Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 C 7 hinu og þessu, þegar maður var bara tíu ára á gúmmískóm, og hafði ekkert til málanna að leggja frekar en aðrir tíu ára krakkar." — En hvernig áhrif hefur hann haft á þig sem faðir? „Hann var og er ósköp góður faðir og skilningsríkur. Hann vann alltaf mikið og við reyndum að passa okkur á að trufla hann sem minnst við vinnuna. Hann hjálpaði manni hins vegar eins og hann gat, bæði við námið og annað, og var bara eins og hver annar faðir. En hann var náttúrulega mjög upp- tekinn maður alltaf hreint. Við höf- um þó alltaf haft þennan fasta punkt að búa hér í Mosfellsdal og þetta fólk hér í nágrenninu hefur einhvem veginn komið mikið inn í uppeldið, auk hans og mömmu.“ — Hvenær fórstu svo að lesa bækumar hans? „Það var ekki fyrr en ég kom í menntaskóla, og sumar hef ég ekki lesið enn. Ég ætla að geyma mér þær þangað til seinna." í samvinnu við Þjóðverja í Melkoti heita báðir karlmenn- imir Halldór, en það nafn er raunar algengasta karlmannsnafnið í fjöl- skyldu Guðnýjar. Hundurinn heitir hins vegar Fidel Castro í höfuðið á kúbönsku byltingarhetjunni. Eigin- maður Guðnýjar, Halldór Þorgeirs- son, var framkvæmdastjóri kvik- myndarinnar ásamt Ralph Christ- ians, fulltrúa þýska kvikmyndafé- lagsins Magma Film, er tók þátt í gerð myndarinnar fyrir hönd þýska Ríkissjónvarpsins, sem greiðir 30% af kostnaðinum. Guðný segir að það hafi allt verið Gorbatsjov og Reagan að þakka að þessi samvinna komst á. „Ralph Christians hefur verið tíður gestur hér á landi í mörg ár við að taka fræðslumyndir og fréttaefni fyrir þýskar sjónvarps- stöðvar. Hann var meðal annars hér í Gorbatsjov-Reagan æðinu og Halldór vann með honum í því þann- ig að þeir kynntust vel. Ralph hafði lengi haft hug á að gera hér kvik- mynd með íslendingum og þar sem Umbi hafði haft það á stefnuskrá Morgunblaðið/RAX sinni að gera Kristnihaldið frá því félagið var stofnað, en aldrei haft fjármagn til þess, hentaði vel að koma þessu tvennu heim og saman. Upphaflega var ætlunin að hafa íslenskan kvikmyndatökumann, enda vildum við að myndin yrði að mestu gerð af íslenskum aðilum. En íslenskir kvikmyndatökumenn voru svo uppteknir að við leituðum til Peters Hassensteins, sem ég þekkti frá fyrri tíð, en hann kvik- myndaði Brekkukotsannál á sínum tíma. Hann var að vísu nokkuð eldri en við hin í hópnum, en kom hingað glaður og tók myndina. Hann þekkti söguna og hafði áhuga á henni og samvinnan við hann var með ágæt- um. Eins átti ég góða samvinnu við handritshöfundinn, Gerald Wilson, sem er Kanadamaður, búsettur í - Bretlandi. Eins og ég nefndi áðan fékk ég bakþanka eftir að hafa fengið honum verkið í hendur, því það er svo oft, þótt myndir séu. gerðar eftir skáldsögum, að breytt er út af sögunni. Ég vildi hins veg- ar halda söguþræðinum og þegar við hittumst með frumdrögin kom í Ijós að við höfðum tekið sama pólinn í hæðina og hann fylgdi sög- unni mjög vel.“ — Varekkierfittaðákveðahvað ætti að standa og hvar skyldi skor- ið niður af söguþræðinum? „Jú, við veltum þessu mikið fyrir okkur og það var mikið nagað í handarbökin. Við þurftum að skera talsvert niður, en náðum samt meg- ininntakinu og allar persónumar em með. Og það var enn eitt sem heillaði mig við þessa bók, það vom allar þessar skrýtnu og sérkenni- legu persónur. Kvikmyndir um venjulegt fólk höfða ekki til mín. Ég vil hafa fólkið skrýtið og sér- kennilegt eins og í Kristnihaldinu." - Úa hefiir reynst mörgum torræð — Fylgdist skáldið eitthvað með handritsgerðinni? „Já, að vissu marki, en hann vildi ekkert skipta sér af neinu stórvægi- legu við gerð myndarinnar. Við héldum nokkra fundi með honum og spurðum hann um ýmislegt, aðallega er varðar skilning á sög- unni sjálfri. Það er nefnilega hægt að skilja hana á marga vegu og sumir vilja gera hana miklu erfiðari en hún er. Úa hefur til dæmis reynst mörgum torræð og það verð- ur hver að skilja haha fyrir sig. Kannski er hún ekki þessa heims, kannski hefur hún aldrei farið til útlanda og kannski er hún bara til í hugarheimi Umba, því hann var orðinn svo spenntur að sjá hana. I myndinni fylgi ég sögunni og reyni að sýna í myndmáli að hún hafi ekki verið af þessum heimi.“ — Nú er bókin mikið lesin, auk þess sem hún hefur verið sett á svið við geysigóðar undirtektir. Ertu ekkert hrædd um að það kunni að hafa einhver áhrif á undirtektir við kvikmyndinni, — að verkinu hafi þegar verið gerð nægileg skil? „Það eru næstum tuttugu ár síðan leikritið var sett á svið og kvikmyndaformið er svo gjörólíkt leiksviðsforminu að ég held að þetta ætti ekki að rekast á. Það er allt annað að fara með svona verk út undir bert loft og undir Jökulinn sjálfan, en að leika það á sviði með pappaleiktjöldum. En vissulega er leikritið enn í fersku minni. Menn hafa til dæmis spurt mig hvers vegna ég hafi ekki fengið Gísla Haldórsson til að leika Jón prímus, þar sem hann sló svo eftiminnilega í gegn í því hlutverki í leikritinu. En einmitt þess vegna fannst mér ekki hægt reyna að endurtaka það, og Gísli fer reyndar með talsvert stórt hlutverk í myndinni sem bisk- up ísiands. Baldvin Halldórsson stendur líka fyllilega fyrir sínu í hlutverki Jóns prímus og það gera raunar allir leikararnir að mínum dómi. Ég var búin að sjá þá alla fyrir mér í þessum hlutverkum fyr- ir löngu, til dæmis Margréti Helgu í hlutverki Úu og Sigga Sigurjóns í hlutverki Umba. Það eru tvö á síðan ég bað hann um að taka þetta að sér og hann lagði hart að sér og stóð sig vel í þessu erfiða hlut-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.