Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 31
C 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Dr. Gunnar Böðvarsson
prófessor, Corvallis
Okkur langar til að minnast með
fáeinum fátæklegum orðum Dr.
Gunnars Böðvarssonar fyrrv. pró-
fessors við Oregon State University
í bænum Corvallis í Bandaríkjunum,
en hann lést þar þann 9. maí síðast-
liðinn.
Fregnin barst fljótt meðal okkar
vinanna, sem höfðum bundist
tryggðarböndum meðan á námsdvöl
okkar stóð í Corvallis. Var okkur
við brugðið þó svo að vitað hafði
verið skömmu áður við hveiju
mætti búast. Var það ekki síst þeim
Gunnari og Tove að þakka hversu
samheldinn þesssi vinahópur varð.
Kynni okkar Helgu af þeim
Gunnari og Tove hófust haustið
1979 þegar við fluttumst til Corvall-
is er ég hóf þar framhaldsnám í
byggingarverkfræði. Þar kynnt-
umst við góðu fólki. Ógleymanlegar
eru stundirnar sem við áttum á
heimili þeirra hjóna í matarveislum
og kaffiboðum. Sífellt spurðist
Gunnar fyrir um nýjustu fréttir að
heiman og var aðdáunarvert hversu
vel Gunnar fylgdist með eftir þetta
langa dvöl að heiman. Helst var
rætt um stjórnmálaþróunina og þá
voru efnahagsmálin honum jafnan
hugleikin. Gladdist hann ávallt
hjartanlega þegar fréttir bárust að
heiman um góð aflabrögð eða önnur
hagstæð skilyrði.
Gunnar var hlaupagarpur mikill
og hraustmenni. Dáðist maður allt-
af að hreysti hans þegar hann,
tæplega sjötugur maðurinn, skokk-
aði alltaf rúmlega 10 kílómetra á
hvetjum degi.
Ávallt var gaman að sitja úti í
garði á Alta Vista Drive og ræða
málin við Gunnar enda var hann
víðsýnn og vel að sér á flestum
sviðum mannlífsins.
Eftir að við Helga komum heim
til Islands aftur héldum við stöðugt
sambandi við þau hjónin. Sérstak-
lega er minnisstæð heimsókn þeirra
til íslands í júní 1986 og við hitt-
umst allur Corvallis-vinahópurinn
hjá Guðna og Svansý. Þá var gam-
an að taka eftir hversu þeim fannst
þau vera hálfgerð amma og afi
barnanna okkar allra enda hafði
manni liðið í heimsóknum á heimili
þeirra eins og hjá foreldrum, svo
hlýleg voru þau ávallt í garð okkar.
Einnig er mér minnisstæð heim-
sókn mín til Corvallis sumarið 1987
í framhaldi af námskeiði er ég sótti
í Kalifomíu. Gunnar hafði þá nýlega
átt við erfið veikindi að stríða en
hann vildi endilega fá mig í heim-
sókn og fann ég hversu hann gladd-
ist þegar við ræddum þjóðmálin
heima og ég gat sagt honum frá ,
góðærinu sem þá ríkti. Ekki er mér
síður minnisstæð hugulsemin í garð
Helgu og barnanna en það varð að
kveðja mig með gjöfum og hlýjum
kveðjum til þeirra til að bæta upp
að þau gátu ekki komið.
Gunnar og Tove voru samrýnd
hjón og hefur verið unun að finna
hversu traust og sterk Tove hefur
verið eftir að veikinda Gunnars
varð vart.
Elsku Tove, við kveðjum nú mann
sem maður þakkar Guði fyrir að
hafa átt þess kost að kynnast. Við
biðjum Guð að blessa þig og styrkja
um leið og við sendum þér, Guð-
rúnu, Kristjönu, Erni og Eyvindi
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning um góðan
mann.
Flosi, Helga, Finnur Marinó
og Agnes Rún.
Þann 9. maí síðastliðinn lést
Gunnar Böðvarsson prófessor, að
heimili sínu í Corvallis í Oregon-
fylki á vesturströnd Bandaríkjanna,
72 ára að aldri.
Gunnar var einn merkasti
vísindamaður okkar íslendinga.
Hann eyddi fyrri hluta langrar
starfsævi hér á íslandi sem einn
aðalbrautryðjandi okkar í jarðhita-
rannsóknum, en seinni hlutanum í
kennslu og rannsóknir við ríkis-
háskóla Oregonfylkis í Banda-
ríkjunum. Ég kynntist Gunnari fyr-
ir um 10 árum er ég stundaði nám
undir handleiðslu hans og ætla ég
að minnast hans með nokkrum orð-
um.
Gunnar Böðvarsson var fæddur
í Reykjavík 8. ágúst 1916. Hann
lauk stúdentsprófi í Reykjavík
1934, fyrrihlutaprófí í vélaverk-
fræði frá Tækniháskólanum í
Munchen 1936 og Dipl.Ing.-prófi í
stærðfræði, kraftfræði og skipavél-
fræði frá Tækniháskólanum í Berlín
1943. Gunnar dvaldist síðan'i Kaup-
mannahöfn til stríðsloka, en þar
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni, Tove Christensen.
Gunnar og Tove fluttu heim til
Íslands árið 1945, þá hóf Gunnar
störf hjá Rafmagnseftirliti ríkisins,
sem stuttu síðar var breytt í Raf-
orkumálaskrifstofuna. Á næstu
tveimur áratugum gegndi Gunnar
síðan forystuhlutverki í rannsókn-
um á jarðhita á íslandi sem yfir-
verkfræðingur jarðhitadeildar Raf-
orkumálaskrifstofunnar og Jarð-
borana ríkisins. Þær rannsóknir eru
m.a. undirstaða þess að í dag nýta
um þjóðarinnar jarðhita til hús-
hitunar.
Hlé gerði Gunnar á þessari vinnu
þegar hann dvaldi árin 1955-1957
í CalTech háskólanum í Kalifomíu
í Bandaríkjunum. Þar kynntist hann
ýmsum nýjungum og lauk dvölinni
með því að hann tók doktorspróf í
jarðeðlisfræði.
Árið 1964 urðu tímamót á ævi
Gunnars er hann fluttist, ásamt fjöl-
skyldu sinni, til Corvallis, þar sem
honum hafði boðist að starfa sem
gistiprófessor. Ég tel að í upphafí
dvalarinnar hafí ætlun Gunnars
verið að snúa fljótt heim aftur. En
örlögin höguðu því öðruvísi. í Cor-
vallis fann Gunnar betri aðstæður
til vísindastarfa en hann átti kost
á heima á íslandi. Það teygðist því
á dvölinni og Gunnar og íjölskylda
festu þar rætur. Gunnar var síðan
prófessor í stærðfræði og jarðeðlis-
fræði við Oregon State háskólann
í um 21 ár, en prófessor emeritus
frá 1985. Einnig varð Gunnar heið-
ursdoktor við Háskóla íslands í júní
1988.
Ég kynntist Gunnari 1978 er ég
hóf nám undir hans handleiðslu.
Gunnar var vinsæll kennari, enda
var hann sanngjarn við nemendur
og hjálpfús, þó hann færi sjaldnast
hefðbundnar leiðir í kennslunni. Það
var því ekki að ástæðulausu að
nemendur, jafnt sem starfsfólk há-
skólans, talaði með sérstakri virð-
ingu um Gunnar.
Samhliða kennslustörfum var
Gunnar mjög virkur við rannsókn-
ar- og ritstörf. Það sem mér fannst
gera Gunnar að þeim einstaka
fræðimanni, sem hann var í reynd,
var hve sjálfstæður hann var í hug-
myndum sínum og það að hann fór
jafnan ótroðnar slóðir við rannsókn-
ir. Jafnframt var hugmyndaauðgi
hans viðbrugðið og í mörgum tilfell-
um reyndist hann verulega á undan
sinni samtíð. Einnig má nefna að
vinnusemi hans og afköst voru með
ólíkindum.
Þó Gunnar dveldi langdvölum
vestanhafs, var hann uppruna
sínum ætíð trúr. Þetta endurspegl-
aðist í rannsóknarverkefnum hans
sem mörg hver tengdust jarðhita á
Íslandi. Einnig hélt hann tengslum
við menn á íslandi með bréfaskrift-
um og símtölum.
Gunnar var gæfusamur í einka-
lífinu. Þau Tove eignuðust þtjú
börn: Elst er Guðrún stærðfræðing-
ur, þá Kristjana rithöfundur og
bókmenntafræðingur, en yngstur
er Öm sem er hagfræðingur. Öll
búa þau vestanhafs. í Corvallis bjó
Tove þeim Gunnari hlýlegt heimili
í gömlu húsi í skógivaxinni hæð.
Heimili Gunnars og Tove hefur
ætíð staðið opið öllum þeim íslend-
ingum, sem dvalið hafa um lengri
eða skemmri tíma í Corvallis, við
nám eða störf. Sérstaklega hefu’-
námsmönnunum verið mikill styrk-
ur af gestrisni þeirra og hjálpsemi.
Síðustu fjögur árin hafði Gunnar
átt í baráttu við þann óvin sem að
lokum varð yfírsterkari. Af mikilli
þrautsegju hélt hann þó ótrauður
áfram að sinna hinum fjölmörgu
hugðarefnum sinum og verkefnum,
og var svo allt fram á þetta ár. En
fljótt skipast veður í lofti.
Ég var svo gæfusamur að fá að
læra og vinna undir handleiðslu
Gunnars og fá að kynnast vísinda-
störfum hans frá fyrstu hendi. Við
fráfall hans myndast skarð sem
seint yerður fyllt, en vísindastörf
hans munu lifa ásamt minningum
í hugum þeirra sem kynntust Gunn-
ari. Hvíli hann í friði.
Guðni Axelsson.
Fregnin um lát Gunnars Böðv-
arssonar kom ekki á óvart. Hann
hafði barist við erfiðan sjúkdóm og
vitað var fyrir skömmu að hveiju
dró. Samt var þetta reiðarslag. I
hugann kemur myndin af Gunnari
hlaupandi sína daglegu 10 kíló-
metra, helst upp brekkur, ímynd
hraustleikans.
Við kynntumst Gunnari og Tove
á námsárum okkar í Corvallis. Það
var oft leitað í heimilishlýjuna til
þeirra. Alltaf höfðu þau tíma til að
ræða vandamálin, gefa góð ráð og
aðstoða okkur. Hlýjan og vinsemdin
sem mætti okkur þar var ómetanleg
og létti heimþrána. Sérstaklega
minnisstæðar eru stundirnar þegar
Gunnar lét hugann reika til liðins
tíma. Hann var góður sögumaður
og varpaði yfirleitt öðru ljósi yfíf
atburðina en maður hafði áður
fengið. Eftir rúmlega 20 ára veru
erlendis var makalaust hvað hann
fylgdist vel með gangi mála á ís-
landi og aldrei var hægt að greina
annað en fína og fágaða íslensku í
máli hans, jafnvel ekki á tæknimál-
inu. Gunnar var vel að sér á flestum
sviðum mannlífsins, þekking hans
var alls ekki einskorðuð við hans
eigin fræðigrein eins og margra
vísindamanna.
Við erum þakklát örlögunum fyr-
ir að fá að kynnast Gunnari. Hann
var einstakur maður sem vakti virð-
ingu vegna kunnáttu sinnar og
víðsýni en ekki síður vegna per-
sónuleika síns.
Gunnar og Tove voru mjög sam-
rýnd .hjón og máttu varla hvort af
öðru sjá. Þessir síðustu tímar hafa
verið mjög erfiðir fyrir Tove. Hún
hefur staðið við hlið Gunnars og
stutt hann af fremsta megni. Elsku
Tove, við vit.um hvað missir þinn
er mikill og sendum þér, Kristjönu,
Guðrúnu, Erni og Éyvindi okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Siggi, Stína
og Gunnar.
t
Eiginmaður minn,
HARALDUR GUÐMUNDSSON,
til heimilis að Hjaltabakka 8,
Reykjavfk,
lést þann 6. maí i Landakotsspítala. Útför hefur þegar farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd ættingja,
Lilja Bjarnadóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengda-
sonur,
GYLFI ÞORBERGUR GUNNARSSON
rafvírkjameistari,
Logafold 43,
Reykjavík,
andaðist í gjörgæsludeild Borgarspítalans fimmtudaginn 18. maí.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 24. mai
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina,
Reykjavík.
Helga Árnadóttir,
Friða Gylfadóttir, Gunnar Þorbergur Gylfason,
Guðrún Sigurðardóttir, Gunnar Þ. Hannesson,
Sigurður Gunnarsson, Óli Ragnar Gunnarsson,
Heimir Gunnarsson,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Árni Þór Þorgrímsson.
t
Móðursystir mín,
GUÐRÍÐUR JÓHANNESSON (áður NORÐFJÖRÐ),
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jakob Löve.
t
Elskuleg eiginkona mín,
INGRID KRISTJÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systra hinn-
ar lótnu,
Jónas Þ. Dagbjartsson.
t
SIGURSTEINN ÞÓRÐARSON,
Sjafnargötu 6,
er lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. þ.m., verður jarð-
sunginn mánudaginn 22. maí kl. 15.00 frá Dómkirkjunni.
Fyrir hönd vandamanna,
Inga Rósa Sigursteinsdóttir,
Þorvarður Elíasson.
t
Maðurinn minn,
HARALDUR GUÐJÓNSSON,
Hjarðarhaga 54,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. maí kl.
13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigriður Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
ERNA JÓNSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 107,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélagið.
OddurJónsson,
Jóna Oddsdóttir, Jón Þórarinsson,
Gunnar Oddsson, Þórdts Gunnarsdóttir,
Elin Oddsdóttir, Hannes Þorsteinsson,
Erna Heiðrún Jónsdóttir,
Gunnhildur Vala Hannesdóttir.
t
Innilegar þakkir þeim, er vottuðu okkur samúð og vinarhug við
fráfall
PÁLMA JÓSEFSSONAR
fyrrverandi skólastjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls.
Elín Sigurðardóttir,
Kristín Pálmadóttir, Kristinn Bjarnason,
Pálmi Guðmundsson og barnabörn.