Morgunblaðið - 14.05.1989, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR
ISLAND TEKIÐ
MEÐ TROMPI
LEIKLIST
ÞEGAR ÉG ER ORÐIN(N)
SUNNUDAGUR
14. MAÍ 1989
BLAÐ
[
Þrjú hundruð börn hafa nú
lært að dansa eins og
MICHAEL
JACKSON
„Bad“ söluhæsta erlenda platan ó ís-
landi síðustu átta árin
■ Myndband um Jackson hefur selst í 2
þúsund eintökum
■ Yfir 20 þúsund manns hafa séð kvik-
myndina „Moonw'alker"
eftir Kristínu Marju Baldursdóttir
SSennilega hefur einn af merkilegri menningaratburðum bæjarins gerst á útmánuðum
þegar á annað hundrað drengir undir tólf ára aldri þyrptust beint úr fótboltanum í
dansskóla. Drengir sem aldrei höfðu látið sig dreyma um að stiga inn í slika stofnun,
enda ætluð stelpum að þeirra dómi, gerðust nú svo aðgangsharðir og djarfir á
dansgólfinu að undrum sætti. Eins og menn geta rétt ímyndað sér þá var það
hvorki rællinn né valsinn sem laðaði, slík spor taka þeir víst ekki ógrátandi, heldur
voru það spor, hreyfingar og hnykkir Michaels Jacksons sem teknir voru fyrir af
mikilli innlifun.
Margir foreldrar höfðu auðvitað tekið eftir furðulegum hlykkjum og sveiflum barna sinna sem
annars voru hin hlédrægustu að eðlisfari, og séð myndir og veggspjöld af karlmanni sem minnti á
konu í herbergjum þeirra, en kannski ekki alveg áttað sig á því í fyrstu hvað var að gerast.