Morgunblaðið - 15.02.1989, Qupperneq 35
kORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
35
Guðrún Jóns-
dóttir - Mhming
Hún Gunna vinkona mín er dáin.
Hún hafði legið á sjúkrahúsi í rúm-
an mánuð, en var mikið farin að
hressast. Því var það mjög óvænt
er hún lést skyndilega þann 4. febr.
sl. Með henni er horfin af sjónar-
sviði mæt kona sem vert er að minn-
ast.
Guðrún Jónsdóttir hét hún og
fæddist að Holtakoti í Ljósavatns-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, 27.
ágúst 1911, elst þriggja barna hjón-
anna Sigríðar Friðriksdóttur og
Jóns Jónssonar. Hún ólst upp í
Holtakoti en fór til Reykjavíkur 19
ára að aldri „til að leita sér fjár og
frama“ eins og segir í þjóðsögunum.
Árið 1932 giftist hún Þórhalli Sig-
urðssyni frá Reyðará í Lóni, en
missti hann 1933 eftir örstutta sam-
búð, og einnig dóttur þeirra á fyrsta
ári. Þau dóu bæði úr berklum. Guð-
rún giftist öðru sinni 1936, Krist-
jáni Skaftasyni. Þau eignuðust 5
böm, 4 syni og 1 dóttur. Guðrún
og Kristján skildu 1947. Um 11 ára
skeið bjó hún með Skarphéðni Ve-
mundssyni og átti með honum 1
son. Þau slitu samvistum 1960.
Fyrst eftir það hélt hún heimili með
yngstu bömum sínum, en bjó ein
síðustu 20 árin. Einn son sinn
missti hún rúmlega þrítugan, en 5
böm hennar lifa móður sína.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu æviatriða var líf Gunnu enginn
dans á rósum. Eitt er þó ótalið sem
varð henni oft erfitt. Það var hús-
næðisleysið. Flestöll sín fullorðinsár
varð hún að búa í leiguhúsnæði,
oft við slæmar aðstæður og öryggis-
leysi. Hún bjó víða, í Reykjavík,
Kópavogi og úti á landi, en frá
1960 átti hún heimili í Reykjavík,
þó á svo mörgum stöðum að ég hef
ekki tölu þar á. En Gunna vildi
umfram allt búa að sínu og bjarga
sér sjálf. Hún mátti ekki til þess
hugsa að vera öðmm til byrði.
Eg kynntist Gunnu fyrst 1948
þegar ég flutti í Kópavog og böm
hennar urðu leikfélagar mín-ir.
Gunna var einn af frumbyggjunum
í Kópavogi. Á þessum ámm vom
ekki vatn, sími né strætisvagnar
og mjög langt í næstu verslun. Lífið
var erfítt, en gömlu frumbyggjarnir
í Kópavogi vom langflestir harð-
duglegt myndarfólk. Með þessu
fólki þróaðist mikil samhjálp.
Gunna og ein grannkona hennar
unnu oft í frystihúsinu, til skiptis
annan hvorn dag og gættu barna
hvor fyrir aðra hinn daginn.
Gunna var fádæma dugleg og
ákaflega myndarleg húsmóðir (nú
held ég að hún hlæi að mér hvar
sem hún er stödd). Hún saumaði
falleg föt á krakkana úr smábútum,
eða upp úr gömlu, óteljandi em
þeir sokkar og vettlingar sem hún
prjónaði — reyndar alveg til æviloka
— og hún bjó til afar bragðgóðan
mat.
Gunna var mjög gestrisin og ör-
lát. Ein mesta gleði hennar var að
gefa og veita af rausn. Efnahagur
Birtíng af-
mælis- ogminn-
ingargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofii blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Einn vetur stundaði Odd
nam vid Kvennaskólann
Árið 1955 hófu systur
Guðrúnar og Pálma á Bj
sunnan Másstaða. Þar
Mikii áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
hennar var alltaf mjög þröngur en
þó tókst henni alltaf að vera veit-
andi en ekki þiggjandi, gestrisin og
góð heim að sækja.
Þegar ég var lítil stelpa og lék
mér við krakkana hennar Gunnu
spilaði hún oft á orgel fyrir okkur,
söng með okkur og fór í leiki. Hún
talaði við okkur krakkana eins og
jafningja. Seinna meir þegar ég sem
ung stúlka varð heimagangur hjá
henni, hafði hún enn sama lag á
að vera jafningi okkar. Hún var
glaðlynd og ung í anda og því hélt
hún alla ævi. Böm sóttu til hennar
og ungt fólk átti í henni skilnings-
ríkan vin.
Gunna átti 6 börn sem komust
til fullorðinsára, bamabörnin em
19 og langörnmubömin 11. Auk
þess gekk hún mörgum óskyldum
börnum i „ömmustað", þar á meðal
dóttur minni, og ótaldir em þeir
sokkar og vettlingar sem hún pijón-
aði á fjölskyldu mína frá því að
börnin vom lítil og til fullorðinsára.
Gunna átti marga vini og var
trygglynd og vinföst. Hún hélt
ævilangri vináttu við Reyðarárfólk-
ið, fjölskyldu fyrsta manns síns, og
hélt enn sambandi við bernskuvin-
konu sína að norðan, svo og ýmsa
aðra æskuvini. En með hverri nýrri
kynslóð bættust henni líka nýir vin-
ir. Er hún nú hverfur héðan, fátæk
að öllu því er mölur og ryð fá
grandað, má segja um hana það
sem stendur í vísu Arnar Arnarson-
ar:
En menn flytja ekki neitt
yfir djúpið svarta.
Þangað fylgir aðeins eitt
ást frá vinarhjarta.
Nú er hún Gunna farin héðan.
Líkaminn var orðinn þreyttur og
slitinn og sjálfsagt hvíldinni feginn.
En hún var svo hress í anda að
manni fannst hún eiga að vera hér
svo miklu, miklu lengur. Við dóttir
mín söknum vinar í stað.
Að lokum kveð ég Gunnu mína
með kærri þökk fyrir allt. Megi hún
alla tíma vera margblessuð.
Helga K. Einarsdóttir
t
Faðir okkar,
SIGURBJÖRN JÓNSSON,
Fáikagötu 3,
Reykjavík,
andaöist í Vífilsstaöaspítala 14. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Bjarnl Slgurbjörnsson,
Helga Sigurbjörnsdóttir,
Jón Sigurbjörnsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEINDÓR INGIMAR STEINDÓRSSON
bifreiöastjóri,
Strandaseli 9,
Reykjavik,
lóst í Landspítalanum 13. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda.
Steindór I. Stelndórsson,
Ellert K. Stelndórsson.
t
Útför bróður okkar,
BJÖRNS ÁSGEIRSSONAR,
Reykjum,
Lundareykjadal,
verður gerð að Lundi laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.
Leifur Ásgeirsson,
Slguröur Ásgeirsson.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR GfSLASONAR
kaupmanns,,
Mlölelti 7, Reykjavfk,
(áður Óðinsgötu S),
fer fram fró Fríkirkjunni fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Rósa Sigurðardóttir, Gunnar Jóhannesson,
Erla Sigurðardóttir, Jón Eirfksson,
Gfsli Slgurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaöur minn og faðir okkar,
JÓHANN GUÐMUNDSSON
fyrrv. verkstjóri,
Skarðshlfð 13d,
Akureyri,
sem lést 10. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu
daginn 17. febrúar kl. 13.30.
Ólöf Inglmarsdóttir,
og dætur.
Lovísa Jóns-
dóttir — Minning
Fædd 25. október 1927
Dáin 26. janúar 1989
Margs er að minnast
margt er að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast.
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Lúllu tengdamóður
minnar.
Hún var dóttir hjónanna Jons
Pálma Jónassonar og Guðlaugar
Daníelsdóttur, þau bjuggu lengst
af á Nönnustíg 6 í Hafnarfirði. Hún
var næstyngst af fimm bömum
þeirra. Lúlla giftist Úlfari Garðari
Randverssyni og átti með honum
sex böm, fyrir átti hún tvo drengi.
Lúlla skilur eftir sig hlýjar minn-
ingar í mínum huga. Hún reyndist
mér og minni fjölskyldu mjög vel,
og þó sérstaklega syni okkar sem
hún skildi svo vel. Við fómm ófáar
ferðir austur í sveit og í Borgar-
fjörðinn og áttum þar frábærar
stundir.
Áfallið kom í ágúst þegar upp-
götvaðist að Lúlia væri með ólækn-
andi sjúkdóm. Hún var einstaklega
hörð af sér í veikindum sínum og
vildi lítið úr þeim gera. í minning-
unni er mér ofarlega í huga ferðin
til London sem Matthildur, Lúlla
t
Frænka okkar og vinkona
LOUISA M. ÓLAFSDÓTTIR
organisti
frá Arnarbæll
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 28. janúar. Útförin hefur fariö fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir skulu færðar öllum vinum og vandamönnum,
heimilisfólki og starfsfólki Dvalarheimilisins Áss, einnig kirkjukór
og sóknarbörnum Hverageröis- og Kotstrandarsókna, fyrir alla
þá alúð og virðingu sem henni var sýnd.
, Aðstandendur.
og ég fómm í ágúst í sumar. Matt-
hildur, yngsta dóttir hennar, reynd-
ist henni mjög vel, á hún í mínum
huga þakkir skyldar.
Það er mér mikil ánægja að hafa
getað stutt tengdamömmu á ein-
hvern hátt í veikindum hennar. Ég
og fjölskylda mín þökkum henni
allt.
Blessuð sé minnjng hennar.
Sigga Einars
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTÓFER GUÐLEIFSSON,
Hjallaseli 29,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. febrúar
kl. 13.30.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Valgerður Eygló Krlstófersdóttlr, Björn Slgurðsson,
Guðmundur I. Kristófersson, Ósk Davfðsdóttlr,
Guðrfður Krlstófersdóttlr, Hallgrfmur Jónasson,
Sigurður Kristófersson, HJördfs Árnadóttir,
Ingveldur Þ. Kristófersdóttir, Helgi Guðjónsson,
Hannes Kristófersson, Guðrfður Olafsdóttlr,
Helgl Krlstófersson, Guðrún Eysteinsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
SIGURVEIGAR JÓNSDÓTTUR
frá Grfmsey.
Sérstaklega þökkum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Skjald-
arvík fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Óskar Frfmansson,
Hrefna Vfkingsdóttir, Sigurbjörn Ögmundsson,
Ragnar Vfkingsson, Marfa Krlstófersdóttlr,
barnabörn, barnabarnabörn og systur hinnar látnu.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og iangömmu,
BÓTHILDAR JÓNSDÓTTUR,
H verfisgötu 104A.
Guðrún Winslow,
Gfslfna Sumarllðadóttlr,
Slgrfður Sumarllðadóttir,
Unnur Sumarliðadóttlr,
Gfsll Sumarliðason,
Birgir Sumarliðason,
Lára Gasch,
Gunnar Sumarllðason,
Hildur Valeika,
Sigurbjörg von Hoffer,
Ásgelr Sumarllðason,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.