Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 8
8 C
' JÍÖRGUNBlíAÉ)lb! átiklítíD'ÁcjM Í9.'í4B1áÖA!á’iÍ^9
Ad hugsa
ems
°g
POLLYMA
verki. Jón prímus er að vissu leyti
leiðandi persóna fyrir Umba, en
Umbi er aðalpersónan í myndinni
og við fylgjum honum eftir. Siggi
er nánast í hverju einasta skoti í
allri myndinni og sýndi mikla þolin-
mæði í þessu öllu saman, sem
endranær."
Settist á þúfu og fór
að tína ber
Myndatakan fór fram við Amar-
stapa á Snæfellsnesi síðastliðið
sumar og inniatriðin voru flest tek-
in í Mosfellsdal. Það sem einkum
háði myndatökunni var íslenska
veðrið, að sögn Guðnýjar.
„Maður verður bara að taka veðr-
ið með í reikninginn við kvikmynda-
tökur hér á landi og láta það skipa
sinn sess í handritunum, eins og
það gerir í þessari mynd. Það fauk
til dæmis niður hjá okkur heil leik-
mynd og það er ekki í fyrsta sinn
sem það gerist hér á íslandi. Aðalat-
riðið er þó að koma sér upp eins
konar Pollýönnu-hugsunarhætti og
gera gott úr hlutunum. í svona
samstarfí verður maður að halda
góða skapinu og láta andstreymið
ekki bitna á samstarfsfólkinu. Það
er heilmikil vinna út af fyrir sig að
bíta á jaxlinn og brosa við slíkar
aðstæður.
Þegar leikmyndin fauk kom leik-
myndasmiðurinn, Karl Júlíusson, á
móti okkur og sagði ósköp varfæm-
islega: Ég held að það standi nú
ekki allt sem stóð þama í gær.
Þetta hefur eitthvað laskast hjá
okkur.
Þegar við komum svo á staðinn
og sáum að allt var í rúst reyndi
mjög á Pollýönnu-hugsunarháttinn
og maður sagði við sjálfan sig:
Verra gæti það verið.
Erfiðasta atriðið var það sem
tekið var á Jöklinum. Það hefði
auðvitað legið beinast við að fá
þyrlu til að flytja fólkið þangað
upp, alls 25 manns, en það var of
dýrt og þess vegna æddum við af
stað klukkan sex um morguninn á
snjóbíl, en hann bræddi úr sér svo
að við þurftum að fara fótgangandi
upp. Við gengum og gengum og
þurftum að bera dótið þannig að
þetta var mikil þrekraun fyrir fólk-
ið. Einn gafst upp og var sendur á
sjúkrahús. Það er auðvitað ekkert
skemmtilegt að þurfa að leggja
svona á annað fólk eins og þama
var gert. En þetta var alveg ein-
stakur hópur sem vann við myndina
og ef þessi endalausa þolinmæði
fólksins og fómfýsi hefði ekki kom-
ið til hefði þetta aldrei verið hægt.
Eitt það eftirminnilegasta í sam-
bandi við kvikmyndatökuna var
þegar þýska konan, sem sá um fjár-
málin fyrir þá, kom til að_ fylgjast
með kvikmyndatökunni. Ég hafði
oft talað við hana í síma og gert
henni grein fyrir gangi mála og
þetta var greind kona og vel lesin.
Einhvem veginn fékk ég á tilfinn-
inguna að þetta væri glæsikona á
uppleið í viðskiptalífinu, með út-
saumaða stresstösku, ekta Faye
Dunaway-týpa. Þá kemur þessi
gamla kerling, í heilsárs kápu, með
svona gamaldags kvenveski. Hún
kom vestur og settist þar á þúfu
eins og gömul frænka og fór að
tína ber. Og hún bókstaflega fríkaði
út, henni fannst svo gaman að sitja
þama undir Jöklinum. Eftir það
komu peningamir örar frá Þýska-
landi, enda sá hún með eigin augum
hvað íslendingar leggja mikið á sig
til að búa til eina kvikmynd.“
Maður verður að vera
glenntur og interessant
Fjármál em stöðugt til umræðu
þegar íslensk kvikmyndagerð er
annars vegar og ég spyr Guðnýju
út í þá hlið mála varðandi Kristni-
haldið:
„Þetta er dýrasta mynd sem
Umbi hefur framleitt, kostnaðurinn
er um 40 milljónir og allt lagt und-
ir. Það hafa meira að segja verið
veðsett hús sem aðrir eiga, svo sem
hús systur minnar og hús góðrar
frænku vestur á Patreksfirði, svo
nokkur séu nefnd. Lauslega áætlað
þurfum við 42 þúsund áhorfendur
til að sleppa á sléttu og það er því
teflt á tæpasta vað. Enda situr
maður nú og nagar á sér neglum-
ar. Fyrri myndimar tvær sluppu,
Sandra slapp fyrir hom, skilaði
reyndar 16 krónum í gróða. Stella
kom ágætlega út og hagnaðurinn
af henni gerði okkur kleift að ráð-
ast í þessa mynd. Þótt þetta sé
mikill kostnaður hefði ekki verið
hægt að gera Kristnihaldið fyrir
minni pening. Við gerðum þetta á
eins ódýran hátt eins og hægt var.“
— En gerir samvinnan við Þjóð-
veijana það ekki að verkum að
myndin á greiðari aðgang inn á
markað erlendis?
„Hún verður sýnd í sjónvarpi í
Þýskalandi, en að öðm leyti er þetta
óskrifað blað og ómögulegt að segja
hvemig til tekst. Þessi markaður
er svo mikill frumskógur. Menn
verða að vera duglegir að fara á
kvikmyndahátíðir, sækja kokteil-
boð, tala mikið um ekki neitt við
alls konar fólk og vera voðalega
glenntur og interessant. Það er
ekki mín deild. Þetta byggist með
öðmm orðum á því að þekkja rétta
fólkið og ko_ma vel fyrir í samkvæm-
unum. Við íslendingar emm því oft
eins og sveitamenn í þessum félags-
skap, þegar við komum út í þennan
stóra heim með myndimar okkar
undir hendinni, — nema kannski
einstaka menn sem koma vel fyrir
í hópi stórmenna."
— Ertu ánægð með árangurinn,
svona þegar upp er staðið?
„Ja, nú er maður náttúrulega
orðin svo samdauna þessu og fáir
utanaðkomandi hafa séð myndina
enn sem komið er, þannig að það
er erfitt að segja til um hvemig til
hefur tekist. En sjálf er ég ósköp
ángæð og myndin er nákvæmlega
eins og ég vildi hafa hana, en það
er auðvitað annarra að dæma. Ég
vil ekki vera að gefa neina yfírlýs-
ingar um ágæti myndarinnar, því
það er tvennt sem ég þoli ekki við
íslenska kvikmyndagerð. Það er
annars vegar þetta sjálfshól og
grobb, þar sem menn tala enda-
laust um ágæti verka sinna, eins
og annað eins hafí aldrei verið gert
áður. Auðvitað þurfa menn að selja
afurðir sínar, en maður getur sjálf-
ur aldrei verið svona ofboðslega
viss um gæði þeirra. Annað ein-
kenni á íslenskri kvikmyndagerð er
vælið um það hvað þetta sé erfitt
og dýrt. Þetta er voðalega leiðinleg
umræða."
— En skiptir fjárhagsleg afkoma
ekki öllu máli um framhaldið?
„Sumir hafa nú haldið áfram
þótt þeir séu margoft famir á haus-
inn. Én ég held að ég hætti ef þetta
gengur ekki upp. Hvað ætli maður
sé að pípa þetta ef enginn nennir
að horfa á þessar myndir. Þá getur
maður alveg eins fengið sér 8 milli-
metra vél og farið að búa til mynd-
ir fyrir fjölskylduna."
SIC l R1)L R SIC IIR.JÓ\SSO\
Viðamesta
hlutverkið
til þessa
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON fer með hlutverk Umba,
sem sendur er á vegum biskupsembættisins til að kanna
kristnihaldið undir Jökli. „Þetta er viðamesta kvik-
myndahlutverk sem ég hef fengist við, það er engin
spurning," sagði Sigurður, en hann hefiir leikið í um
það bil tíu kvikmyndum, sem er óvenjumikið á íslenskan
mælikvarða. í kvikmyndinni er Umba fylgt eftir og er
Sigurður i næstum öllurn myndrömmum og því nánast
á tjaldinu allan timann.
BAI 1)\ I\ 11AI.I.DÓRSSO\
Jón Prímus er
einn af mörgum
töframönnum
Halldórs Laxness
„ÞEGAR leikari hefiir lagt sig allan fram við að skapa
persónu í kvikmynd, ásamt Ieikstjóra að sjálfsögðu, er
einfaldast að fara og sjá myndinatil að gá að hvernig
til hefiir tekist,“ sagði Baldvin Halldórsson, sem fer
með hlutverk séra Jóns prímus. „Manngerðin verður
ekki útskýrð með orðum. Jón primus er einn af mörgum
töframönnum Halldórs Laxness. Hann er ofinn úr §öl-
mörgum þáttum,“ sagði Baldvin ennfremur, er hann var
spurður hvernig manngerð Jón prímus væri.
ótt þannig hafi mætt mikið á Sigurði sagði hann að
sér hefði ekki þótt erfítt að fást við Umba. „Þetta voru
engin stórátök þrátt fyrir allt því Umbi er frekar auðveldur
viðureignar. Það bjargaði líka miklu að samvinnan við sam-
starfsfólkið, leikstjóra og meðleikendur, var með miklum
ágætum þannig að þetta varð ekki eins erfítt og ég ætlaði
í upphafí."
Sigurður sagði að nokkuð væri um liðið síðan Guðný
Halldórsdóttir leikstjóri hefði falast eftir sér í hlutverkið og
þótt hann hefði ekki þá þegar farið að velta hlutverkinu
fyrir sér hefði undirmeðvitundin eflaust verið tekin til starfa
áður en að kvikmyndatökunni kom. „Ég þekkti söguna vel
og vissi því að hveiju ég gekk,“ sagði hann.
Umbi er þriðja persónan eftir Halldór Laxness sem Sigurð-
ur fæst við. Hann lék í íslandsklukkunni í uppfærslu Þjóðleik-
hússins og einnig fór hann með smáhlutverk í Atómstöð-
inni. Aðspurður um hvað honum þætti eftirtektarverðast í
fari Umba sagði Sigurður: „Ég held að það sé ekki rétt af
mér að gefa einhverjar yfírlýsingar fyrirfram um persónu-
leika Umba enda verður hver að skilja hann fyrir sig. í þess-
um efnum vísa ég bara á myndina og leyfi fólki að mynda
sér sínar eigin skoðanir um þennan ágæta mann.“
Baldvin Halldórsson lék fyrst í verki eftir Halldór Laxness
í frumflutningi á íslandsklukkunni, við opnun Þjóðleik-
hússins árið 1950, og fór þá með tvö smáhlutverk. Síðan
hefur hann komið við sögu í mörgum verka nóbelskáldsins
bæði sem leikari og leikstjóri. Hann lék tvö hlutverk hjá
Eyvindi Erlendssyni í uppfærslu á Húsi skáldsins: Hjört f
Veghúsum og séra Brand. Hann lék tónskáldið í sjónvarps-
myndinni um Brekkukotsannál og í kvikmyndinni Atómstöð-
inni fór hann með hlutverk Fals. Veturinn 1965-1966 leik-
stýrði Baldvin Pijónastofunni Sólin, og um það verk segir
hann m.a.: „Þetta er margslungið verk og var á undan sinni
samtíð. Sá tími hlýtur að koma að Pijónastofan Sólin verður
metin að verðleikum."
Af öðrum verkum Laxness sem Baldvin hefur leikstýrt
má nefna íslandsklukkuna, 16 árum eftir frumflutning verks-
ins. Sigríður Þorvaldsdóttir var þá í hlutverki Snæfríðar og
gekk sýningin 47 sinnum. Vorið 1972 stjómaði hann Sjálf-
stæðu fólki í uppfærslu Þjóðleikhússins, sem gekk yfir 60
sinnum fyrir fullu húsi. Seinna stjórnaði hann því verki einn-
ig hjá Leikfélagi Akureyrar. í tilefni af afmæli Halldórs tóku
þeir Baldvin og Gunnar Eyjólfsson saman íjögurra þátta
dagskrá fyrir Ríkisútvarpið, sem samanstóð af gömlum og
nýjum upptökum af verkum skáldsins. Þá gerði Baldvin sjón-
varpsmynd í samvinnu við Jón Þórarinsson, þáverandi dag-
skrárstjóra Sjónvarpsins, eftir smásögu Halldórs, Jón í Brauð-
húsum, með Vali Gíslasyni og Þorsteini Ö. Stephensen í
aðalhlutverkum.
Um kvikmyndina Kristnihald undir Jökli sagði Baldvin
að lokum:„Það var mér mikil ánægja að taka þátt í þessari
kvikmynd, og alveg sérstaklega að vinna með með svona
ungum, góðum og gáfuðum leikstjóra eins og henni Guðnýju."
MARGRK I I IKI.CA JÓIIAWSDÓ11IR
Forréttíndi að
fá að leika
persónur
eftir Laxness
„ VINNAN VIÐ þessa kvikmynd var ein sú skemmtileg-
asta sem ég hef fengist við,“ sagði Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, sem leikur hina leyndardómsfúllu Úu. Nafii
hennar gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið,
en sjálf kemur hún ekki fram nema rétt í lokin og að
sögn Margrétar Helgu er hlutur hennar styttur í kvik-
myndinni frá því sem er í skáldverkinu.
E n engu að síður var mjög gaman að fást við þetta hlut-
verk, hvernig svo sem útkoman hefur orðið, en um það
verða aðrir að dæma,“ sagði Margrét Helga. Hún sagði að
það hefði komið sér á óvart þegar Guðný Halldórsdóttir
hafði samband við sig vegna þessa hlutverks. „Mér fannst
ég ekki alveg vera rétta konan miðað við lýsinguna á þess-
ari glæsikonu í sögunni. Annars á sú lýsing í rauninni ekki
við neinn ef út í það er farið.“
Úa er sjöunda kvenpersónan eftir Halldór Laxness sem
Margrét Helga leikur. Hinar eru Ugla í Atómstöðinni í upp-
færslu Leikfélags Reykjavíkur, Gæja Kaldan í Straumrofi í
uppfæ^slu LR, Sigurlína í Sölku Völku f uppfærslu JJt, Cloe
í sjónvarpsmyndinni um Brekkukotsannál, Matráðskonan í
kvikmyndinni Atómstöðin og Vinnukonan í sjónvarpsmynd-
inni Veiðitúr í óbyggðum.
„Mér hefur alltaf líkað vel að leika kvenpersónur eftir
Halldór Laxness enda er ég sammála Marquez um að Kiljan
sé einn af mestu rithöfundum þessarar aldar í heiminum.
Hann er minn uppáhaldshöfuiidur og það eru forréttindi að
fá að leika persónur úr skáldverkum hans,“ sagði Margrét
Helga Jóhannsdóttir leikkona.