Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1989
mmmmm
ISteXJiás
iktorsgröfur: CAT 426 '87
FORD COUNTY '82
JCB 3XD4 '82
JCB 3XD '80
CASE 580F ’80-’81
CASE 580G '83-'87
CASE 680 '79
MF 50HX '82
Traktor: FORD 6610 '88
Beltagröfur: CAT 225 '80
IHJUMBO 630 '80
OK RH9 '84
OK RH6 '74
OK RH12 '77
J.C.B. 807b '80
KOMATSU PC 200 '82
ALLAR UPPLYSINGAR HJA SÖLUMANNI
HjHEKLAHF
Laugavegi 170-174 Sími 695500
Caterpillar. Cat og CB eru skrásett vörumerki.
CATERPILLAR
YFIR 40 ÁRA FORYSTA Á ÍSLANDI
Jóhannes Páll Il.páfi
heimsækir ísland 1989
Cltnstwníty
tr« ICíHíód
N* Mwi II
Nýr
minja
gripur
Höfðabakka 9
Sími685411
WordPerfect 5.0
(Ný útgáfa) 23.-26. maí Kl. 9-13
Námskeið fyrir byrjendur (ný útgáfa). Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í
allar helstu skipanir í WordPerfect. Æfingar með áherslu á uppsetningu og útlit texta,
leiðréttingar með notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun.
A TH: 1/R og ftéiri stéttarfélög styrkja félaga sina tii þátttöku
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur j
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. !
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
WordPerfect 5.0 18. og 22. maí kl. 9-13
(Ný útgáfa)
4. klst. uppfærslu námskeið fyrir þá sem hafa þekkingu á WP-ritvinnslu 4.1 eða 4.2.
• ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku
Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur a.
Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. f
Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf.
Sinfóníu-
tónleikar
Tónlist
JónÁsgeirsson
Næstsíðustu tórileikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands voru haldnir í Háskóla-
bíói, sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru
Punktar eftir Magnús Blöndal Jóhanns-
son, Keisarakonsertinn, eftir Beethoven
og fimmtánda sinfónían eftir Shostako-
vitsj. Stjórnandi var Alexis Hauser en
einleikari Halldór Haraldsson.
Magnús Blöndal samdi tónverkið
Punkta árið 1961 en í stríðslok, árið
1945, upphófust stormasöm átök lista-
manna um allan heim, þar sem gömul
gildi og fagurfræðileg lögmál voru mis-
kunnarlaust tekin til endurmats. Meða!
þeirra, sem hér á landi veltu af sér oki
hefða og reyndu að fínna nýjar leiðir í
listrænni tjáningu, var Magnús Blöndal
Jóhannsson. Hann er okkar frumheiji
á sviði raftónlistar og gerði einnig ýms-
ar tilraunir með formgerðir og raðkerfi
Punktar er skýrt í formi, tónmálið einf-
alt og oft nánast einraddað en að formi
til skiptist það í raf- og hljóðfæratón-
list. Hvaða þýðingu sem raðkerfi geta
haft fyrir listskapendur, þá er það ljóst
að þau eru nær því gagnslaus fyrir
hlustandann, því það er heymarleg upp-
lifun hans og áorkan tónlistarinnar, sem
skiptir máli. Það var ánægjulegt að
heyra þetta 27 ára gamla verk og í
raun merkileg upplifun að heyra stað-
festingu á því, hvað tónsmiðir dagsins
í dag hafa gengið skamma leið „götuna
fram eftir veg“, því enn eru menn að
fást við það sem var spásögn hjá Magn-
úsi Hauser sem stjórnaði verkinu af
alúð og lagði áhersiu á nákvæmni og
skerpu í hljóðfalli, sem er mikilvægur
þáttur í framvindu verksins og átti sinn
þátt í ágætum flutningi hljómsveitar-
innar.
Annað verkið á efnisskránni var keis-
arakonsertinn eftir Beethoven, þetta
tignarlega og rismikla verk var dauflega
leikið, eins og einleikarinn, Halldór
Haraldsson, teldi sig þurfa að leika
verkið með gát, sérstaklega í fyrsta
kaflanum, sem þó var ekki með öllu án
hnökra. Margt var þokkalega leikið,
einkum hægi þátturinn, en í síðasta
þáttinn vantaði allan háska og kraft
og fyrir bragðið var ekki að heyra þær
andstæður sem Beethoven leikur með,
andstæður í styrk og hraða er sveiflast
á milli undursamlegrar viðkvæmni og
ofsafenginna átaka- sem þó eru hamin
af klassískum viðhorfum varðandi jafn-
vægi í formi og hreinleika tónmálsins.
Síðasta verkið á efnisskránni var sú
„fimmtánda" eftir Shostakovitsj. Þetta
er einkennilegt verk og í því vitnar
hann í önnur tónskáld en í öðrum þætti
og til loka verksins er það einmanaleik-
inn sem ræður ríkjum, þó á milli megi
heyra hæðnisglósur. Trúlega eru þær
ætlaðar stjórnvöldum, sem í þrammandi
ofbeldi sínu auglýstu aulahátt sinn og
listheimsku, með því að ætla sér að
segja listamönnum til. Gamla fólkið
sgði að „menn vissu ei á hvaða stundu
þeir mæltu“ og nú er það Shostakovitsj
sem les sögumönnum fyrir en andskotar
hans verða aðeins munaðir fyrir afglöp
sín. Tónmál verksins er að miklu leyti
unnið eins og kammerverk, þar sem
mæðir mjög á einstaklingnum og má
segja að þar hafi veikleiki verksins orð-
ið einkum áberandi, því í raun þarf
ígildi einleikara til að skila verkinu með
glæsibrag. Þrátt fyrir þetta var flutn-
ingur Sinfóníunnar, þegar til heildarinn-
ar er litið, nokkuð góður undir stjórn
Alexis Hauser.