Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 2
BOSTON/EVERETT
Skógafoss 22. apríl.
Reykjafoss 6. maí.
NEW YORK
Skógafoss 24. apríl.
Reykjafoss 8. maí.
NORFOLK
Skógafoss 26. apríl.
Reykjafoss 10. maí.
HALIFAX
Skógafoss 28. apríl.
ARGENTIA
Skógafoss 2. maí
BRETLAND/
MEGINLAND
IMMINGHAM
Laxfoss 16. apríl.
Brúarfoss 23. apríl.
Laxfoss 30. apríl.
HAMBORG
Laxfoss 17. apríl.
Brúarfoss 24. apríl.
Laxfoss 1. maí.
ANTWERPEN
Laxfoss 19. apríl.
Brúarfoss 26. apríl.
Laxfoss 3. maí.
ROTTERDAM
Laxfoss 20. april.
Brúarfoss 27. apríl.
Laxfoss 4. maí.
IMMINGHAM
Laxfoss 21. apríl.
Brúarfoss 28. apríl.
Laxfoss 5. maí.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
VESTMANNAEYJAR
Bakkafoss 21. apríl.
Oriolus 28. apríl.
IMMINGHAM
Bakkafoss 24. april.
Oriolus 1. maí.
AARHUS
Oriolus 19. apríl.
Bakkafoss 26. apríl.
Oriolus 3. maí.
KAUPMANNAHÖFN
Oriolus 20. apríl.
Bakkafoss 27. apríl.
Oriolus 4. maí.
HELSINGBORG
Oriolus 20. apríl.
Bakkafoss 27. apríl.
Oriolus 4. maí.
GAUTABORG
Oriolus 21. apríl.
Bakkafoss 28. apríl.
Oriolus 5. maí.
FREDRIKSTAD
Oriolus 21. apríl.
Bakkafoss 28. apríl.
Oríolus 5. maí.
THORSHAVN
Oriolus 23. apríl.
Oriolus 7. maí.
VESTMANNAEYJAR
Bakkafoss 18. apríl.
Oriolus 25. april.
HELSINKI
Mánafoss 24. apríl
RIGA
Mánafoss 26. apríl.
GDYNIA
Mánafoss 27. april
Áætlun innanlands.
Vikulega: Reykjavík,
(safjöröur, Akureyri, Dalvík,
Húsavík.
Hálfsmánaðarlega: Siglu-
fjöröur, Sauöárkrókurog
Reyöarfjörður.
Vikulega: Vestmannaeyjar.
EIMSKIP
Pósthússtræti 2
Sími:697100
MORGUNBLAÐIB VIÐSKIPTI/flTVINNliLÍf FiMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989
Greiðslukortin
Visa lækkar
þjónustugjöld á
sérverslanir
STJÓRN Visa íslands — Greiðslumiðlunar hf. hefur fyrir nokkru
ákveðið og tilkynnt Kaupmannasamtökum íslands að hæstu mörk
þjónustugjalda verði nú lækkuð um 0,25%. Nær lækkun þessi til
allra sérverslana og annarra þjónustuaðila mun taka gildi frá
og með næsta úttektartímabili, þ.e. 18. apríl nk. Frekari lækkan-
ir eru síðan fyrirhugaðar, m.a. með tilkomu Farkorts, í samvinnu
við Félag íslenskra Ferðaskrifstofa.
Með þessum breytingum verður
ábyrgðar- og þjónustugjald sér-
verslana 2,75% af fyrstu 250 þús-
und krónunum í úttekt en var áður
3%. Af næstu 250 þúsund krónun-
um er gjaldið 2,50% og af úttektum
umfram 500 þúsund kr. er gjaldið
2%.
Áður hefur taxti matvöruversl-
ana og stórmarkaða verið lækkað-
ur verulega, að því er segir í frétt
frá Visa. Er gjaldið af fyrstu 1250
þúsund krónunum í úttekt nú
1,50%, en 1,25 af úttektum á bil-
inu frá 1250 þúsundum til 4 millj-
óna og 1% af úttektum umfram 4
milljónir. Meðalþjónustugjöld Visa
eru nú á bilinu 1,5% til 1,7%, segir
í fréttinni.
Fram kemur að viðmiðunar-
þrepum sérverslana hafi ekki verið
breytt frá upphafi, eða árinu 1983,
og þau hafi því farið hlutfallslega
lækkandi á liðnum árum. Bent er
á að sú greiðslutrygging og inn-
heimtuþjónusta sem Visa Island
og Visa-bankarnir og sparisjóðimir
veiti verslunar- og þjónustuaðilum
sé mikil að vöxtum og áhættusöm,
sem sjáist best af því að greiðslu-
kortaviðskiptin með Visa námu um
20 milljörðum króna á síðasta ári.
Korthafar greiða kostnað af
greiðslukortum til jafns við kaup-
menn og þjónustugjalda í formi
ársgjalda og útskriftargjalda og
segir í fréttinni að þau gjöld hafi
hækkað hinn 1. apríl sl. á bilinu
20-25%.
HEILSURÆKT —— Með breytingum á heilsuræktarstöðinni
úr einkafyrirtæki yfir hlutafélag er hlutafé fyrirtækisins 10 milljónir.
Fyrirtæki
Heilsugarðurinn að hlutafélagi
REKSTRARFORMI Heilsugarðs-
ins í Garðabæ hefur nú verið
breytt úr einkafyrirtæki í hluta-
félag. Hafa á 3ja tug einstaklinga
og fyrirtækja skráð sig fyrir hlut
í hinu nýja félagi en hlutafé er
10 milljónir króna.
Að sögn Gríms Sæmundsen,
formanns stjómar Heilsugarðsins
hf. er þessi breyting í samræmi við
við þróunina á fyrirtækjamarkaðin-
um því að aldrei hafi verið ljósara
en nú að sterk eiginfjárstaða sé
nauðsynleg til að fyrirtæki hafi
rekstrargrundvöll.
Auk Gríms sitja í stjóm Heilsu-
garðsins hf. þeir Magnús Jónasson
og Lýður Friðjónsson.
Bankar
Viðræðurá tveimur vígstöðvum
— Undirbúningur að sameiningarviðræðum Verslunar- og Iðnaðarbanka hafinn.
Viðræður Alþýðubanka og Samvinnubanka í bígerð.
Á NÆSTUNNI eru fyrirhugaðar viðræður í bankakerfinu um sam-
starf eða sameiningu banka sem einnig tengjast fyrirhugaðri sölu
ríkisins á hlutabréfúm sinum í Útvegsbankanum. Bankastjórar Versl-
unarbanka og Iðnaðarbanka hafa hist og gert uppkast að dagskrá
fyrir viðræður bankaráðsmanna sem eru í deiglunni. Þá hefúr kom-
ið fram að bankaráð Alþýðubanka telur sjálfsagt að ganga til við-
ræðna við Samvinnubanka en á aðalfúndi Samvinnubankans kom
fram eindreginn vilji hluthafa til samstarfs við Alþýðubanka. Loks
má nefúa að á aðalfúndi SPRON kom fram að áhugi sparisjóðanna
á kaupum á Útvegsbankanum er verulegur.
Það vekur óneitanlega athygli
að litlar umræður um sameiningar-
mál áttu sér stað á aðalfundum
Verslunar- og Iðnaðarbanka af
hálfu hluthafa. Bankaráðsformenn-
imir röktu gang mála í sameining-
arviðræðum og létu í ljós afstöðu
bankaráðsins en hluthafar á fundin-
um virtust ekki sjá ástæðu til að
varpa fram fyrirspurnum til þeirra
um málið eða láta í ljós skoðanir
sínar. Öðru máli gengdi um aðal-
fundi Samvinnubanka og Alþýðu-
banka. Þar urðu nokkrar umræður
um sameiningarmál þar sem ein-
stakir hluthafa óskuðu nánari skýr-
inga um afstöðu bankaráðanna og
létu í ljós skoðanir sínar. Niðurstað-
an af fundi Samvinnubankans var
samþykkt ályktunar um að beina
því til bankaráðs að ganga til við-
ræðna við Alþýðubanka.
Þegar litið er til ummæla for-
manna bankaráða Iðnaðar- og
Verslunarbanka virðist nokkuð ein-
dregnari afstaða hafa komið fram
hjá Davíð Scheving Thorsteinssyni,
fráfarandi formanni bankaráðs Iðn-
aðarbankans. Hann greindi frá því
að Iðnaðarbankinn hefði haft frum-
kvæði að þeim viðræðum við Versl-
unarbankann sem nú eru að hefjast
og lét í ljós ósk um að takast
mætti að stíga skref í átt til sam-
vinnu eða sameiningar. „En það er
einlæg von mín að á næstunni verði
stigin skref að þessu marki, báðum
bönkunum, hluthöfum þeirra, við-
skiptavinum og starfsmönnum
þeirra til heilla," sagði Davíð.
Engin niðurstaða
Gísli V. Einarsson, formaður
bankaráðs Verslunarbankans, lagði
áherslu á í ræðu sinni á aðalfundi
bankans að allar viðræður sem átt
hefðu sér stað milli Verslunarbanka
og Iðnaðarbanka og Verslunar-
banka og Alþýðubanka hefðu verið
óformlegar og til þess eins ætlaðar
að kanna þá möguleika sem fælust
í stöðunni. „Engin afstaða hefur
verið tekin í bankaráði Verslunar-
bankans um hvað sé vænlegasti
kosturinn sem bankanum býðst en
það er skylda bankaráðsins eins og
kemur fram í 21. grein laga um
viðskiptabanka að taka ákvarðanir
um mál eins og þessi.“ Hann lagði
áherslu á að í'dag væri bankinn
sjálfstæður og að lagður hefði verið
grundvöllur að því að bankinn gæti
elfst og dafnað sem sérhæfður
banki.
Gísli tók skýrt fram að ef svo
færi að sameiningarviðræður yrðu
teknar upp að nýju, þá gengi Versl-
unarbankinn ólíkt sterkari til þess
leiks en áður. „En menn skulu ekki
fyrirfram dæma aðrar möguleika
úr leik og þá ekki síður þann mögu-
leika, að bankinn haldi áfram sjálf-
stæðum rekstri.“
Á aðalfundi Alþýðubankans kom
fram að bankaráðið hefur velt fyrir
sér ýmsum möguleikum um upp-
stokkun í bankakerfinu en engin
niðurstaða liggur fyrir. Þó kom
fram sú skoðun bankaráðs að ef til
sameiningar kæmi yrði það að ger-
ast á jafnstöðuforsendum þ.e. báðir
ættu jafnan hlut. Ásmundur Stef-
ánsson, formaður bankaráðs sagði
að til að ná jafnri stöðu við Verslun-
arbankann þyrfti eigið fé Alþýðu-
bankans að vaxa um 450 milljónir
króna. Hann útilokaði ekki að er-
lendar systurstofnanir hefðu áhuga
á að leggja til íjármagn en benti á
að norski og danski bankinn hefðu
verið reknir með verulegum halla
síðustu ár og væru því e.t.v. ekki
tilbúnir til að hætta fé sínu í banka-
rekstri í öðrum löndum.
Annar möguleiki sem hér er
ónefndur er hugsanleg kaup Lands-
bankans á Samvinnubankans en
viðræður hafa einnig átt sér stað
um þann möguleika. Guðjón B. Ól-
afsson, formaður bankaráðs Sam-
vinnubankans að langt væri frá að
nokkur niðurstaða lægi fyrir um
þær viðræður. Hann staðfesti hins
vegar vilja bankaráðs til að hefja
viðræður við Alþýðubanka.
Það virðast því vera ýmsir kostir
í gangi varðandi fyrirhugaða sam-
einingu í bankakerfinu en miklum
erfiðleikum bundið að komast að
niðurstöðu. „Óvissan um framtíðina
veldur vandræðum í Útvegsbankan-
um við skipulagningu og óöryggi
meðal starfsfólks,“ sagði Hallgrím-
ur Snorrason, formaður bankaráðs
Útvegsbankans, á aðalfundi bank-
ans. Það á án efa við að einhveiju
leyti um aðrar bankastofnanir.
Hallgrímúr kvaðst te\ja að við nú-
verandi aðstæður værí hætt við að
sameining svo flókinha fyrirtækja
sem bankar væru dragist á langinn
og endurspeglaði þar\með einn
helsta veikleika bankakerfisins hér
á landi þ.e. skiptingu bankanna
eftir atvinnugreinum. Sameiningárí-
viðræður gætu steytt á slíku skeri.
Nýjar íslenskar bœkur
um forritið EXCEL
Fjallar um allar skipanir. Tekin eru fyrir atriði eins og:
• Töflu og eyðublaðagerð • Fjármálaföll
• Gagnasöfn • Uppsetning reikninga
Fræöslu og kennsluefni um og
S: 36073 fyrirtölvur