Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 6

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 6
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGÚR 19. FEBRÚAR 1989 eftir Svein Guðjónsson HÚN ER alin upp á Gljúfrasteini og býr nú ásamt eiginmanni, syni og gríðarstórum hundi í Melkoti, timburhúsi nokkrum metrum fyrir austan bernskuheimilið. í æsku leið hún fyrir að vera dóttir föður síns, krakkarnir stríddu henni og kölluðu hana litla Kiljan. Fullorðna fólkið vildi ræða við hana um bókmenntir þegar hún var bara tíu ára á gúmmískóm. Hún nam kvikmyndagerð við London International Film School og hefur nú ráðist í það stórvirki að kvikmynda eitt af þekktustu verkum nóbelskáldsins. ....... mmm iii ii iimmmmi 111117 Gudný Halldórsdóttir leikstjóri og félagar hennar í Umbafrumsýna Kristnihald undir Jökli Hérsegir Gubný fráglímunni vib eitt vinscelasta verkföbursíns og bemskunni í túninu heima Gangan á Snæfellsjökul var hin mesta þrekraun, enda gafst^ einn upp og var sendur á sjúkrahús. Myndin er af atriði kvikmyndarinnar sem tekið var á Jöklinum. Guðný ásamt föður sínum, Halldóri Laxness, við gerð sjónvarps- myndarinnar um Brekkukotsannál. Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness, verður frumsýnd í Stjömubíói næstkom- andi laugardag. í sjálfu sér er það ekki nýmæli að kvikmyndir séu gerðar eftir verkum Laxness, en að þessu sinni vekur það athygli að dóttir skáldsins heldur um stjóm- völinn. Guðný Halldórsdóttir er þó enginn nýgræðingur í kvikmynda- gerð. Hún er einn af aðstandendum kvikmyndafélagsins Umba og hefur á þess vegum unnið að gerð tveggja kvikmynda: Skilaboð til Söndm og Stella í orlofi. Hún hefur einnig unnið við gerð sjónvarpsmynda, ýmist sem skrifta eða aðstoðarleik- stjóri. Kristnihald undir Jökli er hins vegar fyrsta verkefni hennar sem leikstjóri og þykir mörgum sem þar sé ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Ýmsum þykir það líka jaðra við bíræfni að Guðný skuli velja sér skáldverk eftir föður sinn: „Það eitt að ráðast í gerð kvik- myndar á íslandi er bíræfni og maður spyr sig til dæmis nú, eftir að hafa unnið í hálft annað ár við gerð þessarar myndar, hvort þetta sé ekki vitlaus atvinnuvegur sem maður er í,“ sagði Guðný þegar þetta var borið undir hana. „Það þjakar mig hins vegar alls ekki að hafa valið sögu eftir pabba. Hann gaf mér kvikmyndaréttinn á Kristnihaldinu þegar ég var í skól- anum úti í London og fyrr eða síðar hefði ég gert þessa mynd. Það hafa þrír aðilar falast eftir að fá að filma þessa bók. Það lá því fyrir að hún yrði kvikmynduð og mér fannst ég alveg eins geta gætt þessar persón- ur lífi eins og hver annar, og jafn- vel betur.“ — En það eitt að verkið er eftir föður þinni hlýtur að hafa haft í för með sér ákveðna pressu á þig sjálfa að klúðra því ekki? „Að vissu leyti og það var þá helst á meðan verkið var á handrits- stiginu. Þar varð maður að varast að breyta miklu eða bæta inn í og þess vegna skrifaði ég líka handrit sjálf, því ég var ekki viss um að ég gæti treyst því að höfundur handritsins, Gerard Wilson, héldi sig við bókina, sem hann gerði svo. Jú, það má kannski segja að það fylgi því ákveðin pressa og tauga- veiklun að sagan er eftir pabba, en ekki þó eins mikil og margir halda.“ — Af hveiju þetta verk frekar en eitthvað annað? „Mér hefur bara alltaf þótt þessi bók svo skemmtileg. Auk þess heill- aði það mig að mér þótti hún viðráð- anleg til kvikmyndagerðar vegna þess hvemig hún er skrifuð. Hún býður eiginlega upp á það að vera kvikmynduð. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar eftir að hafa tek- ið sér langt hlé frá skáldsagnagerð. Hann skrifaði einungis leikrit í nokkur ár á undan og í Kristnihald- inu eimir eftir af handritsforminu. Þess vegna er auðveldara að færa hana yfir á myndmál en margar aðrar sögur.“ — Hvernig finnst þér samsvörun á milli skáldsagnastíls og mynd- máls hafa tekist í þeim myndum öðrum, sem gerðar hafa verið eftir bókum föður þíns? „Mjög misjafnlega. Það tókst vel í Brekkukotsannál og gamla sænska myndin um Sölku Völku var einnig mjög góð hvað þetta snertir. Við skulum láta hinar myndirnar liggja á milli hluta, en ég held til dæmis að Paradísarheimt hefði orðið svolítið öðruvísi ef ís- lendmgur hefði gert hana. Ég vann nú réyndar við flestar þessar mynd- ir og hélt alltaf að það væri vegna þess að ég væri svo dugleg og góð- ur starfskraftur. En í sumum tilfell- um var ég var bara höfð þama til að vera tengiliður við pabba. Ég geri mér það ljóst núna að það var svolítið verið að nota mig.“ Litli Kiljan Guðný kann best við sig í Mos- fellsdal, kvaðst hafa búið um skeið í Reylqavík en ekki líkað dvölin þar. Þess vegna flutti hún aftur heim í dalinn, þar sem hún býr í nábýli við foreldra sína og systur. Ég spyr hana hvernig það hafi ver- ið að alast upp með skáldinu og hans verkum, — hvemig áhrif hann hafí haft á hana, bæði í gegnum verk sín og sem faðir: „Það er kannski svolítið erfitt að svara þessu. Þegar ég var að alast upp hafði öll þessi umræða um hann og verk hans frekar neikvæð áhrif á mig. Ég las nefnilega ekki bækumar hans þegar ég var ungl- ingur eins og flestir aðrir gerðu. Þetta gerði það að verkum að ég fór svolítið út í hom, vildi ekki vera mjög áberandi eða nota nafnið hans. Maður vildi vera sjálfstæður og ekki alltaf bendlaður við pabba sinn. Sem krakki var mér strítt, ég var kölluð litli Kiljan og var alltaf í stöðugum slagsmálum við hrekkjusvínin út af þessu. Fullorðið fólk, sem kannski bar virðingu fyr- ir starfí hans, tók mig hins vegar oft sem miklu eldri en ég var, og vildi þá fara að diskútera við mig um bækurnar og skoðanir hans á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.