Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
C 3
við starfíð, löngum tíma og miklum
kröftum verið beitt til þess eða ef
um fáa kosti er að ræða í starfs-
vali. Margir vilja líkja atvinnumissi
við önnur erfið áföll í lífinu þar sem
manneskjan getur um tíma kiknað
undan álagi, svo sem óvæntum
skilnaði eða dauðsfalli náins ætt-
ingja.
Tilfinningaleg viðbrögð geta því
verið sterk. Þeir sem komnir eru
yfir miðjan aldur geta átt erfiðara
með að mæta slíkum áföllum. Þá
eru færri möguleikar á því að vinna
úr og komast í gegnum sálarkrepp-
una en fyrir yngra fólk sem hefur
oft meiri styrk og fleiri kosta völ.
Þess vegna hefur vandi sem tengist
atvinnuöryggi miðaldra og eldra
fólks oft afdrifaríkari afleiðingar
fyrir tengsl innan ijölskyldu og við
vini en hjá þeim sem yngri eru.
Einnig má sjá að þeir sem hafa
sótt langskólamenntun og lagt hart
að sér til að öðlast fagréttindi og
stjómunarstöður þola atvinnuleysi
mjög illa.
Hver eru áhrifin?
Hér á eftir verða nefnd nokkur
þeirra viðbragða mannsins sem
búast má við að sýni sig þegar um
atvinnumissi er að ræða:
Reiði sem rekja má uppsagnar
getur verið erfið að eiga við; það
er stundum erfitt að finna sökudólg-
inn. Oft beinist þó sú heift að fyrri
vinnustað, einkum yfirmönnum;
margir fá heldur ekki skýrar ástæð-
ur fýrir uppsögninni, talað er óljóst
um samdrátt og taprekstur. Margir
yfirmenn valda því illa að útskýra
og sýna nærgætni þegar um upp-
sögn er að ræða. Stundum hafa
þeir sjálfír ekki þekkingu á ástæð-
um eða vita að þær eru ekki réttar
en oft eiga þeir erfitt með að tak-
ast á við þetta verkefni og firra sig
því ábyrgð með óljósu tali og undan-
brögðum.
Reiði beinist einnig gegn þeim
sem eru þeim atvinnulausa nánast-
ir, einkum maka og börnum. Það
getur verið erfítt hlutskipi að verða
háður öðrum þegar vaninn er sá
að vera fyrirvinna og húsbóndi.
Mörg erfið vandamál innan fjöl-
skyldna eiga rætur að rekja til
valdabaráttu við þessar aðstæður,
sem stundum tengjast ofdrykkju
og jafnvel ofbeldi.
Reiði sem beinist inn á við
kemur gjarnan fram sem sjálfs-
ásakanir og það er algengt að þeir
sem verða fyrir áföllum í vinnu
grufli mikið yfir eigin viðbrögðum.
Ymis atvik riíjast upp þar sem betra
hefði verið að taka öðru vísi á mál-
um, mistökin verða stærri í minn-
ingunni. Þá er gjaman stutt í að
dæma sjálfan sig hart, gera ráð
fyrir að aðrir hafi einnig séð í gegn-
um og dæmt mann léttvægan.
Maðurinn verður því auðveldlega
bældur og bitur þegar slíkar hugs-
anir verða ofaná, og jafnvel þung-
lyndur þegar fram í sækir.
Streituviðbrögð af sálrænum
og líkamlegum toga aukast stór-
lega. Óróleiki innra með manninum
og eirðarleysi gerir að verkum að
erfitt er að einbeita sér að nokkru
verki. Líkamleg veikindi aukast
einnig á þessum tíma vegna minnk-
aðrar mótstöðu í kjölfar áfallsins.
Einstaklingurinn sjálfur getur haft
tilhneigingu til að nota þá skýringu
að hann sé veikur fremur en at-
vinnulaus, vegna þess að hann og
aðrir viðurkenna þær ástæður frek-
ar. Þannig eru vissar líkur á að
meiri sókn verði í ýmis konar tauga-
Tilvalinn fermingarfatnoóur
Slalcor buxur kr. 3.450
Skyrfo kr. 2.490*
Stakur jokki kr. 7.990,
Bindoseff kr. 980,
Dömujokki
Dömubuxur
Blússo'
3.950,-
2.990,-
-
wmimI
Binrfoseft kr. 930,
nujokki kr. 5.490.
filskr. 2 890,
Blússokr 2.990 •
5 O G A R T
Austurstræti 22, sími 22925
KARNABÆR
Laugavegi 66, sími 22950
GARBO
Austurstræti 22, sími 22925
f fiíií 2 S >8 í 5 * f * ð í
■ i- í i ~ 2 St,i í 8 s Il » í Í t i w .
: -• í r. -i <: £ l 5 * Jl. t t i i í. i j