Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 39
______ -lAEI/IAS aiaAJaviuoflOM
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
0' se
C 39
SÍMTALID...
ER VIÐ ÁGÚST GEIRSSONSÍMSTJÓRA OG RITSTIÓRA
SÍMASKRÁRINNAR
Málhreinsun
26000 Póstur og sími.
— Góðan daginn, gæti ég feng-
ið að tala við ritstjóra símaskrár-
innar?
Jú andartak.
Já.
— Komdu sæll Ágúst, Kristín
Maija Baldursdóttir heiti ég,
blaðamaður á Morgunblaðinu. Mig
langaði aðeins að spjalla við þig
um símaskrána?
Það er alveg velkomið.
— Hvað tekur langan tíma að
ganga frá einni símaskrá, og
hvernig gengur þetta fyrir sig?
Það tekur nú allt árið. Á hvetj-
um vinnudegi eru breytingar og
ný númer færð inn í símaskrártölv-
una og þær upplýsingar fara strax
til þeirra sem vinna í 03. Fimm
starfsmenn vinna reglulega við
símaskrána og sjá um daglegar
færslur og breytingar og í upplýs-
ingum vinna svo rúmlega 20 stúlk-
ur. Þar eru tólf tölvuskjáir sem
tengdir eru við símaskrána og allt
sem sett er í tölvuna er tilbúið til
setningar í prentsmiðjunni.
— Er þetta ekki frekar „þurrt"
starf?
Þetta er nú hluta-
starf hjá mér, ég er
fyrst og fremst
símstjóri í Reykjavík.
Það er svona hliðar-
starf að sjá um
útgáfu símaskrár-
innar og vera rit-
stjóri hennar.
— Ætli þetta sé
mest lesna bókin á
íslandi?
Ég geri ráð fyrir
því og við verðum
með hana núna í 150
þúsund eintökum.
— Þú rekst senni-
lega oft á sérkenni-
leg nöfn?
Það er nú eitt af
því sem við höfum
þurft að glíma við í
sambandi við útgáfu skrárinnar.
Við höfum streist á móti alls konar
erlendum nöfnum sem verslanir,
veitingahús og fyrirtæki hafa vilj-
að fá í skrána. En ef þau eru firma-
skráð þá getum við ekki neitað
þeim.
— Er ekki eðlilegra að þafa
íslensk nöfn á íslenskum fyrirtækj-
um?
Mér finnst það bara sjálfsögð
krafa, auk þess sem gert er ráð
fyrir því í lögum. En ég minnist
þess þegar Keiluhöllin við
Óskjuhlíð var opnuð, þá vildi for-
ráðmaður hennar kalla hana Bow-
linghöllina í íslensku símaskránni,
sem við ekki vildum. En þá kom
hann með íslenska nafnið og lýsti
því yfir skömmu síðar að hann
væri sérstaklega ánægður með það
nafn.
— Svona getur það verið.
Já þetta er svona málhreinsun-
arstefna, ég erfði hana frá forvera
mínum.
— En svona í gamni, hvert er
áhugamál ritstjórans?
Ég er golfáhugamaður, spila
mikið golf með minni konu og
geri það eins oft og
ég get.
— Þú spilar nú
ekki mikið núna í
þessari tíð?
Það er nú ekki
meira en rúmur
mánuður síðan. ég
spilaði síðast golf.
— Nú jæja, bara
í kafsnjó?
Nei nei, það var
alveg autt eftir ára-
mótin upp á Korp-
úlfsstöðum og fjöldi
manns að spila.
— Ja þú segir
nokkuð. En nú ætla
ég ekki að tefja þig
lengur, ég þakka þér
bara kærlega fyrir
rabbið.
Jú það var lítið.
Ágúst Geirsson
símstjóri.
komst i m.inr
hlaupsins og
tvivegis undir
AfW*
ItIma
.rril nl.rtii
■lunlllT nn«'.
„ Uu meir.
rt. "
im *n.um^«*
„ \\ 46.W •*
nl hV*, mK*
in*.
Vl*.n*» "
,1 1«»*«
j •»•*'*'
Ch*'ir* 1
• *f'‘-
l hýá Biarna
mn nictTö Bi.m' b®1'
■*r ,r*m LrtTt-im
bettl .pyrw «* h.,uv»t.«r"l
túmW" h^t«*r.n*vJ
kr-’S-J“si,r=."2
-jsjsias
400 metra
TZS b-A'
p
sckúndum
Hann hvarf jafn snögglega og
hann kom þetta náttúrubarn
sem enginn hafði roð við á hlaupa-
brautinni. Stundum kom hann
beint af sjónum í keppni, en var
samt sigursæll og setti ný met.
Þetta var Bjarni Stefánsson sem
sennilega hefði skipað sér í röð
fremstu spretthlaupara heims hefði
hann fengið þá þjálfun sem jafnok-
ar hans fengu, og fá nú.
Að sögn manna æfði Bjami ekki
mikið, var á línubáti á sumrin og
kom stundum beint af sjónum í
hlaupin, en náði engu að síður góð-
um árangri. „Að öðrum ólöstuðum
var hann besti fijálsíþróttamaður-
inn í byijun 8. áratugarins, og auk
þess var hann skemmtilegur fé-
lagi, og laus við allt stærilæti,“
HVAR
ERU ÞAV
NÚ?
BIARNISTEFÁNSSON
SPRETTHLAUPARI
• •
Onnum
kafinn
jyrir
austan
sögðu menn sem fylgst höfðu með
Bjarna.
Á Ólympíuleikunum í Miinchen
1972 sýndi hann glæsilegan árang-
ur í 400 metra hlaupi þegar hann
setti íslandsmet sem stóð i 12 ár,
og mátti þá lesa eftirfarandi um
hann í blöðunum: „Bjarni er geysi-
legt hlauparaefni og þessi rúmlega
tvítugi menntaskólanemi gæti enn
bætt árangur sinn veruléga, nyti
hann leiðsagnar bestu þjálfara sem
nú eru uppi í veröldinni.“
Bæjarstjóri
En tíðarandinn var annar þá en
nú og menn ekki beinlínis hvattir
til að leggjá allt í sölurnar fyrir
frama á íþróttabrautinni. Bjarni
tók aftur þátt í Ólympíuleikunum
1976 en hætti fljótlega eftir það
aðeins 26 ára gamall, en þá var
hann í lögfræðinámi í Háskólanum
og kominn með fjölskyldu.
Hann fluttist til Eskifjarðar ’83,
árið sem hann útskrifaðist, og
starfaði fyrst í þijú ár sem fulltrúi
sýslumanns, en tók síðan við stöðu
bæjarstjóra. Þar býr hann nú ásamt
konu sinni, sem er forstöðumaður
leikskólans, og dóttur og unir sér
vel. Starf hans er annasamt, en
lifandi og skapandi, þannig að lítill
tími er til að láta sér leiðast. „Ef
leiðinleg atvik koma upp þá er
maður fljótur að gleyma þeim í
öllu amstrinu. En þetta er sólar-
hringsstarf, ef maður er ekki að
vinna það, þá er maður að hugsá
um það, nú og svo eru menn að
gauka að manni góðum ráðum þess
á milli,“ sagði Bjami.
Þau hjónin eru bæði Reykvíking-
ar og segjast stundum sakna eins
og annars úr höfuðborginni, „en
þegar við erum komin í bæinn, þá
gerum við lítið af öllu því sem átti
að gera fyrir sunnan. Og þannig
var það reyndar einnig meðan við
bjuggum þar! *
í körfúbolta
Bjarni segist ekki neita því að
fiðringur fari um hann þegar hann
horfi á alla kappana í sjónvarpinu,
og vissulega væri hann tilbúinn til
að endurtaka þetta allt saman, því
íþróttirnar hefðu verið mikil lífsfyll-
ing.
Það er lítið um spretthlaup hjá
Bjarna núna, en hins vegar hleypur
Bæjarstjórinn
Spretthlauparinn er ánægður
með starf sitt sem er annasamt,
en lifandi og skapandi.
hann úti þegar tími gefst, og það
sem meira er, kominn á kaf í körfu-
boltann!
„Körfuboltinn er mjög merkileg
menningarstarfsemi hér. Við erum
hérna „old boys“ sem æfum saman
og keppum við strákana uppi á
Héraði, og eftir leiki er svo kakó
og pönnukökur með ijóma. Til að
vera gjaldgengur í þessum menn-
ingarhópi verða menn helst að
standast „120 regluna" sem er
samanlagður aldur og líkams-
þyngd.“
Hvort Bjarni muni áfram stunda
körfubolta á Eskifirði verður tíminn
að leiða i ljós.