Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 43

Morgunblaðið - 15.02.1989, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI Klöppuðu Menn biðu spenntir eftir því hvernig Alfreð Gíslasyni gengi á æfingunni í gær, en hann hafði ekki þorað að skjóta knettinum í nokkra daga vegna meiðslanna í öxl sem hafa hijáð hann undanfarið. Jón Hjaltalín formaður HSÍ og Gunnar Þór formaður landsliðsnefndar sátu á varamannabekknum og fylgd- ust með liðinu æfa, og þegar Alfreð tók fyrsta „alvöru" skotið á æfingunni þegar leikkerfi voru æfð — stökk himinhátt upp fyr- ir framan vömina og þrumaði knettinum neðst í bláhom marksins, klöppuðu „varamenn- imir“ hátt og vel. Jón Hjaltalín: „Leggst vel í mig“ Þetta leggst vel í mig. Ég veit að strákamir standa sig,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, I gær um keppnina sem hefst í kvöld. „Það er mjög mikilvægt að liðið nái að vinna alla leikina hér í Cherbourg og ná þannig að taka fjögur stig með sér í milliriðilinn," sagði Jón. „Ef það tekst keppum við um verðlaunasæti." Jón sagði að markmiðið hér í B-keppninni væri að verða í einu af sex efstu sætunum, og komast þannig í A-keppnina. „Við verðum því að ná einu af þremur efstu sætunum í milliriðli. Við bemm hins vegar mikla virðingu fyrir öllum okkar keppinautum, og munum ekki vanmeta neinn þeirra. Við vit- um af reynslu okkar frá Ólympíu- leikunum að eitt mark getur skipt sköpum. Menn verða því að einbeita sér að verkefninu strax frá fyrstu mínútunni og þar til flautað verður til leiksloka." ---— Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson íslensku landsliAsmennlrnlr tóku lífínu með ró eftir hádegismatinn ( gær. Sumir gengu um gamla bæinn í Cherbo- urg og hér sjást Héðinn Gilsson, Július Jónasson og Geir Sveinsson kanna úrvalið á geisladiskum ( einni versluninni. Fjórða viðureign þjóðanna í kvöld: Alltaf unnið Búlgaríu Leikurinn í kvöld verður fjórða viðureign íslendinga og Búlg- ara á handknattleiksvellinum frá upphafi. Þjóðimar mættust fyrst á Spáni í forkeppni Ólympíuleikanna 1972. Jón Hjaltalín Magnússon, núver- andi formaður HSÍ, lék einmitt þann leik, en ísland Skapti Hallgrímsson skrífar frá Frakklandi vann með tíu marka mun. Þjóðimar mættust síðan aftur í B-keppninni í Hollandi 1983, er ísland vann aðeins með tveggja marka mun. Síðasti leikurinn var í Danmörku á Eyrarsundsmótinu fyrir skömmu og þá vann ísland 22:17 í frekar slökum leik, þar sem Búlgarar reyndu að hanga á boltanum. Vessl- in Penchev, þjálfari Búlgara sagði eftir leikinn að (slenska liðið yrði „að leika betur í B-keppninni en gegn okkur, ef það ætlar að kom- ast í hóp hinna bestu." „Við unnum með 5 mörkum en áttum 8 eða 9 stangarskot. Menn eru örugglega enn að hugsa um það,“ sagði Gujón Guðmundsson, liðsstjóri íslenska liðsins, í gær. KÖRFUKNATTLEIKUR IRmeðtakáKR SAMKVÆMT bókinni eiga KR- ingar að sigra ÍR-inga, en ÍR virðist hafa tak á KR og sigraði örugglega í gærkvöldi. KR-ingar byijuðu vei, Birgir virtist í miklu stuði og skoraði níu fyrstu stigin. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 23:17 fyrir KR, ■■■■■ en þa'fékk Jóhannes Skúli Sveinsson, ÍR, Unnar tæknivíti og sína Sveinsson flmnltu villu! Við þetta tvíefldust ÍR- ingar, skoruðu 31 stig á næstu 10 mínútum og náðu forystu, sem þeir létu ekki af hendi. í seinni hálfleik breyttu KR-ingar fljótlega í pressuvöm. Við það færð- ÍBK komst ekki norður Keflvíkingar komust ekki til Sauðárkróks í gær og því varð að fresta leik Tindastóls og ÍBK sem fram átti að fara í gærkvöldi. Leikmenn ÍBK biðu í íþrótta- húsinu í Keflavík frá því kl. 15.00 í gser. Liðið átti að fljúga með Amarflugi, en flugfélagið bar því við að ófært væri á Sauð- árkróki. En samkvæmt upplýs- ingum flugvallarstarfsmanns á Sauðárkróki var flugvöllurinn opinn í allan gærdag og flugu Plugleiðir þangað samkvæmt áætlun. ist mikið fjör í leikinn, spenna og barátta, en ÍR-ingar höfðu betur. Karl og Jón Öm voru bestu menn ÍR og var skemmtilegt að sjá þessa lágvöxnu menn renna sér framhjá hávöxnum mótheijum og skora hvað eftir annað. Guðni og Birgir vom bestir hjá KR, en furðulegt var hvað Birgir var látinn hvfla mikið í seinni hálf- leik. Karl Guðlaugsson og J6n Öm Guð- mundsson, ÍR. Bragi Reynisson, ÍR. Birgir Mikaelsson og Guðni Guðnason, KR. ÍR - KR 91 : 80 íþróttahús Scljaskóla, Islandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 14. febrú- ar 1989. Gangur leiksins: 2:0, 7:11, 17:23, 28:28, 34:32, 48:86, 61:42, 72:62, 79:62 81:71, 86:78, 91:80. Stig IR: Karl Guðlaugsson 26, Jón öm Guðmundsson 26, Bragi Reynisson 14, Bjöm Steffensen 12, Ragnar Torfason 6, Sturla örlygsson 6, Jóhannes Sveinsson 2. Stig KR: Guðni Guðnason 30, Birgir Mikaelsson 20, Jóhannes Kristbjöms- son 11, Matthías Einarsson 8, ívar Webster 7, Ólafur Guðmundsson 2, Lárus Ámason 2. Áhorfendur: 25. Dómarar: Jón Bender og Sigurður Valgeireson dæmdu geysilega erfiðan leik ágætlega. Alfreð og Bjarki verða með „ÉG reikna með aö spila gegn Búlgörum. Ég finn þó enn til íöxlinni þegar ég reyni mark- skot,“ sagAi Alfreö Gíslason eftir æfinguna (gærkvöidi. m Eg reyndi að skjóta í kvöld, en gerði það þó ekki af fullum krafti. Eg vonast til að eftir að ég hitna vet geti ég gleymt þess- um meiðslum. Þegar ég kem í leikina," sagði Alfreð. Hann meiddist sem kunnugt er á öxl í landsieik gegn Tékkum í Laugar- dalshöll fyrir skömmu. Bjarki Sigurðsson var einnig með á æfingunni S gær og ekkert virðist geta komið S veg fyrir að hann verði með í kvöld. Þeir félag- amir verða a.m.k. báðir ( hópnum í kvöld, en það fer eflaust eftir því hvemig leikurinn þróast hve mikið þeir verða notaðir. „Sýnd veiði en ekki gefin" — segirGuðjónGuðmundsson, liðsstjóri, um lið Búlgan'u og Kúvæt „ÉG HEF öðruvfsi tilfinningu fyrir þessu móti en fyrir Ólympíuleikana í sumar, en þá leist mór satt að segja ekkert á málin síöustu tvær vikurnar fyrir keppnina," sagöi Guöjón GuAmundsson, liAsstjóri íslenska liAsins, í gær. Guðjón sagði að liðin sem talin væru lakari ( riðlinum, Búlg- aría og Kúvæt, væru „sýnd veiði en ekki gefin", eins og hann orðaði það. „En ég treysti strákunum al- veg til að klára þetta með prýði. Menn verða að leggja sig vel fram og umfram allt að hafa gaman af jiessu." Guðjón bætti við: „Strák- amir eru staðráðnir í að sýna að þeir eiga heima á toppnum, í hópi A-þjóða.“ Hópurinn er mjög ánægður með aðstæður hér. „Þær em mun betri en á Ólympíuleikunum. Hér er allt manneskjulegra. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Sjórinn hefur líka góð áhrif á menn. Við emm vanir að vera nálægt honum og líður því vel hér.“ Hótelið þar sem liðin búa stendur alveg niður við höfnina. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Frakklandi JÓN Hjaltalín hefur löngum verið duglegur við kynningarstarf fyrir íslands hönd á ferðum sínum erlendis. Hann kom hingað til Frakklands klyQ- aður bæklingum um ísland á frönsku, sem Flugleiðir hafa látið prenta, dreifir þeim hvar sem hann kemur. ÓLAFUR Jónsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, heldur í dag frá íslandi til Frakklands. Hann fer rakleiðis til Belfort, þar sem D- riðillinn fer fram, og tekur leikina þar upp á myndband. íslendingar mæta liðum úr D-riðli í milliriðlinum í Strassbourg. Ólafur kemur þangað með upptökur sínar. •— ■ AÐ sögn forráðamanna hand- knattleikssambands Kuwait stunda aðeins 900 manns íþróttina þar í landi. Forráðamenn HSÍ skjóta á að um 10 þúsund manns stundi handknattleik á íslandi, karlar, konur og böm. I KALT var í (þróttahöllinni þegar landslið ísiands kom þar á æfíngu kl. 18.00 í gær og ekki var búið að þrífa gólfið vel. Talsvert ryk var á keppnisgólfinu, og höfðu menn á orði að Davíð Sigurðssoiv, _ einn fararstjóranna hér og forstöðu- maður íþróttahússins að Varmá í Mosfellsbæ, ætti að halda nám- skeið fyrir heimamenn hér hvemig fþróttasalir eiga að vera! ■ GÓLFFLÖTURLNN í höll- inni, sem leikið er í hér í Cher- bourg, er 45 x 45 metrar, eins og í nýja húsinu sem á að fara að reisa i Hafnarfirði. Hér em áhorfenda- bekkimir ekki færanlegir nema öðm megin, þannig að ekki er hægt að koma fyrir tveimur handbolta- völlum á gólfinu eins og hægt verð- ur í Hafnarfirði. Zoran Zlvkovic, þjálfari Kúvait. ■ ÞJÁLFARI landsliðsKuwait, sem er i riðli með íslandi, er eng- inn annar en Júgóslavinn Zoran Zivkovic, einn þeirra sem sýndi áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska liðsins eftir Ólympíuleik- ana í Seoul. Hann þjálfaði Júgó- slava er þeir urðu heimsmeistarar í Sviss 1986, og var einnig með liðið ásamt Branislav Pokrajac er það varð ólympíumeistari í Los Angeles 1984. ■ GUNNAR Þór Jónsson, formaður landsliðsnefndar og lækn- ir liðsins, og Guðjón Guðmundsson liðsstjóri, segjast báðir hafa á til- finningunni að ísland eigi eftir að mæta Póllandi í lok keppninnar, þegár keppt verður um sæti. Um hvaða sæti vilja þeir ekki gefa upp... ■ ARSENAL vann franska landsliðið 2:0 á Higbury ? gær- kvöldi og var leikurinn sýndur beint í Frakklandi. Heimamenn höfðu mikla yfirburði, en Martin Hayes og Alan Smith skomðu ( seinni hálfleik. ■ EVERTON og Aston Villa gerðu 1:1 jafntefli í ensku 1. deild-^- inni. Tony Cottee skoraði fyrir heimamenn, en Ian Ormandroyd jafnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.