Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag er það umfjöllun um
Krabbamerkið (21. júní — 22.
júlí) í bemsku. Einungis er
fjallað um hið dæmigerða fyr-
ir merkið og lesendur minntir
á að hver maður á sér nokkur
stjömumerki semhafa inn-
byrðis áhrif á hvert annað.
Öryggi
Krabbar hafa öðmm fremur
þörf fyrir öryggi og því er
mikilvægt fyrir þá að um-
hverfi fyrstu áranna sé í föst-
um skorðum. Það getur t.d.
tekið Krabba lengri tíma að
komast yfir skilnað foreldra
en flesta aðra. Slíkt áfall get-
ur hann geymt innra með sér
og fundið tii óöryggis sem
fylgir honum alla ævi og kem-
ur í veg fyrir að hann þori
að hleypa öðmm of nálægt
sér eða treysta þeim.
Rólegur
Hinn dæmigerði Krabbi er
rólegur og heldur hlédrægur
í bernsku. Þar sem hann á til
að vera feiminn er mikilvægt
að foreldrar gefi honum já-
kvæða hvatningu og fái hon-
um verkefni sem hvetur hann
til að tjá sig og framkvæma
það sem löngun hans stendur
til. Krabbinn þarf einnig á
mikilli tilfinningahlýju að
halda, annars er hætt við að
hann fínni fyrir einmanaleika
og dragi sig enn frekar í skel
sína.
Hressileiki
Ef umhverfí Krabbans er ör-
uggt og tilfinningalegum
þörfum hans er fullnægt í
bemsku þá verður hann ekk-
ért lokaðri en önnur börn. Ég
hef a.m.k. séð marga Krabba
sem koma frá stöðugum
heimilum, og em léttir og
hressir í lundu.
Tilfinningar
Einkennandi fyrir böm í
Krabbamerkinu er yfirleitt
samviskusemi og dugnaður.
Þau verða þó að hafa áhuga
á viðfangsefni sínu. Til að
vekja þennan áhuga þarf að
tendra tilfinningalegan áhuga
þeirra, því Krabbar læra fyrst
og fremst í gegnum tilfinning-
ar. Þeir em t.d. duglegri í
námi ef kennarar sýna þeim
persónulegan áhuga og hlýtt
viðmót.
Mislyndur
Litli Krabbinn á til að vera
mislyndur. Eina stundina vill
hann kossa og faðmlög en
aðra vill hann fá að vera í
friði. Hann á því til að vera
blíður og nærgætinn en einnig
afundinn og óánægður vegna
minnstu smáatriða. Við því
er í sjálfu sér ekkert að gera.
Krabbinn þarf að fá að vera
í friði þegar þannig stendur á.
Umrœða
Krabbinn er viðkvæmur en
setur stundum upp skel til að
fela viðkvæmni sína. Hann á
til að verða sár án þess að
segja hver ástæðan er. Hann
geymir því stundum sárindi
innra með sér. Það er vissara
að vera á varðbergi gagnvart
þessu og reyna að fá hann til
að tjá sig jafnóðum um það
sem aflaga hefur farið. Það
þarf því stundum að kenna
Krabbanum að tjá tilfinningar
sínar og þá ekki sfst þær nei-
kvæðari. Þar sem Krabbinn á
oft erfitt með að tjá sig með
orðum, hann skynjar og fínn-
ur á sér, en sú skynjun er til-
finningaleg og byggir á inn-
sæi, er æskilegt að honum séu
eínnig gefnir kostir á að læra
önnur tjáningarform en það
sem hið talaða mál gefur. Ef
Krabbinn sýnir áhuga á teikn-
ingu, smíðum eða annarri
listtjáningu er rétt að hvetja
hann á þeirri braut, ekki ein-
göngu með starf í huga, held-
ur til að skapa áhugamál sem
hjálpar honum að fá útrás
fyrir skap sitt.
GARPUR
£ stjörho tU£h/\)um í e teenÍu
EE OFLUGASTA STJÖRNUSJÁ HE/MSJ
EF FKyST/BVSSUfZ VUZ/C4, HVEKS
VEGtJ/t MKfÞ'a ABHOr/t STJÖKNU'
STÞ TIL AO V/K//JA
HAEDtakl Sejsjh EkJceer
HÐ ÁST/EÐULAUSV, KJfltJL'
PESS/ STJÖRUUTU&N EfZ.
LE/B /Aíu TtL y/Ck/j/s
HEhns!
GARPUR
BRENDA STARR
Hvar. ep\U£IT P*v
Mríoíp 1 GRACie-./LIIGUEL.
HEuÚa/Z? J ZKW MADURSEM
HEWAR / HANG/f? LENG/
HVAR. OL&T
HÚN UPP ?
' J H/HU FALLE6A
HANANALÝÐVEW/
CO CORÚ/MBA ÞAR
SEM ÉG VERJS>
, HONUNGUP E//JN
GÓÐAN VEÐUÞ-
DAS.
1
FERDINAND
ri —t —
<2)
/ •
'/>
' ntö*
i -m'm.—
SMÁFÓLK
Vear Editor,
Why doyoukeepsendinq
my stories back ?
You’re supposed to
print them.and make
me rich and famous.
Kæri rítstjóri. Af hverju sendirðu
alltaf sögurnar mínar til baka?
Þú átt að prenta þær og gera mig
ríkan og frægan.
Hvað gengur eiginlega að þér?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þrátt fyrir hetjulega baráttu
austurs með áttlitinn í hjarta
komast NS í ágæta spaða-
slemmu.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á987
¥4
♦ ÁD1096
+ ÁD10
Austur
*?2
VÁDG109653
♦ 2
♦ 75
Suður
♦ KG6543
♦ K87
♦ K
♦ KG2
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 3 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar
Pass 4 lauf 4 hjörtu Pass
Pass 4 grönd 5 hjörtu Pass
Pass 6 spaðar Pass Pass
Pass
Utspil: Hjartatvistur.
Fátt sýnist geta ógnað slem-
munni, en austur fann góða vöm
þegar hann spilaði hjarta til
baka í öðrum slag og vestur
trompaði með tíunni. Nú valt
allt á trompíferðinni.
Sagnhafi tók strax afstöðu,
spilaði trompi upp á kóng og fór
einn niður. Rökin voru vissulega
haldbær; vestur var mun Iíklegri
til að eiga tvo spaða — hann
átti aðeins eitt hjarta, en austur
átta.
En sagnhafi hefði átt að rann-
saka spilið betur. Austur doblaði
ekki slemmuna og því má útiloka
þann möguleika að hann sé með
eyðu í tígli eða laufí. Því er óhætt
að spila tígli á kóng og laufi upp
á ás. Spila svo tígulás.
Austur hendir- auðvitað
hjarta, en sagnhafi laufi. Hann
endurtekur leikinn með tígul-
drottningu og kastar aftur laufi.
Þá getur hann kannað laufleg-
una á sama hátt og náð fram
fullkominni talningu.
Vestur
♦ 10
V2
♦ G87543
♦ 98643
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsbikarmótinu í Barcel-
ona um daginn kom þessi staða
upp í mjög mikilvægri skák Gary
Kasparovs, heimsmeistara, sem
hafði hvítt og átti leik, og Boris
Spassky, fyrrum heimsmeistara, f
síðustu umferð. Spassky, sem
hafði átt í vök að verjast alla skák-
ina, lék síðast 37. - f7-f6l?
greinilega eftir því að hvítur félli
í gildruna 38. gxf6+ — Hxf6 39.
Rh5+? - gxh5 40. Hxf6 Rcd5+)
38. - Rxg6 39. gxf6+ - Kh6 40.
Rxc6 - Hd6 41. d5 (svartur ræður
nú ekkert við hvíta peðaflauminn
á miðborðinu. Spassky reyndi að
blíðka goðin með því að gefa
skiptamun:) 41. — Hxc6+ 42.
dxc6 — Re6 43. e5 — Rxe5 44.
He3 - Rg6 45. f7 - Rgf4 46.
Bb3 - Kg7 47. He4 - Hxf7 48.
Bxe6 - Rxe6 49. Hxf7+ - Kxf7
50. Hxh4 - Ke7 51. Hh8 Ba6
52. h4 og svartur gafst upp. Þetta
er í fyrsta skipti sem Kasparov
nær að sigra Spassky.