Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 16

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 16
T 16 nC > ^MORGUNBLAÐJÐ J EIDNNIID AGdUR 19.' FEBRÚAR< 1989 -4 Ég hef ekki verið með herferð til að sýna hvað ég sé ljómandi alþýðlegur f TBÚHAm/MARKÚS ÖRN ANTONSSON eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Á skrifstofunni eru málverk af tveimur fyrrverandi útvarpsstjórum, Jónasi Þorbergssyni og Vilhjálmi Þ. Gísla- syni. Myndin af Vilhjálmi hinni langt- um stærri. Enn vantar Andrés Björns- son. Ef málverkin stækka svona, þarf heilan vegg fyrir myndina af Markúsi þegar þar að kemur. Markús hefur verið útvarpsstjóri frá því um áramót- in 84-85. Hann hefur verið rétt fertug- ur og það er unguraldur miðað við fyrirrennara hans. Ég haliast að því að hann hafi verið býsna snemma á ferðinni; byrjaði rétt tvítugur hjá Sjón- varpinu og hafði þá aflað sér reynslu sem sendill hjá Mogganum og síðar blaðamaður í sumaraf leysingum með íhlaupaljósmyndun — framan af í leyf- isleysi sem aukabúgrein. Hann flaug inn í borgarstjórn á fjölmiðlabylgjunni 1970, var ritstjóri Frjálsrar verslunar samtímis starfi borgarfulltrúa. Hann tók við stjórn útvarpsins um það ieyti er samkeppni einkastöðva var að renna úr hlaði. Hann virkar alvörugef inn og virðist taka sig dálítið hátíðlega. Af Morgun- blaðinu hef ég heyrt fróða kollega segja frá furðulegum uppátektum hans, þegar hann var sendill og fór að æfa sig að skrifa fréttir á kvöldin eftir að yfirmenn voru á braut. Reynd- ist liðtækur. Það er opið inn á skrif- stofuna til hans. Hann er kannski að- gengilegri en hann lítur út fyrir. Ég fæ kaffi og segi honum frá þessari skoð- un á aldri hans. Minnist á að málverk- ið af honum muni þurfa heilan vegg. Hann hlær bara og segir að veg'g- plássið sé nóg. Ég fæ á tflfinninguna, að hann taki sig ekki jaf n hátíðiega og menn halda. á verður líklega búið að koma málverkunum fyrir hérna frammi, segir hann. Ég tala nú ekki um ef þau verða enn fyrirferðar- meiri. Hvað varðar aldurinn, þá voru þeir forverar mér snöggtum eldri, það er alveg rétt. En þegar ég kom inn í starfíð voru að hefjast kyn- slóðaskipti varðandi emb- ættaveitingar. Yngri menn hafa átt meiri möguleika á að komast að ef ég get sagt sem svo. í staðinn fyrir þenn- an klassíska biðtíma fram á efri ár. Hvað er eftirsóknarvert fyrir fertugan mann að verða útvarpsstjóri. Ég hafði föndrað og unnið við einhvers konar ijölmiðlun frá blautu bamsbeini. Ég held að sú reynsla hafi nýst ágætlega, enda er starf út- varpsstjóra töluvert breytt. Það er auðvitað stjórnun og skriffinnska, en með breyt- ingum á allri fjölmiðlun hlaut líka að koma nýr blær á þetta embætti. Mér fannst kannski umfram allt spennandi að taka þátt í þessu skeiði, þeg- ar tækninni er að fleygja fram og samkeppni var að koma til sögunnar. Kannski ég geti orðað það svo að Ríkisútvarpið sé ekki jafn hreinræktuð ríkisstofnun í almennum skilningi og það var. Tveir fyrri útvarpsstjór- ar höfðu verið meira áber- andi í dagskránni en ég hef verið, ég telst ekki virkur þátttakandi í dagskránni þótt það sé í mínum verka- hring að hafa með höndum yfirstjóm hennar. En verka- skipting deilda er skýr, hlut- verk framkvæmdastjóra og deildarstjóra fastmótað og ég vil hafa samráð og sam- vinnu við þá sem aðra en best er að þeir hafi frjálsar hendur eftir því sem við verð- ur komið. Skyldur Ríkisútvarpsins hafa ekki minnkað þótt aðrar stöðvar hafi komið til. Þær hafa kannski orðið enn skýr- ari. En nútíminn kallar á nýtt skipulag og ný vinnu- brögð. Og það felst fleira í stjórnun útvarps en huga að dagskrá, það eru alls kyns tæknileg mál sem þarf að leysa, samskipti við stjórn- völd og stofnanir og sam- vinna við erlendar útvarps- stöðvar. Samband við ótal manns í tengslum við þetta. Fólk hringir með alls konar erindi og ég reyni að gefa mér góðan tíma að ræða við það. Svo hef ég fasta við- talstíma hér auk samráðs- funda við yfirmenn deild- anna. Skriffinnska og slíkt er hluti af þessu, en það færir mann ekki í kaf. Mér finnst spennandi þessi sam- keppni, viðfangsefnin eru óþijótandi og maður verður mjög afdráttarlaust var við áhuga fólks á vexti og við- gangi Útvarpsins og.Sjón- varpsins, hvað sem öllum nýjum stöðvum líður. Það er gleðilegt að við getum nú orðið boðið sambærileg kjör og aðrir ijölmiðlar og það var líka eins gott því að ella hefði blasað við fólksflótti frá stofnuninni. í öllum fyrir- tækjum verður að vera kjöl- festa reyndra starfsmanna. Það vill brenna við að nýliðar sjást ekki fyrir, vita ekki um baksvið og liðna atburði eins og æskilegt væri til að vinna ýmis málefni. Ætli hann sé mjúkur stjórnandi? Já, þetta með mýktina, segir hann. Ég hef lesið og kynnt mér efni um þennan nýja stjómanda, manneskju- legri og áhugasamari. Félagi meira en silkihúfa. Að afköst aukist af því að starfsliðið er glaðara og því líður betur. Ég vil ekki dæma um það sjálfur, hvort ég sé mjúkur stjórnandi. En ég vil milli- liðalausan samgang við starfsmenn. Annað er svo hvað þetta nýja stjórnunar- form, mýktin, er raunhæft í framkvæmd í stórum fyrir- tækjum. Ég skal ekki segja' hvort það er hægt að koma við þessum stöðugu sam- skiptum. Og ég hef ekki haldið uppi herferð um hvað ég sé ljómandi alþýðlegur! En margir koma, sumir gleymast kannski úti í horni, eða telja sig ekki eiga við mig nein sérstök erindi. En þægileg og áreynslulaus samskipti er það sem ég kysi helst. Þá geta spunnist alls konar umræður, leifr- __ andi hugmyndir kviknað. Ég vil það fremur en eitthvert tilbúið fijálslyndi. Þú virkar svo alvörugefinn og settlegur, segi ég. Ætli það sé ekki partur af uppeldinu, segir hann strákslega. Annars var ég talinn ósköp uppátektarsam- ur krakki. Sumir hafa sagt mér seinna að ég hafi verið bæði hrekkjóttur og stríðinn. En ég var dálítið gefinn fyr- ir sprell, fann upp á ýmsu. Kannski er ég ekki alveg laus við það. Jæja? Ja, ég hef alltaf haft gam- an af svona smátiltektum. Sumt af því er svo strákslegt að ég ætti ekki að nefna það ... finnst þér það? Maður hefur ekki ærlega sleppt fram af sér beislinu frá því að við tróðum upp með ýmis hrikaleg uppátækí í kvik- myndun ASA-film á Sjón- varpinu í gamla daga. Þær myndir voru einvörðungu sýndar á árshátíðum og bannaðar fullorðnum. Þetta var svo bráðungt lið. Stund- um dettur í mig að hringja í vini og kunníngja og gefa mig út fýrir að vera einhver annar. Hef gaman af að herma eftir. Nei, nei, ég hef ekki umtalsverða hæfileika og það hefur ekki komið til tals að ég og Jóhannes eftir- herma slægjum okkur sam- an. Kannski hef ég bara á þennan hátt þurft að fá útrás fyrir leiklistaráhugann. Því að ég hef alltaf haft gaman af leiklist og eins og margir aðrir lék ég í menntaskóla og hafði óskaplega mikla ánægju af því. Þá var ég að íhuga um hríð, í fullri alvöru að fara í nám til Banda- ríkjanna, í leiklist. Eða í kvikmyndagerð og sjón- varpsfræðum. En þá var ég líka búinn að vera að vasast í fjölmiðlun frá unglings- aldri. Þessi áhugi kviknaði strax í bamaskóla. En fyrir alvöru á Mogganum, þegar ég var sendill. Og stalst í græjurnar hans Ola K. því að ég hafði mikinn áhuga á ljósmyndun. Og á kvöldin leyfðu fréttamenn á vakt mérað grípa í að skrifa frétt- ir. Mér fannst ég mikill mað- ur, eins og þú getur ímyndað þér. Bjarni Benediktsson ku hafa sagt einu sinni á rit- stjórnarfundi með blaða- mönnum:,, Ef þið þurfið að láta sendilinn skrifa fyrir ykkur fréttir í blaðið er lág- mark að þið lesið þær yfir.“ Þá hafði Mogginn birt frétt eftir sendilinn sem veittist með háðsyrðum að íslensk- um útgerðarmönnum fyrir ódugnað þeirra. Það linnti ekki símhringingum hjá rit- stjóra blaðsins þann daginn. Svo hélt ég áfram á Morgun- blaðinu, innritaði mig að sönnu í lögfræði en það varð nú lítið úr laganámi. Um þetta leyti ræddi ég við Vil- hjálm Þ. Gíslason, þáverandi útvarpsstjóra, en umræður um íslenskt sjónvarp voru að hefjast fyrir alvöru. Það varð úr að ég fór yfir á Sjón- varpið og var þar í nokkur ár. Þetta var ótrúlega spenn- andi tími. Vinnan var yfir- gengileg en metnaður okkar, þessara fáu sem þama hófu störf, var ekki lítill. Þá var Keflavíkursjónvarpið enn við LEYSUMOLL LEKAVANDAMÁL Leggjum þakdúka á flöt þök. Þéttum svalir yfir íbúðum. Þéttum bárujárnsþök sem leka. HFTTVII#1 lir Símar 651710 og MtKm A A AHV III ■ 685350, bílas. 985-23838. DTSALA - ÚTSALA Peysur, blússur, pils. Stór númer. 20-50% afsláttur. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. Gódan daginn! LITGREINING IVIEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.