Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 16

Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 KHASHOGGI Qn(KULDAMUH kaupa fasteignirnar á Manhattan. Lagt var löghald á eignir þeirra í Bandaríkjunum og bankainnistæð- ur þeirra voru frystar. Khashoggi á yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyr- ir brask og 15 ára fangelsi fyrir að hindra rannsókn málsins. Vinur Pamellu Khashoggi komst aftur í fréttim- ar þegar Pamella Bordes, sem starf- aði um tíma i Neðri málstofu brezka þingsins, greindi frá ástarmálum sínum. Hún kvaðst hafa verið í hópi stúlkna, sem Khashoggi hefði haft á sínum snærum til að hafa ofan af fyrir stjómmálamönnum, sem hann vildi semja við. Khashoggi hafði fengið hæli í Saudi-Arabíu þegar ákærumar gegn honum voru birtar. Lögfræð- ingur hans, Frank Morse, brýndi fyrir honum að hann yrði að vera þar um kyrrt unz óveðrið liði hjá, en hann virðist hafa talið sig frið- helgan. Um miðjan apríl ætlaði hann til Baden-Baden í Þýzkalandi í árlega læknisskoðun, en hann var fenginn ofan af því. í staðinn fór hann til Sviss í yngingarmeðferð, en hann var handtekinn skömmu eftir að hann fékk sér gistingu á Hotel Schweizerhof í Bern. Nú dúsir hóglífismaðurinn Khas- hoggi í herbergi, sem er fjóram sinnum tveir metrar. Þar era aðeins rúm, borð, stóll og vaskur, en hann hefur útvarp og má horfa á sjón- varp, ef hann borgar einn franka á dag. Frá fangelsinu er fímm mínútna gangur til Schweizerhof- hótelsins, þar sem Nabila, dóttir hans, og lögfræðingar hans gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hann lausan, en litlar líkur era taldar á því að það takist. Giul- iani og menn hans era vongóðir um að Khashoggi verði gestur þeirra í fangelsinu á Manhattan eftir nokkra mánuði og mæti fyrir rétti ásamt Imeldu Marcos (Ferdinand liggur í sjúkrahúsi á Hawaii). Undankomuleiðir? Sumir vinir og andstæðingar Khashoggis telja að konungsijöl- skyldan í Saudi-Arabíu, sem kom undir hann fótunum, geti bjargað honum. Said Aburish, höfundur metsölubókar um hergagnabrask í arabaheiminum, er ekki trúaður á að það gerist að sögn The Times: „Hann er búinn að vera. Konungs- fjölskyldan vill losna við hann.“ Miles Copeland, fyrrum yfirmaður CIA í Miðausturlöndum og vinur Khashoggis, segir hins vegar: „Sennilega mun konungsfjölskyld- an þvo hendur sínar af honum í fyrstu, en koma honum til hjálpar að afloknum leynifundi." Konungsíjölskyldan er áhyggju- full af því að Khashoggi er manna fróðastur um fjármál hennar og ástarmál. Auk þess bendir Copeland á að „hann geti komið Bandaríkja- stjórn í bobba, ef hann yrði leiddur fyrir rétt. Adnan hafði vit á því að semja við Bandaríkjastjórn um að honum yrði launað fyrir að hjálpa Papa Doc, Marcosi og fleiram og hann á hönk upp í bakið á henni.“ Hlutverk Khashoggis í íran- kontra-málinu gæti einnig orðið honum að liði. Hann veit svo mikið um það að hann gæti komið George Bush forseta og CIA í alvarleg vandræði, ef hann hótar að leysa frá skjóðunni. Svo kynni að fara að Saudi-Arabar ákvæðu að hjálpa honum til þess eins að firra banda- ríska vini sína erfiðleikum. Fjármál Khashoggis eru í reiði- leysi. Eignir hans hafa verið veð- settar, en nokkrar þeirra era að losna úr veðsetningu. Nabila hefur verið seld fasteignakónginum Don- ald Trump í New York. Enginn veit lengur hve mikil auðæfi Khas- hoggis era í raun og vera og hann má muna fífíl sinn fegri. Spennandi sumardvöl / ♦ / / • ' A ' íjuniogjuh TÖLVUSUMARBÚDIR FYRIR JESKUNA Tölvufræðslan býður í júní og júlí upp á fimm daga ógleymanlega sumardvöl fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-14 ára. Dvalið er á Kleppjárnsreykjum í hinu búsældarlega Borgarfjarðarhéraði, skammt frá Rey'kholti, bæ Snorra Sturlusonar. Á daginn er blandað saman skemmtilegri tölvukennslu þar sem veitt er grundvallarþekking á tölvur og hollri útiveru í íslenskri náttúru. Þarna er hægt að gera sér margt til skemmtunar, stunda boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, almenna útileiki og fara í sundlaugina, sem er á staðnum. Farið verður í gönguferðir, náttúruskoðun og skoðunar- ferðir til fjölmargra sögustaða í Borgarfirði. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu á sviði tölvu- og íþrótta- kennslu. Á kvöldin verða haldnar skemmtilegar og fjörugar kvöldvökur. V Dagsetning hópa: Hópur 1 12/6 til 16/6 Hópur 2 19/6 til 23/6 Hópur 3 23/6 til 28/6 Hópur 4 28/6 til 2/7 Hópur5 10/7 til 14/7 Hópuró 14/7 til 18/7 Hópur 7 18/7 til 22/7 Hópur8 22/7 til 26/7 Hópur9 26/7 til 30/7 Hríngið og við sendum bækling um hæl. Hl TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.