Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
C 13
ER
BÚIÐ
AÐ
SKOBA
BÍLINN
ÞINN?
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoda í tíma
- öryggisins vegna!
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík er 672811.
LÖGFRÆÐI//W///r á 2 —3 mínútum?
Ölvunarakstur
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
segjum við
NEI TAKK
ef við ætlum að aka
Á hverju ári er fjallað um nokkur mál í Hæstarétti íslands vegna
ölvunaraksturs. Það þarf ekki að koma neinum á óvart, svo algengt
sem það brot er, ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Flestum málum
vegna ölvunaraksturs er lokið með dómssátt. Hinn brotlegi lætur
yfirleitt af mótþróa sínum þegar niðurstöður blóðrannsóknar liggja
fyrir og viðurkennir brotið, ef hann hefur ekki þá þegar viðurkennt
það. Dómsáttin felst í greiðslu sektar og ökuleyfissviptingu, í Iengri
eða skemmri tíma, eftir því hvort hinn brotlegi hefiir áður gerst
sekur um ölvun við akstur eða ekki, og hversu ölvaður hann var.
Þau mál sem fara alla leið til Hæstaréttar eru því aðeins toppurinn
á isjakanum.
j*
Ymsar ástæður liggja til þess
að máli er skotið til Hæstarétt-
ar. í fyrsta lagi er þess freistað að
fá ákvörðun héraðsdóms um refs-
ingu mildaða, eða eftir atvikum
þyngda og eru
þetta sennilega al-
gengustu ástæð-
umar. í öðru lagi
kemur fyrir að
ágreiningur er um
það hvort atferli
hins ölvaða hafi
verið akstur í
merkingu umferð-
arlaga eða ekki. í þriðja lagi freista
menn þess að fá sýknu vegna skorts
á sönnunum um það að þeir hafi
verið ölvaðir. Aðrar ástæður eru
fátíðar. Margir dómar eru til sem
forvitnilegt væri að rifja upp á þess-
um vettvangi og varpa ljósi á þau
álitaefni sem upp geta komið þegar
áfengi og akstur eru annars vegar.
Að þessu sinni skulum við skoða
einn dóm Hæstaréttar (1984, bls.
1247) þar sem ákærði bar fyrir sig
að ósannað væri að hann hefði ver-
ið ölvaður við aksturinn. Ef marka
má frásögn ákærða bar ölvunar-
ástand hans að með allsérstæðum
og skjótum hætti. Mætti e.t.v. kalla
þetta eins konar skyndifyllerí.
Atvik málsins vom þau að ákærði
ók frá Reykjavík sem leið lá austur
fyrir fjall. Skammt austan Sand-
skeiðis missti hann stjórn á bifreið-
inni og fór hún út af veginum og
valt. I sömu svifum bar að aðra
bifreið sem var að koma úr gagn-
stæðri átt og urðu farþegar í henni
vitni að atburðinum. Fór ökumaður
þeirrar bifreiðar þegar út til að
huga að því sem gerst hafði. Sam-
kvæmt frásögn vitnanna liðu í
mesta lagi tvær til þijár mínútur
frá því að bifreið ákærða fór út af
og þar til vitnið kom að. Vitnið
skýrði svo frá að ákærði hafi verið
blóðugur á höndum, og haldið á
skjalatösku í annarri hendi og hafi
verið svo dauðadrukkinn að hann
hafi orðið ásamt félaga sínum að
styðja ákærða upp á veginn. Megn-
an áfengisþef hafi lagt af honum,
auk þess sem hann hafi röflað sam-
hengislaust. Bar raunar öllum vitn-
um saman um það að ákærði hefði
JUiS>fj0ílW-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
borið öll merki ofurölvunar er hann
staulaðist út úr bifreiðinni.
Þrátt fyrir að frásögnum vitna
bæri saman um þetta atriði þráað-
ist ákærði við og mótmælti því að
hafa fundið til áfengisáhrifa við
aksturinn. Kvaðst hann ekki hafa
bragðað dropa af áfengi allan þann
dag áður en óhappið varð og raun-
ar ekki í 3 sólarhringa þar á und-
an. Hins vegar hafi hann átt í bif-
reiðinni pela af viskíi. Gaf hann þá
skýringu á miklu áfengismagni í
blóði sínu að líklegast hefði hann
þrifið viskí-pelann, eftir að bifreiðin
valt, og sturtað úr honum í sig.
Mátti skilja á ákærða að hugsanleg
skýring á furðulegum viðbrögðum
hans hafi verið höfuðhögg sem
hann hlaut í veltunni þegar hann
fékk þungan hátalara í höfuðið.
Fátt þótti renna stoðum undir
þessa frásögn ákærða. Kom þar til
bæði framburður vitna og svo það
að enginn fannst viskí-pelinn,
hvorki í bifreiðinni né nálægt þeim
stað þar sem bifreiðin valt, hvernig
sem menn leituðu. Hins vegar
fannst gosflaska í bifreiðinni og
lagði úr henni áfengisþef. Var
ákærði fundinn sekur um að hafa
ekið bifreiðinni ölvaður og þannig
gerst brotlegur við 1. og 2. mgr.,
sbr. 3. mgr. 25. gr., 1. mgr. 27.
gr. og 37. gr., sbr. 80 gr. þágild-
andi umferðarlaga nr. 40/1968.
Hæstiréttur stðafesti þá niðurstöðu.
Var refsing ákærða ákveðin 30
daga varðhald, en jafnframt var
hann sviptur ökuleyfi ævilangt.
Þess má geta að ákærði hafði áður
undirgengist ökuleyfissviptingu
með dómsátt vegna ölvunaraksturs.
Fyrra brot hafði því áhrif til þyng-
ingar, auk þess sem hann var öku-
réttindalaus þegar hann lagði upp
í bíltúrinn.
Hjartans þakkir sendi ég börnum og tengda-
börnum mínum, sem héldu mér veglega veislu
á 70 ára afmœli mínu 19. apríl sl. Einnig ætt-
ingjum, vinum og kunningjum, sem heiðruðu
mig með návist sinni og heillaóskum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún ÓlöfÞór,
Kópavogsbraut 4.
Hjartanlegar þakkir og kveðjur til allra þeirra,
sem glöddu okkur hjónin með heimsóknum,
gjöfum og góðum kveðjum á 90 ára afmœli
mínu 9. maí sl.
Guð blessi ykkur öll.
Bæring Elísson,
Borg, Stykkishólmi.
BILAÞING
BÝÐUR KOSTAKJÖR
UM HELGINA
5eljum um helgina 50 notaða úrvals bíla
með 60.000 Kr. afelætti og lánakjörum.
Opið frá Kl. 10-5 laugardag og frá kl. 1-5
sunnudag.
^ WIWIII BÍLAfí
HER ERUM VIÐ
SKIPMOLI
V 1 1 s
c z 1
= LAUGAVEGUR =
BRAUTARHOLTI 33 — SÍMI 695660
vis/eV8A vaaA