Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 28

Morgunblaðið - 21.05.1989, Page 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 + Jens E. Jóhanns- son Sælingsdal Fæddur 10. febrúar 1904 Dáinn2. apríl 1989 Bærinn Sælingsdalur í Dölum liggur í samnefndum dal, sunnan Sælingsdalsheiðar, sem er stuttur fjallshryggur, er aðskilur Hvammssveit að sunnan, en Hvammsdal og Staðarhólsdal í Saurbæ að norðan. Fyrr á öldum og allt frá upphafi byggðar var Sælingsdalsheiði ij'ölfarin leið. Segir frá henni bæði í Laxdælu og Sturlungu, enda eru þarna kunnar söguslóðir fomsagnanna. Vorið 1931 flytja tveir bræður í Sælingsdal, þeir Ólafur og Elís Jóhannssynir. Foreldrar þeirra voru þau Halldóra Ólafsdóttir, Brandssonar á Vatni og Jóhann B. hreppsstjóri á Mjóabóli og á Hlíðarenda í Haukadal. Árið 1935 flytur Ólafur frá Sælingsdal en Elís bróðir hans tekur við jörð- inni. Það sama ár, 13. júní 1935 gekk Elís að eiga frænku sína, Guðrúnu Valfríði Oddsdóttur. Um sama leyti flytja tengdaforeldrar hans í Sælingsdal, þau Oddur (Jensson og Valfríður Ólafsdóttir og voru þar við búskap til ársins 1955 er þau fluttu suður í Kópa- vog. Elís ólst upp í Haukadalnum hjá foreldrum sínum. Snemma vandist hann allri algengri vinnu til sveita. Ungur að árum fór hann í vinnumennsku að Skarði, fremsta bænum í dalnum. Þar féll honum vel á allan hátt og þótti gott að ræða um þau ár síðar á ævinni. Þau Guðrún og Elís eignuðust oalls 16 böm. Af þeim hafa tvö látist, en 14 eru á lífi. Eru þau þessi: Elínborg Ósk. M. Kristinn Antonsson. Búa í Ytri-Njarðvík. Eiga 5 böm. Unn- ur. Býr í Kópavogi. á 4 uppkomn- ar dætur. Ástvaldur. M. Guðrún Aðalsteinsdóttir. Búa á Hofakri í PHILCO W 393 ÞVOTTAVÉLIN NÚNA Á MJÖG GÓÐU VERÐI Hvammssveit. Eiga 3 uppkomin böm. Halldóra Valfríður. M. Ás- mundur Uni Guðmundsson. Eru búsett á Akranesi. Eiga 5 böm uppkomin. Jóhann Oddur. M. Ragnheiður Hulda Jónsdóttir. Búa á Skerðingsstöðum í Hvamms- sveit. Eiga 6 böm, þar af 5 upp- komin. Gyða. Ólst upp sem kjör- dóttir hjá föðurbróður sínum í Búðardal, Þorsteini Jóhannssyni og konu hans Guðríði Guðbrands- dóttur. M. Guðmundur Bjamason. Eiga 3 börn. Búa í Kópavogi. Fan- ney. M. Jónas Ingimundarson. Eiga 3 böm. Búsett í Keflavík. Guðborg. M. Gunnþór Eiríksson. Eiga 3 böm. Búsett í Keflavík. Jens. M. María Kristín Bjöms- dóttir. Búa í Garðinum. Eiga 3 böm, en Jens átti dreng áður með Helgu Ingvarsdóttur. Bjartmann. Óg. Dvelur í heimasveit. Guð- mundur. M. Kolbrún B. Svein- bjömsdóttir. Eiga 1 bam, en Kol- brún átti 1 dóttur áður. Búa í Sælingsdal. Ólafur Sævar. M. Jóna Kristinsdóttir. Þau skildu. Eiga 2 dætur. Ólafur er búsettur í Keflavík. Erla. M. Guðjón Tyrfíng- ur ívarsson. Eiga 2 böm. Búsett í Garðinum. Elís Þröstur. Óg. Er búsettur í Kópavogi. Eftir rúmlega hálfrar aldar kynni af þeim Sælingsdalshjónum hefur undirritaður margs að minn- ast. í tíð þeirra hjóna í Sælingsdal var barist harðri baráttu fyrir brýnustu þörfum. Bamahópur Sælingshjóna mun hafa verið stærstur í sýslunni á sínum tíma. Að sumu leyti má segja að heim- ili þeirra og lífshættir hafí fremur minnt á liðnar aldir en nútímavenj- ur, svo mjög var öllum kröfum um lífsþægindi stillt í hóf. En á hinn bóginn gerðar miskunnarlitlar kröfur til eigin krafta og atorku. Eftir að tryggingamar — samhjálp þjóðfélagsins komu til sögunnar, léttu þær nokkuð róðurinn, en 8 böm var Guðrún búin að eiga, áður en hún fékk fæðingarstyrk. Þrátt fyrir allt þetta var Elís í Sælingsdal allra manna skilvísast- ur í öllum viðskiptum og vakti það eftirtekt margra. Systkinahópurinn frá Sælings- dal er óvenjustór eftir því sem nú gerist. Það er frásagnavert að þessi hópur er reglusamur og hóf- semi á tóbak og áfengi er ein- kenni hans. Guðrún, ekkja Elísar dvelur nú hjá Erlu dóttur sinni suður í Garði, en einmitt þar áttu þau Sælings- dalshjón gott athvarf síðustu miss- erin. Jarðarför Elísar fór fram að Hvammi í Hvammssveit 8. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Kraftar haris voru fyrir nokkrum ámm þrotnir og heilsa og líf hvíldi á veikum þræði. Síðustu vikurnar átti hann í erfíðum veikindum á sjúkrahúsi. Þá kom í ljós eins og svo oft áður hversu Elís átti traust- an og góðan lífsförunaut þar sem Guðrún er. Sveitin hans, Hvammssveitin þakkar honum samfylgdina og bið- ur honum allrar blessunar á nýrri vegferð. Einar Kristjánsson Mér er ljúft að minnast með nokkrum orðum frænda míns Jens Elísar Jóhannssonar, fyrrverandi bónda í Sælingsdal í Dalasýslu, en hann andaðist 2. apríl síðastlið- inn eftir langvarandi vanheilsu. Ég tel æviferil Jens Elísar mjög merkan, ekki vegna veraldar ríki- dóms hans, eða fyrir það að hann hafi starfað mikið í stjórnsýslu sveitarmála, heldur vegna þess hve giftusamlega honum tókst að fæða og klæða stóra bamahópinn sinn, án aðstoðar eða hjálpar utan- aðkomandi handa. Jens Elís bjó þó á einni harðbýlustu bújörð í Dölum, þar sem sól sést ekki nema hluta úr árinu og mikil fannakista og hagleysi er á vetmm. Afkomu heimilisins ber líka að þakka eigin- konu hans og farsælu hjónabandi. Jens Elís, eða Elli, eins og hann var oftast kallaður, fæddist í Haukadalnum, að líkindum á Smyrlhóli, 10. febrúar 1904. Faðir hans var Jóhann Benedikt Jens- son, hreppstjóri, sonur Jens Niku- lássonar bónda að Harastöðum á Fellsströnd og konu hans Elísabet- ar Jónsdóttur, sem ættuð var frá Hellu. Móðir Ella var Halldóra dóttir Ólafs Brandssonar bónda að Vatni í Haukadal og víðar og Katrínar Jónsdóttur konu hans sem ættuð Aslaug Jónsdótt■ ir - Minning • Þvottakerfi við allra hæfi, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • 1000snúningavinda • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleðsla: 5 kg (af þurrum þvotti) • Sparnaðarrofi • Tekur inn bæði heitt og kalt vatn • Ryðfrítt stál á ytri og innri belg • H:85, B:59.5, D:55cm. Verð kr. 49.880.- 47400 TrJr st9r- Heimilistæki hf = tglunm • l:M1S20 MSSB ÍifOM/u/cptm sn Fædd 13. júlí 1902 Dáin 13. mars 1989 Áslaug vinkona mín hefur kvatt, löngum starfsdegi er lokið og hvíldin því kærkomin. Hljóðlega kvaddi hún jarðsviðið, rétt eins og hún hafði umgengist það. Áslaug andaðist eftir stutta legu á Dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu, Hafnarfírði. En þar átti hún heimili síðustu fjögur árin. Hún var mjög þakklát því góða fólki, sem annaðist hana þar, eins og hún orðaði það. Það var ein- mitt þakklætið, góðvildin og um- hyggjan fyrlr öðrum, sem mér fannst einkenna hana. Ég kynntist Áslaugu fyrir nokkrum árum, er frænka min varð tengdadóttir hennar og varð sú kynning æ traustari með árun- um. Stundum leit ég inn til hennar á Háaleitisbraut, en þar bjó hún í allmörg ár. Þó kaffisopinn yljaði á köldum vetrardegi þá var það þó persónan sjálf sem var svo gaman að eiga samneyti við. Allt- af voru myndarlegar veitingar á borð bomar, enda var hún mynd- arhúsmóðir sem veitti af rausn því gestrisnin var mikil. Alltaf var hún snyrtileg og heimili hennar sýndi það svo sannarlega. Áslaug var nett og fínleg kona, það var viss reisn yfír henni, sem hélst til hinsta aags. Ég mun stikla á stóru um ætt hennar, aðrir hafa gert því góð skil áður. Hún fæddist á Stokks- eyri, elsta bam hjónanna Jóhönnu var frá Stóra-Galtardal á Fells- strönd. Halldóra var ein af tíu dætmm þeirra hjóna, Ólafs og Katrínar, sem mikill ættbálkur er kominn út af víðs vegar um land. Einnig átti Halldóra tvo bræður. Jóhann og Halldóra, foreldrar Ella, hófu búskap að Smyrlhóli í Haukadal og bjuggu þar í sveit á nokkmm bæjum, eins og títt var með hjón sem sjálf áttu ekki jarð- næði. Lengst af bjuggu þau á Mjóabóli, eða þar til þau byggðu sér lítinn bæ í landi Ytri-Þorsteins- staða sem þau nefndu Hlíðarenda, en þá vom flest systkini Ella farin að heiman. Jens Élís var næstelst- ur átta barna Jóhanns og Halld- óm. Hann bar nöfn föðurforeldra sinna, Jens og Elísabetar. Frá því ég var barn man ég eftir uppstilltri mynd í stofunni heima af foreldmm Ella, með hann og Kristján elsta bróður hans í fanginu. Jón eldri í Ljárskógum hafði tekið myndina. Móðir mín Ingibjörg Sigríður og Jóhann faðir Ella vom systkini og mikill og kærleiksríkur samgangur á milli heimila þeirra. Móðir mín hafði miklar mætur á Ella enda heilsuð- ust þau og kvöddust með eftir- minnilegum innileik, þegar fund- um þeirra bar saman. Jens Elís var fyrst húsmaður í Sælingsdal hjá Ólafí bróður sínum, sem síðar varð bóndi á Skarfsstöð- um í sömu sveit, en tók svo jörð- ina á leigu og gerðist bóndi þar. Mig minnir að Sælingsdalur hafi þá verið kirkjueign ogtíð ábúenda- skipti eins og gekk og gerðist með kirkjujarðir, sem flestar vom rytjukot, með þýfð tún og léleg húsakynni. Fljótlega eftir að Elli hóf búskap í Sælingsdal réðist til hans ung stúlka, frændkona hans, Valfríður Guðrún Oddsdóttir frá Hvarfsdal á Skarðsströnd. Elli og Guðrún vom systra- og bræðrabörn í báð- ar ættir. Oddur Bergsveinn Jens- son faðir Guðrúnar var bróðir Jó- hanns föður Ella og Valfríður Ól- afsdóttir, sem var seinni kona Odds, móðir Guðrúnar var systir Halldóm móður Ella. Fljótlega eftir að Guðrún réðist til bústarfa hjá Ella felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband. Á fyrstu búskaparámm þeirra kom ég til þeirra í heimsókn með móður minni. Þau bjuggu þá í gamla hrörlega Sælingsdalsbæn- um og höfðu þá eignast tvær elstu dætumar, Ósk og Unni. Miklar jarðarbætur höfðu verið unnar og skurðir grafnir til undirbúnings meiri ræktun. Mér er minnisstætt hið góða og hlýja andrúmsloft sem ríkti í gömlu baðstofunni, þótt ekki væm þar ríkmannleg hús- gögn. Bömin fæddust eitt af öðm og urðu alls sextán, svo að unga kon- an hafði í mörg horn að líta og faðirinn hafði í nógu að snúast við jarðabætur og byggingar. Af börn- um sínum misstu þau tvö, stálpað- an dreng af slysfömm og eitt barn við fæðingu. Þegar fjölgaði í bamahópnum var nauðsynlegt að auka húsa- kynnin. Gripu þau þá til þeirra ráða, Jens Elís og Guðrún, að panta sér hús í Húsasmiðjunni, en þá var frændi þeirra, Snorri Hall- dórsson, nýbúinn að stofna það fyrirtæki og framleiddi eininga- hús. Hann flutti hús vestur til þeirra og reisti upp á fáum dögum og gerði íbúðarhæft. Foreldrar Guðrúnar, Oddur og Valfríður, fluttu fljótlega búferlum að Sælingsdal til Guðrúnar og Ella og bjuggu þar í húsmennsku til ársins 1954, eða þar til þau fluttust til Kópavogs og settust að hjá Katrínu dóttur sinni og hennar manni Grími Runólfssyni frá Húsavík á Ströndum. Oft hefur verið mannmargt í Sælingsdal á búskaparámm þeirra þar, Jens Elísar og Guðrúnar, en þau létu engan bilbug á sér finna þótt hver vinnudagur væri langur og strangur. En þegar heilsan fór að bila hjá Ella urðu þau að bregða búi og Guðmundur sonur þeirra tók við búskapnum. Þau fluttust þá fljótlega, að mestu, suður í Garð til dóttur sinnar Erlu, sem þar býr með manni sínum Guðjóni Ivarssyni. Hjá þeim hjónum hafa þau átt kærleiksríka daga og get- að búið út af fyrir sig, þar sem Guðrún hefur eldað fyrir Élla sinn og hjúkrað honum þegar hann hefur verið heima, en ekki þurft að dvelja á sjúkrahúsi. Jens Elís og Guðrún eiga fjölda marga afkomendur, atorkumikið fólk og bjargálna, sem kemur sér vel áfram í lífinu. Flest af því heldur tryggð við harðbýla dalinn sinn, Sælingsdal, heimsækir dal- inn á sumrin með tjöld og vistir og hefur reist sér þar sumarhús. Þrír af þeim fáu bændum sem eftir erú í Hvammssveit eru synir Ella og Guðrúnar, en önnur börn þeirra eru búsett víða, en flest af þeim hafa leitað sér fanga suður með sjó eins og kallað er. Jens Elís Jóhannsson var jarð- settur 8. apríl í Hvammi í Hvammssveit að viðstöddum Qölda ættmenna og vina. Eftir jarðarförina var öllum viðstöddum boðið, að gömlum sveitasið, í Laugaskóla, þar sem fjölskylda hans bauð upp á veitingar, sem bomar voru fram af miklum rausnarskap. Nú hvílir Jens Elís, lúinn og lífsreyndur maður, í helgri ró í dalnum hennar Auðar djúpúðgu, fyrstu kristnu landnámskonunnar. Megi hann hvíla í Guðs friði, með virðingu og þakklæd frá samtíðarfólkinu. Jensína Halldórsdóttir Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Tvær eldri hálfsystur átti hún sem báðar eru látnar. Áslaug fluttist til Reykjavíkur árið 1923. Vann þá við heimilisstörf á ýmsum stöð- um. Hún giftist árið 1931 Oddi Halldórssyni, hinum mesta öð- lingsmanni. Mann sinn missti Ás- laug árið 1965. Þau eignuðust þrjá syni; Halldór Gísla skipstjóra, er lést í mars 1987 eftir stranga sjúkdómslegu aðeins 53 ára, Guð- jón kaupmann, kvæntan Gíslínu Kristjánsdóttur, og Bjama vegg- fóðrarameistara kvæntan Elsu Björgu Friðjónsdóttur fóstru. Eftir andlát Gísla veit ég að Áslaug átti um sárt að binda. En hún bar harm sinn í hljóði. Og eftirlifandi synir og tengdadætur gerðu allt til að létta henni byrð- ina. Áslaug bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og öllu sínu fólki og nú sakna litlu sonardæ- turnar hennar sárt. En hún átti sex barnabörn og eitt langömmu- barn. Ég vil að lokum með þessum síðbúnu kveðjuorðum þakka Ás- laugu allar góðu stundimar og elskusemi við mig og mína. Að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Elín S. Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.