Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 C 37 Hvalveiðar »Ég veit ekki hvaða máli það skiptir fyrir okkur hvort hvalurinn er veiddur. Hvort við högnumst eitthvað á því eða hvaða tapi við verðum fyrir ef veið- unum verður hœtt,“ ar skoðunnar að við ættum að halda hvalveiðunum áfram, en það er að verða spuming þegar maður sér afleiðingamar." Ekki var Ólaf- ur þó viss um að það borgaði sig að láta undan umhverfisvemdars- innunum. „Það er spuming hvort þeir haldi ekki áróðrinum áfram samt sem áður. Þessir menn taka ekki rökum og vilja ekki hlusta á það sem við höfum að segja, held- ur halda alltaf fram sömu vitley- sunni. Ætli þeir viti t.d. hvað við veiddum marga hvali á síðasta ári?“ Ólafur taldi að það ætti að reyna Morgunblaflið/Ámi Sœberg Valborg Guðjónsdóttir að bjóða grænfriðungunum hing- að, en það væri svo annað hvort það myndi hafa eitthvað að segja. Treysti Halldóri Inni í Búnaðarbankanum stóð Eyjólfur Davíðsson og hlýjaði sér á kaffí í kuldanum. „Eg er hlynnt- ur veiðunum og fínnst við eigum ekkert að láta undan. Þær em harðar þessar aðgerðir grænfrið- unganna og ég veit ekki hvað gera skal, enda treysti ég Halldóri Asgrímssyni alveg fyrir þessum málum.“ Alvarlegar afleiðingar „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir fyrir okkur hvort hvalurinn er veiddur. Hvort við högnumst eitthvað á því eða hvaða tapi við verðum fyrir ef veiðunum verður hætt,“ sagði Valborg Guðjóns- dóttir. „Mér virðast hagsmunimir ekki ýkja miklir í sambandi við veiðamar sjálfar, en veit ekki hvaða máli vísindaveiðamar skipta. En afleiðingamar af aðgerðum grænfriðunga eru alvarlegar og ég er hrædd við þær. Við sjáum að við ráðum ekkert við þessa menn. Við hefðum ekki trúað þessu, en þetta er ekkert grín heldur hótanir. Svo ef það em ekki nema tiltölulega fáir menn sem hagnast á hvalveiðunum, þá fínnst mér að við eigum að hætta þeim.“ GÓÐ ÞJÓNUSTA I LUXEMBORG Til Velvakanda. að er svo oft sem kvartað er yfír því sem miður fer og það kannski ekki að ástæðulausu. En mig langar að minnast á það sem vel er gert. Ég ætlaði löngu að vera búinn að segja frá alveg frá- bærri þjónustu, sem ég og ferðafé- lagar mínir fengu hjá Bílaeigunni Lux-Viking í Lúxemborg í septem- ber síðastliðunum. Við höfum áður skipt við bíla- leigur í Lúxemborg, en þær hafa ekki komist í hálfkvisti við Lux- Viking. Ég var sóttur á hótelið þegar ég vildi fá bílinn og svo er ég skilaði honum var ég keyrður frá bílaleigunni á hótelið sem ég var á, án nokkurs endurgjalds. Við vomm fjögur saman að koma úr mánaðar ferðlagi, þar af vomm við með bílinn í tíu daga. Við vomm því með töluverðan far- angur. Eftir að við skiluðum bílnum stoppuðum við í þijá eða fjóra dag 5 Lúxemborg. f riÍ9Í'*I .ábl Þegar ég var að skila bflnum var þar íslensk stúlka, sem ég man því miður ekki nafnið á, sem keyrði mig á hótelið. Ég fór að spyija hana hvar við fengjum rúm- góðan bíl til að keyra okkur og farangurinn út á flugvöll þegar við fæmm. „Ekkert mál,“ sagði hún. „Hringdu bara í mig þegar þið ætlið að fara. Þá kem ég með stærri bíl og keyri ykkur út á flug- völl.“ Þetta stóð allt eins og stafur á bók og þegar ég ætlaði að fara að borga fyrir keyrsluna kom það ekki til mála að við fengjum að borga neitt. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning, að ég sé að auglýsa bíla- leiguna Lux-Viking vil ég geta þess að ég þekki enga, sem að bílaleigunni standa. Heldur fannst mér öll þjónustan þar svo frábær, að mér fannst sjálfsagt að það kæmi einhvers staðar fram, til að einhverir fleiri mættu njóta þess- arar góðu þjónustu. ..ii>HP.,;ÍHr; i Ktrfltui1 Ármánn Höldum í okkar siði og venjur Sigríður Kristjánsdóttir í Hafiiarfirði hringdi: Núna þegar öskudagurinn er nýliðinn langar mig til að benda á atriði sem mér finnst alltaf vera að verða meira áberandi. ís- lensk böm em farin að tileinka sér bandarískan sið, þ.e. stunda sömu iðju á öskudag og bandarísk böm á Halloween-daginn. Þann dag ganga börnin í hús, syngja og biðja um sælgæti eða þau hrekkja fólk. Ég vil minna foreldra á að reyna að halda íslenska siðnum, að hengja öskupoka í fólk og slá köttinn úr tunnunni. Ég varð vör við það, að á öskudag gengu íslensk börn í hús, sungu og sögðu svo „Viltu gefa mér nammi eða á ég að hrekkja þig?“ Mér fínnst óþarfi að við séum að taka upp þenn- an bandaríska sið og finnst miklu nær að við höldum okkar hefðum. I Ekki síst þar sem hér virðist vera Gósenland Karíusar og Baktusar, og held ég að á það sé ekki bætandi. „Hlæjandi ráðherrar“ Osköp er furðulegt að sjá íslensku ráðherrana birtast á sjónvarpsskerminum hlæjandi og flissandi (ekki alla) á sama tfma og þeir em að ræða um íslenskt þjóðargjaldþrot, skatttaáþján, gengisfellingu og yfírvofandi at- vinnuleysi. Kannski geta þeir hlegið því þeir era allir hálaunafólk. í fyrra raupuðu þessir sömu ráða- menn um hve vel þeir stjómuðu landinu. Verðbólgan niður, næg atvinna og stöðugt gengi. En nú er annað uppi á teningnum. Al- þingiskona, fulltrúi verkalýðsins, sagði í fjölmiðlum að það ætti ekki að spara peninga við alþingismenn. Þeir ættu ekki að búa í kytram eða borða í pylsuvögnum þegar þeir ferðuðust í útlöndum. Einhver spyr, er slíkt kannski bara fullgott fyrir verkalýð og námsmenn? Vom ein- hveijir að tala um sirkusinn við Austurvöll? Kjósandi Okkar mál Sigrún hringdi: Eg er sammála þeim sem skrif- aði í Velvakanda og sagði að við ættum að hætta að skipta við Þjóðveija. Og ég veit að það em fleiri á sama máli. Þessir menn sem em að reka áróður gegn hvalveiðum okkar em líka famir að rægja Flug- leiðir. Hvað kemur þeim við þó við veiðum hvali, sem éta heilan hell- ing. Það er líka alltof mikið af þeim h&’vÍ0í1iérai8.v 1 * 2 vikur, brottför 23. mars. Besta fáanleg gisting, íbúðir eða hótel. Verð frá kr. 31.070,-* fyrir manninn. (Verðmiðaðvið2fuiiorðna og 2 börn, 2-12 ára, iíbúð.) Hótel Pulitzer 23/3-27/3-5 dagar Verð í tvíbýli kr.25,970,-* 22/3-28/3 - 7 dagar Verð í tvíbýli kr. 29.730,-* 10ND0N 23/3-27/3-5 dagar Hótei Kenilworth Verð í tvíbýli kr. 26.660,-* Y-Hótel Verð í tvíbýli kr. 25.440,-* HAMBORC 23/3-30/3-8 dagar Hótel Reichshof Verð í tvíbýli kr. 34.200,-* Innifalið í verði erflug, gisting og morgunverður. NEWYORK 23/3-28/3 - 6 dagar Hótel Lexíngton Verð ítvíbýii kr. 32.230,-* FIORIDA í FCBRÚAR 23.febrúar-5. mars 3 nætur í Orlando - 7 nætur í St. Petersburg Verðfrá kr. 34.980,-* (Miðast við 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð.) DROTTNINGARAFMÆLIÐ í HOLLANDI í APRÍL skartar sínu fegursta í tilefni afmælis drottningar sinnar, blóm, fjör og „karnival“-stemmning. 27. apríl - 1. maí Hótel Víctoría Verð í tvíbýli kr. 34.150,-* InnifBlið flug, gisting, morgunveröur, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Verð miðað við staðgreiðslu, gengi og flugfargjöld 1. febrúar '89. Fádu allar nánari upplýsingar hjá okkur - vid veitum pér góda og örugga pjónustu. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16, Reykjavík, sími 621490

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.