Morgunblaðið - 19.02.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.1989, Qupperneq 11
og mikill virðingarmaður. Eigin- kona hans var Þórhildur skáldkona. Um hann segir „hún var orðgífur mikið og fór með flimtan; Þráinn unni henni lítið“. Þorgerður dóttir Hallgerðar var í brúðkaupinu og þótti kvenna fríðust. Þráni Sigfús- syni varð starsýnt á Þorgerði og reiddist Þórhildur skáldkona, sem þótti Þráinn stara heldur flírulega á Þorgerði, og kvað: Era gapriplar góðir gægr er þér í augum, Eftir frásögninni að dæma voru viðbrögð Þráins skjót: „Hann sté þegar fram yfir borðið og nefndi sér tvo votta og sagði skilið við hana — „vil ég eigi hafa flimtan hennar né fáryrði yfír mér“. Og svo var hann kappsamur um þetta, að hann vildi eigi vera að veislunni nema hún væri í braut rekin; og það varð, að hún var í braut. Og sátu menn hver í sínu rúmi og drukku og voru kátir.“ Ekki lét Þráinn þar við sitja og fastnaði hann sér Þorgerði, dóttur Hallgerð- ar, áður en veislunni lauk. Ekkert_ „vesen" þar á bæ! Af frásögninni og öðrum heimild- um verður ekki annað ráðið en að Þráinn hafí með þessu slitið hjú- skapnum með lögmætum hætti, enda verður ekki séð að nokkur eftirmáli hafi orðið af þessu uppá- tæki hans. Ekkert skal um það full- yrt hvort það var jafn einfalt fyrir konuna að losna við bóndann. Þó hygg ég að svo hafí ekki verið, enda átti bóndinn konuna en ekki öfugt. Ekki er að efa að mörgum þykir eftirsjá í þessu, enda var þetta bæði einfaldara og fljótlegra en þær aðferðir sem viðhafðar eru nú á dögum. Menn gætu kannski haft frásögn þessa til hliðsjónar við end- urskoðun núgildandi laga um stofn- un og slit hjúskapar. íláti, í öðru bjór, sem hann átti bestan, mjöð í því þriðja, í hinu fjórða brennivín og mjólk í hinu fimmta; öllu þessu blönduðu þau og helltu saman í eina könnu og drukku okkur til; en þegar þau sáu og komust að því, að þessi drykkur var okkur ekki skapfelldur, drukku þau af honum ein, við fengum svo aðeins bjór og vín sitt í hvoru lagi, og féllumst við á það með miklum fögnuði." Einn sit ég yfir drykkju ... Nú er að bíða og sjá hvort bjór- inn eykur uppsölur'og urr manna á meðal og/eða einsemd að hætti eins viðmælanda Pressunnar sem á dögunum bað nokkra einstaklinga að lýsa bjórútópíu sinni: „Eg ætla að fá mér bjór og snafs og drekka það til skiptis við barinn. Þegar kemur bjór. Ég ætla að drekka það hratt og vera einn og fara svo út, heim að sofa. Þetta mun ég gera á hveiju kvöldi...“ Auðvitað ber enga nauðsyn til að drekka bjórinn. Það má láta hann eiga sig, hella honum niður egMODRGÚNBIiAÐIÐ MANNUFSSTRAÖMRRfeSt/m/btiffA Æ9QKHBRÚÆHUa89 DC 011 LÆKNISFRÆDI /Kebjur eba klasarf Heimakoma og sogæðabólga Keðjusýklar og blóðkorn. nálægt hjartanu, og þar með er sogæðavessinn kominn í bland við blóðið. Á þessari löngu leið fara sogæð- amar gegnum hreinsunarstöðvar eða síur þar sem ýmis efni og agn- ir úr æðavökvanum verðá eftir en annað slæst í för í staðinn. Síumar em eitlar sem hversdagslega láta lítið á sér bera en stækka og verða aumir viðkomu þegar sýking nær til þeirra. Eitlar em oft margir sam- an í þyrpingu, t.d. í nára, holhendi og svæðinu undir kjálkabarði. Þegar sumir sýklar, til að mynda klasakokkar, laumast inn í kroppinn gegnum sár breiða þeir ekki úr sér í húðinni eins og keðjukokkar heimakomunnar heldur ryðjjast inn í sogæðamar, berast með straumn- um til næstu eitla og valda um leið bólgu í næfurþunnum veggjum æðanna. Þá kemur í ljós rauð rák frá sárinu hálfa eða alla leið til næstu eitla. Hún sýnir og sannar að sogæðabólga er á ferðinni; ekki blóðeitmn, eins og stundum er ranglega talað um. Blóðeitmn ,er miklu alvarlegri sjúkdómsmynd en getur siglt í kjölfar sogæðabólgu ef sýklamir komast gegnum síuna og alla leið inn í hringrás blóðsins. Stækkunarglerið svipti blæju af ýmsum furðum í ríki náttúrann- ar sem huldar vom bemm augum. Og þegar mönnum svo hugkvæmd- ist að raða mörgum gleijum saman í sjónauka og smá- sjá vom þeir eins og Óðinn alfaðir sestir í hásæti það- an sem sá „of alla heima“. Fjarlægar himinstjörnur, eftir Þórarin smávemr í vatninu Guónason sem draup af þak- inu — allt var skoðað, allt var þeim framandi og forvitnilegt og svo bættust sýklarn- ir í hópinn. Smám saman lærðist brautryðj- endum fræðanna að flokka sýkla eftir útliti og eiginleikum. Sumir em langir og mjóir eins og prik og kallaðir stafír eða stafbakteríur, aðrir kúlulaga og nefndir kokkar (gríska orðið kokkos þýðir ber eða fræ). Eftir því hvernig kokkamir raða sér fengu þeir nöfn: Klasasýkl- ar, ef þeir safnast í óreglulegar hrúgur og minna þannig á beija- klasa, eða keðjusýklar ef þeir skipa sér í halarófur (sjá mynd). Bæði klasa- og keðjusýídar valda ígerðar- bólgum, með öðram orðum em graftarsýklar, en geta líka orsakað annars konar kvilla, ekki síst keðju- sýklamir, og má þar til nefna heimakomu og skarlatssótt. Hún var lengi einna skæðust þeirra út- brotasótta sem koma í faröldram og leggjast helst á ungu kynslóð- ina; hinar em mislingar, hlaupabóla og rauðir hundar. Skarlatssóttin féll að mestu í dá og gleymsku eft- ir að penisillínið og skyld lyf rejmd- ust stöðva framgang hennar fljótt og vel. Heimakoma, öðm nafni áma eða ámusótt, er bólga í húðinni tilkomin vegna innrásar keðjukokka gegnum sár sem stundum er svo lítið að sjúklingurinn hefur ekki orðið þess var og veit ekki hvemig á því stend- ur. Skráma eða fleiður í andliti, lítilsháttar hælsæri eða spmnga milli táa af völdum húðsveppa; allt þetta getur boðið sýklum upp á að gera svo vel og ganga í bæinn og þá er ekki að sökum að spyija. Húðin bólgnar og roðnar skammt frá sárinu, bólgan breiðist um næsta nágrenni og verður sérkenni- lega skærrauð svo að varla vefst fyrir neinum hvað á seyði er. Þrot- inn og roðinn er skarpt afmarkaður frá umhverfinu og ef ekkert er að gert er líklegast að bólgan færi enn út kvíarnar og valdi kláða, sviða og verkjum og jafnframt aukast almenn sjúkdómseinkenni; hiti, slappleiki, lystarleysi, jafnvel ógleði og uppköst. Penisillín og ýmis önnur sýklalyf draga brátt úr roða og þrota og ásamt hvíld (rúmlegu ef bólgan er í fæti) vinna þau bug á sjúkómnum. Fyrir daga fúkkalyfja var heima- koman hættuleg uppákoma, einkum fyrir börn og gamalmenni og aðra þá sem reiddu ekki lífsþróttinn í þverpokum. Það sem er einkenni- legt. við heimakomuna og gerir hana auðþekkta er sterki roðinn í húð- inni, skörpu litarmörkin milli bólg- unnar og hins heilbrigða umhverfis og loks það hve sjúkdómurinn er ákveðið bundinn við húðina en nær ekki — eða sjaldan — niður í fítulag- ið undir henni. Það gera aftur á móti sýkingar af öðmm toga svo sem kýli, fíngurmein og fleiri ígerð- ir sem oft valda sogæðabólgu ef lyf em ekki gefín í tæka tíð. Sogæðar, stundum nefndar úræðar eða vessaæðar, em örfínar þunnveggjaðar pípur sem kvíslast um allan líkamann og sjúga upp og flytja litlausan vessa sem vætlað hefur út um gisna veggi háræð- anna, þó ekki svo gisna að blóðkorn sleppi í gegn. Þessar smágerðu leiðslur renna að lokum saman í fáar en stórar sogæðar eins og lækir sem fálla í fljót og fljótin stefna síðan að einum ósi sem í þessari dæmisögu er stór bláæð eða elda úr honum. í bjórbeltum Evrópu er hann t.d. notaður í súp- ur, brauð, fondue og pönnukökur eins og eftirfarandi uppskriftir bera með sér. Frönsk bjórsúpa Afskaplega auðlöguð súpa handa sex. Borin fram með ristúðu brauði. IV2 1 ljós bjór (ekki fílabjór!) 3 msk. hveiti 50 g smjör 100 g sýrður ijómi ■1 tsk. sykur salt, pipar og kanell að bragði Bræðið smjörið í potti við miðl- ungshita. Hrærið smjörið saman við. Hellið bjórnum út í, hægt svo ekki myndist yfírgengileg froða, og bragðbætið með sykri, salti, pipar og kanel. Hrærið í þar til suðan kemur upp og látið svo malla í tíu mínútur og hrærið í af og til. Tak- ið súpuna af hellunni, hrærið sýrða ijómanum saman við og berið fram. Bjór eða pilsner gerir pönnu- kökudeig sérlega létt og meðfæri- legt. Þótt hér sé gert ráð fyrir spínatfyllingu má að sjálfsögðu út- búa þessar pönnukökur með annars konar fyllingum, sætum jafnt sem söltum. Deigið: 125 g hveiti 2 dl ljós bjór eða pilsner 2 dl mjólk 4 egg örlítið af rifnu múskati og salti Þeytið fyrst saman eggin, hrærið svo hveitið saman við, þá vökva og kryddið að lokum. Fylling: u.þ.b. 400 g niðursoðið spínat 150-200 g kotasæla 75-100 g ijómaostur salt, pipar 0g rifið múskat Hrærið öllum hráefnunum sam- an. Haga má hlutföllunum eftir smekk. Þá er bara að baka pönnu- kökumar, smyija á þær fyllingunni og rúlla þeim upp eða brjóta þær saman, leggja í eldfast mót og pensla með ögn af bj-æddu smjöri, strá parmesan-osti yfir og baka í ofninum þar til osturinn hefur tekið fallegan lit. 2,6 m Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ¥MOKROEW naust BORGARTUNI 26. SIMI 62 22 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.