Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1989
37
: ;
.. Morgunblaðið/Þorkell
Orn Ómarsson ásamt móður sinni, Helgu Jóhannsdóttur, og heimiliskettinum, sem bauð sér sjálfur
til myndatökunnar og bað fyrir kveðju til Söru prinsessu.
LÆKNINGAR
Hittir Söru Ferguson í London
Erni Ómarssyni, 21>árs gömlum Reykvíkingi, hefur verið boðið að
vera viðstaddur opnun rannsóknarstofu á vegum breskra sam-
taka, Action Research for the Crippled Child næsta fímmtudag 16.
febrúar. Meðal annarra heiðursgesta verður hennar hátign, hertogaynj-
an af Jórvík, Sara Ferguson. Auk hinnar hátíðlegu athafnar, munu
Öm og móðir hans, Helga Jóhannsdóttir, að öllum líkindum hitta há-
tignina við annað tækifæri í boði hennar.
Aðspurður, hvemig á því stæði
að hann yrði þama meðal gesta,
sagði Öm, að undanfarin ár hefðu
þessir bresku vísindamenn sýnt
sér og ijölskyldu sinni mikinn
áhuga. Hann sagði að fjölskyldan
væri einstök vegna þess að upp-
götvast hefði að sjúkdómur sem
hann gengi með, klofinn hryggur,
væri ættgengur í fjölskyldunni.
Vísindamennimir, sem hann hefði
komist í samband við fyrir milli-
göngu Ólafs Jenssonar yfirlæknis
Blóðbankans, væm sérfræðingar
í gena- og erfðafræðirannsóknum
og með rannsóknum á sér og ijöl-
skyldunni vonuðust þeir til að ná
árangri í baráttunni við þennan
sjúkdóm sem Öm sagði að væri
óvíða algengari en í Bretlandi.
Öm sagði að ferðin og tilstand-
ið legðist vel í sig og ekki spillti
það fyrir að hitta kóngafólk. í
þannig félagsskap hefði hann
aldrei komist áður, frekar en flest-
ir íslendingar, þótt hann hefði
komið á ólíklegustu slóðir, meðal
annars til Ungveijalands og ísra-
els með Hamrahlíðarkómum. Öm
hefur gert sérstaklega víðreist í
vetur. Aðeins líða tveir dagar frá
því að hann kemur frá keppni á
alþjóðlegu borðtennismóti, Malmö
open, í Svíþjóð og þar til hann
flýgur til London, nú á miðviku-
dag.
GÓð íþrótt, gulli betri. Morgunblaðið/Þorkell
SUNDNÁMSKEIÐ
Aldreiof
seint að læra
réttu tökin
w
ISundhöll Reyiqavíkur stendur
yfír sundkennsla fyrir fullorðna.
Er þetta námskeið liður í þjónustu
við aldraða og'hefur það staðið yfír
allt skólaárið síðastliðin átta ár.
Flestir sem þama em hafa aldrei
lært að synda, nokkrir em að rifja
upp sundkunnáttu og margir nem-
endanna hafa þar fyrir utan barist
við vatnshræðslu ámm saman.
Emst Backman kennir fólkinu
sundtökin og þjálfar það einnig í
svokallaðri sundleikfími.
„Þetta em afskaplega þakklátir
nemendur, skilja hvað það er mikil-
vægt að veita elli kerlingu mót-
spymu,“ segir Emst Backman
íþróttakennari, „og ekki em aðeins
kennd sundtökin heldur einnig mik-
ilvægar líkamsæfíngar. Hreyfíngin
er holl.“ Um það vom nemendur
hans vitanlega sammála.
„Þetta er mikil heilsubót," segir
María Eyjólfsdóttir sem er að læra
að synda í fyrsta sinn. „Og kennar-
inn eyðir allri hræðslu héma,“ bæt-
ir hún við. „Nei, nei, ég hef ekki
verið vatnshræddur," segir Jón
Veturliðason, „og um að gera að
læra sundtökin áður en maður verð-
ur fullorðinn". „Þú meinar meira
fullorðinn" bætir María við í spaugi
og má á öllum sjá og heyra að
námskeiðið líki ljómandi vel. Fyrir
utan líkamsþjálfunina væri sund-
kunnáttan ákaflega mikilvæg og
aldrei of seint að læra réttu tökin.
Sœnsku Cylinda þvottavélamar
hafafengiðfrábcera dóma i
neytendaprófum á kröfuhörðustu
mörkubumEvrópu.
Þúgeturvalið umframhlaðnareða
topphlaðnarCylinda vélar. Þœrtopp-
hlöðnu spara gólfpláss ogekki þarf
að bogra vib þvottin
Cylinda nafnib er tryggingfyrir
fyrstaflokks vöru ogsannkallaðri
maraþonendingu.
Þegarctdeins þad
besta er nógn gott
TOPPHLAÐIN
Cylinda
ÞVOTTAVÉLAR - UPPÞVOTTAVÉLAR
TAUÞURRKARAR
JrOUlX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
” ^ TIZKAN
Laugavegi 71 II. hæö Sími 10770