Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Þversku rðarmynd
af mannshauskúpu,
sem Leonardó da Vinci
teiknaði árið 1489
■ Fólk ór öllum
stéttum og af bóðom
kynjum feitar til
sálfræöinga
■ Viðtal kostar frá
1500 - 2000 kr.,
hálfsárs meðferð
rómlega 50.000 kr.
■ Á þriðja tug starfa
sem klíniskir
sálfræðlngar
■ Um 12.000
íslenðingar leltuðu
til sáffræðinga ó
sfðasta ári
GUÐFINNA:
Sálfrœbin byggir á
rannsóknum - ekki
brjóstviti
SIGURJÓN:
Einstakt tœkifceri til ab
hafa áhrif á
einstaklinga
eftir Urói Gunnorsdóttur
VIÐ VILJUM öll vera heilbrigð á sál og líkama. Og vissulega
hefiir tæknin gert mörgum okkar það kleift. Þær framfarir sem
hafa orðið í læknavísindum hafa aukið lífslíkur okkar nyög og
vakning í hollum lifnaðarháttum hefur orðið til þess að heilsufar
okkar er betra en nokkru sinni. En framfarir hafa ekki orðið til
þess að útrýma kvíða og þunglyndi, hjónaskilnuðum, geðrænum
vandamálum, sumir telja þvert á móti. Þó að læknar geti með
lyfjagjöfum hjálpað þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða
eru ekki öll vandkvæði þar með leyst. Þeim fjölgar sífellt, sem
telja sig ekki veika, en þurfa engu að síður á utanaðkomandi
hjálp að halda við að leysa úr vandamálum sínum. Sú stétt manna
sem öðrum fremur er fólki til aðstoðar við slíkt eru sálfræðingar.
Við þekkjum öll klisjuna um sálfræðinginn og sjúklinginn á
bekknum. Sá segir öllum þeim sem heyra vilja að hann sé hjá
sálfræðingi enda er það álitsauki en ekki endilega nauðsynlegt.
Það er ekki síst fyrir tilverknað bandarískra kvikmyndaleiksljóra
á borð við Woody Allen, sem þessi klisja hefur fest sig í sessi.
Sumir sálfræðingar hafa haldið því fram að eðlilegt sé að hver
og einn þurfi að leita til sálfræðings einu sinni eða tvisvar á
ævinni, ef tillit sé tekið til þeirra áfalla sem menn verða fyrir á
lífsleiðinni. Einnig hefúr verið áætlað að fimmti hver íslendingur
þurfi á hjálp að halda vegna geðrænna vandamála. En samkvæmt
könnun Rúnars Vilhjálmssonar heilsufélagsfræðings, sem birtist
í tímaritinu Mannlífi í mars síðastliðnum kemur í ljós að tæp fimm
prósent landsmanna, 20-70 ára, leituðu til sálfræðinga eða
geðlækna á síðustu tólf mánuðum. Láglekjufólk var stærsti
hópurinn en hátekjufólk kom sjaldnast. Konur reyndust helmingi
fleiri en karlar og háskólamenn nýttu sér þjónustuna í mun minni
mæli en þeir sem litla menntun höfðu.
ÁLFHEIUUR:
Hefeetíb undrast
hversufólk er ófeimib
vib ab leita til
sálfrcebinga
Sálarfræði var ekki viður-
kennd sem sjálfstætt fag
hérlendis fyrr en um
1970. En sá maður sem
telst fyrsti íslenski sál-
fræðingurinn, var Guð-
mundur Finnbogason,
prófessor í heimspeki og
síðar þjóðskjalavörður. Doktorsrit-
gerð hans, sem hann lauk um
síðustu aldamót, fjallaði um sálar-
fræði. Eftir Guðmund liggur fjöldi
sálfræðirita og var hann einn merk-
asti íslenski fræðimaðurinn á þessu
sviði. Þá má nefna prófessor Símon
Jóh. Ágústsson, sem m.a. ritaði þær
kennslubækur í sálarfræði sem
fjöldi íslenskra námsmanna las til
prófs.
Fyrsta stofnunin á íslandi sem
sálfræðingar störfuðu við var Geð-
verndardeild Heilsuverndarstöðvar-
innar, sem starfaði á árunum
1960-1970. Hún var eingöngu ætl-
uð börnum, unglingum og aðstand-
endum þeirra. Áður hafði þó verið
unnið að einstökum málum, allt frá
stríðslokum. Forstöðumaður Geð-
verndardeildarinnar, Siguijón
Bjömsson prófessor, segir gífurleg-
ar breytingar hafa orðið á þeim
tæplega þijátíu árum sem liðin eru
síðan starfsemi hennar hófst. Fyrst
hafi nær eingöngu komið þeir sem
nauðsynlega þurftu á meðferð á að
halda, einstaklingar sem oft voru
óvinnufærir sökum andlegra erfið-
leika. Nú komi ekki síður fólk sem
vilji átta sig betur á sjálfu sér, ná
Fólk skilur oft ekki
hvers vegnaþví líbur
illa
tökum á eigin lífi. „Fyrsta áratug-
inn fannst mér fólk vera hálfhrætt
við okkur sálfræðingana. Við vorum
fáir og umdeildir og það bar tölu-
vert á okkur enda vorum við mikið
í umræðu á opinberum vettvangi.
Fólk lét sér jafnvel detta í hug að
við vissum hvað það hugsaði, við
vorum kallaðir trúleysingjar og
sjálfur hlaut ég viðurnefnið „sálar-
lausi“ eftir deilur um staðsetningu
sálarinnar."
Árið 1965 var fyrsti sálfræðing-
urinn ráðinn við sjúkrastofnun hér-
lendis, er Gylfi Ásmundsson hóf
störf við Kleppsspítala. Nú vinnur
stór hluti sálfræðinga í heilbrigði-
skerfinu og sífellt stærri hluti al-
mennings telur starf þeirra jafn-
sjálfsagt og aðra heilbrigðisþjón-
ustu. Gylfi segir að ekki verði hjá
þvi komist að einhver rígur verði á
milli starfsstétta í heilbrigðisþjón-
ustunni, þar sem nýjar stéttir á
borð við sálfæðinga hafi verið að
hasla sér völl í jafn íhaldssömu
kerfi og hún sé. En sá rígur minnki
óðum. Sálfræðingar hafa þó ekki
aðgang að sjúkrasamlaginu ólíkt
nágrönnum okkar í Noregi og
Svíþjóð.
Ekki allir með full réttindi
Alls eru 125 manns í Sálfræð-
ingafélagi íslands. Margir þeirra
starfa sem ráðgefandi sálfræðing-
ar, í skólum, öðrum uppeldisstofn-
unum og á vinnustöðum. Aðrir
kenna eða vinna við eitthvað tengt