Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 24. októbcr 1965 Unnið fyrir gýg Á gamlársdag 1962 flutti Ólaf- ur Thors seinustu áramótaræðu sína sem forsætisráðherra. Hon um sagðist m. a. á þessa leið: „Ég skal strax kveða upp úr með það, að í vissum aðalefn- um hefur viðreisnin tekizt bet-| ur en björtustu vonir stóðu til. I Hins vegar játa ég hispurslaust,1 að enn hefur ekki tekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar, enda þótt rétt sé, að þjóðin standi í dag betur að vígi en fyrir þremur árum til að fást við hana. En takist ekki að sigrast á verðbólgunni, gleypir hún fyrr eða síðar ávexti þess, sem bezt hefur tekizt. Er þá unnið fyrir gýg og beinn voði fyrir höndum“. í raun og veru segir Ólafur Thors hér, að þótt hann telji stjórn sína hafa margt vel gert, hafi henni ekki tekizt að leysa aðalverkefnið, þ. e. að ráða niðurlögum verðbólgunn- ar. Jafnframt áréttar hann, að takist þetta ekki, geti allt, sem áunnizt hefur, reynzt unnið fyr- ir gýg. Slíkur voðavaldur sé verðbólgan. Undir þessi síðari ummæli Ólafs var strax tekið hér í blað- TÍMINN unnar svarar til tveggja stiga í gömlu vísitölunni eða t. d. þeg- ar nýja vísitalan hækkar um 10 stig, myndi gamla vísitalan hafa hækkað um tuttugu. Þegar „viðreisnarstjórnin" svonefnda kom til valda í nóvem ber 1959, var þessi nýja vísi- tala rétt 100 stig. Þegar Ólafur Thors lét af störfum sem for- sætisráðherra í nóvember 1963, var hún orðin 146 stig. Hún hafði hækkað um 46 stig eða um 92 stig samkvæmt gömlu vísitölunni, en til þess að geta gert samanburð við árin á und- an, verður að styðjast við gömlu vísitöluna. Þannig hefur dýrtíðaraukningin því numið 23 stigum til jafnaðar á ári á „við- reisnar“-tímabilinu nóv. 1959 til nóv. 1963. Dýrtíðin hefur m. ö. o. aukizt helmingi hraðar á þessum árum en á tímabilinu 1950—59, eða um 23 stig til jafn aðar á ári í stað 11 stiga áður. Þannig tókst „viðreisnar- stjórninni“ viðureignin við dýr- tíðina á árunum 1959—63. 31 stig á ári í nóvember 1963 uröu for- sætisráðherraskipti. Ólafur Thors lét þá af völdum, en í forsætisráðherratíS Bjarna Benediktssonar hefur dýrtfðin vaxið þrisvar sinnum hraðar en á árunum 1950—59. MENN OG MÁLEFNI inu. Þótt deila mætti um hól hans um „viðreisnarstjómina“, var sú játning hans virðingar- verð að stjórninni hefði raunar mistekizt aðal- verkefnið. Alveg sérstaklega var þó ástæða til að árétta um- mæli hans um þá hættu, sem stafaði af verðbólgunni. 11 stig á ári Senn eru þrjú ár liðin síðan Ólafur Thors sagði áðurgreind ummæli. Full ástæða er til að glöggva sig á, hvernig þjóðinni hefur vegnað í þessum efnum á umræddum tíma. Vísitala framfærsiukostnaðar mun vera einna helzti mæli- kvarðinn á það, hvernig það tekst að ráða við dýrtíðina og verðbólguna. Ný vísitala tók gildi 1. marz 1950 og gilti til 1. marz 1959 eða í rétt 9 ár. Þessi vísitala er nokkur mæli- kvarði á það, hvernig valdhöf- unum tókst í glímunni við dýr- tíðina á þessum árum. Vísitalan hækkaði um 102 stig á þessum 9 árum eða um rúm 11 stig á ári til jafnaðar. Það fannst mönnum þá of hraður vöxtur, enda var hann mun meiri en í nálægum löndum. „Viðreisnar- stjórnin“ taldi það því megin- verkefni sitt að draga úr þess- um hraða vexti eða að „ráða niðurlögum verðbólgunnar“, eins óg Ólafur Thors orðaði það hér að framan. 73 stig á ári Eins og kemur fram hér á undan, kom ný vísitala til sög- unnar 1. marz 1959. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var breytingin m. a. i því fólgin, að hvert eitt stig nýju vf«ítöl- Bjarni Benediktsson hefur ver- ið forsætisráðherra síðan. Bjarni hefur hælt sér sérstak- lega af því, að honum hafi gengið vel í samningum við verkalýðshreyfinguna og foringj ar hennar sýnt hófsemi í samn- ingum við hann. Það verður því ekki hægt að skrifa það á reikn ing þeirra, ef eitthvað hefur mistekizt í þessum efnum, eins og gert hefur verið stundum áður. Hvernig hefur þá Bjarna tek- izt í viðureigninni við dýrtið- ina? Eins og áður segir, var vísitala framfærslukostnaðar 146 stig í nóvember 1963. Þann 1. október síðastliðinn var hún i orðin 177 stig. Hún hefur þann- | ig hækkað um 31 stig á þessum tæplega tveimur árum eða um 62 stig samkvæmt gömlu vísi- tölunni. Dýrtíðin hefur m. ö. o. aukizt um 31 stig til jafnaðar á ári í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar eða þrisvar sinn um hraðara en á árunum 1950 —1959. 100% hækkun ríkis- álaga síðan 1963 Það er hægt að nefna fleiri tölur, sem sýna, að vöxtur dýr- tíðarinnar og verðbólgunnar hef ur aldrei verið hraðari og meiri en tvö seinustu árin. Fjárlaga- frumvörpin eru ekki síður glöggur vitnisburður um þetta Á fjárlögum ársins 1963 eru allar tekjur ríkisins áætlaðar 2.194 millj. kr. Nú áætlar fjár- málaráðherra á fjárlagafrum- varpinu 1966 að tekjurnar verði 3.790 millj. kr. Þess ber svo að gæta, að sérstakra tekna er nú aflað vegna vegamálanna og eru þ~M- ekki f^-ðar á fjárlagafrum varpið fyrir 1966, en tekjuöflun vegna vegamálanna var færð á fjárlögin 1963. Ef þessar tekj- ur væru taldar með nú, færu tekjur ríkisins á fjárlagafrv. fyr ir 1966 yfir 4000 millj. kr. eða yrðu um það bil helmingi hærri en þær voru áætlaðar í f járlög- unum 1963. Ber ennfremur í þessum efnum að gæta þess, að yfirleitt hækkar tekjuáætlunin í meðferð þingsins. Tekjur ríkisins eða álögum- ar, sem það leggur á lands- menn, hafa þannig tvöfaldazt á þeim stutta tíma, sem Bjarni Benediktsson er búinn að vera forsætisráðherra. Oft hafa álög urnar tekið mikið stökk, en aldrei annað eins og þetta. Hvarvetna annarsstaðar í heim- inum myndi slík hækkun álaga þykja dæmi um algerlega óhæfa og óviðunandi eyðslu- og verð- bólgustefnu. Áhyggjulausir menn Þrátt fyrir það, að dýrtíðin og verðbólgan hafa magnazt hraðar seinustu tvö árin en nokkru sinni fyrr, eru forsætis ráðherra og fjármálaráðherra hinir kampakátustu og tala hreystilega um, að bjart sé fram undan, þjóðin eigi mörg góð tækifæri o. s. frv.! Nú er það alveg úr móð að blanda bjart- sýninni nokkrum áhyggjum, eins og Ólafur Thors gerði, þeg- ar hann varaði menn við, að allt væri unnið fyrir gýg, ef ekki tækist að stöðva verðbólg una. í staðinn gerir Bjarni Bene diktsson gys að Hermanni Jónas syni fyrir að hafa farið úr stjóm 1958 vegna þess, að ekki tókst að stöðva verðbólgu, sem var margfalt minni en sú, sem nú er fengizt við. Sama stefnan áfram í hinni nýju svokölluðu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er líka vandlega forðast að minnast á verðbólguna, eins og nokkurt vandamál, og því síður að bent sé á nokkur ný úrræði í þeim efnum. Þvert á móti er lofað, að óbreyttri stefnu skuli fylgt áfram! Dýr- tíðin skal m. ö. o. halda áfram að aukast þrefalt sinnum hraðar en á árunum 1950—59 og álög- ur ríkisins látnar tvöfaldast á þremur árum. Svo skulu menn bara vera bjartsýnir og vera ekki með neitt nöldur eins og Ólafur Thors um það, að allt sé unnið fyrir gýg, ef ekki tak- ist að stöðva verðbólguna. Það er úrelt hagfræði að dómi þeirra fjármálasnillinganna Bjama Benediktssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Magnúsar Jóns- sonar. Hin leiðin Einstaka sinnum virðist þó eins og ráðherrana rámi eitt- hvað í það, sem Ólafur Thors sagði á gamlárskvöldi 1962, og þeir hrökkvi við, þegar bent er á, að til sé önnur leið en sú, sem nú er fylgt. Þettta sést vel á þeim þrautskipulagða rógi, sem hafinn hefur verið gegn Ey- steini Jónssyni vegna þess, að hann hefur ekki aðeins varað sterklega við þeirri ógæfuleið, sem nú er fylgt, heldur bent á aðra leið, sem myndi draga úr verðbólgunni. Ýmist er lagt kapp á að halda því fram, að þetta sé eiginlega engin leið, sem Eysteinn Jónsson bendir á. eða að hún sé óhæf haftaleið! Þessi tvísöngur ber gott vitni um málstaðinn. Sannleikurinn er sá, að sú leið, sem Eysteinn Jónsson bendir á, þ. e. markviss fram- kvæmdaáætlun og skipuleg framkvæmd hennar, er nú far- in meira og minna erlendis með góðum árangri. Hana er hægt að framkvæma með miklu minni og einfaldari höftum en því gífurlega haftakerfi, sem nú er haidið uppi, m.a. með sparifjárfrystingu Seðlabankans. Þúsundir efnalítilla manna, sem eru í einhverjum framkvæmd- um, finna nú smjörþefinn af þessu haftakerfi stjórnarinnar, þegar þeir hrekjast banka úr banka, in þess að fá teljandi úr- lausn, meðan peningafurstar Sjálfstæðisflokksins byggja fleiri og stærri hallir en nokkru sinni fyrr. Svívirðilegasta haftakerfið Sannleikurinn er sá, að nú er haldið uppi á íslandi einu svívirðilegasta haftakerfi, sem hugsazt getur — haftakerfi sem er fyrst og fremst beint gegn þeim, sem efnalitlir eru, láns- fjárhaftakerfinu. Nú getur t. d. enginn efnalítill maður ráð ist í íbúðabyggingu öðruvísi en að fá áður iánsfjárloforð hús- naéðismálastjórnar. Peninga- mennirnir þurfa hinsvegar ekkert leyfi. Þeir skulu hafa ó- bundnar hendur til að ráðast i fullkomlega ótímabærar fram- kvæmdir meðan framkvæmdir alþýðumannan og atvinnuveg- anna mæta afgangi. Og raunverulega er það til þess að halda uppi þessu hafta- kerfi, sem verðbólgan fær að leika lausum hala. Það er ekki hægt að vinna gegn verðhólg unni, nema með markvissri stjórn á fjárfestingunni. Það er ekki hægt að vinna raunhæft gegn verðbólgunni meðan verð bólgubraskarar hafa ótakmark að frjálsræði. En frelsi þeirra má ekki neitt skerða að dómi núv. ríkisstjórnar. Þeir mega ekki vera háðir leyfum eða bönnum. En efnalitli ungi mað- urinn, sem vill hefjast handa um að byggja sér íbúð, verður að bíða eftir leyfi, ef hann vill verða aðnjótandi aðstoðar hús- næðismálastj órn ar. Á að vinna fyrir svg? Það er staðreynd, að verð- bólga og dýrtíð hafa magnast meira tvö seinustu árin en npkkru sinni fyrr. Það er göm- ul og ný staðreynd, að verði verðbólgan ekki stöðvuð, muni sú aðvörun Ólafs Thors rætast, að allt, sem vel hefur unnist, verður unnið fyrir gýg. Vill þjóðin láta það gerast? Vill hún fljóta að þeim ósi með ábyrgðarlitlum valdhöfum, sem viljandi og óviljandi loka aug unum fyrir þeirri staðreynd? Vill hún fara þessa leið? Eða vill hún reyna aðra leið, eins og aðrar þjóðir gera, tD að forð ast slíkan ófarnað. Framtíð hennar veltur á því, hvort hún velur heldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.