Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 38
38 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
ÆSKUMYNDIN...
ER AF DANFRÍÐISKARPHÉÐINSDÓTTUR ALÞINGISKONU
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFURK. MAGNÚSSON
Ekki svo slæmt íþað skiptið
„Ég var ellefu eða tólf ára þegar myndin var tekin og
leið ágætlega í þetta skiptið. En ég hef aldrei verið mik-
ið fyrir Ijósmyndara," segir Danfríður nú, tæpum aldar-
fjórðungi síðar og bætir því við að trúlega hafi hún mjög
Irtið hugsað um jafnréttismál á þessum árum.
Snuðinu
fórnaö
fyrir
skólann
Á sínum yngri árum barð-
ist hún fyrir því að að bræð-
ur hennar tveir gerðu hús-
verkin til jafiis á við systur
sínar. Hún var metnaðar-
gjarnt, stillt og prútt barn,
formaður þingflokks
Kvennalistans, Danfríður
Skarphéðinsdóttir. En eng-
an af hennar nánustu grun-
aði, að hún ætti eftir að setj-
ast á Alþingi, því hún var
mjög feimin og hafði sig lítt
í frammi.
Danfríður er fædd í Reykjavík
3. mars 1953, dóttir hjónanna
Ágústu Guðjónsdóttur húsmóður
og Skarphéðins Kristjánssonar,
sem starfaði hjá SÍS en er nú lát-
inn. Bamahópurinn var stór og
er Danfríður yngst þriggja systra,
Ingibjargar og Lóu. Þá em tveir
yngri bræður, Guðjón og Kristján.
Systkinin ólust upp í Sólheimunum
í Reykjavík og gengu í Voga—
skóla.„Danní var námfús og gerði
allt sem henni var uppálagt, fljótt
og vel,“ segir Kristln Kristjáns-
dóttir, föðursystir Danfríðar. „Hún
var fljót að átta sig á hlutunum,
sjálfstæð og ábyggileg. Hún varð
mjög snemma læs og lærði lestur
án þess að henni væri kenndur
stafur. Þegar móðir hennar hélt
að hún væri að skoða bækur, var
hún að æfa sig í lestri og varð
fljótt fluglæs af sjálfsdáðum."
Lóa, eldri systir Danfríðar, seg-
ir hana hafa lært að lesa yfir öxl-
ina á móður sinni, þegar hún var
að kenna Lóu lestur. Þá var
Danfríður fimm ára. „Þegar í ljós
kom að hún var læs, var ætlunin
að láta hana byija í skóla ári á
undan þó af því yrði ekki. En áður
en það varð ljóst, dreif Danfríður
sig í að hætta með snuð, því hún
vildi ekki vera með það í skólan-
um.“
í skólanum þótti Danfríði gam-
an að vera, að sögn Lóu. Henni
þótti gaman að læra og var svo
samviskusöm, að hún gat aldrei
átt neitt óklárað. Og það fór lítið
fyrir henni. „Við systumar þóttum
mjög ólíkar," segir Lóa.
Danfríður var virk í skátahreyf-
ingunni og átti þar marga vini.
Þá lærði hún á píanó og minnist
Kristján bróðir hennar fingraæf-
inganna, ekki að góðu. „Hún var
svo samviskusöm að hún gerði það
sem henni var sett fyrir. Glamrið
fór oft í taugamar á mér, sem
vildi miklu heldur hlusta á bítla-
lög.“
Áþjóöhátíð fyrir
þrjátíu árum
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní,
skipar ávallt veglegan sess í
hjörtum þjóðarinnar. Þegar vel
viðrar er jafnan almenn
þáttaka í hátíðarhöldun-
um og hefur svo verið
þegar þessar myndir
vom teknar, árið 1951.
Af myndunum má
ráða að hátíðarhöld á
17. júní hafa ekki tekið
svo ýkja miklum breyt-
ingum frá því þær voru teknar
fyrir tæpum þrjátíu ámm. Fólk
hefur safnast fyrir á Arnarhóli o|
á nærliggjandi stöðum í mið
bænum, blómsveigur var lagður ;
styttu Jóns Sigurðsson-
ar á Austurvelli, útskrifl
nýstúdenta setti svif
sinn á daginn og Fjall
konan var á sínum stað
íþróttakeppni var háð i
gamla Melavellinum, er
er nú háð í Laugardal
Að öðm leyti er flesl
óbreytt eins og sjá má, nema el
til vill fatatískan.
Nýstúdentar
í garði Alþingishússins.
STARFIÐ
BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON SNJÓRUÐNINGSMAÐUR.
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
PLATAN
A FÓNINVM
Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson
Brynjólfur Magnússon
RauÖargötur
MEÐ blikkandi ljósum koma þeir
út úr sqjókófinu og brúnin á lang-
þreyttum bílstjórum léttist. Bryi\j-
ólfúr Magnússon hefúr í átta ár
unnið við snjómokstur á götum
Reykjavíkurborgar og unir sér vel
í ófærðinni.
Snjómoksturinn er unninn eftir
ákveðnu kerfí og hefur hver
bílstjóri sitt svæði. En þegar snjó-
koma er mikil og ófærð, þá er einung-
is hugsað um að halda aðalgötum
opnum, og eru þær nefndar „rauðar
götur“. Biynjólfur vinnur á vöktum
og byijar fyrri vaktin klukkan fjögur
að morgni, en stundum er þó unnið
allan sólarhringinn þegar sá gállinn
er á veðurguðum.
Ófærðin ágæt
Flestir, sem í þessu starfi eru,
hafa langa reynslu að baki sem
bílstjórar og eru margir þeirra „bíla-
tækjadellumenn" eins og Brynjólfur
segir. Það ánægjulegasta við starfið
er að sjálfsögðu snjórinn, og skemmt-
ir Brynjólfur sér oft í laumi við að
horfa á aðfarir ökumanna í ófærð-
inni. En illa útbúnir bílar hijá hann
mest, því þeir þvælast fyrir og koma
oft í veg fyrir að hann geti unnið
starf sitt. í snjóleysinu er svo unnið
við að flytja fyllingarefni og annað
sem til fellur.
Þetta sögóu
þauþá . . .
■ Ingólfur
I Margeirsson
1 ■ ritatjóri
■ Alþýðublaðsins.
Bókatíðindi
Og svo eru nú blikur á lofti í
bókmenntaheiminum: Hrafn
Gunnlaugsson hefur lokið við að
semja skáldsögu, þá fyrstu af
mörgum, og vinnur nú að snörun
hennar fyfir á enska tungu og
þýzka, svo og sænska. Unnendum
fagra lista skal það látið uppi-
skátt að á komandi vetri verður
fyrra kíló sögunnar gefið út í
handhægum rúllum hjá forlagi
KOTKA í Finnlandi."
Ingólfur Margeirsson í Skófoblaði
MR 42. árg, 1966, l.tbl.
Jóna Við-
arsdóttir
fjármála-
stjóri.
Kristín
Bragadóttir
bókasafns-
fræðingur
Eg er reyndar með bók núna í
láni á náttborðinu. Það er bók-
in hennar Bryndísar Schram. Þetta
er skemmtileg bók og myndirnar
ekki síðri.“
Eg var að hlusta á plötu með
sænska þverflautuleikaranum
Gunillu von Bahr þar sem hún leik-
ur ýmis verk og brot úr verkum
eftir Vivaldi."
Gissur
Guð-
mundsson
ellilífeyrisþegi
Björn
Matthíasson
hagfræðingur
Mest les ég bókmenntir um
spíritisma og annað þess hátt-
ar. Einnig bækur um hollefni og
heilsurækt. Gríp stundum í bók um
spilakapla. Núna er ég að lesa
Heilsuhrínginn. “
Nýlega setti ég á íslensku djass-
plötuna Hinsegin blús og þar
á undan hlustaði ég á bandaríska
djasstrompetleikarann Wynton
Marsalis á plötunni Hothouse flow-
ers.“
MYNDIN
í TÆKINV
Hilmar
Björnsson
íþróttakennari
Eg bara man ekki hvað hún
hét, það var einhver vestri. Ég nota
myndbandstækið mjög lítið, það er
alveg nóg að reyna að fylgjast með
á báðum sjónvarpsstöðvunum.“
A
Eg nota myndbandstækið mest
til að horfa á uppfærslur á
óperum og síðast horfði ég á Ævin-
týri Hoffmanns með Placido Dom-
ingo í aðalhlutverkinu. Það var
mjög góð uppfærsla.“