Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Prófessor Snorri P.
Snorrason, læknir
Snorri Páll, læknir, á sjötugsaf-
mæli mánudag þann 22. maí nk.
Engum lækni hefi ég unnið lengur
með né verið mér nákomnari sem
læknir, félagi og vinur.
Að Snorra Páli standa sterkir
ættarstofnar, enda hann sýnt það
í störfum sínum, að hann hefir
hlotið í vöggugjöf góðar gáfur og
farsælar.
Faðir hans, Snorri Halldórsson,
læknir, Breiðabólsstað á Síðu, sem
dó fyrir aldur fram, var þekktur
maður í stéttinni fyrir vakandi
áhuga á nýjum rannsóknum í
læknisfræði. Móðir hans, Þórey
Einarsdóttir, er nýlátin 100 ára
gömul og hélt hún vel sinni and-
legu reisn. Vel hefir það gagnað
vini mínum Snorra Páli að hann
er vel gæddur andlegum og líkam-
legum hæfileikum, vegna þeirra
alvarlegu sjúkdómsáfalla, sem
hann hefir þurft að bera á æviske-
iði sínu og borist vel af.
Eins og áður sagði eru kynni
okkar gömul og góð. Við byijuðum
samvinnu sem aðstoðarlæknar á
lyflækningadeild Landspítaians
1951 hjá prófessor Jóhanni heitn-
um Sæmundssyni, þeim ágæta
manni, enda voru samskipti okkar
þriggja með ágætum. Ég minnist
eins atriðis frá þessum árum
(líklega 1952). Þá stóðum við
Snorri Páll aðra hvora næturvakt
allt árið. Gerðist þá atburður sem
kom jafnflatt upp á okkur báða.
Seinni part nætur hafði ég lokið
störfum mínum á deildinni og var
að búa mig til heimferðar. Kallar
þá til mín einn sjúklinga, sem
reyndist vera ráðuneytisstjóri, og
hann spyr, hvort ég þiggi laun
fyrir næturstörf. Ég varð hvumsa
við og segi, að það gjöri ég ekki.
Það gengur ekki, segir hann, og
skaltu leita til forsætisráðherra,
bera honum kveðju mína og skýra
honum málið. Það stóð ekki á því
að ég sneri mér þangað og fékk
góðar viðtökur. Mun það vera í
fyrsta skipti sem næturstörf lækna
á spítala voru borguð hérlendis.
Þó fór svo að fljótlega hér eftir
hættum við Snorri Páll næturvakt-
arstörfum og kemur þá að því sem
þar segir „að fæstir njóta eldanna
sem fyrsti kveikja þá“.
Þótt samstarf okkar á Landspít-
ala hafi ætíð verið með ágætum
var það ekki síður í kennslustörf-
um, en Snorri Páll hefur sem
kunnugt er stundað kennslu á
læknadeild um áratuga skeið.
Eitt svið samstarfs okkar hlýt
!
100 gr. af léttmjólk innihalda
aðeins 46 hilaeiningar. Og það eru
verðmætar hitaeiningar, því aðþeim
fylgja mörg mikilvægustu
næringarefnin. Efþú viltgrennast, þá
erbetra að draga úr þýðingarminni
hitaeiningum.
Mjólk getur dregið úr
tannskemmdum við eðlilegar
aðstæður. Hið háa hlutfall
kalks, fosfórsogmagníum
itirtönnum vernd. Eftirneyslu
sætinda eða sykurríkrar
máltíðar er t.d. gott að skola
munninn með mjólk.
Beinin þroskast og styrkjast fram
að fertugsaldri ogþess vegna er
mikilvægt að þau fái nægjanlegt kalk
allan þann tíma tilþess að standa vel
að vígi þegar úrkölkun hefst um
miðjan aldur.
Eftir fertugsaldurinn ernægjanlegt
kalk úr fæðunni nauðsynlegt til þess
að hamla gegn beingisnun. Tvöglös
afmjólk á dag er góð regla.
Þeirsem hreyfa sig mikið virðast
nýta kalkið úr fæðunni betur og hafa
því meirí beinmassa á efríárum en
þeirsem hreyfa sig lítið.
8
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
C 21
ég að minnast á. Snorri Páll var
ásamt undirrituðum einn aðal-
hvatamaður að stofnun Hjarta-
verndarsamtakanna. Hann hefir
frá byijun eða hartnær 25 ár ver-
ið ritstjóri blaðsins Hjartaverndar
og um 20 ára skeið varaformaður
stjómar Hjartaverndar. Mér er því
bæði ljúft og skylt að færa honum
á þessum tímamótum ævi hans
alúðarfyllstu þakkir fýrir öll drúg
°g dyggilega unnin störf í þágu
þessara samtaka. Það er einmitt
aðalsmerki Snorra Páls, hve hann
er traustur í öllu því sem hann
tekur að sér og leysir allt vel af
hendi. Hann er heilsteyptur í skoð-
unum á mönnum og málefnum og
fastur fyrir, þótt hægt fari.
Allir sem ég þekki bera hlýjan
hug til Snorra Páls og engan þekki
ég óvin hans. Það er því ekki að
undra þótt margir hafi sóst eftir
að fá hann til starfa. Hann hefir
starfað mjög í læknasamtökunum
og valist m.a. til formennsku í
Læknafélagi íslands um árabil.
Þá hafa opinberir aðilar valið hann
til starfa á ýmsum sviðum, en
mest hefir þar kveðið að for-
mennsku hans í Manneldisráði Is-
lands um árabil.
Um læknisstörf hans og starf á
almennum vettvangi mætti skrifa
langt mál, en ekki tel ég það hæfa
í stuttri afmælisgrein.
Snorri Páll er maður alvörugef-
inn og ég tel hann „heimspekilega
sinnaðan", en grunnt er á glettn-
ina og í góðum hópi manna glað-
astur. Ég tel það og vona að hann
hafi náð þeim áföngum í starfi,
sem hann hefir sett sér, þrátt fyr-
ir þau erfiðu ytri skilyrði sem yfir
hamrhafa dunið.
Snorri Páll hefir hlotið prýðileg-
an félaga og lífsförunaut sem er
eiginkona hans, Karólína Jóns-
dóttir, hjúkrunarfræðingur. Þau
eiga tvö börn og fjögur barnabörn.
Hafa þau nóg að snúast með ung-
viðið og mikla gleði af.
Við hjónin sendum Snorra Páli
innilegustu hamingjuóskir á þessu
merkisafmæli og ná þær óskir
einnig til vinkonu okkar, Karólínu,
og fjölskyldunnar allrar, um leið
og við hjón þökkum órofa vinnáttu
og tryggð.
Sigurður Samúelsson
Hjartans þakkir til allra, sem gerðu mér 70
ára afmœlisdaginn minn, 9. maí sl, að ógleym-
anlegum gleðidegi.
Þórir Guömundsson.
Hjartans þakkir til allra, sem heimsóttu mig
á 80 ára afmœlinu 21. apríl sl. Ég þakka fyrir
ógleymanlegan dag, sólskin úti og inni. Einnig
þakka ég innilega fyrir öll skeytin, kortin, hlýj-
ar kveðjur og gjafir. Fjölskyldu minni þakka
ég fyrir veisluna og allar gjafirnar.
Eg bið góðan Guð að varðveita ykkur öll.
Kristín Eysteinsdóttir,
Snóksdal.
MjólkerauðugafB
vítamínum sem eru mikilvæg til
þess að t.d. húð, hár, neglur,
taugakerfi og sjón séu í góðu lagi.
Góö
töká
málunum
Tíl þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd
og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt
mataræði og losna við ómæld óþægindi og
jafnvel heilsubrest af völdum megrunarkúra.
Mjólkog mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í
fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess
sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja
kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk
Dess sem þar er á ferð einn fjölhæfasti
Dætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja
mjólk og mjólkurvörur með mismunandi
fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og
hitaeiningasnautt fæði.
MJOLKUPDAGSNEFND