Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 C 23 FÓLK 1 fjölmiðlum ■MIÐMORGUNSYRPA og neyt- endaþátturinn Stefhumót á Rás 2 verða sameinaðir á næstunni. Stjórnendur verða áfram þær Eva Ásrún Albertsdóttir, sem sér um að kynna og leika tónlist, og Jóhanna Harðardóttir, sem mun sjá um stutt inn- skot um neyt- endamál. Jó- hanna verður auk þess með símatíma í beinni útsendingu milli kl. 11 og 11.30 sem nefhist Sér- þarfaþing. Þar gefst hlustendum kostur á að bera upp spurningar og gefa heilræði. Jóhanna var áð- ur með simatima í hádeginu sem var ekki sendur út en að sögn Stefáns Jóns Haf- steins, yfirmanns Dægurmálaút- varpsins, þótti þeim hann svo skemmtilegur að ástæða væri til að hafa hann í beinni útsendingu. Meðal þess sem spurt hafi verið um, hafi verið klaufaklippur, stækkun á svart-hvitum myndum og hverjir pijónuðu peysur úr hundahárum. JÓHANNA SIR RICHARD ■SIR RICHARD Attenborough, hinn kunni kvikmyndaleikstjóri og formaður fjórðu rásarinnar í Bretlandi, hvatti sjónvarpsmenn til þess í ræðu nýlega að slá skjaldborg um þann Qölmiðil, sem þeir störfuðu við, og berjast gegn því að nokkrar af nýj- um tillögum brezku stjórnar- innar í sjónvarps- málum næðu fram að ganga. Hann sagði með- al annars að yfirmenn sjónvarps og útvarps ættu heldur að segja af sér en að una því, eins og hann komst að orði, að pólitískar kreddur og markaðshyggja Margrétar Thatchers forsætis- ráðherra yrðu Iátin ganga að sjónvarpsiðnaðinum dauðum. Attenborough sakaði sfjómina um að ætla að afhema allar regl- ur, sem settar hefðu verið um útvarps- og sjónvarpsrekstur í Bretlandi í hálfa öld vegna ofur- trúar á markaðslögmálum. Hann kvað það stórfurðulegt að þjóðfélag, sem setti markið hátt í félags- og menntamálum, virtist þess albúið að afsala sér ábyrgð á mikilvægum þáttum útvarps- og sjónvarpsmála í hendur markaðsöflunum. Hann kvaðst óttast að ekki yrðu gerðar eins strangar kröfúr og áður til þess hveijir mættu útvarpa og sjónvarpa og að um leið yrði sleg- ið af gæðakröfum. FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLAIMNA (Hnekkingadeild sví- virðilegra aðdróttana) ... Þá sé rangt að blanda dag- blaðinu Tímanum inn í þessa umræðu. Þegar rekstur NT hafi farið af stað, hafí blaðið keypt dagblaðið Tímann sem þá var gefið út. Það dagblað og dag- blaðið Tíminn sem gefinn er út nú, séu óskyld fyrirtæki. Tíminn 13/5 Sumardagskrá Rásar 1: Ferðalög, grín og getraunir ■SPAUGSTOFUMENN hafa ekki kvatt landslýð, þó að sjón- varpsþáttunum ‘89 á stöðinni sé lokið. I sumar munu þeir félagar vera með stutt innskot í dagskrá Dægurmálaútvarps Rásar 2 hvern virkan dag. Innskotin tengjast atburðum líðandi stund- ar og verða flutt að morgni og endurflutt síðdegis. Þau verða ekki framhald ‘89 á stöðinni og hafa ekki enn hlotið nafn. Það mun þó orðið Ijóst að Vormenn Islands verður ekki heitið á út- varpsgríni Spaugstofunnar. SUMARDAGSKRÁ RÁSAR1 hefstþann 1. júní næstkomandi. Nú þegar hafa verið teknar ákvarðanir um þijár þáttaraðir og á næstu dögum skýrast línur um fleiri þætti. Fyrstan er að nefna sumarþátt sem verður eftir hádegi á laug- ardögum í sumar og nefnist Höll sumarlandsins. Hann verður með léttu ívafi, blanda af tónlist og tali og verður víða komið við. Umsjón- armenn verða þau Bergljót Baldur: dóttir sem hefur séð um þáttinn í dagsins önn og Ómar Valdimars- son, fyrrum fréttamaður Stöðvar 2. Fastir gestir verða Hafsteinn Hafliðason sem fjallar um gróður og Jón Böðvarsson sem sér um getraun. Auk þeirra verður i hveij- um þætti stuttur grínþáttur úr umferðinni. Þar segir frá eiganda sjoppu og bensínstöðvar við Þjóðveg 1 og fastagestum hans. Á laugardagsmorgnum verða stuttir leikþættir sem nefnast Fólk- ið í Þingholtunum. Þar er brugðið upp lítilli mynd af ijögurra manna fjölskyldu sem allir ættu að kann- ast við. Fjölskyldan býr í timbur- húsi í Þingholtunum, foreldrarnir eru menntafólk sem fer allra sinna ferða á reiðhjóli og börn þeirra tvö eru hálfstálpuð. Höfundar eru þær Ingibjörg Hjartar og Sigrún Óskarsdóttir en þær hafa samið nokkur leikrit fyrir Hugleik, félag áhugaleikara. Með hlutverk hjón- anna fara þau Anna Kristín Arngr- ímsdóttir og Árnar Jónsson, en börn þeirra leika Halldór Björnsson og Þórdís Arnljótsdóttir. Þá verða á sunnudagsmorgnum ferðaþættir í umsjón Ólafs H. Torfasonar. Þeir kallast ...en samt að vera að ferðast. Farið verður um landið „með“ Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrfræðingi, fjallað um manninn og verk hans. BARNANNA 10 daga sumarnámskeið fyrir hressa krakka á aidrinum 7-12 ára á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Sumardvalarstaðurinn ÆVINTÝRALAND er á hinum sögufræga stað Þingeyrum í A-Húnavatnssýslu. Húsakynni eru nýleg, mjög vel búin og sniðin að þörfum orkuríkra krakka. Starfsfólk er uppeldismenntað. í sumar höldum við 8 námskeið: .JSL,- I. júní - 11. júní II. júní - 21. júní 21. júní - 1. júlí 9. júlí - 19. júlí 19. júlí - 29. júlí 29. júlí - 8. ágúst 8. ágúst - 18. ágúst 18. ágúst - 28. ágúst ák mm í ÆVINTÝRALANDI er hver dagur ævintýri líkastur. Allir hafa nóg fyr- ir stafni hvernig sem viðrar og alltaf eitthvað nýtt að sjá og læra: Náttúruskoðun 1 Safari ferð: Fartð í ratleiki, leitaö að fjár- sjóði og börnin læra að elda úti. Sundferð Bátsferðir á litlum tjörnum Fjörubál Tarsanleikir á köðlum í hlöðunni i íþróttamót Smíðar og föndur * Gæsum smalað og gefið • Gróðursetning trjáa: Hvert barn fær sitt tré til gróðursetningar. ' Kvöldvökur og sögustund á hverju kvöldi Dvalarkostnaður i 10 daga auk ferða fram og til baka kr. 10.000.- Innritun stendur nú yfir I simum 91-32213 & 95-4365

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.