Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 12

Morgunblaðið - 21.05.1989, Side 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGURJL1. MAÍ 1989 H AGFRÆÐI/Ffo leiö til veröbólgu? Kjarasamningar ogkaupmáttur Þungamiðju efiiahagsstefiiu ríkisstjórna á Islandi er ekki að fínna í Qárlögum, þjóðhagsáætl- un eða stjórnarsáttmálum. Hún mótast og markast í samningum við aðila vinnumarkaðarins. Þar eru lykilstærðir efiiahagslífsins ákveðnar. I samningum við opin- bera starfemenn er nánast verið að semja um annað tveggja; stefiiuna í skattamálum eða er- lendar lántökur. I samningum á almenna vinnumarkaðinum eru stefiian í gengismálum og hraði verðbólgunnar ákveðin. I þeim samningum sem nú hafa verið gerðir er kaupmáttur launa af- gangsstærð og hefur vart verið minnst á hann. að er ekkert til skiptanna". „Ekkert svigrúm til launa- hækkana“. Oftsinnis þegar lagt hefur verið til kjarabaráttu hafa kveðjur sem þessar kveðið við. Sjáv- arútvegsráðherra hefur verið ólatur við að minna á þetta. Þetta viður- kenna margir for- ystumenn laun- þega, það er hins eftir Sigurð vegar nýjung. Snævarr Engu að síður er nú samið um 10% hækkun launa á tímabilinu frá apríl til ársloka. Ljóst er hins vegar að sú skerðing kaupmáttar, sem átti sér stað á fyrstu 3 mánuðum þessa árs, verður ekki bætt með þessum samningum. í þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir að kaupmáttur launa myndi lækka um 5-6% og kaupmáttur ráðstöfun- artekna myndi lækka enn meira. Nú er útlit fyrir að kaupmáttur launa verði e.t.v. 6-7% lægri á þessu ári en í fyrra. í besta lagi (þ.e. ef ekki kemur til frekari gengisfell- inga) yrði kaupmáttur það sem eft- ir er ársins nokkru lægri en hann hefur verið á undanförnum 3 mán- uðum. Nýgerðir kjarasamningar eru því samningar um verðbólgu og ekkert annað. Þetta eru ekki ný sannindi, hvorki um þessa kjara- samninga né fyrri samninga í svip- uðu efnahagsástandi. Á móti þessu má tefla að þeir kjarasamningar sem nú hafa verið gerðir fela í sér mun meiri hækkun til hinna lægst- launuðu. Þannig hækka lágmarks- laun um 15-17% og dagvinnulaun hækka nokkru meira en eftirvinnu- laun, þar sem orlofsuppbót og hækkun desemberuppbótar reikn- ast ekki inn í eftirvinnuna. Það hefur áður verið samið um meiri hækkun til handa hinum lægst launuðu, en staðreyndin er, að þær hækkanir hafa einatt gengið einnig til þeirra sem betur mega sín. Árið 1988 var viðburðarríkt á sviði kjaramála eins og í svo mörgu öðru. Eftir miklar fæðingarhríðir fæddist endanlega kjarasamningur á almenna markaðinum og fæðing- arvottorð var gefið út á Akureyri í marslok. í maí greip ríkisstjórnin til allharðra aðgerða, sem fólu í sér lækkun á gengi krónunnar og lög- bindingu launa þeirra launþega- sambanda sem ekki höfðu gengið frá kjarasamningum til áramóta. Jafnframt þessu voru verkföll bönn- uð á sama tíma. Alþýðusamband íslands (ASÍ) mótmælti þessum aðgerðum og vísaði þeim til úr- skurðar Alþjóðavinnumálasam- bandsins (ILO) í Genf, en kæra þeirra var þar léttvæg fundin. Til mun harðari aðgerða var hins vegar gripið sl. haust. í þeim fólst, að í stað samningsbundinna launa- hækkanna, sem taka áttu gildi á tímabiiinu 1. september til loka febrúar, skyldu laun hækka um 1,25% þann 15. febrúar. Hér var um að ræða „kjararán" upp á 4%. Á móti þessu var sett á allhörð verðstöðvun. Athyglisvert er að skoða hvernig kaupmætti launa famaðist á meðan verðstöðvun og kaupfrysting voru í gildi. Verðlag hækkaði hins vegar um 0,7% síðustu 3 mánuði ársins. í Ágripi úr þjóðarbúskapnum, sem Þjóð- hagsstofnun gaf út í júlí í fyrra, var gert ráð fyrir að verðlag myndi hækka um 5% síðustu 3 mánuði ársins, en þá var gert ráð fyrir, að laun myndu hækka samkvæmt kjarasamningum. í þessu felst, að kaupmáttur síðustu 3 mánuði ársins var hærri en gert var ráð fyrir , þrátt fyrir að tekið væri fyrir launa- hækkanir. Verðstöðvun er auðvitað engin lausn til frambúðar, og má minna á að verðstöðvun var í gildi á íslandi frá júní 1970 til maí 1983. Ríkisstjórninni var svo umhugað að koma fram skattahækkunum sínum og gengisfellingum, að hún sprengdi eigin verðstöðvun. Af þessu leiddi að verðlag á fyrstu 3 mánuðum ársins hækkaði verðlag um 6% og kaupmáttur launa rým- aði því um tæplega 5%. Forsvarsmenn launþega halda því fram að með hækkun launa sé komið í veg fyrir frekara „hrap kaupmáttar". Þetta er hæpið, þar sem umsamdar launahækkanir munu að fullu leiða til hækkunar verðlags. Niðurstaða hugleiðing- anna hér að ofan um nýafstaðið kaupfrystingar- og verðstöðvun- artimabil, bendir til að launahækk- un sé engan veginn einhlít aðferð til að halda uppi kaupmætti. Verðbólgan er óskynsamleg frá sjónarmiði einstaklingsins. En hvers vegna taka þá samtök skyn- samra einstaklinga sig til um að hella olíu á eld verðbólgunnar eins og gert hefur verið hvað eftir annað á undanförnum áratugum? Laun hafa hækkað um 2.300% frá þvi 1979, en kaupmáttur launa hefur hækkað um tæp 10%, þar sem verð- lag hefur hækkað á sama tíma um 2.600%. Staðreyndin er sú, að verð- bólga er aðferð til að laga útgjöld þjóðar að tekjum hennar. Það kann raunar að vera svo að sé til skemmri tíma litið er verðbólga ekki óskyn- samleg leið að því markmiði, ekki síst þegar ekki er samkomulag um aðrar aðferðir. Verðbólgan er til- tölulega ópersónulegur sáttasemj- ari. Gallinn er hins vegar sá, þegar KAPLAKRIKAVÖLLUR H idag,sunnudag kl. 14.00 úo OQ, Utvegsbanki Islands hf íslandsmót ÚTStN 1 deild Feróasknfstofan i Ttsýn hf. m 11 Gervigrasvöllurinn i dag kl. 17.00 til lengri tíma er litið, að verðbólgan rýrir framleiðslu og tekjur þjóð- félagsins og breytir tekjuskipting- unni á tilviljunarkenndan hátt. Síðan vísitölubinding Iauna var afnumin, hefur kjarabaráttan breyst. Markmiðið er ekki lengur kaupmátturinn, heldur hitt að halda í við laun „viðmiðunarhópanna", og gera helst aðeins betur. Það félag sem ríður á vaðið með gerð kjara- samnings, hættir á að samningar þess verðir n.k. lágmarksviðmiðun við gerð kjarasamninga annarra félaga. í fjölmörgum kjarasamning- um sem gerðir voru í fyrra voru þannig ákvæði um að „semji önnur launþegafélög betur komi til endur- skoður.ar". Þannig virðist samning- ur Bandalags starfsmanna ríkisins (BSRB) hafa þetta hlutverk í yfir- standandi kjarasamningalotu. Fé- lag háskólakennara hefur notað samning Bandalags starfsmanna ríkisins eins og í höfrungahlaupi og hoppað allhátt yfir, með listileg- um dulbúningi launahækkana í vísindasjóði, auk þess sem samning- ur þeirra kveður á um prósentu- hækkun í stað fastrar krónutölu- hækkunar. Það er ekki síst þetta höfrungahlaup sem er ástæða þess að hækkun launa hefur verið svo mikil og hækkun kaupmáttar svo rýr. SÁLARFRÆÐI///vemig er best ab lcera aflífinu? Skóli reynslunnar ÞESS minnist ég að fyrr á árum var i nokkurri tísku að agnúast út í skóla og skólalærdóm. Var ein- att vitnað í Stephan G. sem orti um „andleg ígulker ótal skóla- bóka“. Skólalærdómi var stillt andspænis svonefiidum „skóla lífeins" eða „skóla reynslunnar". Fór ekki á milli mála að síðar- nefiidi skólinn taldist mun betri menntastofnun. Raunar gleymdist jafiian að geta þess að þeir sem gengu í „skóla bókanna" komust ekki hjá því tremur en aðrir að ganga í skólann líka. En hví skyldi ég vera að rifja þessa gömlu umræðu upp sem löngu er úrelt orðin eftir að menn uppgötvuðu að bóknámi verður hæg- lega smurt í askana og hægt er að verða feitur af? Ástæðan er ein- faldlega sú að mig langar að minnast lítillega á þennan fræga „skóla reynslunnar". Sagt er að reynslan sé besti kennarinn. Gert er ráð fyrir því að sá sem margt hefur reynt og lengi lifað verði af því vitrari og meiri maður. Satt er það að lífsreynsla gefur tækifæri, en það fer þó að atvikum hvemig þau tækifæri nýtast. „Skóli reynslunnar" er ekkert frábrugðinn öðrum skólum í því að það er að mestu undir nemandanum komið hvernig námið gengur. Vill hann læra? Hefur hann hæfileika? Beitir hann réttum aðferðum? Og um reynsluskólann gildir það sama og hinn að þar er hægt að sitja von úr viti án þess að læra nokkurn skapað- an hlut. Við þekkjum heimska og vitra öldunga sem verið hafa sessu- nautar í þessum sama skóla langa ævi. í þessu samhengi hlýtur þá sú spurning að verða efst í huga hvern- ig best sé að mæta eða taka við „reynslunni" til þess að hún verði lærdómsrík og geri mann að meiri og vitrari manni. Við þeirri spurningu er vitaskuld ekki einhlítt svar, svo mjög sem mannleg reynsla er mis- munandi og margvísleg. Ég er þess heldur ekki umkominn að ympra á öðru en nokkrum fáeinum fátækleg- um ábendingum. Ég vona 'að lesend- ur jnjóni við um leið og þeir lesa. I orðinu reynsla felst að um eitt- hvað það sé að ræða sem reynir á manninn, líkast til helst andlegt þrek hans, skapstyrk og e.t.v. fleiri eigin- leika. Öll slík reynsla er samkvæmt því erfið, oft sársaukafull, jafnvel mjög svo. Manni koma strax í hug atvik þar sem næstum ofurmannlegt þrek og sálarstyrk virðist þurfa til þess að láta ekki bugast. Mikilvægt er að mínu viti að geta tiltölulega fljótt skoðað hvað eru óumflýjanlegar staðreyndir og hvað er á valdi manns sjálfs að breyta. Óumflýjanlegum staðreyndum verð- ur maður að reyna að taka. „Það sem verður að vera viljugur skal hver bera“, var eitt sinn sagt. Afstaða manna skiptir hér mestu máli: reyna að losa sig við beiskju, gremju og eftirsjá, en horfa heldur fram á veg. Stefna síðan einarðlega að því að breyta því sem hægt er að breyta. Þá hygg ég einnig mikilvægt að loka sér ekki yfir sárri og þung- . bærri reynslu, grúfa sig yfir hana, flýja hana eða afneita henni. Ekki er þar með sagt að alltaf sé æskilegt að tala einhver ósköp við aðra, þó að oft geti málin skýrst við það að heyra sjálfan sig hugsa upphátt. En hvern hátt sem við höfum á þurfum við að geta skoðað málin af fullu og hreinskilnu raunsæi. Við það náum við betra valdi yfir aðstæðum, hugur okkar opnast og víkkar. í þriðja lagi þurfum vð að temja okkur þessa afstöðu og sitthvað ann- að henni skylt snemma á ævinni, svo að það verði okkur smám saman eðlilegur lífsmáti að taka því sem að höndum ber með yfirvegun, æðru- leysi, raunsæi, vissri auðmýkt gagn- vart fallvaltleika lífsins og umfram allt opnum, næmum og vakandi huga. Takist það að einhveiju leyti kann svo að fara að við verðum að lokum eitthvað meiri og vitrari, e.t.v. svo sterk að við eigum eitthvað „af- gangs" að gefa öðrum, þegar þeir þurfa mest á að halda. Fari svo vel getum við kannski vogað okkur að segja að við höfum ekki alveg til einskis setið á bekk í þessum ein- kennilega skóla, þar sem engum auðnast raunar að verða fullnuma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.