Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 FOLKIÐ ÁHJARA VERALDAR „Horfðu þá í andlit hyaltminarinnar4' Bcejarbragur meö undurbliöu fótstigí í hvolfi noröursins eftir Árno Johnsen/ myndir Rognar Axelsson „EF EITTHVAÐ blæs á móti og leiði kemur upp, horfðu þá I andlit hvaltannarinnar," sagði Kavsaluk um leið og hún rétti mér hvaltönn með útskornu andliti í rótarendanum, andliti af svo ísmeygilega brosandi Thulebúa, að það er ekki hægt annað en að hrífast með. Það er galdur að búa í Thule, landi hinna löngu nátta, íss og ótrúlegrar taktfestu þar sem náttúruöflin ráða för, en ekkert er eðlilegra þeim þúsund íbúum sem kallast Thulefólkið. Það er alvörugefið fólk sem nýtur þess að brosa þegar færi gefst, en veruleikinn í Thule er í sjálfu sér ekki brosmildur, vinna og aftur vinna til þess að hafa í sig og á, en eitt andsvar þessa fólks í harðgeru umhverfi er vissulega brosið. Það er undarlegt að bera saman brauðstritið, brosið og hamingjuna hjá hinum ýmsu þjóðum og þjóðflokkum jarðarinnar. Upplagið og vaninn í þeim efiium er ótrúlega misjafiit. Hvarvetna er hamingjuna að fínna hjá jarðarinnar börnum án þess að nokkur tengsl séu í sjálfii sér á milli auðlegðar og fátæktar. Bros Thulebúanna er einlægt, og hlýtt. Fánýt tilþrif fiokkast fljótt úr í samfélagi þar sem lífið og tilveran kallar á raunsætt mat og tök til þess að lifa af. Fölskva- laus framkoma verður í því aðals- merki þess fólks þegar allt kemur til alls, ekki endilega tilþrifalítið, heldur hitt að það kemur hver til dyranna eins og hann er klæddur, bæði í heitum og köldum litum, þótt umgjörðin sé í svörtu og hvítu undir bláma himins og hafíss. Jafn- ve! í Grænlandi sjálfu er Thule fjar- lægt fólki í öðrum byggðum, ef til vill fyrst og fremst vegna þess að Frá bæjarbragnum í Qaanaaq. þar svífur sérstæður andi yfir enda- lausum ísbreiðum. Þangað-komast skip aðeins einu sinni á ári, þann mánuð sem sumarið staldrar við, en staða Thulebyggðarinnar svo langt norðan við næstu byggð veld- ur því að ímynd Thule lendir ein- hvernveginn utan við hið daglega amstur Grænlendinga. Þannig er reyndar um fleiri byggðir Græn- iands, en engin þeirra hefur eins mikinn styrkleika og Thule, fimm pláss með fimmtán til fimm hundr- uð íbúa og dagleiðir á milli á hunda- sleðum. Niður undir fjörunni þar sem ísruðningurinn ræður ríkjum nær 11 mánuði ársins liggja fleytur Thulebúanna, trillur og skektur, en þær eru flestar í stærstu byggð- inni, Qaanaaq. Einu borði ofar í bátslagi byggðarinnar standa lítil hús efnaminnstu veiðimannanna, en ofar í þorpinu fara húsin stækk- andi þótt hvergi virðist of í lagt og húsin lítil miðað við það sem þekk- ist í okkar landi. Grænlendingar eru okkar næsti granni í vestri og ekki lengra á milli landanna en svo að af hæstu fjöllum Vestfjarða sést birtan af Grænlandsjökli í góðu skyggni. Grænland er á hinn bóginn stærsta eyja í heimi og stendur undir nafni. Það er liðlega klukku- stundar flug milli stranda íslands og Grænlands, en þegar við Morg- unblaðsmenn ákváðum að heim- sækja Thule könnuðum við mögu- leika á að fljúga á lítilli flugvél frá íslandi til Thule. Vegalengdin reyndist vera álíka löng og milli Reykjavíkur og Moskvu. En þeir eru ekki að velta fyrir sér vega- lengdum í Thule, selurinn er á sínum stað, rostungarnir eiga sinn tíma, náhvalirnir sinn og ísbjama- veiðarnar standa yfir í ákveðinn tíma. Málið snýst því ekki um vega- Orfik Duneq útskurðarmaður, en útskurðarlist Thulebúanna í bein er með sérstökum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.