Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUPAGUR 14. MAÍ 1989 Sigurjón S. Magnús son - Kveðjuorð Foreldrar Siguijóns Schevings voru hjónin Sigurjóna Soffía Sigur- jónsdóttir frá Saltvík á Kjalamesi, f. 7. ágúst 1896, og Magnús Jóns- son frá Snjallsteinshöfða í Land- mannahreppi f. 29. ágúst 1890, d. 18. des. 1976. Magnús var lengi kyndari og við- gerðarmaður hjá Kveldúlfí og fleiri fynrtækjum í eigu Thors Jensen. í tómstundum sem vom oft stop- ular iðkaði Magnús, faðir Sigur- jóns, hljóðfæraleik, sönglist, út- skurð og bókband. - Foreldrar Siguijóns eignuðust sex börn og var hann þeirra eini sonur og hið fyrsta sem fer yfir móðuna miklu. Á uppeldisámm Siguijóns var kreppa í landi og þá reyndi á sam- heldni íjölskyldunnar í baráttunni við erfiða lífshætti. Þegar Siguijón var innan ferm- ingar, fékk hann vinnu við að sendast fyrir verslun sem var í ná: grenni við heimili fjölskyldunnar. í því sambandi er í minnum haft að fyrstu launin sem hann vann sér inn gaf hann foreldram sínum, til að létta þeim heimilisreksturinn. Alla tíð síðan var hann hjálpsamur, veit- andi og tillögugóður hvar sem hann vissi af erfíðleikum. Siguijón hóf nám í bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálmssyni árið 1943. Var hann þá í Iðnskólanum sem þá var kvöldskóli. Hann fékk sveins- bréf í bifvélavirkjun 1946 og meist- arabréf 1951. Lauk námskeiði í Lögregluskóla ríkisins árið 1964 og yfírmanna- námskeiði 1977. Hann tók öku- kennarapróf árið 1969 og kenndi til minna prófs ökumanna um nokk- urra ára skeið, einkum á Austur- ^iandi. Var bifvélavirki á Reyðarfirði 1948—62. Rak eigið verkstæði 1952-62. Siguijón var skipaður lögreglu- þjónn á Reyðarfirði 4. ágúst 1962. Hann var síðan skipaður varðstjóri í lögreglu ríkisins 1. feb. 1978. Árin 1950—70 gegndi hann stöðu slökkviliðsstjóra á Reyðarfírði. í bmnamálanefnd og bygginganefnd 1966—74. Stefnuvottur frá 1966. Skipaður prófnefndarmaður við sveinSpróf í bifvélavirkjun 1963. Meðal stofnenda Iðnaðarmannafé- lags Reyðarijarðar 1960 og fyrsti formaður þess. Organisti við Búðar- eyrarkirkju. Vann að stofnun Lions- klúbbs Reyðarfjarðar 1965 og í '-stjóm hans um tíma. Viðurkenn- ingu fékk hann frá framkvæmda- nefnd „Hægri umferðar" 1968. í júní 1946 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Önnu Pálínu Guðrún P. Eyfeld, Benedikt E. Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Guðlaugur L. Pálsson, Njála Vidalín, Stefánsdóttur, f. 14. júlí 1933, fisk- matsmanns á Bóndastöðum, Reyð- arfírði, Bjamasonar og k.h., Sigríð- ar Jónsdóttur. Siguijón og Pálína hófu búskap í Reykjavík en fluttu fljótlega til Reyðaríjarðar eftir að Siguijón lauk námi frá Iðnskólanum. Þegar austur kom eignuðust þau fljótlega hús og þar fæddust flest þeirra böm, en þau urðu alls átta. Eitt þeirra misstu þau fárra vikna gamalt. Þau böm sem upp komust em: Stefán, verslunarmaður í Kaupmannahöfn, kvæntur Margréti Scheving. Grétar, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kona hans Ingunn Emilsdóttir. Ragnar, stýrimaður á Hvammstanga, kvæntur Svölu Ólafsdóttur. Ánna, póstfulltrúi á Akureyri, gift Baldvini Baldvinssyni forstjóra. Siguijóna, verslunarmað- ur í Hafnarfírði, gift Halldóri Bjömssyni flokkstjóra. Finnborg, ráðgjafarfóstra í Kópavogi. Aðal- bjöm, vinnuvélastjóri á Reyðarfirði, kvæntur Önnu Björnsdóttur. Sonarsonur þeirra Siguijóns og Pálínu, Siguijón Scheving Stefáns- son, var alinn upp hjá afa sínum og ömmu sem þeirra barn væri. Siguijón átti við veikindi að stríða hin síðari ár og fluttu þau hjón suður árið 1980 og bjuggu í Kópavogi. Við það lagaðist mjög aðstaða til læknishjálpar. Einnig urðu tengsl fjölskyidunnar sterkari þar sem flest böm þeirra hjóna, bamabörn og vinir bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu. Eg og íjölskylda mín þökkum þeim hjónum ógleymanlegar mót- tökur og dvöl á heimili þeirra fyrr og síðar, á Reyðarfírði. Vom þau óþreytandi við að sýna gestum sínum ótalmarga sögustaði bæði til lands og sjávar á Austurlandi. Vegna stórkostlegrar gestrisni þeirra hjóna var jafnan mannmargt í kringum þau. Áhugamál Siguijóns vom margvísleg og er ekki vafí á að hið ríka listamannseðli hans hafí orðið til þess að vekja athygli þeirra sem til þekktu. Að hlusta á hann leika á orgel var mikil unun. Hann var eftirsóttur bókbindari og vandvirk- ur. Hann safnaði frímerkjum og var safn hans vel skiputagt og þekking hans á póststimplum og póstsögu var sérstaklega auðsæ í þeirri röðun sem hann fylgdi í þeim fræðum. Guð, heit eg á þig, að þú fræðir mig, minnst, mildingr, mín, mest þurfum þín. Pétur Eyfeld, Svala Erneste, Stefán Hjaltested, Eyrún Magnúsdóttir, Gísli Ö. Ólafsson. Ryð þú, röðla gramr, ríklyndr og framr, hölds hverri sorg úr hjarta-borg. (Kolbeinn Tumason.) Þegar litið er yfir ævi Siguijóns er ótrúlegt hve miklu er hægt að koma til skila með blessunarríkum árangri. Eg lýk svo þessum orðum með því að biðja góðan Guð að styðja og blessa eftirlifandi konu hans, böm þeirra og bamaböm og háaldr- aða móður. Gestur Hallgrímsson Allt veita guðir, óendanlegir, ástvinum sínum til fulls: Gleðinnar ómæli öll, þrautanna ferlegu §öll- til fulls. (Goete. Þýðing: Yngvi Jóhannesson) Ég vil með nokkmm orðum kveðja gamlan kennara minn og félaga, Siguijón Scheving Magnús- son. Hann fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1923, og lést á heimili sínu í Hafarfirði 10. apríl síðastlið- inn. Siguijón ólst upp í Reykjavík og lærði bifvélavirkjun hjá Agli Vil- hjálmssyni. Hingað til Reyðarfjarð- ar fluttist hann 1953 ásamt eftirlif- andi eiginkonu sinni, Pálínu Stef- ánsdóttur frá Reyðarfírði. Fljótlega eftir komuna var byggt íbúðarhús, og skömmu síðar verkstæðishús. Hér á Reyðarfirði starfaði hann meðan stætt var, bílaverkstæðið rak hann í 10 ár, eftir það var hann lögregluþjónn hér í mörg ár. Um svipað leiti og hann tók við starfi lögregluþjóns uppgötvaðist að hann hafði sjaldgæfan og alvarlegan sjúkdóm sem nú hefur hægt og þrúgandi lagt hann að velli. LEITIÐ FAGLEGRA UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SfMAR 686455 — 685966 W&SSÁ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR ÞÖRHALLSDÓTTUR. Haukur Pálsson, Guörún Helga Hauksdóttir, Gunnar Haraldur Hauksson Sigurjón Páll Hauksson, Kristín Hulda Hauksdóttir, Haukur Hauksson, Unnur Erna Hauksdóttir, Jónas Guðgeir Hauksson, Júlíana Hauksdóttir, Guðfinna Hauksdóttir, ömmu- og Jóhann Orn Guðmundsson, Kristi'n Jóna Guðjónsdóttir, Gylfi Jónasson, Ulla Harbo, Ólafur Örn Valdimarsson, Hildur Pétursdóttir, Loftur Ólafur Leifsson, Hafliði Halldórsson, langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför foreldra okkar og tengdaforeldra, PALS V. MAGNÚSSONAR og NJÁLU EGGERTSDÓTTUR, Skúlagötu 66, Reykjavík. POTTROR OG FITTINGS Börnin urðu mörg og það þrengd- ist um í litla húsinu sem fyrst var byggt. 1960 keyptu þau stærra hús við Heiðarveg 6, og bjuggu þar uns þau fluttu suður fyrir nokkurm ámm, en þá hafði heilsu Siguijóns hrakað mikið. Síðustu árin hafa verið erfið, en þau hjónin vom mjög samhent, og Pálína hefur alltaf verið við hlið manns síns og annast hann, en það gat að mestu dvalið á heimili sínu þar til yfír lauk. Hjá Siguijóni lærði ég iðn mína, og við unnum saman í 5 ár. Sigur- jón var ákaflega góður húsbóndi og vinnufélagi. Okkar samkomulag var sérstaklega gott, hann var meistarinn, ég var lærlingurinn og kennsluskyldu sinni sinnti hann eins og best var á kosið. Síðan em liðin mörg ár, ég hef unnið að ýmsum störfum með fjöldamörgum og enn hef ég engan hitt sem er betri vinnufélagi en Siguijón var. Tveir vom þeir eiginleikar Sigur- jóns sem ég minnist sérstaklega, en það vom glaðlyndið og greið- viknin. Honum veittist létt að gera að gamni sínu, og þó illa gengi stundum, leit hann með bjartsýni fram á við, mér fannst hann alltaf í góðu skapi. Hann kunni ekki nokk- urri bón að neita, gerði jafnvel sjálf- ur sér ógagn til að geta greitt fyrir örðum. Ferðamenn gátu fengið við- gerð á bílum sínum hvenær sem var, og ef að þurfti að ljúka áríð- andi verkefni var unnið nótt sem dag. Það er gott að hafa um stund verið samferða slíkum manni, af því ferðalagi á ég góðar minningar. Við hjónin sendum Pálínu og börnunum samúðarkveðjur. Vigfus Ólafsson Búðareyri 3, Reyðarfirði Rósamunda G. Jóns- dóttir - Minning Fædd 28. maí 1895 Dáin 4. maí 1989 Nú hefur verið lögð til hinstu hvíldar mikil sæmdar- og mann- kostakona, Rósamunda Guðrún Jónsdóttir frá Mýmm í Dýrafirði. Síðustu æviárin dvaldi hún á Elli- heimilinu Gmnd, þar sem hún fékk góða umönnun og var hugljúfi og eftirlæti allra. Heimsóknir okkar launaði hún ávallt með sínu ljúfa brosi og innilegu þakklæti. Eftir langa og starfsama ævi var hvíldin kærkomin. Rósamunda hefði orðið 94 ára nú 28. maí. Rósa, eins og hún var alltaf köll- uð, kom á heimili foreldra okkar, þegar Hanna — Soffía systir mín fæddist og bjó þar í tæp 50 ár, sem ein af fjölskyldunni. Hún var fóstra okkar systkinanna og börnum okkar sem önnur amma. 1 Alltaf var hægt að treysta á og leita til Rósu, ef við þurftum á ein- hverri hjálp að halda, til dæmis við heimilisverkin, í veislum og við börn- in okkar var hún einstaklega um- hyggjusöm. Oft fluttist hún inn á heimili okkar systkinanna til að gæta bús og bama, þegar við bragð- um okkur til útlanda. Hún bjó til góðan mat og pönnukökurnar henn- ar vom frábærar, þegar þær vom bomar fram, þá var mikil veisla. Rósamunda var hávaxin, svip- mikil fríð kona með mikið svart hár og dökk augu. Sérlega skapgóð, hæglát, grandvör og með eindæmum nægjusöm og alltaf svo þakklát fyr- ir það sem fyrir hana var gert. Hún var góð kona. Okkur þótti innilega vænt um hana. Með þessum örfáu línum vijjum við kveðja Rósu okkar með virðingu og kæru þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur á liðnum ámm. Blessuð sé minning hennar. Aðstandendum hennar votta ég mína innilegustu samúð. Valdís Blöndal ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag- Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var jafnframt firmakeppni félagsins. Spilað var í 14 para riðli og urðu úrslit þessi: Skóladagheimilið Höfn: Ragnar Ragnarsson — Stefán Oddsson '188 Raftog hf.: Hjálmar S. Pálsson — Hólmsteinn Arason 184 Útvegsbankinn, Hólagarði: Friðrik Jónsson — Bjöm Svavarsson 183 Sölunefnd varnarliðseigna: Leifur Karlsson — Bergurlngimundarson 178 Bflaverkstæði Steindórs: María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 173 Kjötborg: Óskar Sigurðsson — Róbert Geirsson 169 Nýja sendibílastöðin: Guðbrandur Guðjohnsen — Magnús Þorkelsson 155 Næsta þriðjudag verður síðasta spila- kvöld starfsársins og verða þá afhent verð- laun fyrir aðalkeppni vetrarins. Spilað verð- ur Iétt rúbertubrids. Sumarbrids Sumarbrids 1989 hófst sl. þriðjudag, með þátttöku tæplega 40 para. Spilað var i 3 riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A-riðill: Eiður Guðjohnsen — Gunnar Bragi Kjartansson 253 Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 246 Björn Arnarson — Stefán Kalmannsson 242 Lovísa Eyþórsdóttir — Ólína Kjartansdóttir 234 Hrefna Eyjólfsdóttir — Sæmundur Björnsson Baldvin Valdimarsson — 231 Ólafur H. Ólafsson B-riðill: Alfreð Alfreðsson — 231 Bjöm Þorvaldsson Lánis Hermannsson — 194 Óskar Karlsson Bernódus Kristinsson — 177 Murat Serdar ' Guðjón Sigurðsson — 175 Sævin Bjarnason 174 Steinberg Ríkharðsson — ViktorBjömsson Aron Njáll Þorfmnsson — 174 Þorfinnur Karlsson C-riðill: Anton R. Gunnarsson — 171 Friðjón Þórhallsson Árni Loftsson — 100 Steingrímur G. Pétursson Jakob Kristinsson — 88 ÓlafurLárusson 84 Næsta þriðjudag verður Sumarbrids fram haldið í Sigtúni. Húsið verður opnað kl. 17.30, og hefst spilamennska í hveijum riðli um leið og hann fyllist. Síðasti riðill hefst um kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk velkomið meðan húsrúm leyfír. Bridsklúbbur hjóna Sveit Erlu Sigurjónsdóttur sigraði í sveitakeppninni með miklum yfírburðum með 219 stig. Ásamt Erlu spiluðu Krist- mundur Þorsteinsson, Hulda Hjálmarsdóttir og Þórarinn Andrewsson. Röð næstu sveita varð þannig: 2. sv. Ólafíu Þórðardóttur 189 3. sv. Hrundar Einarsdóttur 182 4. sv. ValgerðarEiríksdóttur 178 5. sv. Dóru Friðleifsdóttur 177 Aðalfundur Klúbbsins, sem jafnframt er árshátið, verður haldinn á Hótel Sögu laug- ardaginn 20. mai og hefst kl. 18.30 og eru allir félagar hvattir til að mæta stundvís- lega. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Hauki Harðarsyni síma 72008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.