Morgunblaðið - 15.02.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
tíCHAAim
Þetta eru áhrif frá heimsókn-
inni í dýragarðinn forðum.
HÖGNI HREKKVÍSI
ÚTHLUTUNARREGLUR
VERKAMANNABÚSTAÐA
Til Velvakanda.
Eftirfarandi bréf var einnig sent
Páli R. Magnússyni, formanni VB
í Reykjavík.
Ég hef oft velt því fyrir mér eft-
ir hvaða reglum úthlutunamefnd
verkamannabústaða fari þegar hún
Vil ekki Sjón-
varpsvísi
Ólafur Guðmundsson hringdi:
Mig langar til að koma þeirri
spumingu á framfæri hvort maður
er skyldugur til að kaupa Sjón-
varpsvísinn, ef maður er áskrifandi
að Stöð 2. Hann kemur aldrei um
mánaðamótin, heldur um miðjan
mánuðinn og þá er ekkert gagn að
honum. Ég vil geta verið áskrifandi
án þess að kaupa Sjónvarpsvísinn,
þar sem dagskráin í honum er frá
fyrsta hvers mánaðar er lítið gagn
í því að fá hann svona seint. Eg
hef oft kvartað yfir þessu, en því
hefur ekki verið sinnt.
er að úthluta íbúðum, sem eru til
ráðstöfunar hverju sinni.
Það munu vera um 17 ár síðan
ég sótti fyrst um. Að vísu sótti ég
ekki um á hveiju ári fyrst í stað,
en síðan 1980 hef ég sótt um á
hverju ári.
Það er talað um það í úthlutunar-
reglunum að menn megi ekki fara
yfír ákveðin tekjumörk, svo þeir
öðlist rétt til úthlutúnar. Ef ég miða
við tekjur þeirra sem ég þekki og
hafa fengið úthlutað ættu mínar
tekjur ekki að hafa spillt fyrir því
að ég gæti fengið úthlutað.
Ekki ætti húsnæðið að vera til
fyrirstöðu, því sá sem var á undan
mér í því húsnæði sem ég leigi nú
fékk úthlutað í Hólahverfi, og
margir af þeim sem hafa verið mér
samtíma, í því fjölbýlishúsi sem ég
bý nú í, hafa fengið úthlutað á liðn-
um árum.
Búseturétt vantar mig ekki, því
ég hef átt lögheimili í Reykjavík
síðan 1967. Annars virðist sú regla
hafa lítið gildi, því fólk úr öðrum
byggðarlögum virðist hafa rétt til
þess að fá úthlutað á undan mér.
í úthlutunarreglunum stendur að
þeir gángi fyrir sem ekki hafa feng-
ið úthlutað áður. Þessi regla virðist
ekki haldin því fjöldi manna er bú-
inn að fá úthlutað tvisvar og sumir
oftar, án þess að ég fái úthlutað
einu sinni.
Það virðist líka vera misjafnt
hvað fólk þarf að sækja oft um
áður en það fær úthlutað, því sum-
ir fá úthlutað eftir að hafa sótt um
aðeins einu sinni eða tvisvar, og
það virðist ekki skipta máli hvort
húsnæðið sem fólkið bjó í var gótt
eða_ vont.
Ut frá því sem að framan er
skrifað óska ég eftir því að formað-
ur V.B, Páll R. Magnússon, gefi
mér skýringu á því, hvers vegna
mínum umsóknum hafi alltaf verið
vísað frá.
Virðingarfyllst,
Guðvarður Jónsson,
írabakka 16.
Víkverji skrifar
IMorgunblaðinu á laugardag
birtist stutt grein eftir Pál Skúla-
son, prófessor í heimspeki við Há-
skóla íslands, sem hefur að geyma
áskorun til fréttamanna um að
hætta að misnota stjórnmálamenn.
Vikveiji hvetur alla fréttamenn að
lesa þessa grein og ekki síst þá, sem
einkum hafa atvinnu af því að fylgj-
ast með störfum stjórnmálamanna.
Við sjáum í sjónvarpi og í blöðum
og heyrum í útvarpi, að það er
ákveðinn hópur frétta- og blaða-
manna, sem er á eftir stjórnmála-
mönnunum, ef þannig má að orði
komast, þessir einstaklingar bera
ekki síður en stjómmálamennirnir
sjálfir ábyrgð á þeirri mynd, sem
af þeim birtist. Hafi fréttamennirn-
ir meiri áhuga á mönnum en mál-
efnum, verða það eðlilega frekar
mennirnir en málefnin, sem setja
svip sinn á afurðir fréttamannanna.
Víkveiji tekur undir með Páli Skúla-
syni, þegar hann segir:
„Það er ákveðin siðferðileg skoð-
un eða afstaða sem ríkjandi er á
ákveðnum tíma til ákveðinna mála.
0g ég leyfi mér að fullyrða að al-
menningsálitinu á íslandi sé ofboðið
með því hvemig stjórnmálamenn
eru misnotaðir, einkum í sjónvarpi.
Stundum er þetta svo voðalegt að
það mætti ætla að stjómmálamenn-
imir sjálfir væra að hafa almenning
að fífli.“
xxx
egar Víkverji horfði á þingsjá
sjónvarps ríkisins á föstudag í
umsjá Ingimars Ingimarssonar,
blöskraði honum alvöraleysið og
leikaraskapurinn. Þessi þáttur var
síst af öllu fallinn til þess að auka
mönnum traust á þingmönnum eða
efla virðingu almennings fyrir
stjómmálamönnum. Birtar voru
glefsur úr ræðum þingmanna vegna
lítilsvirðandi ummæla Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráðherra
og formanns Alþýðuflokksins, um
störf manna í Seðlabankanum, þar
sem blýantar komu við sögu.
Kaflar úr ræðum í þingsalnum
vora tengdir saman með innskotum,
sem vora ósmekkleg en áttu víst
að vera fyndin. í stuttu máli skilur
Víkveiji einfaldlega ekki, hvaða til-
gangi þessi samsetningur átti að
þjóna. I síðustu viku boðaði forsæt-
isráðherra enn einu sinni stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
og urðu um þá ræðu málefnalegar
umræður. Ef þessi þáttur sjón-
varpsins um störf þingsins á að
endurspegla það, sem hæst ber
hveiju sinni, mætti ætla, að áhorf-
endur gætu treyst því, að það sé
gert. Umsjónarmaðurinn kýs
greinilega frekar að misnota stjórn-
málamenn og leita að þingmálum
sem gefa honum tækifæri til þess.
xxx
Iöllu málæðinu og yfirlýsinga-
flóðinu ætti það að vera eitt
helsta hlutverk þeirra blaðamanna,
sem taka að sér að fylgjast með
flauminum, að auðvelda almenningi
og raunar stjórnmálamönnunum
sjálfum að greina kjarnann frá
hisminu; staldra við og draga sam-
an höfuðatriði og setja þau í eðli-
legt samhengi. Lítið fer fyrir slíku.
Páll Skúlason telur, að fréttamenn
axli ekki ábyrgðina, sem störfum
þeirra fylgir, fyrr en þeir beina at-
hyglinni frá stjórnmálamönnunum
að störfum þeirra. Þá fyrst segir
Páll „er von til að almenningur á
íslandi fari að skilja sín eigin stjóm-
mál og þá er heldur aldrei að vita
nema hann taki líka upp á því að
leiða þau til betri vegar.“