Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
0c 17
Ég vona að ég sé ekki búinn að brynja mig það mikið fyrir gagnrýni, að ég sé farinn að lifa öðru lífi inni í brynjunni
lýði, en okkur var kappsmál
að fá fólk til að trúa því að
íslenskt sjónvarp gæti staðið
því á sporði og auk þess hlyti
það eðli síns vegna að höfða
meira til íslendinga.
Þú ætlaðir að segja mér
hvenærþú byijaðir að stússa
í útgáfumálum.
Það var í Laugamesskó-
lanum. Hjá Skeggja Ásbjam-
arsyni, kennara. Hann var
einstakur maður. Fórnaði sér
fyrir kennsluna og nemendur
í orðsins fyllstu merkingu.
Hann fitjaði upp á alls konar
nýjungum í kennslu og var
langt á undan sinni samtíð.
Utan kennslustunda var
hann önnum kafinn að útbúa
og fjölrita kennslugögn, sem
var ekki mikið gert af þá.
Svo var hann að þýða leik-
rit, stjóma þeim og mála
leikmyndir. Hann keypti seg-
ulbandstæki og leyfði okkur
að tala inn á þau. Hann var
með bamatímann og fór með
okkur krakkana í upptökur
og lét okkur leika hjá sér eða
lesa upp. Hann hafði örvandi
áhrif á alla sína nemendur.
Hann vakti þennan áhuga á
að tjá sig í skrifuðu máli og
á leiksviði. Ég fór að snúast
í útgáfu skólablaðs og stjóm-
aði því. Ég var bara smá-
polli, en fór og ræddi við
forsvarsmenn fyrirtækja um
prís á auglýsingum. Ég bjó
út blekfjölritara eftir kokka-
bók Skeggja, matarlím og
glusserín, svo var þessi hrær-
ingur settur í box og síðan
var hægt að nota grautinn
sem fjölritara. Ég var svo
langt leiddur að sumartíð
þegar ég var sendill hjá Flug-
félagi íslands ellefu áragam-
all, ég fór að gefa út starfs-
mannablað. Þaðvarekki
minnimáttarkenndin að baga
mann. En þetta var upphafíð
og þróaðist smátt og smátt.
Auðvitað var það svo tíma-
mótaákvörðun, þegar ég
réðst til starfa við Sjónvarp-
ið. En upp frá því hef ég líka
verið fastur í netinu. Og líkar
það harla vel.
Hvaða fólk leitar eftir
vinnu í sjónvarpi og hvers
vegna? Þörfín fyrir að láta á
sér bera?
Ta, ég get aðeins
svarað íyrir mig.
Það getur vel verið
að sálfræðingur
myndi komast að
þeirri niðurstöðu að
allt mitt brölt í bemsku, leik-
listaráhugi og hvaðeina hafi
verið dulin löngun til að láta
á mér bera. En eftir á að
hyggja hafði ég ekki þessa
tilfinningu í sjónvarpinu. Við
vomm tveir á hvorri vakt og
allir unnu eins og vitfírringar
eins og ég sagði. Aðalmálið
var vinnsla frétta og að lesa
sjálfir fréttirnar var eðlilegur
endir á tólf tíma vakt. Auð-
vitað varð ég strax var við
það að maður varð mjög
fljótt eins konar almennings-
eign. Allir vildu skeggræða
við mann, einkum ef menn
vom komnir í glas á
skemmtfstöðum. Þetta varð
þetta óneitanlega þreytandi
til lengdar. Sérstaklega þetta
§as um meintar óléttur
kvenþulanna af völdum ein-
hverra okkar á fréttastof-
unni, ævintýralegar þvælur
um fjöllyndi nánustu kollega
út um borg og bý. Og nú að
liðnum meira en 20 ámm
hefur áhugi á sjónvarpsfólki
ekki dvínað. Þann hálftíma
á hverjum degi sem fréttirn-
ar standa yfír er athyglin á
Össum einstaklingum. Um-
lið vill stundum snúast
meira um að nú hafí þessi
verið með ný gleraugu eða í
fallegum/ljótum fötum en
um fréttimar sjálfar. Þetta
verður eins konar árátta. Ef
þulur mismælir sig eða á
flutningi em einhveijir
minniháttar hnökrar, verður
það tilefni líflegra umræðna
víðsvegar um land. Fóik
verður að sætta sig við þetta
ef það vinnur í sjónvarpi og
sjálfsagt fer þetta í taugam-
ar á sumum. En öðram er
kannski gefín sú náttúra að
fá eitthvað út úr þessu, vill
helst vera milli tannanna á
fólki og nýtur þess. Sam-
starfsmaður minn einn hefur
þá kenningu, að löngun
sumra til að komast í sjón-
varpið sé svo takmarkalaus
að það megi svo sem byija
á að ráða sig í ræstingar og
uppvask í þeirri von að enda
fyrir framan myndavélina.
Kannski hefur það líka gerst.
Samt fínnst mér þetta að
sumu leyti einum of. Ég verð
að viðurkenna það.
En svo fórstu frá Sjón-
varpinu og í borgarstjóm.
Hvað kom til?
Um þetta leyti var Sjálf-
stæðisflokkurinn að fara af
stað með prófkjör og í til-
raunaskyni. Mér lék hugur á
að prófa mátt Sjónvarpsins.
Og svo var mikið verið að
ræða framboð yngri manna
og endurnýjun. Það lá til
gmndvallar hjá mér í upp-
hafí. Þetta var 1970 og í
rauninni hefði verið eðlilegra
að aðrir hefðu komist inn en
ég, menn semhöfðu unnið
miklu markvissara að því að
komast á lista. En ég lét á
þetta reyna og get fullyrt að
borgarmálefni vöktu áíiuga
minn strax og ég fór að
kynna mérþau. Samstarfið
og vinnan í borgarstjóm var
mjög lærdómsríkt. Ég sinnti
fróðlegum málaflokkum,
fræðslumálumum, félags-
málum og æskulýðsmálum.
Ég skýt því að þér, svona í
framhjáhlaupi, að þessi mál
em nefnd mjúku málin, ef
þú skyldir viija draga ein-
hveija ályktun af þessu
áhugasviði mínu...
Hvernig leið metnaðar-
giminni? Stefndirðu ekki að
því að verða borgarstjóri?
Nú var til dæmis örmjótt á
munum milli ykkar Davíðs
Oddssonar í síðasta prófkjör-
inu sem þú tókst þátt í?
Nei, segir hann og virðist
hreinskilinn. Ég hafði ekki
metnað í að verða atvinnu-
pólitíkus í borgarstjóm og
fínnst að menn ættu ekki að
sitja þar mörg kjörtímabil.
Það gegnir öðm með starf
borgarstjóra. En ég hafði
líka komist að þeirri niður-
stöðu að Davíð væri snjall
stjórnandi, hæfari stjóm-
málamaður, bardagaglaðari
og vopnfimari en ég. Réttur
maður á réttum stað á rétt-
um tíma, eins og hefur verið
með fleiri borgarstjóra Sjálf-
stæðisflokksins. En eins og
ég sagði kynntist maður
málum á alveg nýjan hátt
með því að vinna að borgar-
málefnum og nýjum hliðum
samfélagsins sem var þro-
skandi. Mér fannst skemmti-
legt að vinna í þessum mála-
flokkum en stundum gat ég
ekki að því gert að hugsa
þegar yfír stóðu langir fund-
ir og oft auðvitað mál tekin
fyrir sem ég hafði lítinn eða
takmarkaðan áhuga á, að ég
gæti aldrei verið sá talsmað-
ur sem borgarstjóri þyrfti að
vera, vel heimai öllum mál-
um og áhugasamur um þau
öll. Þessi tími varð mér mik-
ill skóli skóli, en ég veit að
álagið á fjölskyldunni minni
var oft mikið á þessum ámm
og fýrr og síðar raunar. Ég
er sannarlega ekki mjúkur
maður að því leyti, að ég
geti stært mig af að hafa
tekið þátt í uppeldi bama
minna. Það hefur lent á kon-
unni minni.
Markús og Steinunn kona
hans byijuðu að vera saman
í MR. Þau eiga tvö böm,
dóttur, 23ja ára, og 18 ára
son. Markús segir að nú orð-
ið sé hann farinn að stfla upp
á að geta verið í fríi um helg-
ar. Sá lúxus hefur ekki alltaf
verið í boði. Hann hefur ekki
tekið sér neitt venjulegt fri
síðan hann byijaði í starfí
útvarpsstjóra. En segist
þurfa að skreppa á aðalfundi
sambands evrópskra út-
varpsstöðva sem em haldnir
árlega í hinum ýmsu aðildarl-
öndum. Þá fer Steinunn með
og þau bregða sér í kærkom-
ið frí í nokkra daga.
Heldurðu að þú verðir út-
varpsstjóri eftir tíu ár? Eða
hvað heldurðu að þú verðir
að gera?
Eg er æviráðinn hér. En
er þó þeirrar skoðunar að
slíkar ráðningar þurfi að
taka til endurskoðunar og
hafa þær tímamarkaðri,
hvort sem um er að ræða
þetta starf eða önnur. Það
er langtum eðlilegra í
nútímaþjóðfélagi. Þar með
er ekki sagt að ég vilji fara
héðan í bráð. Margt bíður
úrlausnar og fyrirsjáanlegt
að viðfangsefni næstu ára
verða óþijótandi og það em
forréttindi að fá að taka þátt
í þessari uppbyggingu.
Ertu áhugamaður um
menningameyslu?
Hannjátarþví. „Ég hef
mín áhugasvið hvað það
snertir, þótt ég hafi aldrei
verið neitt sérlega liðtækur
í umræðum um menningar-
mál. Ég hef ánægju af tón-
list, fer á tónleika þegar ég
kém því við, myndlist og
sæki málverkasýningar eftir
því sem á stendur og sama
gegnir með leikhús. Þegar
ég fer vegna starfsins á fundi
í útlöndum nota ég gjaman
frítíma til að fara á söfn, í
leikhús og á tónleika eða að
sjá splúnkunýjar bíómyndir.
En ég geri þetta einsamall,
bara fyrir mig. Ég hef sem
sagt ánægju af þessu án
þess að vera beinlínis að flíka
því. Auðvitað hef ég eins og
aðrir gaman af að lesa. En
í starfínu mínu fylgir mikil
yfirlega yfír skýrslum og
fagtímaritum sem getur allt
verið upplýsandi og gagn-
legt. En bóklestur situr þar
með á hakanum, nema helst
þegar ég kemst í burtu. Ég
hef gaman af ævisögum
stjórnmálamanna og alls
konar sagnfræðiritum. Og
svona til afþreyingar em
njósnasögur mitt uppáhald.
Þú hefur fengið þinn
skammt af gagnrýni. Ertu
viðkvæmur fyrir henni?
Hann hugsar sig um. „Já,
ég var það í það minnsta.
Alveg áreiðanlega. Ætli það
sé ekki svo með velflesta.
En með ámnum hef ég fund-
ið að þetta hefur ekki jafn
mikil áhrif og áður. Ég reyni
að leiða hana hjá mér, en
sortéra þó úr hvað er mál-
efnalegt og hvað er skítkast
og skætingur. Ég vona hins
vegar að ég sé ekki búinn
að brynja mig það mikið fyr-
ir gagnrýni og umtali, að ég
sé farinn að lifa öðm lífi inni
í brynjunni.
Adalfundur Nemendasambands MAverður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl. 17.00 á Lækjarbrekku. Dagská: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. H^SKÓLL^SLANDS mÉkmm félagviðskiptafræðinga Endurmenntunarnefnd ■ ■ ■ og hagfræðinga HELSTU BREYTIIMGAR l' REIKIMIIMGS HALDI OG SKATTAMÁLUM ÁRIÐ 1988 NÁMSKEIÐ ÆTLAÐ VIÐSKIPTA- OG LEIÐBEIIMANDI: HAGFRÆÐINGUM, en opið öðrum er Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi áhuga hafa. hjá Löggiltum endurskoðendum hf. og stundakennari við viðskiptaeild H.í. EpNI: TÍMI OG VERÐ: Fráviksaðferð - leigukaupasamningur - 22.-23. febrúarkl. 16.30-19.00. Þátttöku- rekstrarforsenda (Going concern) - gjald kr. 3.000,- breytingar á skattalögum og viðmiðunar- Skráning og nánari upplýsingar í símum reglum á árinu 1988. 694925 og 694924.