Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 23
FÓLK í fjölmiðlum BREYTINGAR verða nú á útgáfii timaritsins Heimsmy ndar frá og með mars nk. og mun það í framtíðinni koma mánaðarlega út í stað sex til sjö sinnum á ári eins og verið hefur. Tímaritið verður áfram í svipuðu formi og áður og stærð þess yfir 100 síður, en meiri áhersla verður nú lögð á fréttatengt efiii. „Með því móti getum við fjallað meira um þá hluti sem efst eru á baugi, hvort sem um er að ræða stjórnmál eða önnur þjóð- þrifamál," segir Herdís Þor- geirsdóttir ritsfjóri blaðsins. Efiiistök verða að öðru leyti óbreytt og enn lögð áhersla á viðtöl og greinar af ýmsum toga. Sagði Herdís að þessar breyting- ar hefðu lengi staðið til, því „með mánaðarriti skapast vettvangur til virkari þátttöku blaðsins í þjóðfélagsumræðunni, auk þess sem hér er um rekstrarlega ha- græðingu að ræða“. Tveir nýir blaðamenn hafa verið ráðnir að Heimsmynd, þau Ólafiir Hannib- alsson og Inga Huld Hákonar- dóttir. NÝTT útgáfiifyrirtæki í Reykjavík er að líta dagsins ljós þessa dagana. Eigendur eru Aug- lýsingaþjónustan GBB, einstakl- ingar sem standa að því fyrir- tæki og þrír fréttamenn, Guðjón Arngrímsson og Helga Guðrún Johnson af Stöð 2, og Ómar Valdimarsson. Fyrirtækið hefiir alhliða útgáfii og fjölmiðlun á stefnuskránni, en mun ekki liefja fiilla starfsemi fyrr en síðar á árinu. Þau Guð- jón og Helga Guðrún munu þó áfram starfa á Stöð 2. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANIMA Augljósra staðreyndadeild ■ „Teikningar Krisfjáns eru þó ekki teikningar í hefðbundnum skilningi, heldur verður með- höndlun hans á efiiinu að eins- konar heimspekilegum vanga- veltum um teikninguna og listina sem miðil, þar sem efiiið sem slíkt verður um leið viðfangsefiii myndarinnar eða burðarafl. Segja má að í myndum sínum hafi Kristján Guðmundsson dregið myndlistina niður á núll- punktinn um leið og hann leggur með áleitnum hætti fyrir okkur spurninguna um inntak listarinn- ar.“ — óle. Þióðv. 21.1. 68ei SAöJiaa'í .er suaAauwnug fMjamuðn. aiöAJSVfuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 0|__SS C 23 Listaskáldin vondu í Sjónvarpið Hilmar Oddsson kvikmyndagerð- armaður hefiir nýlega hafist handa við gerð sjónvarpsmyndar um Listaskáldin vondu. Það var hópur ungra skálda sem flutti ljóð og prósa fyrir troðfullu Há- skólabíói í janúar 1976 og hélt síðan út á land með dagskrána. Hvorki eru til hljóð- né myndupp- tökur frá henni og því mun Hilm- ar leita annarra leiða við að end- urvekja dagskrána, m.a. ræðir hann við öll skáldin sem við sögu komu. Dagskrá Listaskáldanna vondu átti rót sína að rekja til skálda- vöku sem haldin var í Norræna húsinu ári fyrr. Alls voru skáldin átta, þau Birgir Svan Símonarson, Guðbergur Bergsson, Hrafn Gunn- laugsson, Megas, Pétur Gunnars- son, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þórarinn Eldjárn. Hilmar segir þetta vissulega hafa orðið öllum átta til framdráttar og í raun vendipunktur fyrir flest þeirra. Hilmar Oddsson Þátturinn er gerður fyrir Sjón- varpið en hugmyndina að gerð hans átti Hilmar sjálfur og segir hann hana vera frá síðasta ári. „Mér þykir gaman að gera þætti um ljóð- list og mér finnst þeir eiga erindi í sjónvarp. Ég mun gefa mér góðan tíma til að vinna þáttinn. Hann verður viðamikill og raunar hefur ekki enn verið ákveðið hvort um einn eða tvo þætti verður að ræða.“ Með spariskírteinum ríkissjóðs getur þú tvöfaldað sparifé þitt að raungildi á aðeins 10 árum Fyrir utan traust og öryggi ber sparifé þitt einnig ríkulega ávöxtun með spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þau eru verðtryggð og raunvextir eru 7,0% til fimm ára og 6,8% til átta ára. Þú getur á öruggan hátt tvöfaldað raungildi sparifjár þíns á aðeins 10 árum með spariskírteinum ríkissjóðs. Það vegur enn meira þegar tekið er tillit til þess að spariskírteinin eru tekju- og eignaskatts- frjáls séu þau umfram skuldir eins og á við um innstæður í innlánsstofnunum. Þótt lánstíminn sé ekki liðinn getur þú selt sparisldrteinin með mjög stutt- um fyrirvara fyrir milligöngu yfír 100 afgreiðslustaða banka, sparisjóða og annarra verðbréfamiðlara. Og um öryggi þeirra leikur enginn vafí. Að baki spariskír- teinunum stendur ríkissjóður og þú getur því verið viss um fulla endurgreiðslu sparifjár þíns, ásamt vöxtum, á gjalddaga. Þú færð spariskírteini ríkissjóðs í bönkum, sþarisjóðum og pósthúsum um land allt og hjá helstu verðbréfámiðlurum, svo og í Seðlabanka A.GjlCiyÞ'v Islands. Einnig er hægt að panta þau í síma 91-699600, greiða með C-gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. Spariskírteini ríkissjóðs ^(3^ — ÞÍkuleg ávöxtunarleið. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS CtNTRt REGISTER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.