Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 1
ÚITLUTNINGUR: Tæknivörum fyrir sjávarútveg vegnar vel í N—Ameríku/4 FJÁRMÁL: Er íslenska neðanjarðarhagkerfið dautt?/6 VIÐSHPn MVDÍNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 BLAÐ B Sjávarútvegur Verðmæti loðnuafurða 5,5 milljarðar króna ÍSLENSKU fiskimjölsverksmiðjumar framleiddu loðnumjöl fyrir um 4 milljarða króna og loðnulýsi fyrir um 1,5 miHjarða króna á vertíðinni sem nú er að ljúka, að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Loðnukvóti íslensku skipanna var 922.000 tonn en þau lönduðu 57.000 tonnum erlendis, þar af 31.000 tonnum í Færeyjum. Af þeim 865.000 tonnum, sem landað var hérlend- is, voru framleidd 145 til 150 þúsund tonn af mjöli, sem er svipað magn og á síðustu vertíð. Framleidd voru rúmlega 70.000 tonn af lýsi, eða 15 til 20 þúsund tonnum minna en í fyrra. Loðnuverksmiðja Hraðfrystihúss Eskifjarðar hefur tekið á móti mestu magni á vertíðinni, eða um 95.000 tonnum. Síldarvinnslan á Neskaup- stað hefur tekið á móti tæplega 90.000 tonnum, Síldarverksmiðjur ríkisins á Seyðisfirði tæplega 80.000 tonnum, SR á Siglufirði rúmlega 70.000 tonnum og Fiskimjölsverk- smiðjan í Vestmannaeyjum um 70.000 tonnum. „Islensku verksmiðjumar greiddu um 3.300 krónur fyrir tonnið af loðnu í vertíðarbytjun en þegar veiðar drógust kom spenna í verðin og þau hækkuðu fljótt upp í 4.000 krónur og þar yfir,“ sagði Jón Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að meðalhráefnisverð á vertíð- inni hefði verið um 4.000 krónur fyrir tonnið en 2.300 til 2.400 krón- ur á síðustu vertíð. „Mjölverð hækkaði jafnt og þétt árið 1987 og tók góðan kipp á vor- dögum 1988,“ sagði Jón. „Verðið á prótíneiningunni fór á skömmum tíma úr um 7,50 Bandaríkjadölum í 9,80 dali. Verðið náði hámarki í júní og júlí en hefur síðan farið lækk- andi. Nú er það um 8,50 dalir fyrir prótíneininguna, eða um 31.000 krónur fyrir tonnið. Verðið á lýsi var lengi um 200 dalir fyrir tonnið en það fór hækk- andi seinni hluta ársins 1987 og var um 350 dalir um áramót 1987 og 1988. Verðið rauk svo upp í um 480 dali í júní síðastliðnum en féll strax aftur í um 100 dali. Síðan hefur verð- ið sigið og er nú komið í 220 til 230 dali fyrir tonnið, eða tæplega 12.000 krónur," sagði Jón. Hann sagði að árið 1988 hefðu verið seld samtals 172.424 tonn tonn af mjöli, þar af 40.452 tonn til Bret- lands, 37.562 til Póllands, 18.505 til Finnlands og 14.108 til Frakklands. Seld hefðu verið samtals 87.294 tonn af lýsi í fyrra, þar af 41.873 tonn til Noregs, 16.409 til Hollands, 16.278 til Bretlands og 4.322 tií Vestur-Þýskalands. Útflutningur Ungveijar vilja aukin viðskipti UNGVERJAR hafa látið í ljós stór- aukinn áhuga á að auka viðskipti sín við íslendinga. Samingar um að Virkir hf. taki þátt í hitaveitu- framkvæmdum í 60 þúsund manna borg í Ungveijalandi munu vera langt komnir samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Þá eru komn- ar fram mjög ákveðnar hugmynd- ir um þátttöku íslendinga í bygg- ingu 2-3 hótela í Ungverjalandi þar sem íslendingar gætu m.a. nýtt sér reynslu sína í nýtingu jarðvarma. Þessar hugmyndir hafa m.a. verið ræddar hjá Norræna fjárfestingar- bankanum sem sýnt hefur áhuga á að ijármagna þær hótelbyggingar sem hér um ræðir ásamt öðrum er- lendum banka. í tengslum við ung- versku menningar- og viðskiptavik- una hafa Ungveijar jafnframt boðið íslenskum stjórnvöidum að ísland verði heiðursland á stórri vöru- og viðskiptasýningu sem haldin verður í Búdapest næsta sumar. Sjá nánar bls. 10 Þróun mjölverös jan.*88 til mars ’89 700...... Doilar/ Helmsmarkaös- ~~t tonn verö á m|öll 500H 400- 300- JFMAMJJÁSONDJFM Þróun lýslsverös jan,’88 til mars '89 D.^*r' Helmsmarkaös- ÍL pVerö á Isl. lýsl ,pnn veröálýsl /V I . 300- 200- 100 : 0* 1111 1 11 ... jfmamjjAsondjfm Landsbankinn býr vel um hnútana í veróbréfaviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land allt býður Lands- bankinn örugg yerðbréf i mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Banka- bréf Landsbankans eru þar á meðal en þau eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á, einnig seljum við og innleysum spariskírteini ríkissjóðs. í Verðbréfaviðskiptum, Lauga- vegi 7, býðst viðskiptamönnum ennfremur fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréf- um og innlánsreikningum. Þér er óliætt að treysta verð- bréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. \ferÓbréfavÍÓskÍptí Landsbankans Laugavegi 7, sími 606380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.