Morgunblaðið - 21.05.1989, Blaðsíða 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
1974 _ 15 ára -1989
Ævintýri
Austurlanda
23. júní - 14. júlí.
Örstutt ferðalýsing:
Flogið í gegnum Kaupmannahöfn til Singapore og gist
þar í 4 nætur. Þaðan er ekið um Malaysíu með stoppum
í Malaga, 2 nætur, Kuala Lumpur í 2 nætur og Peneng-
eyjum í 3 nætur, þaðan er flogið til Bangkok og gist í
3 nætur, síðan ekið til Pattaya-strandarinnar og gist í
4 nætur. Loks er flogið til Kaupmannahafnar og gist þar
f í eina nótt.
Frá öllum gististöðum er farið í skoðunarferðir, alls í
10 mismunandi langar ferðir. Hægt að framlengja dvöl-
ina í Kaupmannahöfn. v
íslensk fararstjórn.
Ferðaskrifstofan Land og Saga
Beinliöltstorfii, sími 91-627144.
DfASS/i? reytingar á Duus í kvöld?
Jótimt og
Lappinn
í KVÖLD leika tveir góðir gestir
í Heita pottinum í Duushúsi. Pía-
nistinn og tónskáldið Kristian
Blak og gítaristinn og falsettu-
söngvarinn Lelle Kullgren. Með
þeim verða bassaleikarinn Tóm-
as R. Einarsson ogtrommarinn
Jónleif Jensen. Tómas er Dala-
maður en Jónleif færeyskur og
hefiir verið hér í trommunámi.
Kristian og Lelle búa báðir í
Færeyjum. Jótinn Kristian hefiir
búið þar í fimmtán ár, en Lelle
aðeins í vetur — hann er sænskur
og meira að segja frá Lapplandi.
Kristian Blak hefur komið marg-
oft til íslands, en þetta verður
þriðja heimsókn Lella. Fyrst kom
hann hingað með sænsku hljóm-
sveitinni Salamander, en í fyrravor
Kristian Biak — sameinar ólík
norræn áhrif í magnaða djassheild.
með hinni alþjóð-
legu sveit Krist-
ians Blak: Ygg-
drasil. Sú sveit
hélt hér frábæra
tónleika og nú er
nýkomin með
henni skífa: Broyt-
ingar. Þar leika
auk þeirra
tvímenninga John Tchicai og And-
ers Hagberg á saxa og flautu, Yasu-
hito Moari á bassa og Christian
Jormin á trommur. Jóhannus á
I
rdsdóttir•
r.SVfcafy.
GhHstien Polos —
Sigríður Eyþórsdóttir
tkúlason, prófessor,
oans ó^arjuNi
ddHemrtdfJáwkins.
'5.-30. JUNI
iilva.
SUMARNAMSKEIÐ KRAMHUSSINS
©
KENNARAN ÁMSKEIÐ 1.-6. JÚNÍ
Ætlað öllum kennurum, sem vilja virkja sköpunargleði nemenda
með hreyfingu og hljóðfalli.
Kennslustundir 56—60 metnar til punkta.
Aðalkennari verður Maggie Semple, sem kennir
í anda Rudolfs Labans.
Aðrir kennarar: Anna,
Hafdís Amadóttir —fpOao
Sojfía Vagnsdóttir. Fýrirli
og Om Jónsson, náttururái
(T
JASS/BLUi
Kennarar: Ci
DANSSPUNI
- LABANTÆKNI
26.JÚNÍ- l.JÚLÍ
Kennari:
Anna Carlisle Haynes.
JUNIOGJULI
ins)
.síðdcgistímar.
tudóttir — Agnes
ibet Guðmundsdóttir.
P“
r l.JÚLÍ
mHawkins
H>3-
AFRO/SA
Kennari: Joao',
MÚSIKLEI
(Þol - teygj
Morgun-, hádi
Kennarar: HafdJ.
Kristjánsdóttir
d)
ALÞJÓÐLEG
KRAMHÚSSINS •!
Nútímajass — Kennari/
Dansspuni og Kóreógr;
Kennari: Anna Carlisle J
Klassískur ballett -
Kennari: Auður Bjamadót,
Jass — Blucs — Nútímadans ;
Kennari: Christien Polos.
(2)
REIÐKENN SL A
Á SIGMUNDARSTÖÐUM
23. JÚNÍ - 25. JÚNÍ
Kennari: Reynir Adalsteinsson.
ATH.: í júlímánuði bjóðum við uppá rólega leikfimi fyrir eldri
borgara. Jafnframt verða sérstakir tímar fyrir fólk með álagssjúk-
dóma. Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og öndun.
Kcnnari: Lovísa Einarsdóttir.
JRITUN ER HAFINISIMUM 151
17860.
Rógvu er á rafbassa í einu númeri.
Þetta er níunda skífa Kristians
Blaks og sú magnaðasta. Þó ljóð-
ræn tónhugsun hans ríki sem fyrr
er ekkert slegið af í sveiflunni og
á stundum kraftmikill framúr-
stefnublær á tónlistinni, án þess þó
að formhugsunin sé látin lönd og
leið — ekki ósvipað og hjá þeim
George Adams og Don Pullen.
Tchicai fer hamförum á tenórsaxa-
fóninn, enda einn frumlegasti saxa-
fónleikari í Evrópskri tónlistarsögu
en Hagberg sólóar fyrst og fremst
á flautu. Lelle fær að njóta sín og
mjúkur montgomeryskur tónninn
prýðir heilsteypta einleikskafla
hans — hver nóta hefur tilgang.
Jótinn Blak hefur sótt mikið til
færeyskra þjóðlaga og meira segja
hefur hann viðað að sér efni frá
Grænlandi. Hann var tuttugu og
sjö ára er hann settist að í Færeyj-
um og hafði lokið prófi frá tónlistar-
deild Árósaháskóla. Hann varð
fljótt miðpunktur í færeysku tónlist-
arlífi og lék jafnt djass, þjóðlög og
sígilda tónlist, kenndi og skipulagði
tónleika og piötuútgáfur. Hann var
með þjóðlagahljómsveitina Spæli-
mennimir í Hoydölum og heimsótti
með þeim allflestar eyjar Norður-
Atlantshafsins. Hann hefur m;a.
skrifað balletsvítu er stóð til að ís-
lenski dansflokkurinn nýtti; Herra
Pætur og Elinborg heitir hún og
byggir á færeysku danskvæði.
Sonderjyllands Symfoniorkester
hefur hljóðritað hana undir stjórn
Svend Aaquist Johansens. Kristian
hefur hljóðritað djass með Holger
Laumann, Karsten Vogel og flest-
um færeyskum djassleikurum svo
og níu skífur með eigin tónlist ein-
sog fyrr sagði. Fyrsta skífan var
Snjóuglan, með samnefndri hljóm-
sveit norsk/sænsk/dansk/fær-
eyskri. Þá eru það skífurnar með
Yggdrsil: Den ydeste 0, Ravnating,
Heygar og dreygar, Concerto
Grotto, De fire tárne og Broyting-
ar. Antifonale með áttamanna sveit
kom út í fyrra og er þar eðal hljóð-
færaleikara Pierre Dorge og Mari-
lyn Mazur og á skífunni Kingolog
notar Kristian þá gömlu færeysku
sálma í undurfagra svítu.
Kristian hefur unnið kraftaverk
í færysku djasslífi. Hljómplötur
Tutl-fyrirtækisins eru nú 21 og tón-
leikar tvisvar í viku í Jazzklúbbnum
í Þórshöfn. Meira er þó um vert að
Kristian hefur tekist að sameina
hin ólíkustu norræn áhrif í magnaða
djassheild einsog heyra má á
skífunni: Broytingar. Þar er að
finna djass einsog hann gerist best-
ur í Evrópu.
Það verður gaman að hlusta á
þá Kristian og Lelle leika með tóm-
asi og Jónleif í Heita pottinum í
Duushúsi í kvöld.