Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 6
6 é TÍIVIINN SUNNUDAGUR 24. október 1965 BEZTIHEMANMUNDUR- INN ER GÚÐ MENNTUN — Rætt við Rosu Weber, þingmann Frú Rósa Weber, þingmaSur. Heillandi tónlist og glaðir söngvar hafa lengi verið tengd- ir nafni Vínar, höfuðborgar Austurríkis. Vissulega hefur tónlistin átt þar mikinn gróð- urreit um langan aldur, en sennilega telja þeir, ,sem mannkynssögu skrá, að margir atburðir, sem þar hafa gerzt á sviði stjómmála, ómi með þyngri hljóm en tónlistin, í lífi einstaklinga og þjóða. í Vín sátu löngum keisarar og drottningar heimsveldis, sem ýmist efldist eða hnignaði, þaðan var stjórnað styrjöldum, og þar spruttu upp miklar menningarstofnanir. Vínarborg ber ekki svip höf- uðborgar hins hlutlausa aust- urríska lýðveldis, sem stofnað var eftir siðustu heimsstyrjöld. Hún er enn keisaraborgin í öllu yfirbragði sínu. Hallir með furðulegum skrúðgörðum, kirkjur með himingnæfandi tumum, ótal menjar auðs og li^taf, sem safnað y^ir sajnan, úr víðlendu ríki, yfírgnæfa hversdagsbrag nútímá 'bórgar. Menn fara ekki víða um borgina án þess að rekast á menjar tengdar nafni Maríu Theresíu, sem réði þar rikjum 1740-1780, enda var hún með- al ástsælustu þjóðhöfðingja hins mikla keisaradæmis og markaði spor, sem seint mást. Um mann hennar er sagt á einum stað, að hann hafi eink- um haft það sér til ágætis, að vera hagsýnn fjármálamaður, sem lét eftir sig mikinn auð, þrátt fyrir dýrar ástmeyjar og mikil fjárútlát við að stofna dýragarð hjá Schönbrunnhöll- inni. Þau hjón eignuðust sext- án böm og var María Theresía þeim ástrík móðir, en ströng. Þótt gaman sé að hnýsast i fortíðina, þá stendur okkur nær að reyna að fræðast um nútíðina. Hverju skyldu konur ráða í hinu austurríska lýð- veldi? Hver er opinberlega þeirra hlutur í stjórn landsins? Um raunvemleg áhrif kvenna er hvergi neinar hagfræðitöl- ur að finna! Bezt er að ráðast beint til verks og hafa samband við ein- þverja þeirra kvenna, sem sæti eiga á þingi. Þegar gengið er í þá miklu byggingu, sem hýs- ir þjóðþingið, er gott að hafa notið frásagnar dr. Antons Kolbabek, sem ritað hefur bók, sem er í senn saga hússins og þingsins, og manna fróðastur er um hvort tveggja. Húsið reyndist vera um hundrað ára gamalt og var byggingameist- ari þess danskur, Theophilos Hansen að nafni. Himingnæf- andi súlur, marmarastyttur og koparlikneski skreyta bygging- una, en verkamenn eru að starfi við aðalinnganginn, svo að við verðum að láta okkur nægja inngangana að húsabaki. í lok síðustu styrjaldar skemmdist húsið mikið, þing- salurinn eyðilagðist nær allur, en nú er senn lokið endur- byggingu og viðgerð á öllu húsinu. Ekki stendur á vinsamlegri fyrirgreiðslu innan dyra í þinghúsinu, fremur en annars staðar hjá hinum viðfelldu Vínarbúum og göngu okkar þar um víðáttuna lýkur í frem- ur nöturlegum fundar- og biðsal sósíaldemókrata- flokksins. Þrír stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa á þingi í Austurríki. Stærstur er ”Volkspartei“, sem á 81 þingmann, þar af þrjár konur, og er það íhaldsflokkur. Næststærstur er flokkur sósíal- demókrata, sem hefur 76 þing- menn, þar af sjö konur. Þessir tveir flokkar mynda nú saman ríkisstjórn. í stjórnarandstöðu eru aðeins 8 þingmenn frjáls- lynda flokksins. Þessir 165 þingmenn eru kosnir hlut- bundinni kosningu fjórða hvert ár í 25 kjördæmum og skipa hina raunverulegu lög- gjafarsamkundu. En í ”efri fylki landsins fulltrúa eftir. fólksfjölda og sitja þar 54 full- trúar. Þessi deild hefur tak- markað stöðvunarvald varð- andi samþykktir löggjafar- deildarinnar. Þarna í þinghúsinu hitti ég að máli glæsilega konu, sem heitir Rósa Weber og er for- seti sambands austurrískra iðnverkakvenna. Hefur húm setið á þingi í sex ár, sem sem þingmaður fyrir Vín, enda Þinghúsið í Vín. fædd þar og uppalin. Spurði ég hana fyrst, hvernig háttað væri þátttöku kvenna í stjórn- málum í Austurríki. Konur fengu kosningarrétt og kjörgengi við stofnun hins fyrra lýðveldis árið 1918 svar- aði frú Weber, og við erum síður en svo ánægðar yfir því, að nú í dag skuli vera nákvæm- fyrir Vínarborg lega jafn margar konur á þingi og sátu hið fyrsta þing 1918, eða tíu talsins. Ekki er þó öll saga sögð með því. Áhrif þeirra á stjómmál hafa stóraukizt utan þingsins og innan þings hefur vegur þeirra verið allmikill. Eftir að síð- ara lýðveldið var stofnað að seinni heimsstyrjöldinni lok- inni, hafa tvær konur verið deildarforsetar og konur hafa verið formenn sumra mikil- vægustu þingnefndanna, t.d. fjárhagsnefndar. Þóttí starf þeirrar konu illa samræmast þeirri kenningu, að konur hafi ekkert vit á fjármálum. Hér sem annars staðar fer mestallt þingstarfið fram í nefndum. Sem stendur er ég formaður félagsmálanefndar. Frú Rósa Jockmann, sem setið hefur lengst allra kvenna á þingi, eða tuttugu ár, er ritari þings- ins, en það embætti gengur næst embætti þingforseta. Frú Jockmann er mikil merkis- hún fjögur ár í fangabúðum. Taka konur mikinn þátt í kosningum? Já, þær sækja betur kjör- fundi en karlmenn og er þó kosningaþátttaka hér óvenju- lega mikil. Við síðustu þing- kosningar kusu um 90% kjós- enda og enn fleiri við forseta- kosningamar. Hér í Vín er rétt um helmingur okkar flokksmanna konur og leggja þær mjög mikið starf á sig fyr- ir flokkinn, bæði áróðursstörf og almenn félagsstörf. Það er sízt óréttlátt með tilliti til starfs þeirra í flokknum, hve fáar þeirra sitja á þingi. Til þess tel ég að liggi tvær meginorsakir. Til þess að kom- ast i öruggt sæti á framboðs- lista verða menn að vera bún- ir að vinna lengi í flokknum Hver er þá skýringin á því, að svo er? og vera vel inni í öllum mál- um og því verður ekki neitað, að þegar verið er að velja efstu menn á listana, þá eru konurnar gagnrýndar miklu meir og dæmdar harðar en karlmennirnir. í öðra lagi eru flestar konurnar, sem mikið starfa í flokknum, giftar og eiga heimili að annast. Sára- fáir eiginmenn eru hrifnir af því, að eiginkonan verji flest- um kvöldum og öðrum frí- stundum í stjórnmálavafstur. Þetta tvennt veldur því, að miklu færri konur eru í æðstu stöðum flokksins en störf þeirra verðskulda. Eru margar þeirra kvenna, sem á þingi sitja, háskóla- menntaðar. Nei, aðeins tvær, en þó er það hærra hlutfall miðað við tölu kvenna á þingi, en gerist meðal karla. Önnur þessi kona er hagfræðingur, hin er kenn- ari og uppeldisfræðingur, sem einkum fjaUar um mál afbrota- unglinga auk almennra kennslumála. Hveraig hagið þið kosninga- baráttúnni? Gangið þið í hús og takið í hendur á fólki o. s. frv., eins og frambjóðendur gera í Bandaríkjunum? Frú Weber glotti og sagði: Ekki ennþá, en hægriflokk- urinn er farinn að beita þeim aðferðum, svo við komumst naumast hjá því að semja okk- ur líka að þeim sið innan skamms. Nei, enn fer okkar kosningaáróður fram á opin- berum fundum, en gallinn er sá, að fundina sækja yfir- leitt ekki aðrir en traustir flokksmenn og við verðum einmitt að finna nýjar leiðir ti, þess að ná sambandi við óráðnu kjósendurna. Það er líka stórkostlegt vandamál fyr- ir okkur, að kosningabaráttan verður kostnaðarsamari með hverjum kosningum. En ég er hrædd við áróðursaðferðir eins og þær, sem við vorum að minnast á að notaðar væru í Bandaríkjunum. Það á ekki að eiga sér stað, að blandað sé saman jafn ólíkum málefn- um og stjórnmálunum og því. hve mörg börn frambjóðandi getur komið með upp á ræði' pall. Menn verða þó að eiga eitthvert einkalíf. Því miður eru forsetakosningarnar hér að færast æ meir í þetta horf Þá er yfirleitt aðeins kosið um þrjá menn — einstaklinga — en ekki stefnur og sú bar átta verður alltof persónuleg Með listakosningum er því yf irleitt til lykta leitt fyrirfram eða þegar búið er að raða á listana, hverjir komast að oe þá verður kosningabaráttan sjálf aldrei eins harkalega per sónuleg. Hvaðan lá leið yðar, frn Weber, inn í þingið? Ég hef verið starfandi i flokknum síðan 1940 og í tutt ugu ár hef ég verið fastui starfsmaður Sambands austur rískra iðnverkakvenna. Eru það pólitísk samtök? § Framhald á bls. 11 deild.“ þingsins kjósa hin níu kona. A styrjaldarárunum sat

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.