Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 10
10 TÍMINN SUNNUDAGUR 24. október 1965 fslenzka. kvennalandsliðið ásamt þjálfara og landsliðsnefndarmanni. 'Frá vinstri: Pétur Bjarnason, þjálfari, Sylvfa Hallsteinsdóttir, Edda Jónasdóttlr, Sigríður Kjartansdótir, Svana Jörgensdótir, Vigdís Pálsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jóna Þoriáksdótir, Elín Guðmundsdóttlr, Sig- ríður Sigurðardóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Sigrjður Jörgensdóttir og Sigurður Bjarnason, úr landsliðsnefnd. Femri röð: Jónjna Jónsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir og Rut Guðmundsdóttir. (Ljósm. Bjarnleifur.) „Bjóðum í dönsku „dragtirnar" ef okkur gengur vel“ Segir Sigríður Sigurðardóttir. Isl. kvennalandsiiðið fer utan í fyrramálið og leikur 2 leiki gegn Dönum. fslenzka kvennaliðið í handknattleik heldur utan í fyrra- málið, mánudag, og er förinni heitið til Danmerkur, þar sem liðiS á að mæta Dönum í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn fer fram á fimmtudaginn og hin nsíðari á laugardaginn. Báðir leikirnir eru liður í heimsmeistarakeppninni og ef ís- lenzku stúlkunum tekst að sigra þær dönsku, fá þær far- miða til Vestur-Þýzkalands, þar sem lokakeppnin fer fram í næsta mánuði. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn," sagði Sigríð- ur Sigurðardóttir, fyrirliði ísl. liðs ins, í stuttu spjalli við íþrótta- síðuna, og hún bætti við: „En við erum samt sem áður ekki eins bjartsýnar og dönsku stúlkurnar, a.m.k. erum við ekki búnar að fá okkur „dragtir" til að nota í loka keppninni í Vestur-Þýzkalandi eins og þær. En ef okkur gengur vel gegn þeim erum við staðráðn ar í að bjóða í „dragtirnar" — jafnvel þótt þær séu með dönsk- um litum“ Álíturðu ísl. liðið sterkara núna en í fyrra, þegar þið urðuð Norðurlandameistárar? — Já, tvímælalaust. Ég hugsa, að okkur gangi betur innan húss. En það verður líka að taka með í reikninginn, að dönsku stúlkum ar verða áreiðanlega sterkari inn anhúss og það verður þeirra hag ur, að þær leika báða leikina á heimavelli. Það er vissulega leið inlegt, að okkur skuli ekki gefast kostur á að leika annan leikinn hér heima, því áhorfendur veita alltaf vissan stuðning. Hvernig hafa æfingarnar gengið? Vel og stelpurnar hafa sýnt mikinn áhuga. Við erum allar sam an staðráðnar í að gera okkar bezta, en við gerum okkur fulla grein fyrir, að við eigum erfiða I leiki fyrir höndum. Þetta sagði Sigríður Sigurðar- dóttir. Vonandi tekst henni að leiða lið sitt fram til sigurs gegn Dönum. ísl. stúlkunum tókst ekki að sigra Dani í Norðurlandamót- inu í fyrra, en leiknum lauk með jafntefli. Hins vegar unnu þær öll hin löndin og hrepptu Norð- urlandameistaratitil. Þess má að lokum geta, að ísl. liðið fer utan í fyrramálið með Flugfélagsvél og fer beina leið til Kaupmannahafnar, þar sem dval- ið verður fram að leikjum, en báðir leikirnir fara fram í Kaup- mannahöfn. Munu stúlkurnar fá tvær æfingar úti á þriðjudag og miðvikudag. Alls eru 14 stúlk- ur i förinni, en auk þess verða með í förinni Pétur Bjarnason, landsliðsþjálfari og Sigurður Bjarnason frá landsliðsnefnd. Íþróttasíða Tímans óskar stúlk unum góðrar ferðar og góðs geng is. - alf. Guðmundur og Hörð- ur þjáHu hjá ÍR ÍR-ingar ætla að efla unglinga- starfsemina í sunddeildinni. Ný stjórn hefur tekið við störf- n hjá Sunddeild ÍR og hyggst in efla unglingastarfsemi innan i deildarinnar og hefur í því yni ráðið hina kunnu sund- enn, Guðmund Gíslason og Hörð ínnsson sem þjálfara. Fyrstu æfingarnar verða annað röld, mánudagskvöld, og er öllu ígu sundfólki boðið að mæta á Eingarnar. Undanfarin ár efur l átt á að skipa helzta afreks- fólki okkar á sundsviðinu og má í því sambandi nefna þá Guð- mund og Hörð og Hrafnhildi Guðmundsdóttur, en lítil rækt hefur verið lögð við unglinga- starfsemina innan félagsins og ÍR sárasjaldan átt keppendur í un_gl- ingaflokkunum. En nú vilja IR- ingar gera átak í unglingastarf- seminni og má segja, að vel hafi tekizt um val leiðbeinenda þar sem Guðmundur og Hörður eru. Guðmundur Gíslason Æfingar deildarinnar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 20. Hin nýja í stjórn Sunddeildar ÍR er skipuð I eftirtöldum mönnum: Formaður Hörður Finnsson er Örn Harðarson, en aðrir í stjórn eru þeir Atli Steinarsson, Jónas Halldórsson, Sigurjón Þórð- arson, Guðmundur Gíslason og Hörður Finnsson. IVetraræfingar frjálsíþrótta- Innanhússæfingar hefjast mánud. 25. október í íþróttahúsi K.R. við Kaplaskjólsveg og verða sem hér segir: Miðvikud. kl. 18,55-20,35: Ýms- ar tækniæfingar við hlaup, stökk og köst. Unglingum, sem hafa áhuga á að læra t.d. hástökk, stangarstökk og hlaupviðbragð, er ráðlagt að koma og reyna getu sína. Valbjörn Þorláksson, einn bezti stangarstökkvan Norður- landa mun sýna stangarstökk. í íþróttahúsi Háskólans. Mánudaga og miðvikudaga kl. 19,00-20,00: Þrekæfingar fyrir unglinga á ýmsum aldri. Aðrar æfingar verða eftir samkomulagi við þjálfara. v Þá er ráðgert, að Benedikt Jak- obsson haldi nokkra kennslufyrir- lestra um hinar ýmsu greinar frjálsíþrótta. Mun hann einnig þá sýna mjög fullkomnar kennslukvikmyndir, þar sem sýndir eru ýmsir frægustu af- | reksmenn í frjálsum íþróttum. Þjálfarar deildarinnar í vetur verða þeir Benedikt Jakobsson og hinn góðkunnl hlaupari og íþróttakennari Þórarinn Ragnars- son. KR-ingar. Klippið út æfinga- töfluna og geymið. Mætið vel frá byrjun og takið með nýja félaga. (Stjórnin). Arsþing GLI deildar K.R. Ársþing Gh'musambands íslands verSur háð í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal 1965 og hefst kl. 10 árdegis. Stjórn G.L.Í. HLAÐ RUM HlaSrúm henta ailstaðar: i hamdher hcrgítt, unglingaherbcrgiff, hjónaher- bergiiS, sumarbústaSinn, veiSihúsið, ■barnaheimili, lieimavistarshóla, hðtel. Helztu kostir Uaðrúmanna eru: ■ Rúmin má nota eitt og eitt sér cða hlaða þeim upp i tvrcr eða þijás hæðir. ■ Hægt er að iA auhalega: Náttborð, stiga eða hliðarborð. BÍ Innanmát rúmanna er 73x184 sm. Hægt er að fá rúmin mcð baðmull- ar og gúmmíclÝnum eða án <I\'na. ■ Rúmin ha£a þrefalt notagildr þ. e. kojur.einstaldingsnimog'hjónarúm. ■ Rúmin eru úr tckki eða úr brénni (brennirúmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmin eru öll í pörtmn og tekur aðeins um tvær mínútur að setja þau saman eða taka i sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKÚR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.