Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 26

Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 SÍGILD TÓYÍUST/Hvad ersvona erfitt vib ab spila Messiaen? Frá gljúfrum til stjarna ÞÁ FER að líða að lokum „Myrkra músíkdaga". í dag klukkan 16.00 verða tónleikar í Norræna húsinu. Alan Mandel, sem er píanóleikari og kennari við píanódeild American University í Washington D.C. og listrænn stjórnandi Washington Music En- semble, leikur bandaríska tónlist. Mandel er þekktastur fyrir þróttmikinn flutning á óvenjulegri tónlist og hefúr undanfarin ár haldið tónleika í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu, Ástralíu, Sov- étríkjunum, Austurlöndum nær og Afríku. og sérstætt tónskáld, fæddist í Avignon 1908 og ólst upp í París. Tónlist Evrópu á miðöldum, klassísk grísk ljóðagerð og aust- ræn tónlist hafa haft mikil áhrif á hann og eftir miðja öldina er fuglasöngur mjög áberandi í tón- list hans. Messiaen er mikill nátt- úruunnandi og ferðaðist mikið m.a. um skóga Frakklands til að skrá niður fuglasöng. í fuglun- um, sagði hann, má heyra hvem- ig lífsorkan brýst fram í ást og gleði sem nær langt út fyrir mörk tíma og rúms. Á meðan jörðin er til munu fuglar syngja og finni fólk þörf hjá sér til að taka undir þann söng, lifir mannsaldurinn. Lokatónleikar hátíðarinnar verða svo fímmtudagskvöldið en þá verður frumflutt verk eftir Olivier Messiaen, Des Canyons aux Étoiles („Frá gljúfrum til stjarnanna“) fyr- ir píanó og hljóm- sveit. Tónleikam- ir verða í Lang- holtskirkju og hefjast klukkan 20.30. Kammer- sveit Reykjavíkur leikur undir stjóm Paul Zu- kofsky og einleikari á tónleikun- um er Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Olivier Messiaen, áhrifamikið effir Jóhönnu Þórhallsdóttur Smá sýnishorn úr verki Messiaen; takið eftir fuglalýsingunum. lokastiginu en ætli megi ekki segja að uppúr áramótum hafi þetta farið að glæðast. Verkið er hrikalega erfitt tæknilega og allt mjög nákvæmlega skrifað, það er nánast nýr taktboði í hveijum takti með nýjum hraða, hreinar tækniþrautir." — Þú verður að beita þig mikl- um sjálfsaga? „Já, og þijósku hreinlega og svo auðvitað þegar maður sér frammúr þessum þrautum þá fer maður líka að njóta verksins og ég er alveg staðráðin í að hafa gaman af þessu.“ — Hvað er það sem er svona ólíkt og Mozart t.d.? „Ja, ef við tökum Mozart þá er tónlistin þannig skrifuð að Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar á fímmtudags- kvöldið; „Hrikalega erfítt tæknilega ...“ ,.l*v . J ll< pUi I<w|- ?"h'’ .# :--W , ft. i .» S ------------------------------ ÍSSpí5** fi/ÍP ^ dí i 9 ' yt' 'UU/ [$$ r\ \j* ^ kí * tfp i • -b/j 1 r,J s Ji" »<» »u»l. .í*: x i t, r * * ’h,—^ !■ fU'&.í ® ’TfÓjBoátf.t » VI 1 (• 3 16 • t ________» , : ' \ --- U — rtííí'ijj, ru. w. Meðal nemenda hans má nefna Stockhausen, Boulez, Nono, Xen- akis, Ton de Leeuw, og Rodney- Bennett. Anna Guðný Guð- mundsdóttir hefur áður unnið með Zukovsky en hún hefur aldr- ei spilað verk eftir Messiaen áð- ur. Við áttum okkur hádegisfund á Á næstu grösum og mér lék forvitni á að vita hvemig æfingar hefðu gengið hjá henni. „Ég komst ekki almennilega í gang með verkið fyrr en í haust því ég var að spila á tónleikum í nóvember (Silungakvintettinn í Gerðubergi sælla minninga, innsk. JÞ) Og þetta er náttúru- lega allt öðruvísi en að spila Schu- bert eða Mozart. Fyrstu stigin á æfingatímanum eru mjög erfið, mikið puð og tímafrek. Ég hélt stundum að eg myndi aldrei ná maður spilar hana jafnvel beint af blaðinu en getur síðan verið langan tíma að móta verkið mú- síkalskt, ná hraðanum og mýkt- inni en í Messiaen tekur langan tíma að fá verkið „inní fing- urna“, en hraðinn kemur svo hægt og sígandi, sagði Anna að lokum. Við sjáumst svo bara á tónleik- unum. KVIKNIYYÍDIR/Gefur hann kost á öbruvísi myndum? Þrír menn og einn Grímur Karl- menn. Rosa Luxem- burg. Orðið kvikmyndaklúbbur rímar sjálfsagt við orðið leiðindi í hugum fiestra þeirra sem sælq'a sér afþreyingu í kvikmyndahúsin hér og eru á aldrinum fjórtán til tuttugu og fimm — það er stærsti hópurinn. í kvik- myndaklúbbi fá menn verk í rass- inn sitjandi undir mynd sem ekki er í einn einasti bflaeltingaleikur, aðalleikarinn heitir eitthvað sem hljómar eins og ungverskt hakk, allir tala und- arlegt mál, ekkert ókei eða bæbæ, engir skotbardagar við geimverur, stundum er eins og atriðin ætli aldrei að taka enda — hvað þá myndin — og aaarrrg . . . hún er svart/hvít eins og í ríkissjón- varpinu. Sumir bara þola þetta ekki og flýta sér á Die Hard. Aðrir vildu helst ekki hafa það öðruvísi og rölta í rólegheitunum á Gestaboð Babette. Þannig gengur það. Þrír ungir menn með áhuga fyrir kvikmyndinni sem listgrein en ekki lögregluaðgerð, stofnuðu fyrir ekki löngu kvikmyndasam- tökin Grím sem hafði það að eftir Arnald Indriðason markmiði að sýna myndir sem að öðrum kosti eiga ekki upp á pallboðið í kvik- myndahúsunum; þeir ætluðu t.d. að sýna á undan hverri mynd íslenska stutt- mynd og kynna þannig það sem væri að gerast neðanjarðar í íslenskri kvik- myndagerð. Þeir höfðu samband við fyrirtæki í London, sem þeir ætluðu að leigja myndir hjá. „Við vorum tilbúnir með dagskrá ætluðum af stað,“ sagði einn þre menninganna, Þorkell Harðarson, í stuttu spjalli, „en þá varð allt stopp og fyrirtækið hætti við.“ Þeir sneru sér til Kvikmynda- safns íslands þar sem þeim var sagt frá því að nefnd um stofnun kvikmyndaklúbbs hefði verið starfandi á vegum safnsins fyrir tveimur áium en lognast útaf. Stofnuð var ný nefnd og í hana settust fulltrúar frá Kvikmynda- safni íslands, Félagi kvikmynda- Astfangna konan. o-erðarmanna, Kvik- nyndasamtökunum Grími, Félagi kvik- myndaáhugamanna við Háskóla íslands og Listafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Við vorum orðn- ir leíðir á kvikmynd- aúrvalinu í bíóhús- unum, sem er ein- hæft nema í Regnboganum," seg- ir Þorkell. „Við vildum fá að sjí góðar, frægar myndir kvikmynda- unyndaklúbbs (slands S.frbrúar li) J.april 0 og 19.febrúar U. 15.00 MTWMm 23. febrúar U. 21.00 og 23.00 og 25.febrúar U. 153)0 2. mars U. 21.00 og 23.00 og Amars U 15.00 6-mars U. 21.00, 223)0 og 23.00 IMkMiMt i«aa Vl^ 9. mars U. 2I3M og 23.00 og 1 l.mars U. 15.00 TrylWrWTTM irwnvt w r—•) unaitrt. i—i-iCiiirs 16. mars U. 21.00 og 233)0 og 1«. mars U. 15.00 1 U. 213» og 23.00 og 25.mars U. 15.00 30.mars U. 21.00 og 233)0 og 1 jpríl U. 15.00 uJEíu. sögunnar og evr- ópskar myndir.“ Kvikmyndaá- hugi þremenn- inganna er nú orðinn að nýjum kvikmynda- klúbbi, sem_ hef- ur starfsemi sína um þessa helgi með sýningu á frönsku mynd- inni Le Lieu du Crime (Vett- vangur glæps) eftir André Tec- hine í Regnbog- anum (sjá lista yfír myndimar). Kvikmynda- klúbbur íslands skal hann heita og áætlað er að sýna eina mynd þrisvar í viku, á fimmtudagskvöld- um klukkan 21.00 og 23.00 í ein- um af litlu sölum Regnbogans og klukkan 15.00 á laugardögum í A-salnum. Ráðgert er að sýning- amar standi fram í apríl en þá verður gert hlé óg sýningar hefj- ast aftur í ágúst. Guðbrandur Gíslason, forstöðu- maður Kvikmyndasafnsins, lýsti yfir ánægju sinni með framtakið og segjast aðstar.dendur klúbbs- ins hafa orðið varir við mikinn áhuga meðal fólks en enginn kvik- myndaklúbbur af þessu tæi hefur starfað síðan Fjalakötturinn dó drottni sínum fyrir um áratug (hann var endurvakinn, í anda a.m.k., hjá Stöð 2 með góðum árangri). Aðeins meðlimir klúbbs- ins fá aðgang að myndum hans. Er ástæða til að fagna sérstak- lega þessari viðbót í bíólífið og óska klúbbnum langra lífdaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.