Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 40

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 ORKUKLÚBBUR POLARIS - HEILSUBÓT í SUMARLEYFINU Sumarleyfið er kjörið tækifæri til þess að byggja upp sál og líkama. Orkuklúbbur Polaris er starfræktur í fyrsta sinn nú í sumar. Par verða á dagskrá íþróttir og heilsurækt aföllutagiog við allrahæfi. Leiðbeinendur eru þau Erla Rafnsdóttir og Magnús Teitsson. Ibiza er staðurinn fyrir allt það fólk sem vill hressa upp á líkamann og koma endurnýjað heim. STÓRKOSTLEG BAÐSTRÖNO SVALANDI HAFGOLA Gististaðir Polaris eru allir staðsettir við sjóinn, á hinni rómuðu Bossaströnd - Playa d’en Bossa. Þar er allt til alls, veitingastaðir, diskótek, iðandi mannlíf, vatnsrennibrautir, stór- kostleg líkamsræktaraðstaða og svalandi hafgola sem dregur úr mestu sumarhitunum. Líttu inn hjá okkurog fáðu bækling með öllum nánari upplýsingum. Þú geturlíka fengið skemmtilega kynningarmynd með þér heim. FERÐASKRIFSTOFA KIRKJUTORGI4 SÍMI 622 011 VISA farkort til ferðalagsins. UlHUIUHIlHtHIHIHHHmm -Etf/a tfjfy/dííÍHVl/- SÓLARORKA OG SKRAUTLEGT MANNLÍF A hverju sumri streymir fólk á öllum aldri til Ibiza, nýtur hinnar einstöku veðurblíðu eyjarinnar og tekur þátt í fjölskrúðugu mannlífinu. Á Ibiza kann fólk að njóta lífsins til hins ýtrasta. BAKÞANKAR ífréttum var þetta helst Það er nú aldeilis hvað fólk er orðið leitt á ráðamönnum þjóðarinnar. Fyrir vikið eru allir orðnir ópólitiskir. Okkur er orð- ið hundsama í hvaða flokki hver er, bara að guð gefi okkur einn fréttatíma án þess að þurfa að hlusta á við- tal við eina eða fleiri mannvits- brekkur lands- kjörnar. Svo eru þeir orðnir svo likir í útliti. Stertir, stertilegir, ekki sterkir sterkleg- ir, ef það skyldi verða prentvilla. Að visu eru þeir sterklegir, hávaxnir og allir tiltölulega myndarlegir menn í sjón, miðað við hvað það er erfitt að vera íslendingur og maturinn dýr. Enda ekki sá fréttatími í sjón- varpi, að það sé ekki mynd af þeim í ráðherrabústaðnum, eða rúgbrauðsgerðinni að éta. Yfirleitt eru þeir með kaffi og með því. Eða þeir eru með smekklega dékoreruð kaffihlað- borð eins og í leiðinlegri ferm- ingarveislunum. Fastur liður eins og venjulega í fréttunum er eitthvað á þessa leið: Stjórnmálamaður A eða B eða G eða D eða S stígur útúr bifreið á fjórum hjólum með stýri og púströri. Hann er i enskum rykfrakka með Bur- berry-trefil. Auðvitað ætti hann og starfsbræður hans allir að vera með Álafosstrefla, íslenska álafosstrefla á islenska flokksformannahálsa. Þessa vélsaumuðu með engu kögri úr þeli og togi sem Rúss- arnir slást um. Áfram með fréttamyndina daglegu. Stertilegi stjórnmála- maðurinn skellir bílhurðinni ekki of fast og stikar hröðum en ákveðnum skrefum (í skóm númer fjörutíu og sjö yfirleitt) upp tröppur. Byijar i tröppu númer tvö að losa um rykfrak- kann svo hann flaksi kæruleys- islega á heimsmannsvísu, þegar hann snarast innúr dyrunum á, segjum ráðherrabústaðnum. Jafnframt fær maður betur að sjá hvaða fóður er í frakkanum. Það kemst enginn langt sem er i vattfóðruðu, hvað þá gæru- fóðruðu. Svo kemur nákvæm skýrsla í myndinni þegar hann fer úr frakkanum og hengir hann upp á þartilgerðan snaga. Opnar hvatskeytlega dyr og við erum stödd í hápunkti myndarinnar: Við blasir herbergi fullt af hæg- indastólum með ráðherrum og flokksleiðtogum sitjandisk, eins og Málfríður Einarsdóttir ríthöf- undur tók til orða. Þeir fylla út i þessa gömlu stóla sem voru smiðaðir undir smávaxnari leiðtoga sem í bernsku höfðu ekki annað að borða en stöku sauðskinnsskó. Þarna sitja sumsé stór- skornu ráðherrarnir og flokks- leiðtogarnir í litlu stólunum, sumir í hláturskasti, aðrir í miðjum brandara, afgangurinn með túlann fullan af ijóma- pönsum. Hvað er verið að sýna okkur? Að flokksleiðtoginn sem i það og það skiptið er í aðalhlutverk- inu sé lifandi? Að hann og hin- ir leiðtogarnir séu í góðu ástandi líkamlega, ekki með gubbupest- ina og á allan hátt viðræðuhæf- ir og jafn traustvekjandi og þeir voru í gærkvöldi? Það er ekki verið að sýna okkur neitt. Og það er ekki þessum fótó- genu ráðamönnum einum um að kenna hvað þeir eru alltaf í sviðsljósinu á óviðkunnanlegan og ópólitískan hátt. Sökin er að mestu leyti hjá fréttafólki sem fréttir ósköp lítið. Bara allt gott þakka þér fyrir. 1111111 > • II tf ftl I • III eftir Sigríði Halldórsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.