Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 24. október 1965 TÍMINN n VAR Á REKI Framhald af bls. 1. eins og fyrr segir Átti báturinn þó að vera kominn að fyrir sólar hring og vonzkuveður hafði geis að á þessum slóðum. Var báturinn þá nærri kominn upp í Búðahraun og mun ekki hafa átt eftir nema tveggja tfma rek. Þá er enn ótalið eitt mjög alvarlegt atriði: Enginn þeirra, sem á bátnum voru, virðist hafa verið skráður á hann, en það voru tveir karlmenn og ein kona. Hefur blaðið orð skipverja •sjálfra fyrir þessu, en fréttamað Ur blaðsins hitti þá aðeins að máli í morgun. Þeir sögðu einnig, að blysið, sem sást frá þeim, hefði verið þeirra síðasta blys, og tóku þeir það úr gúmbátnum, sem stað settur var uppi á stýrishúsi báts- ins, og virðist hann hafa verið eitt af því fáa, er í lagi var um borð. Skýjaborgin fór á veiðar á miðvikudaginn og í fyrsta kasti fékk báturinn í skrúfuna, og hafði verið á reki síðan, eða í fulla tvo sólarhringa, eins og fyrr segir. Hér verður að teljast um furðu legan trassaskap á ýmsum svið- um að ræða, en því miður er þetta ekkert einsdæmi. Það verður að segjast eins og er, að útbúnaður og siglingar á smábátum hér við Faxaflóa er oft fyrir neðan allar hellur og verður vart hjá þvj komizt að taka þessi mál fastari tökum. Menn sigla þessum bátum úr höfn þótt misjafnt veður sé í nánd, og leita svo hafnar án þess að gera nokkuð vart við sig. Síðan er farið að óttast um þá í landi og leitað aðstoðar Slysa- varnafélags og Landhelgisgæzlu og starfsmenn þessara aðila Ódýrt — Góð kaup Sængurver einiit Sængurver röndótt Koddaver einlit Koddaver röndótt Lök kr, 190.00 — 215.00 — 38.00 — 40.00 — 101.00 Sveinspróf í húsasmíði Þeir meistarar, er ætla að láta nema ganga undir sveinspróf á þessu hausti sendi umsókn fyrir 28. október til formanns prófnefndar, Gissurar Sím- onarsonar, Bólstaðahlíð 34, ásamt eftirtöldum gögnum: 1. Námssamningum. 2. Burtfararprófi frá iðnskóla. 3. Yfirlýsingu frá meistara um, að námstíma sé lokið. 4. Fæðingarvottorð. 5. Próftökugjald. Prófnefndin. ÞAKKARÁVÖRP Kærar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu 15. október s.l. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Jónsdóttir, Núpsdalstungu. Hjartans þakkir til allra þeirra, er glöddu mig með gjöfum og skeytum á fimmtugsafmæli mínu 22. októ- ber s.l. Sigríður Andrésdóttir frá Þórisstöðum. Konan min og móðir okkar Sólveig Kristbjörg Magnúsdóttir andaðist 22. þ. m. Eiríkur Guðjónsson og börn. Inniiegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Maríu Ólafsson Ása Traustadóttir, Óiafur Traustason, Pétur Traustason, Theódóra Óskarsdóttir, Jóhanna Traustadóttir, Jón Guðnason, og barnabörn. leggja sig oft í beina lífshættu vegna trassaskapar þessara sjó- manna, fyrir utan það, að svona atvik geta hreinleg sljóvgað ár- vekni þeirra aðila, sem annast björgunarstörf, án þess að verið sé að halda því fram, að svo hafi enn orðið. Vélbáturinn Skýjaborg er 12 tonn að stærð, byggður úr furu og eik í Hafnarfirði árið 1962. Eig andi er skráður í sjómannaalman aki fyrir '65 Kjölur h.f. Reykja- vík, en eins og fyrr segir var einhver fisksali með bátinn á leigu. Það var varðskipið Þór, sem fann bátinn, og skipherra var Guð mundur Kjærnested. SIF TÓK F,’amhald al t>ls. 1 Þetta er í fyrsta skipti, sem Sif tekur togara að landshelgis- veiðum, en eins og komið hefur fram í fréttum hefur hún oft stað- ið báta að veiðum. Eins og fyrr segir var Þröstur Sigtryggsson skipherra á flugvélinni, en Þórar- inn Björnsson var skipherra á Óðni. Enn er ekki lokið dómsmeðferð í máli skipstjóranna á þeim tveim togurum Bæjarútgerðar Reykja- víkur, sem voru teknir að land- helgisveiðum á Faxaflóa í fyrri- nótt, en munnlegur málflutningur mun fara fram fyrir Sakadómi Reykjavíkur síðdegis í dag. HEIMANMUNDUR Framhald af 6. siðu Nei, þau heyra ekki undir flokkinn, en þrír fjórðu hlutar hinna félagsbundnu kvenna eru sósíaldemókratar. Hve fjölmenn eru þessi sam- tök? í þeim eru um 450 þúsund konur. Á vinnuaflsmarkaði hér eru um 37% konur og er það hæsta talan í löndum Vestur- Evrópu. En það er ekkert nýtt fyrirbæri. Austurrískar konur hafa um aldir starfað mi'kið utan heimila sinna. Eru kaupgjaldsmál aðal- verkefni samtakanna? Nei, hér eru verkföll afar sjaldgæf og má segja, að kaup- gjaldsmálin séu orðin tiltölu- lega lítill þáttur í starfinu. Þess í stað eru það fræðslu- og menningarmál, sem mest rúm skipa, enda fá samtökin verulegt fjármagn til umráða í því skyni. Verkalýðssamtökin hafa eiginn skóla, þar sem kenndar eru margar verklegar greinir, auk bóknáms, t.d. í þjóðfélagsfræðum. Við styrkj- um starf „Volkstheater" — leikhússins, sem staðsett er hér skammt frá, ekki einasta svo að starfsemi þess hér í borg- inni beri sig, heldur líka til þess, að það geti sent leik- flokka út á land. Við viljum kynna verkalýðnum góða leik- list og tónlist og komi hann ekki í leikhúsin og á tónleik- ana, þá sendum við listamenn- ina til hans á vinnustaðina. Við styðjum og örvum hvers kon- ar listiðkun meðal félags- manna, gerum allt sem hægt er, til að venja menn á að verja frístundum sínum heldur við skapandi, listrænt starf, en í kvikmyndahúsum eða við sjónvarp. Við höldum list- sýningar, ekki einasta á viður- kenndum listaverkum, heldur og á verkum tómstundalista- manna, og við reynum að kynna nútímalist, þó að það sé stundum þungur róður. Það er enginn vandi að fá menn til að viðurkenna að Rubens sé góður málari, en það er erf- iðara að -fá menn til að-.meta og viðurkenna verk sámtíma- manna. Innan samtaka okkar eru félög fyrir um það bil sextán starfsgreinar. Auðvitað hafa þær að nokkru sín sérvanda- mál, en það fer oft svo, að þegar málefni eru kynnt á víðara vettvangi, þá sameinast heildarsamtökin um lausn þeirra, sem þá er auðveldari í framkvæmd. Heildarsamtök- in hafa starfslið og fjármagn í sínum höndum og geta miðl- að fé til þeirra félaga, sem minna bolmagn hafa. Við leggjum mikla áherzlu á aukna menntun allra verka- kvenna. Þróunin gengur — og á að ganga — í þá átt, að menntunarlega og launalega minnki bilið á milli mannsins, sem gengur með hvíta flibb- ann og þess, sem er í vinnu- gallanum. Öll tækniþróun nú- tímaþjóðfélags stefnir í þá átt. Eru þá konurnar, sem eru 37 hundraðshlutar vinnuafls- ins, sérmenntaðar eða ófag- lærðar? Því miður eru margar kon- ur án sérmenntunar, en það er óðum að breytast. Árið 1951 fóru aðeins 32% af stúlkum, sem lokið höfðu skyldunámi, í einhvers konar framhaldsnám, en tíu árum síðar, árið 1961, fóru 56% af þeim. í fram- haldsnám. Þrátt fyrir þetta eru 42% iðnverkamanna sér- menntaðir, en aðeins 14% kvennanna. En þetta stendur til bóta, ekki sízt vegna þess, að fleiri og fleiri foreldrum verður ljóst, að bezti heiman- mundur, sem þeir geta gefið dætrum sínum, er góð mennt- un. Við slitum talinu og ég gekk aftur út I borgina, þar sem María Theresía reisti fyrstu barnaskólana fyrir almenning, bárinaði pyndingar, og skipaði dætrum sínum að prjóna sjálf- ap sokkana sína. Sigríður Thorlacíus. Útvegum meS stuttum fyrirvara fulkomin löndunar- kerfi til löndunar á SÍLD, frá Bandaríkjunum. Lönd- unarkerfi þessi hafa áratuga reynslu aS baki sér og hafa gefiS sérstaklega góSa reynslu. MeS okkar löndunarkerfum getum viS boSiS ySur: Mikil afköst — 300 tonn á kfukkutímann. Fullkomna nýtingu aflans og SÍLDINA vigtaSa um leiS, Sjáum um uppsetningu og veitum alla tæknifræSilega þjónustu. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA. SJÓVER H.F. AUSTURSTRÆTI 14, REYKJAVÍK, SÍMl 22870. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson SKÚLATÚNI 6, REYKJAVÍK, SÍMAR 15153, 23520.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.