Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 C 7 sálarfræðinni, t.d. starfsmanna- stjórn, að ógleymdum klíniskum sálfræðingum. Þeir fást við sálsýk- isfræðina, afbrigði í persónuleika og skapgerð og geðræn vandamál. Klíniska sálarfræði mætti kalla „verklega“ sálarfræði, hún er upp- haflega stunduð á stofnunum eða geðdeildum og „snýr að því sem þarf að lækna eða laga,“ segir Gylfi Ásmundsson. Fjöldi þeirra sem hafa sérréttindi sem klíniskir sálfræðingar, fyllir ekki tuginn en engu að síður starf- ar á þriðja tug sem slíkir. Fjöldi sálfræðinga vinnur að því að öðlast þau réttindi en starfsþjálfunin tekur fjögur og hálft ár, að loknu embætt- isprófi í sálarfræði. Sálfræðingafé- lagið veitir slíka viðurkenningu en á döfinni er reglugerð um sérfræði- réttindi sálfræðinga. Gylfi segir það vilja brenna við að sálfræðingar auglýsi sig sem klíniska sálfræð- inga, án þess að hafa viðurkenningu frá félaginu. Þeir geti verið ágæt- lega hæfir, en hafi ekki formlega viðurkenningu og ættu því ekki að auglýsa sig sem slíkir. F'yrstu sálfræðingarnir sem opn- uðu eigin stofu voru Guðfinna Eyd- al og Alfheiður Steinþórsdóttir. Þær settu Sálfræðistöðina á fót 1983. Hjá flestum er vinna á eigin stofu einungis aukastarf. Mönnum ber saman um að hún sé til að drýgja tekjurnar en benda jafnframt á að það sé síður en svo rakin leið til auðæfa að reka eigin stofu. Kostn- aður við reksturinn sé töluverður auk þess sem mikil vinna liggi í undirbúningi hvers viðtals ef vel eigi að vera. „Sálfræðingur getur þénað vel ef hann vinnur mikið en það er lítið vit í að viðtölin séu fleiri en fjögur til fimm á dag, eigi hann að vera vel undirbúinn og geta einbeitt sér. Sálfræðingar hafa yfirdrifið að gera og mér sýnist þeim fjölga í takt við eftirspurn,“ segir Gylfi. Þá bendir Siguijón Björnsson á það að starf á stofu sé nauðsynlegt til að halda sér í eðlilegri þjálfun. Byggir á eðlilegri hegðun Sá sem mest áhrif hefur haft á sálarfræðina síðustu hundrað árin er læknirinn Sigmund Freud, sem innleiddi viðtalsmeðferðina. Víst er að áður hefur bijóstvit margra lækna sagt þeim hversu gott það gerir mörgum sjúklingum að tala við utanaðkomandi aðila. Enn má rekja margar kenningar og stefnur innan sálarfræðinnár til Freuds, þó að kenningar hans eins og þær voru settar fram í upphafi, eigi sér fáa fylgismenn núna. „Grunnmenntun okkar felst í því að læra um þróun einstaklingsins frá vöggu til grafar. Bæði eðlilega þróun og sjúklegt eða afbrigðilegt sálarástand. Sálarfræðin hefur sínar sérstöku rannsóknaraðferðir til að varpa ljósi á mannlega hegð- un og líðan. Þetta eru vísindi sem byggja á rannsóknum og vísinda- legum athugunum, ekki á bijóst- viti,“ segir Guðfinna Eydal. Það vill brenna við að menn setji undir sama hatt, geðlækna og sál- fræðinga. Þó að starfssvið þeirra sé oft á tíðum svipað og þeir vinni gjarnan saman, er ekki um sama fagið að ræða. Einungis geðlæknar hafa réttindi til lækninga og lyfja- gjafa. Sálfræðingar greina og meta vanda með sálfræðilegum aðferð- um, eru ráðgefandi eða stunda sál- fræðilega meðferð. „Það sérstaka við klínisku sálarfræðina er grein- ingin á vandamálum, meðferðin skarast oft við starf lækna en þessi hlutlæga lýsing á persónuleika og geðrænum vandamálum er grunn- urinn að meðferðinni. Sálfræðingar hafa átt þátt í að koma með ný sjónarhorn inní geðlækningar, t.d. að aðstoða sjúklinga til sjálfshjálp- ar, í stað þess að leggja þá inn þar sem þeir bíði lækningar,“ segir Gylfi. Tvær stefhur, ótal kenningar Tvær meginstefnur eru innan klínísku sálarfræðinnar, atferlis- stefnan og sáleflisfræðin og innan þeirra fjölmargar kenningar. At- ferlisstefnan afmarkast við ein- staklinginn sjálfan og miðar að því að einangra vandamálið. Dæmi um það er fælni, þar sem menn læra ný viðbrögð við því sem skelfir þá og sigrast þannig á vandanum. Sáleflisfræðin hefur þróast frá sál- könnun. Hún byggir á því að sál- arlífið sé síbreytileg orka og lítur á manninn í samspili við umhverfið. Langflestir sálfræðingar nýta sér báðar stefnurnar í meðferð. Þeim sem rætt var við ber saman um að ekki sé hætta á að einni ákveðinni aðferð sé beitt án tillits hvað sé að. Meðferð verði að sníða að þörfum hvers og eins. „Aðalatriðið er frel- sið til að haga meðferðinni eins og hver vill. Kenningarnar skipta vissulega máli en eru ekki höfuð- atriði,“ segir Siguijón. „Sálfræðingar hafa mismunandi afstöðu til kenninga og vandamála þess sem til þeirra leitar. Fyrir kem- ur að þeir sýna ekki nægilegan sveigjanleika, skortir víðtækari þjálfun eða aðferðir þeirra eiga illa við einstaka mann. En mér virðist sem einstrengisháttur hvað varðar stefnur sé að líða undir lok og að ráði sálfræðingar ekki við meðferð, vísi þeir á þá sem séu sérhæfðir í henni,“ segir Gylfi. Dýr þjónusta en nauðsynleg Sálfræðingum ber saman um að til þeirra leiti fólk úr öllum stéttum og af báðum kynjum. Konur hafi áður verið í meirihluta en nú séu hlutföllin næsta jöfn. Flestir séu á aldrinum frá þrítugu til fimmtugs, en auk þess eru börn gjarnan í meðferð hjá sálfræðingum. Eldra fólk leiti frekar til heimilislæknis, sem sé þá í raun í hlutverki sálfræð- ingsins. Allir eru sálfræðingarnir sam- mála um nauðsyn þess að geta leit- að til sálfræðings. „Það er mikil þörf fyrir sálfræðilega þjónustu. Það sést best á því hversu margir sækja til sálfræðinga þrátt fyrir hversu dýr þjónustan er,“ segir Gylfi. Til þess að koma til móts við ijárhag fólks, er lengd meðferðar stillt í hóf og meiri áhersla lögð á skammtímameðferð. Verð á tímum hjá sálfræðingum er nokkuð misjafnt, allt frá 1500 krónum og upp í 2700. Yfírleitt er verðið á bilinu 2000-2300 kr. Hálfs- ársmeðferð kostar því 50-60.000 kr ef miðað er við tíma einu sinni í viku. Að hjálpa sér sjálfur Flestir hérlendis fara í meðferð sem byggir á sálkönnun, einu sinni til tvisvar í viku í hálft til eitt ár. Einnig er talsvert um hópmeðferðir og námskeið. Sálfræðingamir segj- ast leggja áherslu á að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft og vilja ekki kalla þá sjúklinga, sem til þeirra leita. Enn mun þó vera nokkuð um það að fólk sem kemur til sálfræð- inga komi til að láta lækna sig og er ekki reiðubúið að vinna sjálft í sínum málum. Langflestir þeirra sem til sál- fræðinga leita, koma af sjálfsdáð- um. Þó eru einnig þeir sem koma fyrir áeggjan annarra eða með maka sínum, t.d. vegna hjóna- bandsörðugleika. Árangur af slíkri meðferð er ekki sem skyldi enda viðurkennt að innri hvöt eða vilji til að takast á við vandamál eru nauðsynleg ef árangur á að nást og flestir þekkja líklega hversu erf- itt er að vinna með þeim sem er því mótfallinn. „Þeir leita sér helst hjálpar sem skynja að eitthvað er að. Þeir sem eru virkilega veikir koma ekki, nema fyrir utanaðkom- andi þrýsting," segir Gylfi. „Menn eru farnir að mæla með sálfræðing- um eins og t.d. læknum ef þeim sýnist einhver þurfa á aðstoð að halda. En þegar þeir benda á ákveð- inn sálfræðing, gera þeir það án þess að fleiri heyri. Alveg frá upp- hafi hef ég undrast hvað fólk er ófeimið við að leita til sálfræðinga. Margt hefur orðið til að svipta hul- unni af starfinu m.a. umræða um áfengismál, hjúskaparerfiðleika og svo nýjungar eins og skammdegis- þunglyndi. Þá rekur forvitni fólk KARLMAÐUR A FIMMTUGSALDRI BRÁÐSKEMMTILEGT HJÁ SÁLFRÆÐINGNUM g var orðinn svo þreyttur á því að geta ekki klárað neitt sem ég byijaði á. Ég var með ráðagerðir og hugmyndir, sem ekki varð neitt úr. Þessu fylgdi vanlíðan og samviskubit, enda kom þetta niður á tekjunum. Vanlíðan mín varð loks til þess að ég fór til sálfræð- ings en þegar við fórum að tala saman, kom ýmis- legt upp á yfirborðið. Meðal þess var skilnaður og fleiri óuppgerð mál úr fortíðinni. Það var vinkona mín sem benti mér á sálfræð- inginn sem ég fór til þeg- ar ég bar upp mín vand- kvæði við hana. Ég fór fyrst vikulega og síðan hálfsmánaðarlega, tólf, þrettán sinnum. Þetta var allt öðru vísi en ég hafði ímyndað mér, reyndist bráðskemmtilegt. Með- ferðin var fólgin í við- tölum. Við ræddum sam- an og hann lét mig t.d. hugsa upp ákveðnar að- stæður. Hann flokkaði minn innri mann í nokkrar persónur; bamið, þann ábyrga, drullusokkinn o.s.frv. Það verður að taka tillit til allra þessarra þátta persónuleikans. Svo leiddi hann einnig rök að því að ég hefði lifað áður, væri „gömul sál“. Þess vegna leiddist mér svo, af því að ég væri búinn að prófa allt. Mér fannst aðferðirnar sem hann beitti vera rök- réttar og ekkert dularfullt við þær. Eitt leiddi af öðru eftir því sem ég kom oftar í tíma. Þetta var eins og að hjálpa þeim sem hefur ruglað púsluspilinu sínu við að raða því upp aftur. Ég var ekki feiminn við að segja frá því að ég hefði farið til sálfræðings en var heldur ekkert að útvarpa því. Það kom þó fyrir að ég sagði „Ja, ég verð nú að bera þetta undir sálfræðinginn minn,“ eins og þeir segja í Ameríku. Ég missti úr tvo tíma undir lok meðferðar og hætti þess vegna. En ég tel mig hafa reynt að vinna eftir því sem sál- fræðingurinn lágði fyrir og ætla að fara aftur til hans í haust. Égtel mig hvorki læknaðan né hætt- an. Ég veit heldur ekki hversu „veikur“ ég var þegar ég fór til hans, frek- ar en meirihluti þjóðarinn- ar, sem ég tel að þurfi að leita til sálfræðings ein- hvern tíma á ævinni.“ KARLMAÐUR, TÆPLEGA FERTUGUR ÞRfiUB HEILBRIGB SKYNSEMI Eg var óánægður með sjálfan mig og stöðu mína í heiminum. Þetta var leiðigjarnt ástand sem ágerðist, ég var eirðarlaus og farinn að upplifa mig sem lífeyrisþega. Mér fannst að hasarinn í lífinu væri búinn og ég var ekki reiðubúinn að kyngja því. Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að fara til sál- fræðings og segja honum hvernig mér liði. Sálfræð- inginn valdi ég m.a. vegna þess að ég var búinn að leita til heimilislæknisins og fá hjá honum lyf. Ég er frekar opinn maður og get talað um vanlíðan þeir lögðu margt gott til málanna. En hjá sálfræð- ingnum var tekið mun fagmannlegar á málun- um. Allir mínir nánustu vissu af þessu enda er ekkert að því að fara til sálfræðings. Þetta er markaðssett þjónusta og það er hægt að heimfæra andlegan krankleika upp á hvern einasta mann. Það er ekki nokkur vafí á að hér hafi tekist að skapa tísku, að það sé fínt að fara til ákveðinna sál- fræðinga. Ég vissi í meginatriðum hvað myndi gerast, þetta er rétt eins og að leita til sérfræðings vegna maga- verkjar. Ég fór í tíu skipti, í gáfnapróf, persónuleika- próf og svo viðtöl. Fyrst gerði ég almenna úttekt á mér, vitsmunum, getu og öðru. Niðurstaðan var sú að ég væri ágætlega hæf- ur einstaklingur og ekkert ætti því að vera til fyrir- stöðu. Meðferðin var snöggsoðin, ég fór í krossapróf og síðan komu niðurstöðurnar, þar sem sagði að ég væri þessi ákveðna manngerð. Sál- fræðingurinn var maður á mínum aldri og miðað við lítil kynni fannst mér hann hafa mig ískyggi- lega á hreinu. En hann benti mér einnig á þætti sem ég hef haldið frá mér allt mitt líf og mér reynd- ist erfitt að kyngja. Sál- fræðingur beitir þróaðri heilbrigðri skynsemi, beinir rugli og vanlíðan í jákvæðan farveg. Á heildina litið er ég mjög ánægður en mér finnst þetta ekki mjög þróuð vísindi. Ekkert frekar en hjá galdralækni í Afríku. Aðalatriðið er að þetta hjálpar fólki. Sjálfur býst ég ekki við að fara aftur til sálfræðings, ég hef komist að eigin niður- stöðu.“ KONA, 24 ARA TILGATA A METTIMA Eg fór í fóstureyðingu þegar ég var sextán ára. Eg var komin það langt á leið, að mér var sópað í gegnum kerfið; ég fór í skylduviðtal við fé- lagsráðgjafa spítalans en var engu nær eftir það. Fóstureyðingin var mér mikið áfall og eini maður- inn sem vissi af henni, lagði hart að mér að leita hjálpar, þar sem ég væri svo erfið í umgengni. Þessi þrýstingur varð til þess að ég leitaði til sál- fræðideildar skóla. Ég valdi þá leið vegna þess að ég hafði ekki efni á að greiða fyrir viðtölin. Ég fór Qórum sinnum í viðtal til sálfræðings og sagði honum frá fóstur- eyðingunni og hversu illa mér liði vegna hennar. Hann sagði mér að við- brögð mín við jafn hvers- dagslegum hlut og fóstur- eyðingu væru ekki eðlileg og þá fór mér einnig að líða illa vegna þess. Mér fannst sálfræðingurinn bijóta niður það sem ég sagði, hann var sífellt að leita að annarri orsök van- dans en fóstureyðingu. í fjórðatímanum fann hann líklega skýringu á „óeðli- legu“ ástandi mínu. Mér hefði reynst svo erfitt að ganga í gegnum fóstur- eyðingu vegna þess að ég væri lesbísk. Ég mótmælti þessu í tímanum og þar sem ég átti enn eftir snefil af sjálfsvirðingu, sagði ég honum í þeim næsta að öll mín vandamál væru leyst og ég þyrfti ekki frekar á hans hjálp að halda. Hann var mjög ánægður með þessi mála- lok. Með hjálp vina minna vann ég mig svo út úr mínum vandamálum á tveimur árum. Áður en ég fór til sál- fræðings, hélt ég að hlut- verk hans væri að hjálpa einstaklingnum að tala um vandann og komast að rótum hans. Ég átti ekki von á því að fundin yrði ný orsök og mér sagt hvernig ég væri og hvað ég ætti að gera. Mér fannst sálfræðingurinn vinna markvisst, spurn- ingarnar beindust í ákveð- inn farveg og hann setti fram tilgátu á mettíma. Ég hef ekki farið til sálfræðings síðan og ætla mér það ekki. Ef eitthvað kemur upp á, mun ég heldur leita til geðlæknis eða annarra, sem ég held að geti hjálpað mér.“ KONA UM FERTUGT TEL MÉR MEÐFERÐINA TIL TEKNA Eg hef verið óvirkur alkóhólisti í nokkur ár og hafði liðið illa lengi. Mér gekk illa að slíta sam- bandi sem var orðið eyði- leggjandi. Vinkona mín sem hafði verið í líkri að- stöðu, benti mér á að leita til sálfræðings eins og hún hafði gert og hringdi í hann fyrir mig. Éggekk til hans í hálft ár, fyrst nokkuð þétt en síðan leið lengra á milli. Ég hef leit- að til sálfræðingsins í ein- staka skipti síðan ef eitt- hvað sérstakt hefur komið upp á. Ég hafði áðar farið á sjálfstyrkingamámskeið en það nægði mér ekki til að fylgja því eftir, því mér leið svo hræðilega illa. En ég hafði litla hugmynd um hvað myndi gerast hjá sálfræðingnum, ímyndaði mér að fortíð mín skipti meira máli en hún gerði. Ég sagði vinkonum mínum frá því að ég hefði farið, en hvorki baminu mínu né manninum sem ég átti í sambandi við. Ég vissi að hann myndi núa mér því um nasir, sem hann og gerði þegar ég sagði honum það síðar. Mér fannst þetta alveg út í hött fyrst, fannst ekk- ert gerast. Sálfræðingur- inn vart.d. búinn að segja mér að ég yrði reið, ég varð það aldrei. En smám saman ávann hann sér traust mitt. Ég fór ekki í neitt próf en hann teikn- aði stundum fyrir mig hvað væri að gerast og hvar ég væri stödd. Sálfræðingurinn hjálp- aði mér gífurlega mikið. Þó að ég detti í pyttina mína, gleymi ég aldrei því sem við fórum í gegnum á þessu hálfa ári. Eg hef enn stuðning af því sem hann sagði mér. Mér finnst hann hafa gefið mér aftur svo margt sem ég var búin að týna, t.d. að leyfa sér að eiga drauma og hæfileikann til að mála. Og ég mátti gera mistök. Það skipti mig miklu máli að sálfræðing- urinn hafði mikla reynslu af því að vinna með alkó- hólistum og ég fékk mikið traust á honum vegna vinnubragða hans. Ég ber mikla virðingu fyrir sál- fræðingnum, finnst óskaplega vænt um hann og er honum þakklát. Ég mun hiklaust leita til sálfræðingsins ef eitt- hvað bjátar á. En svo hef ég einnig AA-prógrammið mér til stuðnings. Ég tel mér það til tekna að hafa farið til sálfræðings og myndi með glöðu geði vísa til hans ef með þyrfti."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.