Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 24

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 ■ ■ ■" ■ ' ■ ■■■ ! . . r-a-t-l-t-; ■ ■ . i------- LEIKLIST/Hvemig líkabi Bandaríkjamönnum við íslenska útlagann? Fjalla-Eyvindur vestanhafs Höllu, einkum í seinni hlutanum. Einn gagnrýnandi telur að með túlkun sinni á Höllu komist Margar- et Wycherley í röð fremstu leik- kvenna í bandarísku leikhúsi. Kannski var það rétt mat, að minnsta kosti naut Wycherley þess álits síðar meir. Arthur Hohl, sem lék Kára, fær lakari umsögn og þykir afar kauðslegur elskhugi, en Edward G. Robinson er sagður veita fröken Wycherley verðugan mót- leik. Leikstjóri sýningarinnar var Frank Conroy. Þýðingin var sú sama og notuð var í Boston. Edward G. Robinson hefur hugs- anlega ekki leikið Arnes mörgum sinnum vegna þess að í yfirliti yfír leikárið í bókinni The Best Plays York og gekk ‘verkið ekki lengi. Ástæðan? Jú, Fjalla-Eyvindur er ekki söluverk, að minnsta kosti ekki á mælikvarða leikhúsanna í New York, og má leiða að því get- ur að það hafi verið leikendurnir spálfir sem kusu að takast á við hlutverkin. Margaret Wycherley var auk þess bundin af sýningum á öðru verki öll kvöld, og The Green- wich Theater var sömuleiðis upp- tekið öll kvöld vegna sýninga á „Near Santa Barbara“, eftir Willard Mack, sem var vinsælt melódrama. Einum gagnrýnanda, þeim fræga Alexander Woollcott, þótti leikritið Fjalla-Eyvindur vissulega prýtt mörgum góðum kostum, en sýning- in hefði mistekist og leikendur eng- í LEIKSKRÁ Þjóðleikhússins við nýju uppfærsluna á Fjalla- Eyvindi er stutt grein sem ber titilinn „Brot úr sýningasögu". Þar tók ég saman skrá um sýn- ingar á verkinu hér heima og erlendis, allt frá frumuppfærsl- unni hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1911 til uppfærslunnar sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins. Við undirbúning greinarinnar leitaði ég víða fanga, en fékk ekki viðbrögð allra í tæka tíð fyrir prentun leikskrár. Nú hef ég fengið nánari upplýsingar og ljósmyndir frá Bandaríkjunum, þökk sé Menningarstofiiun Bandarílqanna, og get þvi fyllt upp í eyðu í grein minni. Aeinum stað í greininni stendur eftirfarandi: „1917 var Fjalla-Eyvindur fyrst sýndur í Bandaríkjunum. Að sýn- ingunni stóð the 47 Theatre Work- shop, sem var framsækið leikhús tengt leiklistar- deild Harvard-há- skóla. Sýnt var í Jordan Hall í Bost- on. Fyrsta sýning verksins í New York fór fram 1. febrúar 1921 íThe Greenwich Village Theater og lék Edward G. Robinson hlutverk Kára.“ Hér þarf reyndar að leiðrétta eitt atriði, Edward G. Robinson lék Ames í sýningunni í New York, en ekki Kára. En úr því frekari upplýs- ingar hafa nú borist frá Banda- ríkjunum um þessar tvær uppfærsl- ur á Fjalla-Eyvindi er sjálfsagt að koma þeim á framfæri. Boston 1917 The 47 Theatre Workshop í Bost- on var merkilegt háskólaleikhús á sínum tíma, en leikendur þar voru flestir nemendur Georges Pierce Baker í Ieikritun við Harvard. Leik- ritun var númer 47 á námsskrá háskólans og dró leikhúsið nafn af því. Þetta leikhús var óháð mark- aðslögmálum og gat þar af leiðandi leyft sér að sýna einungis þau verk sem höfðuðu til leikendanna, en að líkindum hafa verkefni verið valin með það fyrir augum að þau nýtt- ust við kennslu í leikritun. Þannig voru flest viðfangsefnin ný leikrit eftir nemendur Bakers. Leikárið 1916—17 var sjötta og síðasta leikár þessa leikhúss og var Fjalla-Eyvindur næstsíðasta við- fangsefnið. Ensku þýðinguna gerði frú Henninge Krohn Schance. Rachel Butler lék Höllu, James W.D. Seymour lék Kára, og Roger N. Bumham lék Ames. Ekki verður annað séð af bæði leikskrá og ljós- myndum en sýning þessi hafi verið unnin með fullri virðingu fyrir við- fangsefninu. Leikhópurinn naut ráðgjafar dr. Halldórs Hermanns- sonar í Comell-háskóla varðandi „íslenska hætti og búninga“, og virðast a.m.k. búningamir hafa ver- ið réttari en í öðrum erlendum upp- færslum sem myndir hafa borist af hingað. Þá var höfundurinn, verkið og sýningin rækilega kynnt í blöðum borgarinnar, og þess getið að allur ágóði rynni óskiptur til sjúkrahúsa Rauða krossins í Banda- ríhjunum. 1. þáttur. Baðstofan. 2. þáttur. Við réttina. Fjalla-Eyvindur í Boston 1917. Það vekur athygli hve búningar eru réttir. Á baktjald í 2. og 3. þætti er máluð mynd af íslensku fjalli, en sést sennilega ekki í prentuninni. Takið eftir flyglinum framan Edward G. Robinson við sviðið, en Jordan Hall í Boston var fyrst — lék Ames áður en hann og fremst hljómleikasalur. varð heimsstjama fyrir túlkun á bandarískum stórglæpamönnum. Er skemmst frá að segja að sýn- ingin hlaut frábærar viðtökur í Boston. Umsagnir í blöðum em afar jákvæðar og fær leikritið sjálft ítar- lega umfjöllun. Er einkum til þess tekið hve túlkun hinna ungu leik- enda hafi verið einlæg og heiðarleg, og þess getið að áhorfendur hafi sýnt leiknum mikinn áhuga. Ein- hver H.T.P. skrifar 15. mars langan leikdóm þar sem leikritið er skil- greint og tíundaðir dramatískir kostir þess. Því miður sést ekki á mínum póstfaxgögnum í hvaða blaði þessi dómur birtist, en ég ætla að það sé blað í Boston. Sýn- ingarhúsnæðið sjálft, tónleikasalur- inn Jordan Hall, er talinn eini ókost- ur sýningarinnar. New York 1921 Sýningin í New York 1921 hlaut ekki góða dóma að því frátöldu að Margaret Wycherley (1884—1956), sem þá þegar var orðin þekkt leik- kona í Bandaríkjunum, þótti vinna mikið þrekvirki með túlkun sinni á of 1920—21, sem Burns Mantle tók saman (útg.: 1960), er Henry Her- bert sagður hafa leikið Arnes; það kann reyndar að vera villa. Burns Mantle var gagmýnandi þegar Fjalla-Eyvindur var sýndur í New York og hefur þótt nógu mikið til verksins koma til að nefna það í þessari bók sinni, en ég hef ekki rekist á umsögn hans um sýninguna sjálfa. Einungis voru haldnar síðdegis- sýningar á Fjalla-Eyvindi í New an veginn náð að færa þetta fjar- læga verk nær áhorfendum. Öðrum gagnrýnanda, þeim sem hælir frök- en Wycherley hvað mest, þykir leik- ritið jafnvel dekkra og óhugnan- legra en Ödípús konungur eftir Sófókles, einkum fjórði þáttur, en á mínum gögnum sést hvorki hver skrifaði pistilinn né hvar hann birt- ist. Því miður hef ég ekki Ijósmynd- ir úr þessari sýningu, en myndimar með þessari grein eru frá sýning- unni í Boston 1917. ÐJRSS/Tekst að eyðafordómunum? Saxafónar og listtónlist ÞAÐ ER liðin sú tið að djass og evrópsk listtónlist séu taldar andstæður. Sumir kalla þær Samstæður eins og Gunnar Reynir í formála að samnefiidu tónverki sínu. Stravinski og fleiri evr- ópsk tónskáld voru að fitla við ragtæm og Gershwin samdi sin- fónískan djass. Saxafónkvart- ettinn franski - verður vonandi hvatning fyrir íslenska starfsbræður þeirra. * Arið 1957 notaði Gunther Schuller hugtakið Þriðji straumurinn um tónlist þar sem evrópsk listtónlist og djass voru hrærð saman. Að vísu hefur ekki margt stórvirkið komið úr þeim samruna — helsta verk John Lewis, tónstjóra Modem Jazz- kvartettsins. Aftur á móti hef- ur margt úr evr- óþskri listtónlist haft heillavænleg áhrif á djassinn — ekki síst impressjónistamir sem mótað hafa margt í útsetningum Billy Strayhoms og Gil Evans og píanóleik Herbie Hancocks, Chick Corea, Keith Jarrets og þeirra vina. Síðastliðið sunnudagskvöld lék franskur saxafónkvartett í Gamia bíói. Hér var hann í boði L’Allian- ce Francaise og auglýsti að hann léki bæði klassík og djass. Að vísu lék hann engan alvörudjass, en verk samin í djassanda og oft krydduð húmor og stráksskap. Stundum minntu verkin á Paul Whiteman-bandið þar sem Frankie Tmmbauer blés í c- melody saxinn — þar var Gersh- win líka innanbúðar á stundum að ógleymdum djassmeistaranum Bix Beiderbeck. Saxafónninn hefur lítið verið notaður í evrópskri listtónlist en því meira í djassi. Djassmenn tóku hljóðfærinu tveimur höndum og brátt leysti það klarinettið af hólmi er dixfland vék fýrri svíngi. Saxafónninn bjó bæði yfir létt- leika klarinettsins og tjáningar- dýpt trompetsins. Með saxafónin- um var hægt að túlka allar mann- legar tilfinningar. Þeir félagar í franska kvartett- inum em af franska skólanum,og ekki með fallegan tón á djassmæ- likvarða, utan stjómandinn, Je- an-Yves Fourmeau sópranisti. Mýktin í tónblæ hans minnti stundum á Wayne Shorter. Altist- inn Leman með klassíska franska tóninn sem Benny Carter tók sér til fyrirmyndar, tenóristinn Dem- arle með tenórtón sem minnti helst á Hawkins ungan í Fletcher Henderson-bandinu, áður en hann skóp hinn ódauðlega mjúka tit- urstíl sinn og barýtonistinn Batte- uau með málmkenndan tón eins og Camey og jafnmikið þol í blæstrinum. Kærkomin heimsókn sem alltof fáir nutu, enda rafmagnslaust í Reykjavík fram að tónleikum. Vonandi em menn á borð við þá fjórmenninga þess megnugir að eyða fordómum gagnvart saxa- fóninum, en ég efa ekki að þeir blunda víða enn. Djassmenn hafa á síðari ámm stofnað saxafónkvartetta — eftir að heilagleiki hrynsveitarinnar var fyrir bí og menn komist að því að blásarar gátu sveiflað án hennar. Frægastur og bestur þeirra er World Saxophone-kvart- ettinn sem Arthur Blythe, David Murray, Oliver Lake, og Hamiette Bulliett skipa, en einnig á Norð- urlöndum em frambærilegir saxa- fónkvartettar eins og Lille Fröen í Noregi. Heyra mátti á nokkmm saxafónleikurum íslenskum er hlustuðu á Frakkana að lengi hafi sá draumur blundað með þeim að stofna slíkan kvartett og vonandi að tími gefist frá brauð- stritinu og hugmyndin þurfi ekki að bíða ellilaunanna. Þess má að lokum geta að hinn ágætasti saxafónleikari mun blása í Heita pottinum í Duushúsi í kvöld; Stefán Stefánsson sem blæs í sópran, altó, tenór og barý- ton hið minnsta. Svo verða trúlega fleiri gestir þar, en gestgjafi er Egill B. Hreinsson píanisti sem leikur með Maarten Van der Falk trommara og Tómasi R. Einars- syni bassaleikara. eftir Vernharó Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.