Viðmót hennar hefur örugg-
lega átt mikinn þátt í því hve stóran
hóp viðskiptavina hún eignaðist.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
Víðistaðaskóla og hefur vinskapur-
inn haldist síðan. Minningamar em
margar. Við minnumst þess, þegar
við hittumst öll nú um áramótin. Þau
Kiddi komu til okkar sposk á svip-
inn. Þau vom ekkert að láta okkur
vita að þau væm nýbúin að trúlofa
sig, enda þurftu þau þess ekki. Við
tókum strax eftir því. Það geislaði
svo af þeim hamingjan og við
samglöddumst þeim mjög. Það var
mikið talað og hlegið og svo var
haldið af stað að hitta stóra vinahóp-
inn.
Um leið og við kveðjum kæra vin-
konu þökkum við fyrir allar þær
góðu samverustundir sem við áttum.
Við geymum minningu hennar um
aldur og ævi.
Eisku Kiddi, Einína, Binna, Hel-
ena og Magnús, megi guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Hrefiia, Orrí og Sigga.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V.Briem.)
Mig setti hljóða þegar amma mín
færði mér þá frétt að Ólöf væri
ekki lengur á meðal okkar. Þá rifl-
uðust upp allar þær skemmtilegu
stundir, sem við höfum átt saman
í gegnum árin. Við kynntumst fyrir
sex árum þegar hún byijaði í læri
hjá Jan í Adam & Evu. Orkan sem
í henni bjó var ótrúleg.
Hún hafði að mörgu að keppa í
lífinu og var ákveðin í að ná því,
sem hún hafði ætlað sér. Við töluð-
um um okkar góðu daga og okkar
slæmu daga, sem allir hafa ein-
hvem tíma á lífsleiðinni. Annars er
aldrei hægt að þakka fyrir þau ár
með orðum einum.
Ég votta unnusta hennar, systk-
inum hennar og móður mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð al-
máttugur styrki þau í þeirra sorg.
Kær kveðja,
Rósa Katrin vinkona.
Minning:
Sesselja S. Guð-
jónsdóttir
Fædd 19. desember 1894
Dáin 5. febrúar 1989
í dag, 15. febrúar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju amma
mín, Sesselja Sigurborg Guðjóns-
dóttir, sem andaðist á Hrafnistu í
Reykjavík 5. febrúar síðastliðinn.
Hún fæddist í Breiðuvík í Borgar-
fjarðarhreppi 19. desember árið
1894 og var því á 95. aldursári.
Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn
Bjömsdóttir og Guðjón Gíslason er
þá bjuggu í Breiðuvík. Þau systkin-
in vom níu og eru öll látin nema
Einar Sigfinnur yngsti bróðirinn,
sem nú býr á Austurbrún 4,
Reykjavík.
A bamsaldri missti amma föður
sinn og var þá tekin í fóstur af
móðurbróður sínum að Úlfsstöðum
í Loðmundarfirði. Þar var hún fram
yfír fermingaraldur, eða þar til er
hún fluttist til Seyðisfjarðar sem
ung stúlka. Húnn vann þar á ýmsum
stöðum, uns hún réðst að Brimbergi
þar sem hún kynntist afa mínum,
Jóni Bergmanni Guðmundssyni, en
þau gengu í hjónaband árið 1914.
Amma og afi eignuðust þijú böm,
Guðnýju fædda 19. október 1914,
Gunnar Björgvin fæddan 1. ágúst
1916 og Jóhann fæddan 27. septem-
ber 1918. Þau Guðný og Gunnar
Björgvin eru látin, en Jóhann býr í
Kransor, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74. sími 84200
Garðinum og hefur verið þar kenn-
ari í tæp 30 ár.
Mann sinn missti amma árið 1939
og lifði sem ekkja eftir það í nær
50 ár. Þau amma og afí bjuggu
lengst af í Sjávarborg í Seyðisfjarð-
arhreppi, í þorpinu sem nefnt var
Eyrar. En amma flytur alfarin til
Reykjavíkur árið 1946 og átti þar
heima á ýmsum stöðum, uns hún
að lokum fer á Hrafnistu í maí 1985.
Þar fékk hún góða aðhlynningu og
ummönnun, sem ég þakka af alhug
fyrir hennar hönd.
Ævistarf ömmu minnar var að
þjóna öðrum, enda var hún alltaf
boðin og búin til að hjálpa og ætíð
með glöðu geði, því hún lagði sig
alla fram um að inna allt sem best
af hendi. Hún var hög í höndum og
vann allt af trúmennsku og dugnaði
sem hún tók sér fyrir hendur. Og
allir, sem kynntust henni, dáðust
að handbragði hennar og útsjónar-
semi. Heima á Eyrum vann hún sem
matráðskona við útgerð Sigurðar
heitins á Þórarinsstöðum í nær tutt-
ugu sumur og þótti árrisul og
áhugasöm í því starfí sem öðrum.
Á vetuma vann hún mest við sauma
og sneið einnig marga flíkina fyrir
nágrannakonur sínar og leiðbeindi
þeim við að setja þær saman. Einn-
ig var oft leitað til hennar ef menn
þurftu að fá hár sitt klippt, og
mátti segja að varla væri það
mannshöfuð f hreppnum sem amma
hafði ekki einhvem tíma klippt.
Söngvin var amma og ljóðelsk og
kunni mikið af sálmum, ljóðum og
lögum og söng allt til þess er hún
lagðist banaleguna. Amma var
greind kona og kunni á mörgu skil,
þó hún nyti ekki mikillar menntun-
ar. Hún las mikið og hlustaði tíðum
á útvarp. Réttsýn var hún í skoðun-
um og rökföst svo að af bar. Þegar
hún var unglingur nýkomin til Seyð-
isfjarðar tók hún til við að læra
dönsku án teljandi aðstoðar og náði
svo góðum tökum á þvf máli að hún
gat lesið danskar bækur og blöð sér
til fróðleiks og ánægju. Hún talaði
fallega íslensku og sagði vel frá
því, er hún vildi fræða mann á.
Til ömmu var alltaf gott að koma
og tekið á móti manni með ástúð
og hlýju hvemig sem á stóð, en
eftir að amma fluttist á Hrafnistu
urðu heimsóknimar stijálli og syrgi
ég það nú, því í önnum hversdags-
ins vill stundum gleymast það sem
næst manni stendur, en minningin
um hana lifír með mér og öðmm
er hana þekktu og þar er hún ávallt
hin glaða og hlýja sál, sem hún var
í lifanda lífí. Guð blessi sál hennar
og minninguna um hana.
Ómar Jóhannsson
t
Sonur okkar og bróðir,
SVERRIR KJARTANSSON,
Grófarseli 7,
lést ó hjartadeild Landspftalans 13. febrúar.
Magnea GuAmundsdóttlr,
Kjartan Ólafsson,
Ólafur og Hjördfs.