Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 33
• cBOx íiAúíina? ex híjqaoiiwmub jjiQAjawuQflOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
) Éfj.
0 33
Eg byijaði þessa áráttu með
því að leggja í að smíða
Bjama riddara áður en
hann kom til landsins árið
1947, og reyndar var eng-
inn nýsköpunartogaranna
kominn til landsins. Bjami
riddari var fyrsti nýsköp-
unartogarinn sem kom til Hafnar-
fjarðar, en sá fyrsti sem kom til
landsins var Ingólfur Amarson og
mér var boðið að skoða hann sem
þáverandi alþingismanni. Ég sá þá
að mörgu þurfti að breyta í módel-
inu frá því sem ég hafði gert og
gerði það. Síðar seldi ég líkanið
eigendum Bjama riddara, en þegar
Bjami riddari var seldur úr landi
til Grikklands árið 1964, þá af-
hentu eigendur Bjama mér líkanið
og sögðu að ég mætti hafa það
svo lengi sem ég tórði. Það er nú
geymt á Sjóminjasafninu. Bjami
riddari var notaður til farþega- og
héðan til botnvörpuveiða og leggja
hér upp aflann, aðallega, ýmist til
sölu í soðið eða til verkunar.“
Þriðja módelið er af línuveiðaran-
um Málmey. Það kom til Vest-
mannaeyja frá Noregi árið 1902
og hlaut þá nafnið Leó, en var
keypt til Hafnarfjarðar 1931. Þetta
var 255 metra langt skip, 775 lest-
ir, 5,70 m á breidd og með 100
hestafla vél.Ég hafði sérstakan
áhuga á þessu skipi, því ég var
sjómaður á því í nokkur sumur á
síldveiðum. I öðra lagi er ekkert
líkan til af gömlum línuveiðara,
það er þessum gömlu norsku línu-
veiðuram sem vora keyptir hingað
til lands á sínum tíma, en að
minnsta kosti fjórir slíkir vora
gerðir út frá Hafnarfirði. Vegna
vera minnar á skipinu á síldveiðum
er líkanið smíðað með nótabátana
uppi, í daviðunum, en ég lauk við
módelið rétt fyrir jólin.
Við eldhúsborðiö
heima hjá sér hefur
Hermann smíðað módelin
að stærstum hluta. Þama
er hann með víkingaskip
sem hann tálgaði úr heilu
og útfærði að eigin
smekk.
vöraflutninga í Grikklandi og af
honum veit ég ekki meir, en þar
hlaut hann nafnið Nicklas.
Næsta skip sem ég smíðaði var
togarinn Coot sem íslendingar
eignuðust og er upphafið að tog-
araútgerð á íslandi. Coot kom til
landsins 1905 og var keyptur af
Einari Þorgilssyni og fleiram. Coot
var gerður út frá Hafnarfirði á
meðan hann var við lýði, en hann
varð fyrir því óhappi að stranda
og verða til þegar hann var að
draga kútter í skipalægi við Hafn-
arfjörð. Stroffa á milli skipanna
fór í skrúfuna á Coot en bæði
Coot og kútterinn strönduðu við
Keilisnes og sigldu aldrei meir.
Ketillinn úr Coot er til og tilheyrir
Sjóminjasafni Islands og stýrið
einnig. Coot smíðai ég eftir teikn-
ingu sem Einar Olgeirsson í Grims-
by útvegaði mér af samskonar
skipi.
Ég var að dunda við módelsmíð-
ina í mörg ár, greip í þetta af og
til því annir i félagsmálastarfi réðu
ferðinni fyrst og fremst, en þegar
ákveðið var að opna Sjóminjasafn-
ið á Sjómannadaginn 1986, setti
ég kapp í að klára líkanið og við
hjónin gáfum það til minningar um
feður okkar beggja, sem báðir
höfðu drakknað og um son okkar
sem einnig hafði drakknað."
Coot kom til Hafnarfjarðar 5.
mars 1905 og i blaðinu ísafold
segir svo daginn eftir: „Hingað
kom í gær frá Aberdeen eftir fjög-
urra og hálfs dags ferð botnvörpu-
skipið Coot (Blesönd), um 140
smálestir brúttó, keypt af Arnbirni
Ólafssyni vitaverði til handa þeim
félögum, honum og Bimi kaup-
manni Kristjánssyni, Einari kaup-
manni Þorgilssyni Oseyri, Indriða
skipstjóra Gottsveinssyni og Guð-
mundi trésmiði Þórðarsyni frá
Hálsi. Skipinu fylgja 3 botnvörpur.
Það siglir 10 mílur á vöku með 4
hestafla vél. Því á að halda út
Litlu módelin eru erfiðari,
en fallegri
Jú,ég hef valið þá leið að smíða
módelin mjög lítil, en mér fínnst
þau fallegri þannig. Ég hef einnig
fengist við stærri módel, unnið að
endurbyggingu skemmdra módela
fyrir Sjóminjasafnið, m.a. gufuvél
og einn stóran árabát byggði ég
upp að nýju. Það er óhemju nostur
við módelsmíðina, maður þarf að
gera hluti aftur og aftur.
Smíðaverkstæðið mitt hefur verið
eldhúsborðið hjá konunni minni og
stundum hefur hún verið hrædd
um að fá málmsvarf í matinn, en
allt hefur þetta sloppið. Það
skemmtilegasta við módelsmíðina
er sköpunin, að fínna ákveðinn
hlut mótast í höndunum á manni.
Það er sagt að skip séu einu
hlutimir sem fólk líti á eins og
mannverar og vissulega finnur
maður til með skipum. Ég hef
alltaf haft áhuga á skipum frá
blautu barnsbeini, enda
sjómannssonur og alinn upp við
sjó. Það hefur verið mér hrein
lífsnautn að sjá þessi skip mótast
og verða til. Það erfiðasta í þessu
er að vinna smástykkin, blakkir,
spilin og allt þetta smæsta, en ég
hef smfðað allt í skipunum við
heldur framstæð skilyrði. Að vísu
lét ég renna fyrir mig í kopar
möstrin í litlu módelin, sá mér
ekki annað fært i svona litlum
módelum, því trémöstur hefðu
verið svo brothætt í þessari stærð,
en allt annað hef ég smíðað.
Hvað næst? Ég geri eitthvað og
líklega fer ég út í það að smíða
módel af franskri skonnortu, eins
og þeim sem reru frá Normandí.
í þessa iðju mína hef ég gripið í
gegn um tíðina inn á milli anna
við störf að félagsmálum, nema á
lokasprettunum þegar ég hef
hnykkt á með samfelldari vinnu,
en þær era ófáar ánægjustundimar
sem ég hef átt við skipasmíðina.“
Neftid skipuð
til að endur-
skoða út-
varpslögin
MenntamAlaráðherra hefíir
skipað nefiid til þess að endur-
skoða núgildandi útvarpslög og
er þess óskað að nefndin skili
tillögum sinum í frumvarps-
formi ásamt greinargerð.
Er nefndinni falið að taka í
starfí sínu tillit til lokaálits
útvarpslaganefndar dags. 8. októ-
ber og þeirrar reynslu sem fengist
hefur aJf þeirri nýskipan fjölmiðla-
mála sem núgildandi útvarpslög
fela í sér.
Formaður nefndarinnar er Ög-
mmundur Jónasson en aðrir nefnd-
armenn era Eiður Guðnason al-
þingismaður, Hörður Vilhjálmsson
Úármálastjóri Ríkisútvarpsins,
Ema Indriðadóttir deildarstjóri,
Jón Óttar Rágnarsson sjónvarps-
stjóri, Helgi Guðmundsson fulltrúi
í Útvarpsréttamefnd, Magdalena
Schram blaðamaður, Þorgeir Ást-
valdsson útvarpsstjóri og Amþrúð-
ur Karlsdóttir sem jafnframt er
ritari nefndarinnar. Þá starfa með
nefndinni þau Þórhallur Arason
skrifstofustjóri í fjármálaráðu-
neytinu og Þórann J. Hafstein
deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu.
Aka einung-
is á innan-
bæjartaxta
LIMOUSINE-þjónustan hef-
ur tekið upp þá nýbreytni
að aka á innanbæj artaxta
hvert sem farið er um
landið.
Ef t.d. ferðinni er heitið til
Keflavíkur frá Reykjavík,
er greitt fyrir 50 km vega-
lengd, en ekki rakkað um
gjaldið til baka með tóman bíl.
Afgreiðslan er opin frá
klukkan 7.00 til klukkan
23.30. alla daga. Lámousine-
þjónustan hefur á boðstólum
5—9 farþega bfla og getur
jafnframt útvegað ýmsar
stærðir hópferðarbifreiða ef
óskað er.
(Úr fréttatilkynningu.)
Siglufiörður:
Vaka mót-
mælir sölu
áSR
Á FUNDI stjómar Verkalýðs-
félagsins Vöku á Siglufirði 17.
janúar sl. var eftirfarandi álykt-
un samþykkt samhljóða:
Stjóm Verkalýðsfélagsins Vöku
á Siglufírði lýsir fullri and-
stöðu við aliar hugmjmdir um end-
urvakningu sjóðakerfis í sjávarút-
vegi. Stjómin mótmælir harðlega
hugmyndum sjávarútvegsráð-
herra um að selja einkaaðilum
Síldarverksmiðjur ríkisins og
bendir á slæma reynslu af sölu
ríkisins á lagmetisiðjunni Sigló-
síld.
Stjómin skorar á ráðherra að
beita sér heldur fyrir því að Sfldar-
verksmiðjum ríkisins verði gert
kleyft að eiga og gera út eigin
skip, en sú tilhögun myndi bæta
rekstraraðstöðu fyrirtækisins
verulega".
LOKAÐ
vegna breytinga frá mánud.
20. febrúar til föstud. 24. febrúar.
í dag, sunnudag kl. 15.00-17.00 BARNA- 06 FJÖLSKYLDUBALL MEB PETER „JACKSON" Ekkert aldurstakmark - Kr. 400.-
K&É CUBA BORGARTÚNI 32 SÍMI 35355
MICHAEL JACKSON
HÁTÍÐ
MEÐ PETER „JACKSON" FRÁ HOLLANDI
'/L
ISLANDSMEISTARAREPPNII
ROKKDANSI 1980
í kvöld verður keppt til úrslita í Rokkdansi í
flokki atvinnumanna.
Aðalsteinn Ásgrímsson, Herborg Bemdsen
Rokkmeistarar 1982
Sigurvegarar hljóta glæsileg verðlaun:
3 viknaferb tilBenidorm meb Ferbaskrifttofu
Reykjavtkur.
Pörsem lenda í 2. - 3. sceti hljóta ab launum
helgarferbir meb Flugleibum.
Viðar Völundarson, Hafdís Jónsdóttir
danskennarar
Sæmundur Pálsson - eða bara Sæmi Rokk
ráða úrslitum um það hvaða par hlýtur titilinn:
ÍSLANDSMEISTARAR í ROKKDANSI
Auk þess verður boðið upp á skemmtilega dans-
sýningu ásamt því að íslandsmeistarar í flokki 13
- 16 ára sýna sigurlotuna. Keppni í þeim flokki
fer fram að deginum til kl. 15:00.
Mætum öll og hvetjum pörin til dáða, ekki hvað
síst unglingana.
Húsið opnað kl. 21:00.
verð kr. 300, og í kvöld, verð kr. 500.
jeHOLUWOOD
d
5
s
1
t
5=3
œ
!
to
FLUGLEIÐIR
REYKjAVIKUR