Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989
... , ... .... f í íl 1* ’>. «1 ... r . , - . .
MINOLTA
LJÓSRITUNARVÉLAR
NETTAR, UTLAR OG LETTAR
D-10
Lltll, einföld og því traust. Fyiirtak á skriftioröið!
Sú ódýrasta á markaðnum.
og
D-100
Japönsk snilldartiönnun, þýsk ending
nákvæmni. Lágt verð og rekstarkostnaður.
MINOLTA EP 50
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra aika,
hágæðaprerrtun og hagkvaamni i rekstri.
E
KJARAN
SlÐUMÚLA 14-108 REYKJAVÍK - SlMI 91-83022
Tölvur
Apple
í ólgnsjó
APPLE, tölvufyrirtækið bandaríska, hefur orðið fyrir nokkrum
skakkafollum undanfarið. Sú ákvörðun forráðamanna fyrirtækisins
að hækka verðið á vörum þess síðastliðið haust virðist ekki hafa
skilað tilætluðum árangri og fælt fleiri kaupendur frá en gert var
ráð fyrir. Þá veðjuðu þeir einnig á að áfram yrði skortur á minn-
iskubbum í tölvur en nú virðist vera að rætast úr honum.
upp. í ágúst síðastliðnum tilkynnti
John Sculley, forstjóri Apple, um
Vöxtur fyrirtækisins hefur verið
ævintýri líkastur allt frá stofnun á
síðasta áratug og ekkert dregið úr
honum þótt annar stofnandi fyrir-
tækisins, Steven Jobs, hyrfi frá því
árið 1983. Síðan hafa tekjur fyrir-
tækisins íjórfaldast, einkum vegna
þess hversu vel sala á Macintosh
tölvum hefur gengið.
Endurskipulagning
Síðustu mánuði hefur hagnaður
af rekstri fyrirtækisins hins vegar
farið minnkandi og nokkrir af
æðstu stjómendum þess hafa sagt
MEIRI ÞJÓNUSTA
FYRIR BETRA VERÐ
Þjónusta Tollvörugeymslunnar
við innflytjendur
Tollvörugeymslan býður þér sérstaka
þjónustu í sambandi við innflutning.
Þjónustan felst í umsjón og aðstoð, sem
getur sparað þér bæði tíma og peninga.
Helstu atriði þjónustunnar eru eftirfarandi:
Gerð tollskýrslu
Starfsfólk okkar gengur frá tollskjölum og aðstoðar
þig við að koma skjölunum til réttrar afgreiðslu
Flutningur vörunnar
Tollvörugeymslan sœkir innflutningsvöruna og sér
um heimsendingu hennar eða geymslu, eftir því sem
hentar þér best.
Umsjón og umstang
Starfsfólk okkar sþarar þér sþorin og léttir
fyrirhöfnina í sambandi við innflutninginn.
Talið við starfsmenn okkar og kynnið ykkur hvemig
þeir geta orðið ykkur að sem bestu liði.
Hæfíleg þóknun - betra verð
Þjónusta okkar er ætluð öllum innflytjendum, jafnt
þeim sem hafa geymslu í Tollvörugeymslunni ogþeim
sem flytja inn beint.
Þóknun fyrir þjónustuna er stillt í hóf.
Grunngjald við tollskýrslugerð er t.d. aðeins kr. 635,-
sem er töluvert lœgra en gengur og'gerist.
Kynnið ykkur sérþjónustu
Tollvörugeymslunnar.
Starfsfólk okkar veitir allar frekari
upplýsingar í síma 83411,
eða á staðnum.
TOLLVÖRU
GEYMSLAN
Héðinsgötu 1-3
Laugamesi
S: 83411
endurskipulagningu á æðstu stjórn
fyrirtækisins en árangurinn af
henni virðist ætla að láta á sér
standa.
Verðhækkunin í september varð
meðal annars til þess að kaupendur
keyptu aðallega ódýrustu útgáfum-
ar af Apple tölvum en bættu gjam-
an við þær aukahlutum frá öðmm
framleiðendum.
Sculley segir að þessi vandræði
fyrirtækisins vera einungis tíma-
bundin og lofar því að fyrir lok
þessa árs muni Apple kynna §ölda
nýrra tækja sem muni fá fólk til
að líta fýrirtækið öðmm augum en
núna. Hann stefnir að því að
snemma á næsta áratugi verði ár-
svelta Apple orðin um 10 milljarðar
dollara og hann segir að endur-
skipulagning fyrirtækisins sé liður
I undirbúningi þess.
Helsta breytingarnar á skipulagi
fyrirtækisins em fólgnar I því að
fækka þrepum í valdapýramíða þess
og draga úr miðstýringu. Sculley
stefnir að því að á næstu öld muni
starfsemi fyrirtækisins einkennast
c
LESTUNARÁJHLUN
Skip Sambandsins munu
ferma til íslands á næstunni
sem hér seair:
AARHUS:
Alla þriðjudaga.
SVENBORG
Annan hvern þriðjud.
KAUPMANNAHÓFN:
Alla miðvikudaga.
GAUTABORG
Annan hvern föstud.
VARBERG
Alla fimmtudaga.
MOSS:
Alla laugardaga.
LARVÍK
Annan hvern laugard.
HULL:
Alla mánudaga.
ANTWERPEN:
Alla þriðjudaga.
ROTTERDAM:
Alla þriðjudaga.
HAMBORG:
Alla miðvikudaga.
HELSINKI:
Hvassafell 14. apríl.
Peder Most 20. apríl.
Hvassafell 15. maí
GLOUCESTER/BOSTON:
Alla þriðjudaga
NEW YORK:
Alla föstudaga.
PORTSMOUTH/
NORFOLK:
Alla sunnudaga.
Ifefc SKIPADEILD
Y&kSAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK
SlMI 698100
A A A A A X A
TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA
af Qölda allsjálfstæðra vinnuhópa
sem hafa samskipti sín á milli með
aðstoð tölvuneta og sjónvarpssend-
inga.
Apple hefur þegar tilkynnt um
markaðssetningu nýrrar útgáfu af
Macintosh SE, sem selst nú best
af tölvum þess, og Macintosh IIcx
sem leysa á flaggskipið, Macintosh
II, af hólmi. Þá er búist við að
Apple kynni sína fyrstu fartölvu í
sumar og fregnir herma að verið
sé að undirbúa markaðssetningu
ódýrrar útgáfu af Macintosh sem
sérstaklega er ætluð fyrir skóla og
heimili.
Hörð samkeppni harðnar
enn
Helsta sérstaða Macintosh tölv-
unnar er fólginn í því hve auðvelt
hefur reynst að læra á hana miðað
við margar aðrar tölvur. Sífellt
harðar er sótt að Apple á þessum
vettvangi. Steven Jobs hefur kynnt
nýja tölvu, NeXT, sem þegar hefur
verið sagt frá í Morgunblaðinu, og
búist er við að hún muni veita Apple
harða samkeppni innan skólakerfis-
ins. Þá hefur annað bandarískt stór-
fyrirtæki, Sun Microsystems, boðað
komu tölvu sem ætla má að veita
muni dýrustu tölvum Apple tals-
verða samkeppni.
Verst er þó líklega fyrir Apple
að nú eru loks að koma á markað
stýrikerfí, til dæmis OS/2, og önnur
forrit fyrir IBM tölvur og aðrar
álíka sem geta nú boðið upp á
margt af því sem hefur verið helsti
styrkur Macintosh. Öflugari ör-
gjörvi hefur meðal annars gert
þetta mögulegt.
Sculley segist þó vera hvergi
banginn við þessa auknu sam-
keppni. „Tölva sem notar OS/2 stý-
rikerfíð þarf um tvöfalt meira minni
til að geta komið að svipuðum not-
um og Macintosh," sagði hann. Þá
bætir hann við að þegar að því
komi að samkeppnisaðilamir geti
boðið tölvur sem eru sambærilegar
við Macintosh verði hætt að selja
Apple tölvur við hærra verði en
tölvur samkeppnisaðilanna og þess
í stað stefnt að því að hafa þær
ódýrari.
„Við höfum gert okkar mistök,"
segir Sculley, „en það sem hefur
tekist vel skiptir mun meira máli.“
Fyrir næstu aldamót ætlar hann
að ná því að láta fyrirtækið velta
30 milljörðum dollara á ári.
Heimild: New York Times
Flug
Eastern Airlines selt
FRANK Lorenzo, hinn umdeildi flugmálafrömuður Bandaríkjanna,
hefiir nú orðið að sejja Eastern Airlines en hann á eftir sem áður
Texas Air og Continental flugfélögin. Kaupendur Eastern er hópur
Qárfesta undir forustu Peter Ueberroth, fyrrum forstjóra banda-
ríska hornaboltasambandsins, sem gat sér mesta frægð sem fram-
kvæmdastjóri Olympiuleikanna í Los Angeles en þeir skiluðu umtals-
verðum hagnaði.
Lorenzo hefur löngum átt í miklum
útistöðum við bandarísk verkalýðs-
félög og hefur Eastem verið meira
og minna lamað nú undanfarið
vegna verkfalla starfsmanna. Al-
mennt er álitið að í Eastem-deil-
unni hafi skipuleg verkalýðshreyf-
ing í Bandaríkjunum ákveðið að
draga þar víglínuna í eitt skipti
fyrir öll eftir margra ósigra og nið-
urlægingu i valdatíð Reagan-stjóm-
arinnar. Lorenzo hefur löngum ver-
ið táknmynd þessara niðurlægingar
eftir að hann braut á bak aftur
vinnudeilur innan Continental með
því að nýta sér ákvæði í banda-
rískjum gjaldþrotalögum um
greiðslustöðvun.
Salan á Eastem er því álitin ósig-
ur fyrir Lomezo en að sama skapi
sigur fyrir bandaríska verkalýðs-
hreyfíngu og starfsmenn flugfé-
lagsins sem fá nú 30% eignarhluta
I félaginu gegn tilslökunum I laun-
akröftím og vinnutíma, enda segist
Ueberroth ætla að vinna náið með
starfsmönnum Eastem að endur-
reins þessa sjöunda stærsta flugfé-
lags Bandaríkjanna.
Lúxemborg
Bankaleynd deiluefhi
RÍKISSTJÓRN Lúxemborgar hefúr fengið samþykkt lög sem eiga
að koma í veg fyrir að þarlendir bankar verði neyddir til að gefa
yfirvöldum í öðrum EB löndum upplýsingar um innistæður þegna
þeirra. Yfirvöld óttast að önnur EB lönd muni reyna að fá lög þess
efiiis samþykkt innan bandalagsins.
Nú starfa um 130 bankar í Lúx-
emborg og eru flestir þeirra í eigu
útlendinga. Fé hefur streymt inn í
bankana erlendis frá og telja
skattayfírvöld I nágrannaríkjunum
að stór hluti þess sé í eigu einstakl-
inga sem vilja komast hjá því að
gefa það upp til skatts.
Einnig hefur komið fram vilji hjá
stjórnvöldum í sumum hinna EB
ríkjanna um að innheimtur verði
15% skattur á eignatekjur innan
EB. A þetta vilja Lúxemborgarar
ekki fallast og óttast stjómir hinna
ríkjanna að í framtíðinni verði bank-
ar í Lúxemborg notaðir til að koma
fé undan þessum nýja skatti ef
bankamir verða ekki neyddir til
samstarf við skattayfirvöld.
Nú eru í gildi lög í Lúxemborg
sem banna þarlendum bönkum að
veita erlendum ríkjum upplýsingar
um innistæður þegna þeirra nema
þau geti sýnt fram á að miklar líkur
séu á að þegnarnir hafi brotið lög,
bæði í heimalandi sínu og í Lúxem-
borg. Grunur um skattsvik nægir
ekki.