Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 10

Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 MATUR OG DRYKIiUR/Meb Gérard Lemarquis á Amarhóli ____ Hver er meiningin? „Ég verð svolítið tortrygginn þegar ég sé matseðil í svona stóru broti. Þetta er eins og að halda á bresku dagblaði,“ segir Gérard Lemarquis og skotrar til mín augunum yfir matseðilinn, sem — mik- ið rétt — er í folio. „Kannski á hann að tákna amarvængi," bætir hann við glottuleitur. Gérard, sem er með munninn fyrir neðan nefið, starfar sem frönskukennari við MH og Háskólann og er jafnframt fréttaritari Le Monde á Islandi. Þá er hann með afbrigðum myndarlegur heimil- isfaðir og þar af leiðandi listakokkur. Franskur. Því fannst mér fara vel á að biðja hann um að segja okkur álit sitt á matseld Amarhóls sem var fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem kenndi sig við hina umdeildu nýju frönsku línu í matargerð. Auk þess liggur Gérard aldrei á skoðunum sínum um landann, t.d. hvað varðar áfengismálin sem ævinlega era í brennidepli. (Svoleiðis finnst okkur líka svo gam- an. Eða hvað?) Gérard Lemarquis: „íslendingar gera alltof litlar kröfur til þess sem þeir láta ofan í sig. Þeir vilja aðeins það besta í húsbúnaði og bílum en sætta sig oft við þriðja flokks hráefni í mat.“ essa dagana býður Arnarhóll upp á sérréttaseðil sem saman- stendur af átta forréttum, sex aðal- réttum — öllum kjötkyns, og sex eftirréttum; auk þess sérstakan matseðil með kre- ólskum réttum. Þar sem Gérard er fremur vantrúaður á að vel geti tekist til með matreiðslu rétta frá „the eftir Jóhönnu swinging city of Sveinsdóttur New Orleans" á íslandi velur hann reyktan lunda með heitri pipar- rótarsósu í forrétt (655 kr.), Kara- mellugljáða aliönd með appelsín- usósu í aðalrétt (2.310 kr.). í eftir- rétt ískraum (325 kr.). Yfir Dubonnet á fordrykkjubarn- um fiska ég eftir áliti Gérards á því sem íslendingar láta ofan í sig. „Þeir gera alltof litlar kröfur til matar, bæði heima og heiman!“ segir hann. „Vilja aðeins það besta í húsbúnaði og bílum en sætta sig oft við þriðja flokks hráefni. Ætli maður t.d. að kaupa hér kjöt á mánudegi fæst stundum ekkert nema hakk. Hvers vegna látið þið bjóða ykkur þetta? Mér finnst ansi öfugsnúið að 450 fermetra villueig- andi með þrjá bíla og farsíma skuli kaupa kjötfars og fiskibollur í mat- inn. íslendingar þykjast hafa gaman af því að fara út að borða af því að þeir vilja vera heimsmenn," held- ur Gérard áfram óvæginn. „Þetta var finn matur,“ segja þeir og eiga þá við að hann hafi verið glæsilega fram borinn. Þeir segja ekki að hann hafi verið him- nesk-ur eða (júf-feng-ur,“ segir hann og smjattar á hveiju at- kvæði. „Það vantar allt sensúalítet í matarskynjun íslendinga.“ Sem borðvín hefur Gérard valið franskt rauðvín sem Antonin Rodet tappar sérstaklega á flöskur fyrir Amarhól: „Það er reyndar ekkert lögmál að drekka eigi hvítt vín með ljósum mat eins og físki en rauðvín með kjöti. Smáborgarinn vill fara eftir skýrum reglum en sá sem er virki- lega snobbaður gefur skít í slíkar reglur af þvi að hann vill vera öðru- vísi en aðrir.“ Gérard smakkar á víninu að beiðni þjónsins og kinkar kolli. Seg- ir svo þegar hann er farinn: „Reynd- ar finnst mér asnalegt að smakka borðvín sem hefur engin sérkenni. Þar fyrir utan neita ég yfirleitt að smakka vín á íslenskum veitinga- stöðum af því að ég borga vínskatt til íslenska ríkisins sem hefur bland- að vínið í stórum gámum. Og guð má vita hvað gerist við þá athöfn!“ Örvæntingarfullt stílleysi Reykti lundinn bragðast Gérard mjög vel. Að því búnu tekur hann til við karamellugljáða aliöndina sem borin er fram með karamellu- gljáðum kartöflum, léttsoðnu græn- meti,- eplasalati og appelsínusósu. „Ondin er meyr og hæfilega steikt, en hún er einkennilega sykr- uð,“ segir Gérard hugsi. „Þessi rétt- ur er fremur stíllaus: kartöflurnar eru í dönskum stíl, salatið — epli og ijómi — í Flóamannastíl, öndin- sykruð í dansk-kínverskum stíl og sjálfur diskurinn í frönskum stíl. Kannski ber það merki um örvænt- ingu að sykurhúða bæði önd og kartöflur því það hefur jú verið draumur Islendinga að borða sykur- húðaðan danskan mat.“ ískraumið þykir Gérard vera óttalegt frostpinnajukk: „Diskurinn er afskaplega fallegur á að líta. Markmiðið er greinilega að gleðja augað með symmetríu: búa til myndlist með matarlit. Má ég þá heldur biðja um franska súkkulaði- mousse þó hún teljist ekkert sér- stakt augnayndi.“ Þjónninn hefur komið með stuttu millibili eins og tíðkast og bætt í glösin án þess að Gérard hafi hreyft við mótmælum. Við fjórðu uppáhell- ingu hvíslar Gérard í eyrað á mér: „íslenskir þjónar minna við- skiptavinina yfirleitt á að þeir fyr- irlíti þá. Þjónninn er fúll en við- skiptavinurinn „í stuði“ eins og þið kallið það. í heimalandi mínu er því þveröfugt farið. Þar gerir þjónninn sitt besta til að hressa upp á leiðan kúnna, m.a. með því að drekka með honum. Hvað er eðlilegra? En íslenskir þjónar gefa alltaf til kynna með orðum eða látbragð: Þú ert búinn að smakka vín en ekki ég!“ Franska línan og Asterix Mér heyrist á mötunaut mínum að fátt franskættað hafi borið fýrir skilningarvit hans það sem af er kvöldsins, þótt allt eins hefði verið við því að búast þar sem við sitjum. „Þessi svokallaða nýja, franska lína er að miklu leyti snobbfyrir- bæri, bæði innan og utan Frakk- lands, sérstaklega þó utan þess,“ segir Gérard til útskýringar. „í heimalandi mínu hefur hún notið mjög takmarkaðra vinsælda og at- hygli. Sem Frakki hef ég fengið mig fullsaddan á að heyra að franskar myndir séu bara intellektúelt flipp sem enginn skilji og að franskur matur sé hugsaður sem snobbfyrir- bæri. Lesið þið bara Asterix sem gefur mjög raunsanna mynd af frönskum matar- og drykkjuvenjum fyrr og nú: skemmtilegri samneyslu þar sem héraðsrómantíkin ræður ríkjum. Þar borða menn gjarnan rétti frá tilteknu héraði, drekka vín frá sama héraði með og snaps með kaffinu á eftir. En ísland er stór eyja og hér hafa skapast svo fáar hefðir. Þeim fer fækkandi ef eitt- hvað er. Af hveiju ekki að borða Búðardalsost í eftirrétt þegar mað- ur hefur gætt sér á hörpuskelfiski frá Stykkishólmi?“ Besti fískurinn í mötuneyti firystihússins á Djúpavogi Góð spurning. Ég spyr á móti hvar hann hafi borðað besta matinn hérlendis. „Besti fiskur sem ég hef borðað á íslandi var í mötuneyti frystihúss- ins á Djúpavogi þar sem ég vann um tíma,“ svarar Gérard alvarleg- ur. „Það er ekki hægt að plata verkafólkið. Þarna vita allir hvaða hráefni kokkurinn notar. En á hót- elinu var aftur á móti fram borinn frystur, djúpsteiktur fiskur, afar vondur. Minn snobbismi felst í því að vita að ég er að borða nýjan fisk. Ég hlypi strax af stað ef ég heyrði auglýst í útvarpinu: „Við matreið- um bara trillufiskinn.“ En ég heyri það bara aldrei. Það vantar líka fiskmarkað í Reykjavík." Og Gérard heldur gagnrýninni áfram: „í Frakklandi og víðar eru bestu veitingastaðirnir litlir, reknir af hjónum; annað er í eldhúsinu en hitt gengur um beina. Slíka staði vantar hér. Þá getur maður treyst því að fá góðan mat því eigendurn- ir eru alltaf til staðar og bera ábyrgð á matnum en ekki bara sá kokkur sem er á vakt þann dag. Best væri náttúrlega að sleppa al- vég sérréttaseðlum en vera þess í stað með breytilega matseðla frá degi til dags sem byggjast á fersk- asta hráefni sem er á markaðnum dag hvern." Það er fámennt á Arnarhóli þetta kvöld og Gérard veltir fyrir sér hvort niðurgrafinn kjallari henti veitingarekstri og rifjar upp að ekki hafi Café Rosenberg þrifist til frambúðar þótt í slagæð miðbæjar- ins væri — smekklegur með góðan mat. Það sé reyndar skrýtið að hér þrífist einkum ítalskir og kínverskir staðir. „Ég held að nú á þessum heilsu- ræktartímum vilji fólk ekki grafa sig niður — hvorki í skammdeginu né í bjartri sumarnóttunni,“ segir hann. „Það vill fara upp en ekki niður, samanber vitleysuna sem Davíð er að byggja upp á Öskjuhlíð. Svona kjallarar minna um of á loft- vamarbyrgi —' en þriðja heimsstyij- öldin er úr sögunni. Fólk vill upp ... og nú þurfa Reykvíkingar heldur ekki að fela sig lengur til að drekka rauðvínsglas. Það varð bylting með tilkomu Homsins: að geta séð fólk drekka í gegnum glugga!" „Áfengisvandamál" íslendinga er kókvandamálið Við færam okkur inn í koníaks- stofuna svoköllúðu, að sjálfsögðu til þess að drekka koníak. „Þetta er einkennilega stíllaus staður," segir Gérard. „Inni í mat- salnum er samkrull af baðflísum, tyrkneskum mottum, „mið-evrópsk- um stólum“, myndum eftir Magga Kjartans og gerviblómum. Hér er gerviarinn — og rafmagnsljós eins og tíðkast á cheap breskum hótel- um. Og bókaskápur með Thor, Jóni Trausta, Guðmundi Daníelssyni og orðabókum í plasti. Hver er mein- ingin?“ „Áfengisvandamál íslendinga, hefur frá og með síðari heimsstyij- öld verið kókvandamál," svarar Gérard án þess að hugsa sig um. „Það sem æsir þá er kók og kaffi og því ætti að banna þessa drykki á skemmtistöðum. Eftir að fólk fór að drekka bjór í stríðum straumum í staðinn fyrir kók (í brennivíni) minnkuðu lætin í miðbænum um helming. Nú gengur fólk út af Duus-húsi ljúft sem lömb. Auk þess er bjór svo svæfandi að marg- ir komast aldrei til að segja: Eg held ég gangi heim. Þess í stað segja þeir eftir tvo, þijá bjóra: Ég held ég verði bara heima.“ Að þessum orðum sögðum er best að drífa sig út í sumarhretið í sumamóttinni, en merkingu orða- tiltækisins að „drífa sig“ segir Gér- ard svo séríslenska að ógerlegt sé að þýða yfir á erlend mál. . . Félag íslenzkra snyrtifrœðinga Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því að enginn hefur leyfi til að halda námskeið í snyrtingu saman ber í: Húðgreiningu, handsnyrtingu, förðun o.fl. eða stunda annan rekstur sem heyrir undir snyrtifræði, nema þeir, sem hafa til þess réttindi sveins eða meistara í snyrti- fræði. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.