Morgunblaðið - 19.02.1989, Qupperneq 10
MORGUNBIiAÐIB MAININLÍFSSTRAUMAR suNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
10 ;c
*l/ié-áeíýum
Clarins Clinique
Estee Lauder Lancome
Ellen Betrix Margret Astor
Snyrtivöruverslunin
G u 1 1 b r á,
Nóatúni 17, s. 624217. Sendum ípóstkröfu.
Til sölu er m/s BALDUR frá Stykkis-
hólmi, skipaskrárnúmer994.
Skipið selst í því ástandi sem það er í dag.
M/s BALDUR er smíðaður 1966,196 brúttó tonn,
með tveimur aðalvélum, samtals 640 hestöfl.
Skipið afhendist í sumar eftir að ný ferja tekur
við áætlun yfir Breiðafjörð.
Allar upplýsingar verða fúslega veittar af fram-
kvæmdastjóra bréflega eða í síma 93-81120.
Tilboð sendist stjórn Flóabátsins Baldurs hf.,
Stykkishólmi, fyrir 31. mars 1989.
Námskeið
Sjálfsþekking - Sjálf söryggi
Á námskeiöinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvemig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Innritun og nánari upplýsingar
í símum Sálfræðistöðvarinnar:
62 30 75 og 21110 kl. 11-12.
LÖGFRÆÐI/Er ofmikid „vesen “ aó skilja?
Þrmnn Sigfusson og
Þórhildur skáldkona
Öllu fyrirhafnarminna var að slíta hjónabandi á tímum Gunnars og
Hallgerðar
Stundum er kvartað yfir því að
það sé svo mikið „vesen“ að
skilja. Fólk þurfi að hlauþa út og
suður um allan bæ til að redda
pappírum, tala við prest og síðan
panta tíma hjá ein-
hveijum kerfis-
þræli sem spyiji
um alls kyns hiuti
sem hann varðar
ekkert um. Eftir
þetta allt saman
fæst svo aðeins
skilnaður að borði
og sæng sem þýðir
að það þarf að endurtaka alla vit-
leysuna eftir eitt ár til þess að fá
lögskilnað.
Ekki verður um það dæmt hér
hvort reglur þær sem gilda um
meðferð skilnaðarmála eru óþarf-
lega flóknar og geri fólki erfítt fyr-
ir. Sjálfsagt eru þær ekki fullkomn-
ar frekar en önnur mannanna verk.
í ljósi þeirra réttaráhrif sem hjú-
skaparstofnun hefur í för með sér
verður þó tæplega hjá því komist
að fylgt sé ákveðnum reglum þegar
hjúskap er slitið. Ekki er ætlunin
að skýra þessar reglur ítarlega hér,
en segja má að kjaminn í þeim sé
sá að hjúskap verði ekki löglega
slitið nema með opinberu leyfí yfir-
valda, sem þó fæst ekki löglega
slitið nema með opinberu leyfi yfír-
valda, sem þó fæst ekki nema að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Skilyrðin eru að náðst hafí sam-
komulag um forsjá bama, meðlags-
greiðslur, umgengnisrétt og skipt-
ingu eigna og skulda. Ef ekki næst
samkomulag verður að vísa ágrein-
ingi til þar til bærra aðila til úr- .
lausnar. Á þessu stigi er þó aðeins
hægt að fá skilnað að borði og
sæng, nema í sérstökum tilfellum.
Lögskilnaður fæst síðan yfírleitt
ekki fyrr en skilnaður að borði og
sæng hefur staðið í tiltekinn tíma.
Ef marka má frásögn Njálu af
brúðkaupi Gunnars og Hallgerðar
var öllu fyrirhafnarminna í þá daga'
að slíta hjónabandi en nú er. A.m.k.
þegar maðurinn vildi losna við kon-
una. Það er fróðlegt að riíja þessa
frásögn upp til samanburðar.í brúð-
kaupinu var staddur Þráinn Sigfús-
son frá Gijótá í Fljótshlíð. Hann
var frændi Gunnars á Hlíðarenda
eftir Davíð Þór
Björgvins son
MATUR OG DRYKKUR /Hvaóa áhrifhefur hinn
langþráói bjórf
Urrf uppsölur
eða einsemd
1. mars, bjórdagurinn mikli, er nokkuð svo fyrirkvíðanlegur. Ég
mun út af fyrir sig fagna því að fá fleiri búllur — maður á þá
fleiri kosta völ þegar grípur mann löngun til að halla höfði sínu
upp að vegg og/eða hafa upp á fólki sem er reiðubúið að ganga
með manni í hamarinn.
Hins vegar óttast ég að margir umturnist við að öðlast loks
hinn forboðna drykk og ekki verði líft í miðbænum fyrir spýjum
og íslensku afbrigði af þýskum kráarsöng sem maður fékk frem-
ur ógeðfelld sýnishorn af á bjórferlíkisárunum. Hókípókíog
aðrir eyrnaskelfar.
Einmenningnr og
sleitulaus sveitardrykkja
Allt getur gerst þar sem bjór-
menning íslendinga hefur síður
en svo verið sleitulaus og allt eins
viðbúið að umgengnisvenjur okkar
við ölið verði því með svipuðum
hætti og Egils
Skallagrímssonar
og sveitunga hans:
drekkum fyrst ein-
menning, hvert
full í botn til heið-
urs þeim er skálað
eftir Jóhönnu ~ er fyrir; drekkum
Sveinsdóttur síðan fii bálfs þar
til við gerumst
allkát; þar næst sveitardrykkju, en
er á líður kvöldið við sleitur með
orðahnippingum, fúkyrðum og upp-
sölum: „Ekki er að hallmæla mér
um, þótt ég geri sem bóndi gerir,
spýr hann af öllu afli, eigi síður en
ég-“
Hingað mun streyma fjöldi er-
lendra fréttamanna til að fylgjast
með hinu langþráða öli renna niður
um, kverkar landsmanna (og upp
úr þeim aftur). í gömlum ferðasög-
um frá íslandi er þess víða getið
að þar láti menn ekki af drykkju
meðan eitthvað er til á könnunni
og enn í dag er vaskleiki landans
við þessa iðju erlendum gestum
undrunarefni. Og mun svo verða
1. mars.
Urrandi eins og
bimir og hundar
í ferðasögu Göries Peerse, út-
gerðarmanns frá Hamborg, sem
hingað kom líklega 1554, er m.a.
að fínna eftirfarandi bjórþambslýs-
ingu:
„Og ef bjór flyst þangað með
skipum, þá drekka menn af kappi,
meðan hann endist. Þeir láta það
þó ekki standa yfír lengur en í átta
daga því þá kynni sætt að snúast
upp í súrt. . . Og þar gengur eng-
inn undan borðum sem þarf að
kasta af sér vatni, trúið mér vel
um það. Húsfreyjan verður að rétta
mönnum næturgagnið, og víkur
hún sér ekki frá, en verður að taka
við því aftur, þegar hann er búinn
að ljúka sér af. Ekki blygðast hann
sín fyrir þetta. Hún verður síðan í
hljóði að skvetta úr koppnum, það
er háttur og siður þar í landi. Þeir
sitja og urra eins og birnir og hund-
ar, og þegar bjórinn er þrotinn
þurrka þeir sér um munninn. Síðan
ganga gestimir heim til sinna húsa,
en húsbóndinn verður að vera eftir
hjá Iúsum sínum.“
Þessi ófagra lýsing gekk aftur
lítt breytt í öðrum ferðabókum út-
íendum, svo sem Hollendingsins
Ditmars Blefkens. Bók Tékkans
Daniels Vetters sem var hér á landi
1612 eða 1613 hefur þótt áreiðan-
legust þessara þriggja bóka. Eins
og fyrirrennarar hans gerir hann
það að umtalsefni að Islendingar
drekki allt jafnharðan, láti ölið aldr-
ei súma í kauptíðinni heldur ljúki
því fljótt en snúi svo aftur til hvers-
dagslegri lífshátta.
, Geistleg morgfunbolla
Daniel Vetter lýsir m.a. veislu
hjá Oddi biskupi Einarssyni í Skál-
holti. Hann vildi gera sérlega vel
við gesti sína morguninn sem þeir
voru á fömm. Drykkjusiðimir í
þessari geistlegu morgunbollu
komu nokkuð flatt upp á Vetter og
félaga:
„Hann lét elda góðan morgun-
verð og snæddi hann með okkur
ásamt sinni ektakvinnu, bömum og
öðmm vinum, sem þar vom í heim-
sókn, og til að heiðra okkur að lok-
um lét hann bera fram vín í einu