Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989
I
FJÁRMÁLÁ FIMMTUDEGI
Er neðanjarðarhagkerfið
á Islandi dautt?
Svartan markað eða neðanjarðarviðskipti er ekki unnt að uppræta nema með auknu frjálsræði í viðskiptum
Hugtakið „dulin efnahagsstarfseini" er oftast notað um „efnahagslegar
athafnir sem eiga sér stað utan við hið reglulega efnahagslíf og komast
þar að auki framhjá opinberri mælingu eða skráningu, einkum til þess
að sleppa við greiðslu ýmissa opinberra eða umsaminna gjalda, sem sa-
mið er um í kjarasamningum" svo að vísað sé til skýrsiu skattsvíkanefnd-
ar. En auk alls þessa verður að nefna einnig löglega óskráða starfsemi
(sjá hægri hluta myndarinnar). Þessi hluti óskráðu starfseminnar kann
að virðast óspennandi í efnahagslegu tilliti en svo er þó alls ekki. Ljóst er
að síðustu tvo áratugina hefur orðið mikil tilfærsla frá löglegri óskráðri
starfsemi til skráðrar starfsemi. Vinna hefur flust frá heimilunum yfir í
skráða starfsemi (t.d. bamagæsla, umönnun aldraðra, svo að dæmi séu
nefnd) eftir því sem heimavinnandi húsmæðrum fækkar. Þessi breyting
hefur án efa haft mælanleg áhrif á hagvöxt síðustu tvo áratugina.
eftir Sigurð B. Stefánsson
Það er orðið langt síðan starfsemi
neðanjarðarhagkerfisins á íslandi
hefur borið á góma í opinberri
umræðu. Á áttunda áratugnum
jókst skattheimta og umsvif hins
opinbera mjög í mörgum vestræn-
um ríkjum í kjölfar olíuverðshækk-
ana, aukinnar verðbólgu og glund-
roða í efnahagsmálum sem fylgdi
í kjölfarið. Með aukinni skattheimtu
og flóknari skattkerfum jukust
skattsvik. Það varð síðan verkefni
fræðimanna og embættismanna að
rannsaka umfang óskráðrar starf-
semi, orsakir hennar og afleiðingar.
Upp úr 1980 lágu fyrir niðurstöður
í mörgum rílqum OECD um áætl-
aða stærð neðanjarðarhagkerfis
þeirra og helstu leiðir til úrbóta. Á
þeim tíma töldu ýmsir rannsóknar-
manna að starfsemi neðanjarðar-
hagkerfa væri allmikill og vaxandi
þáttur í þjóðarbúskap stórþjóðanna.
Sem dæmi má nefna að talið var
að hlutur dulinnar starfsemi í Bret-
landi væri 8% af þjóðarframleiðslu,
10% í Svíþjóð, 20% á Ítalíu og 27%
í Bandaríkjunum. Nú þykjast menn
yita miklu betur og telja niðurstöð-
ur þessara kannana alltof háar. í
mörgum ríkjum OECD, þar á meðal
á íslandi, liggja fyrir niðurstöður
opinberra rannsókna á dulinni efna-
hagsstarfsemi þar sem hún er talin
vera „ekki nema" um 5-7% af þjóð-'
arframleiðslu eða minni. Vegna
þess að niðurstöður í mörgum opin-
beru skýrslanna voru mun lægri en
fyrri niðurstöður (og vafalaust rétt-
ari) er andi þeirra oft sá að vanda-
málið sé ekki eins alvarlegt og áður
hafði verið gefið f skyn. Milli
línanna skynjar maður vissan doða.
Ef til vill er ástandið ekki svo slæmt
þegar öllu er á botninn hvolft.
En 5% af þjóðartekjum íslend-
inga á þessu ári eru um 14 milljarð-
ar króna eða 224 þúsund krónur á
hverja fjögurra manna fjölskyldu í
landinu að meðaltali. Meðaltal segir
lítið hér því að margir einstaklingar
og fjölskyldur tengjast óskráðri
starfsemi alls ekkert. Ef önnur hver
fjögurra manna fjölskylda er ótengd
þessari óskráðu atvinnustarfsemi
svara óskráðar tekjur hins helmings
fjölskyldnanna til hátt í 40 þúsund
króna á mánuði.
Barátta Vilmundar
Gylfasonar fyrir bættri
siðgæðisvitund þjóðar
sinnar var einstök
Vilmundur Gylfason er án efa sá
íslendingur sem mest hefur barist
fyrir baettri siðgæðisvitund þjóðar
sinnar. í riti Jóns Orms Halldórs-
sonar „Löglegt en siðlaust" sem
fjallar um stjórnmálasögu Vilmund-
ar frá árinu 1973 til dauðadags
árið 1983 er að finna fjölmargar
frásagnir af viðleitni Vilmundar til
að vekja þjóðina til meðvitundar um
betra siðgæði. Vilmundur barðist
jafnt gegn skattsvikum, neðanjarð-
arhagkerfi, stórfelldum tilflutningi
á fjármunum frá almenningi til
braskara í gegnum bankakerfið
með neikvæðum raunvöxtum, dóm-
skerfi sem velti fyrir sér málum
svindlara árum saman á meðan
þeir héldu áfram iðju sinni óáreitt-
ir, spillingu og fyrirgreiðslusukki
innan stjómmálaflokkanna, fríðind-
um í skjóli kverkataks flokkanna á
fjölmiðlun o.s.frv., svo að vísað sé
til rits Jóns Orms.
í lok níunda áratugarins er það
athyglisvert að aðeins tvö mál úr
þessari upptalningu á baráttumál-
um Vilmundar hafa náð fram að
ganga. Raunvextir eru nú óvíða
neikvæðir lengur og stjómmála-
flokkar teljast víst naumast hafa
kverkatak á Qölmiðlun, þótt einstök
blöð séu enn í þeirra höndum. Eng-
inn hefur í reynd orðið til þess að
halda merki Vilmundar á lofti í
baráttunni gegn neðanjarðarhag-
kerfinu og skattsvikum eða annarri
spillingu þannig að borið hafi telj-
andi árangur. Einna helst koma í
hugann úttektir og gagnrýni Ríkis-
endurskoðunar á ýmsum þáttum í
opinberum rekstri sem birst hafa
eftir að hún hlaut sjálfstæði sitt.
Til marks um það hve lítið
ástandið hefur breyst frá því fyrir
um 10 til 15 ámm skal enn gripið
niður í rit Jóns Orms, „Löglegt en
siðlaust" þar sem hann birtir grein
eftir Guðrúnu Helgadóttur, núver-
andi forseta Sameinaðs þings.
Greinin var rituð til stuðnings bar-
áttu Vilmundar er hann var sem
umtalaðastur fyrir skrif sín og bar
hún yfirskriftina „Stattu þig Vil-
mundur" og birtist í Dagblaðinu
árið 1976. Vonandi fyrirgefst að
kaflinn hér er slitinn úr samhengi
en hann þjónar þeim tilgangi að
sýna hve lítið hefur breyst frá því
að greinin var rituð. Guðrún segir
frá viðhorfi fólks sem kom fram í
spumingadálki eins dagblaðanna.
„Fimm manneskjur vom spurðar
að því á förnum vegi, hvort þær
mundu kaupa sér smyglað litsjón-
varpstæki. Flestir svömðu því til,
að vissulega gerðu þeir það, þá
langaði svo ofsalega í litsjónvarp.
Smyglað? Það skipti engu máli.
Mönnum er líka alveg sama,
hvort þeir kaupa smyglað brennivín
eða ilmvötn. Það er miklu ódýrara.
Þessi varningur er jafnvel til sölu
hjá starfsfólki opinberra stofnana.
Kona ein tjáði mér að dóttir sín og
maður hennar „hefðu það svo af-
skaplega gott“, maðurinn sigldi á
farskipi og „þeir hefðu svo ágætt
upp úr smyglinu".
Þessi orð vom rituð árið 1976.
Ekki verður séð að tíðarandinn hafí
breyst svo að heitið geti þótt litsjón-
varpstæki kunni að hafa vikið úr
sæti fýrir öðmm hátollavörum.
Nefiid er skipuð árið 1984
til að kanna umfang
skattsvika
í nóvember árið 1984 skipaði
Albert Guðmundsson þáverandi
ijármálaráðherra starfshóp til að
gera úttekt á umfangi skattsvika.
Starfshópinn skipuðu þeir Þröstur
Ólafsson hagfræðingur, sem jafn-
framt var formaður hans, Eyjólfur
Sverrisson lögg. end., Jónatan Þór-
mundsson prófessor, Ólafur Davíðs-
son framkvæmdastjóri og Þórólfur
Matthíasson hagfræðingur. Með
skýrslunni sem oftast er nefnd
skýrsla skattsvikanefndar eða
„Svarta skýrslan" færðist ísland í
hóp þeirra ríkja sem eiga opinbera
skýrslu um áætlað umfang skatt-
svika sinna. Skýrslan var lögð fýrir
Alþingi hinn 18. apríl 1986 eða
fyrir réttum þremur ámm.
í skýrslunni fjalla nefndarmenn
um svokallaða dulda efnahagsstarf-
semi og komast að þeirri niðurstöðu
að umfang dulinnar starfsemi hér-
lendis sé á bilinu 5 til 7% af vergri
landsframleiðslu. Mestar líkur á
dulinni starfsemi og skattsvikum
em taldar í eftirtöldum greinum
(raðað eftir áhættustigi): bygging-
arstarfsemi, persónulegri þjónustu
(s.s. bílaþjónustugreinum, gúmmí-
viðgerðum, hjá hárgreiðslu- og
snyrtistofum o.s.frv.) og í iðnaði,
verslun og veitinga- og hótel-
rekstri. Helstu ástæður skattsvika
telur nefndin vera flókið skattkerfi
með óljósum mörkum milli hins lög-
lega og ólöglega, tvíbent skattvit-
und almennings og há skatthlutföll
sem hvetja til þess að sniðgöngu-
möguleikar séu nýttir í því ríkari
mæli sem hlutföllin em hærri.
Skattheimta hefiir víða
verið einfölduð og minnkuð
á síðustu árum
Á þeim þremur ámm frá því að
skýrslan var lögð fyrir Alþingi (og
raunar meðan á vinnu starfshópsins
stóð) hefur vissulega margt gerst.
Stjómvöld í langflestum ríkjum
OECD hafa gripið til uppstokkunar
á skattheimtu sinni. Skattþrepum
hefur verið fækkað og undanþágur
og ívilnanir hafa verið afnumdar. í
mörgum ríkjum hefur verið leitast
við að draga saman búskap hins
opinbera eins og kostur er á og
aðstæður hafa leyft. Svört atvinnu-
starfsemi hefur vafalaust minnkað
að sama skapi. Á íslandi má sér-
staklega geta mikillar einföldunar
við álagningu aðflutningsgjalda,
staðgreiðslu skatta sem felur í sér
eitt tekjuskattsþrep einstaklinga í
stað þriggja áður og miklu færri
ívilnanir eða undankomuleiðir,
lækkun tolla á bílum og rekstrar-
vömm til bíla sem færir verðlag á
þeim í svipað horf og með öðmm
þjóðum, og afnám undanþága við
álagningu söluskatts. Þótt matar-
skatturinn sé viðkvæmt mál í pólitík
er þó sami söluskattur (síðar virðis-
aukaskattur) á allar vömr forsenda
þess að unnt sé að uppræta skatt-
svik á því sviði. Að unnt sé að
stöðva óheilindi við innheimtu sölu-
eða virðisaukaskatts er afar mikils
virði á íslandi vegna þess hve pró-
sentan er há og tekjustofninn mikil-
vægur í skattheimtunni.
Ymislegt fleira héfur þokast í
rétta átt á síðustu ámm þótt hér
verði aðeins nefnd tvö dæmi til við-
bótar. Sala áfengs öls var heimiluð
þann 1. mars sl. og ef að líkum
lætur verður bjórsala ÁTVR til þess
að draga stórlega úr sölu á smygl-
uðum bjór. Hve mikið dregur úr
sölu á smygluðum bjór er að vísu
háð verðlagningu löglega bjórsins
en formerkin hljóta að vera skýr.
Þá má nefna að aukið frjálsræði í
gjaldeyrisviðskiptum, t.d. aukinn
ferðamannagjaldeyrir og almenn
heimild til notkunar greiðslukorta
í útlöndum, hefur áreiðanlega orðið
til þess að draga úr viðskiptum með
gjaldeyri á svörtum markaði.
Neðanjarðarhagkerfið
þrífst best í skjóli
haftabúskapar og
efnahagslegra þvingana
Þótt margt hafi þokast í rétta
átt á síðustu ámm fer því fjarri að
óhætt sé að sofna á verðinum. Neð-
anjarðarhagkerfið er engan veginn
dautt og auk þess er hugtakið sjálft,
þ.e. neðanjarðarhagkerfið og það
sem undir það er fellt á meðfylgj-
andi mynd, of þröng skilgreining á
því sem uppræta þarf. Starfsemi
þess er ólögleg en ýmis önnur starf-
semi er ekki skárri. Hún er „lögleg
en siðlaus". Hér verða aðeins tvö
dæmi nefnd, landbúnaðarmál þjóð-
arinnar og lögþvingaður sparnaður
í lífeyriskerfinu.
Um fjögur þúsund bænda em
nú hnepptir fjötmm á búum sínum
ásamt fjölskyldum sínum. Þjóðar-
búið bráðvantar krafta þeirra til
annarra og nútímalegra starfa en
með innflutningsbanni á landbún-
aðarafurðir, niðurgreiðslum og út-
flutningsbótum, kvótakerfi og
kjamfóðurgjaldi, dreifingarstöðv-
um og verðstýringu er bókstaflega
verið að murka úr bændum líftór-
una. Til að beijast fyrir lífi sínu og
fjölskyldna sinna kunna sumir
bænda að stunda búskap nú einnig
neðanjarðar eins og gefið er í skyn
með ákvörðun landbúnaðarráðherra
um talningu á öllum bústofni lands-
manna. Með frjálsum innflutningi
á landbúnaðarafurðum og afnámi
hvers kyns kvóta á innlendan bú-
skap kæmi fljótt í ljós hvers innlend-
ur landbúnaður er megnugur og
áreiðanlegt er að þjóðin vill oft inn-
lent fremur en erlent. Því fer fjarri
að innlendur iðnaður hafí lagst af
við inngönguna í EFTA fyrir tæpum
tveimur áratugum, hann bara að-
lagaðist og breyttist.
Síðara dæmið er miðstýringin í
lífeyrismálum þjóðarinnar. Um
helmingur af nýjum sparnaði á
hveiju ári rennur samkvæmt lögum
til lífeyrissjóðanna án þess að eig-
endurnir fái nokkru um ráðið. Það-
an rennur um 80% beint til ríkis-
ins. Tæplega helmingur nýs sparn-
aðar á hveiju ári er því þjóðnýttur
í gegnum lífeyrissjóðina. Sam-
kvæmt upplýsingum í Morgunblað-
inu um síðustu helgi eru horfur á
því að skerða þurfi lífeyri um 30
til 40% frá núverandi réttindum sem
þó svara aðeins til um 50 til 60%
af atvinnutekjum almennra laun-
þega.
Opinberir starfsmenn njóta mun
betri réttinda. Svo miklu munar að
Lífeyrissjóður opinberra starfs-
manna geti staðið undir lífeyris-
greiðslum sínum að nú þegar, á
árinu 1989, þarf að greiða til hans
um 1.300 milljónir króna úr ríkis-
sjóði til að unnt sé að fullnægja
skyldum hans. Sú blekking sem
felst í skuldbindingum almennra
Iífeyrissjóða og það misrétti sem
felst í muninum á réttindum opin-
berra starfsmanna og annarra laun-
þega er að sjálfsögðu ekki lögbrot
en gersamlega siðlaust vegna þess
hve almenningi er gert erfitt að
átta sig á því hver staðan er.
Svartan markað og
neðanjarðarviðskipti er
ekki unnt að uppræta nema
með auknu ftjálsræði og
minni ríkisafskiptum
Sannleikurinn er sá að einu úr-
bæturnar sem orðið hafa í efnahag-
skerfinu síðustu 15 árin eru á þeim
sviðum þar sem fijálsræði hefur
verið aukið eða dregið hefur verið
úr afskiptum hins opinbera. Spill-
ingin sem dafnaði í skjóli neikvæðra
raunvaxta hefur að mestu leyti
horfið við að vextir voru gefnir
fijálsir og tímabundinn vandi nú
vegna hárra vaxta mun hverfa eins
og hjá öðrum þjóðum sem búa við
jafnháa vexti. Olögleg viðskipti með
gjaldeyri hafa að miklu leyti lagst
af við að bankar og sparisjóðir
fengu aukið frelsi til gjaldeyrisvið-
skipta. Bjórinn mun útrýma smygl-
uðum bjór að mestu ef verðið er
ekki haft of hátt. Eitt tekjuskatts-