Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 VEIffi í LAUSASÖLU 70 KR. ísagarðardjúp: Mikil leit að rækjubáti með tveimur mönnum Við ráðherrabústaðinn Aðstoðarforstjórar General Mills, sem rekur meðal annars Red Lobster-veitingahúsin í Banda- ríkjunum, ganga af fundi Halldórs Ásgrímssonar sj ávarútvegsráð- herra í Ráðherrabústaðnum þar sem þeir lýstu yfír áhyggjum vegna vaxandi mótmælum frá grænfriðungum vegna kaupa þeirra á íslenskum físki. Tveir menn björguðust þegar annar rækjubátur sökk innst í Skutulsfirði Grænfriðungar búast við mótmælum í 150 borgum Heimsfrægar hljómsveitir neita að spila hér vegna hvalveiðisteftiunnar ELLEFU tonna rækjubátur, Kol- brún ÍS, sökk innst í Skutulsfírði um klukkan 21 í gærkvöldi, rétt utan við Norðurtangabryggjuna á ísafirði. Tveir menn, sem um borð voru, björguðust. Þeir voru báðir í flotbúningum. Er talið ---víst að það hafí verið þeirra lífbjörg. Annars rækjubáts, Dóra ÍS 213, tíu tonna trébáts, var saknað með tveimur mönnum í ísafjarðardjúpi í gærkvöldi. Öll tiltæk skip og sterri bátar héldu til leitar frá ísafírði, Bolung- arvík og Súðavík en leitin hafði ekki borið árangur siðast þegar fréttist laust fyrir klukkan eitt í nótt. Versta veður var við ísa- fjarðardjúp frameftir kvöldi í gær, norðan 6-8 vindstig með _ _éljum, um 13 gráðu frost og mikil fsing, en undir miðnætti var veður gengið niður. Gjaldskrá SVR hækk- ar um 25% BORGARRÁÐ hefur samþykkt 25% hækkun á gjaldskrá Strætisvagna Reykjavikur frá . jQg með 1. mars næstkomandi. « Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 40 krónum í 50 og far- miðaspjöld með 26 miðum hækka úr 700 í 900 kr. Lítil farmiða- spjöld kosta áfram 300 krónur, en miðunum á þeim verður fækkað úr átta í sjö. Farmiðaspjöld aldr- aðra með 26 miðum hækka úr 350 í 450 kr. Einstök fargjöld bama hækka úr 11 kr. í 14 og farmiðaspjöld bama með 26 miðum hækka úr 200 kr. í 250. Mennimir, sem björguðust af Kolbrúnu ÍS, heita Haraldur Kon- ráðsson og Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri, báðir á þrítugsaldri. Þeir vom fluttir á sjúkrahúsið á ísafirði, kaldir og hraktir en heilir á húfí. Gísli Jón sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins að báturinn hefði verið orðinn mikið ísaður öðru megin þegar hann fékk á sig sterka öldu. Við það hvolfdi bátnum og sökk hann á örskammri stundu. GRÆNFRIÐUNGAR búast við mótmælum f 100—150 borgum í Bandaríkjunum, við veitingastaði Mönnunum var bjargað um borð í bát sem þá var á leið úr höfn til að taka þátt í leitinni að Dóra. Síðast heyrðist til Dóra um klukkan sex í gærkvöldi. Hann var þá við rækjuveiðar við Strand- seljavík undan Æðey og í þann veg að leggja af stað inn til ísafjarðar. Þangað er um 1V2-2 tíma sigling, að sögn björgunarmanna. Þegar Dóri var ekki kominn til hafnar um níuleytið eins og aðrir bátar sem væntanlegir höfðu verið á eftir honum, var haft samband við lög- reglu og leit þegar sett af stað. Öll tiltæk skip og bátar héldu strax úr höfn á ísafirði, Bolungarvík og Súðavík og björgunarsveitir frá þessum stöðum voru einnig ræstar út. Um miðnætti var verið að flytja björgunarsveitir til leitar með ströndum. 10-15 skip voru við leit frá Am- amesi og inn að Ögurhólmum. Varðskip var væntanlegt á svæðið í nótt. Morgunblaðið náði sambandi við Hjalta Hjaltason skipstjóra á Etjúpbátnum Fagranesinu um kiukkan hálfeitt í nótt. Hann sagði að skipin hefðu þá farið einu sinni um leitarsvæðið og væru að undir- búa aðra yfírferð. Hjaiti sagði að veður væri ágætt, kyrrt í sjóinn og skyggni þokkalegt en mikill kuldi, 11 gráðu frost, og ísing. Mennimir tveir, sem saknað er með Dóra, eru báðir búsettir á ísafírði. sem selja fslenskan fisk, á svoköll- uðum „þjóðardegi" gegn hvalveið- um íslendinga þann 25. mars næst- komandi. MótmæUn beinast eink- um gegn veitingahúsakeðjunni Burger King, sem er einn stærsti kaupandi íslensks fisks f Banda- ríkjunum, en mótmælastöður eru einnig fyrirhugaðar við ýmsa aðra veitingastaði. FuUtrúar eigenda Red Lobster-veitingastaðanna hafa í viðræðum við fiskútflytj- endur og HaUdór Ásgrfmsson sjávarútvegsráðherra f Reykjavík í gær lýst yfir áhyggjum sfnum vegna þess að mótmæU grænfrið- imga beinast f vaxandi mæU gegn þeim. Tveir aðstoðarforstjórar stórfyrir- tækisins General Mills, sem m.a. rek- ur 450 Red Lobster-veitingastaði, voru hér á ferð í vikunni. Var erindi þeirra hingað til iands, auk reglu- bundinna viðskiptaviðræðna við SH og SÍS, að skýra viðskiptaaðilum sínum og íslenskum stjómvöldum frá vaxandi mótmælum grænfriðunga gegn veitingastöðunum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óttast þeir að grænfriðungar byiji á næstu vikum að hvetja fólk til að sniðganga veitingastaðina, auk þess sem þeir trufli starfsemi þeirra með mótmælastöðum. Ef til þess kæmi yrðu þeir fljótlega að meta upp á nýtt, hvort um áframhaldandi físk- kaup af íslendingum geti orðið að ræða. Hljómsveitir á vegum alþjóðlega umboðsfyrirtækisins Wasted Talent hafa ekki fengist til að spila hér á landi vegna þess að umboðsfyrirtæk- ið og hljómsveitimar sætta sig ekki við hvalveiðistefnu íslenskra stjóm- valda. Eurythmics og Pretenders, heimsfrægar hljómsveitir, hafa m.a. neitað að spila hér á landi. Sjá fréttir á bls. 4. Hafís landfast- ur við Vestfírði HAFÍS er landfastur á milli Horns og Straumness og lokar þar siglingaleiðinni. Búist er við að hún opnist aftur á morgun þar sem spáð er suðaustanátt. Isinn hefur slitnað frá meginís- breiðunni vegna nokkuð stöðugra vestlægra átta að undanfömu. Tal- in er hætta er á að eitthvað af honum berist inn á Húnaflóa. Jón Baldvin um alþjóðlegan varaflugvöll: Sanníserður um að flug- völlur verður byggður Framkvæmdastj óri NATO staðfestir að völlurinn verði ekki hernaðarmannvirki JÓN BALDVIN Hannibalsson utanrikisráðherra segist vera sannfærður um að alþjóðlegur varaflugvöllur verði byggður hér á landi, kostaður af Mann- virkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins. íslensk stjómvöld þurfa að taka afstöðu til þess, hvort Mannvirkjasjóðurinn á að kosta forkönnun á staðsetningu og gerð vallarins áður en ákveðið er um frekari framkvæmdir. Manfred Wömer aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins hefur staðfest með bréfi að varaflugvöllurinn verði ekki heraaðarmannvirki á frið- artímum og verði að öllu leyti f höndum íslendinga sjálfra. Bréf Wömers hefur verið kynnt í ríkisstjóra en ekkert verið ákveðið enn um málið. Jón Baldvin segist vera því ákveðið fylgjandi að varaflugvöll- urinn verði gerður hér á landi og að hið fyrsta verði svarað jákvætt tilboði um að forkönnun fari fram. Áætlaður kostnaður við gerð vara- flugvallarins er um 11 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður er áætl- aður um 100 milljónir á ári. Jón Baldvin sagðist vilja ná samning- um við Bandaríkjamenn um greiðslu kostnaðar við reksturinn. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.