Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
Sorpeyðing höfiiðborgarsvæðisins:
Framkvæmdir við bögg-
unarstöð heQast í haust
Fyrirhugaðri böggunarstöð Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins hef-
ur verið valinn staður í Hellnahrauni í Hafnarfírði, skammt frá álver-
inu í Straumsvík.
Sjóstangaveiðifélag Vest-
mannaeyja hélt hið árlega hvita-
sunnumót sitt um hvítasunnuhelg-
ina. Tæplega 100 þátttakendur
tóku þátt í mótinu, sem stóð yfír
á laugardag og sunnudag, og var
afli þeirra þokkalegur.
Sjóstangaveiðimennimir héldu út
kl. 6 á laugardagsmorguninn í
austan fræsingi og þegar leið á
morguninn bætti heldur í vindinn.
- Þegar bátamir héldu til hafnar eftir
hádegið voru komin austan 11 vind-
Fyrsta flugkeppni
sumarsins:
Orri Eiríks-
son vann Har-
aldarbikarinn
SJÖ flugmenn frá Akureyri og
Reykjavík tóku þátt í keppni Flug-
klúbbs Reykjavíkur um Haraldar-
bikarinn, sem fram fór frá
Reykjavíkurflugvelli fyrir
skömmu. Sigurvegari mótsins og
handhafi Haraldarbikarsins 1989
varð Orri Eiríksson, Akureyri,
með 422 refeistig en hann keppti
á Piper PA-22 Tri-Pacer, TF-
TOM.
Orri varð ískndsmeistari Flug-
málafélags íslands 1986, 1987
og 1988 og sigurvegari keppninnar
um Haraldarbikarinn árin 1987 og
1988. í öðru sæti nú varð ungur flug-
nemi, Agúst Sigurjónsson,
Reykjavík, á Cessna 152 TF-FTF
með 1.361 refsistig. í þriðja sæti
varð Hjálmar D. Amórsson,
Reykjavík, á Cessna 150 TF-FTB
með 1.651 refsistig.
stig. Bátamir reyndu að halda sig í
skjóli við veiðiskapinn en heldur var
innsiglingin slarksöm hjá þeim. Þrátt
fyrir leiðinlegt veður var afli þokka-
legur og þátttakendur ánægðir með
fyrri dag keppninnar. Seinnipart
laugardagsins versnaði veður enn og
aðfaranótt sunnudagsins var stormur
í Eyjum. Undir morgun lygndi þó
og komust sjóstangaveiðimennimir
af stað um kl. 10 á sunnudagsmorg-
uninn, fjómm tímum seinna en áætl-
að var.
Talsverð undiralda var og ein-
hveijir máttu þola sjóveiki en létu
það lítt á sig fá og fengu flestir
ágætis afla. Komið var til hafnar
seinnipart sunnudagsins og um
kvöldið var haldið lokahóf þar sem
verðlaun fyrir unnin afrek vom af-
hent.
Aflahæsti einstaklingur mótsins
var Pétur Amarsson, Vestmannaeyj-
um, með rúm 246 kg. Aflahæsta
konan var Róshildur Stefánsdóttir,
Vestmannaeyjum, með rúm 149 kg.
í sveitakeppninni var sveit Jóns Inga
Steindórssonar, Vestmannaeyjum,
aflahæst meðal karlasveita með 459
kg og sveit Guðrúnar Snæbjöms-
dóttur, Vestmannaeyjum, var afla-
hæsta kvennasveitin með 267 kg.
Aflahæsti báturinn var Trillir RE,
með 180 kg pr. stöng en verðmæt-
asti aflinn fékkst á Gæfu VE, 31 pr.
kg. Stærsta fisk mótsins dró Úlfar
Ágústsson, 7 kg þorsk. Flesta fiska
úr sjó dró Andri Páll Sveinsson,
Akureyri, 136 stk., og flestar tegund-
ir dró Bjarki Amgrímsson, 9 tegund-
ir.
Þá vom veitt verðlaun fyrir
stærsta fiskinn af hverri tegund.
Stangaveiðimennimir voru
ánægðir með mótið og framkvæmd
þess sem var að venju í höndum
Magnúsar Magnússonar, en hann
hefur séð um framkvæmd þessa
móts í áraraðir.
- Grímur
Áætlaður kostn-
aður 430 milljónir
BÆJARSTJÓRN Hafiiarfiarðar
hefiir samþykkt að sorpböggunar-
stöð höfuðborgarsvæðisins verði
reist í Hellnahrauni i landi Hafii-
arQarðar og heftir stjórn Sorpeyð-
inga höfiiðborgarsvæðisins b.s.,
samþykkt verkáætlun fyrir bygg-
ingu stöðvarinnar. Er gert ráð
fyrir að jarðvinna geti hafist í
ágúst og byggingaframkvæmdir
síðar í haust. Að sögn Ögmundar
Einarssonar framkvæmdastjóra
Sorpeyðinga, er miðað við að
stöðin verði tekin í notkun í ágúst
eða september árið 1990 en þá
er búist við að öskuhaugarnir i
Gufunesi verði fullnýttir. Heildar-
kostnaður við byggingu stöðvar-
innar er áætlaður 430 milljónir
króna. Átta sveitarfélög á höfiið-
borgarsvæðinu með um 140 þús-
und íbúa standa að stöðinni og
er hlutur Reykjavíkur 67%.
A
IHellnahrauni verða reist þrjú hús,
einn 3.000 fermetra skáli, starfs-
mannahús og sérstakt hús til mót-
töku hættulegra úrgangsefna. Að
sögn Ögmundar verður beitt allt
öðrum og nýrri aðferðum en þekkst
hafa til þessa hér á landi við að
koma fyrir sorpi. Móttaka og vinnsla
fer öll fram innan dyra og því engin
hætta á að neitt fjúki eða að ólykt
leggi frá stöðinni. Sérstök móttaka
verður fyrir timbur sem verður kurl-
að niður og endurunnið, önnur fyrir
iðnaðarsorp og enn önnur fyrir hús-
asorp. Hefur stjórnin samþykkt
ákveðna gjaldflokka fyrir hvern
flokk og verður óendurvinnanlegt
sorp í hæsta verðflokki, þar næst
endurvinnanlegt og seljanlegt sorp,
þá hættuleg úrgangsefni og loks
sérstakur flokkur fyrir bíla og
bílhræ. „Sveitarfélögin munu greiða
fyrir það sorp sem frá þeim kemur
og einnig þau fyrirtæki og einstakl-
ingar sem koma með stóra farma,“
sagði Ögmundur.
Ákveðið hefur verið að sveitarfé-
lögin átta, sem hlut eiga að fyrirtæk-
inu, reki gámaþjónustu og að þar
fari fram ákveðin forflokkun á sorpi
áður en því er ekið í stöðina. Jafn-
framt er stefnt að flokkun á rusli í
heimahúsum þegar stöðin er tekin
til starfa. „Rétt er að geta þess að
garðarusl er ekki húsasorp og á því
ekkert erindi til okkar og það sama
gildir um drykkjarílát, sem ríkið
hefur ákveðið að taka til sín að
ógleymdum bílunum, sem fara eiga
í brotajám," sagði Ögmundur.
Þegar sorpið hefur verið baggað
verður það urðað og er verið að
undirbúa umsókn um urðunarstað í
Krýsuvík, sunnan Kleifarvatns.
Skipuð hefur verið nefnd til ráðu-
neytis um staðarval og er henni jafn-
framt ætlað að ákveða hvaða rann-
sóknir eru nauðsynlegar að fari fram
á því landi sem til greina kemur og
að sjá til þess að þær verði gerðar.
Nefndinni er auk þess falið setja
saman forsögn að hönnun staðarins.
I henni eiga sæti Kolbeinn Pálsson
formaður Reykjanesfólksvangs,
Magnús Már Júlíusson formaður
Náttúruvemdarráðs Hafnarfjarðar,
Jón Jónsson jarðfræðingur og Sig-
urður Blöndal skógræktarstjóri
ríkisins. „Við erum einungis að fara
fram á tímabundna notkun á því
landi sem verður fyrir valinu sem
urðunarstaður og því verður skilað
í mun betra ástandi en þegar við
fáum það,“ sagði Ögmundur.
Öllu sorpi verður í fyrstu ekið að
stöðinni eftir Krýsuvíkurvegi og það-
an áfram í Krýsuvík til urðunar ef
af verður. Krýsuvíkurveg þarf þá
að endurbyggja á 14 km kafla og
er kostnaður við þá framkvæmd tal-
inn vera um 60 til 70 milljónir króna.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Áhöfnin á Trylli sem var aflahæstur á mótinu.
Vestmannaeyjar:
Sj óstangaveiði-
mót haldið í brælu
Vestmannaeyjum.
V estmannaeyjar:
Bjarthegri á náttúrugripasaftiið
Sá fyrsti sem vitað er um hér á landi
Vestmannaeyj um.
SJAJLDGÆFUR flækingsfugl náðist í Vestmannaeyjum í skömmu.
Var þar á ferðinni bjarthegri sem ekki er vitað til að hafí sést hér
á landi áður.
ngur Eyjapeyi, Gísli Birgir
Ómarsson, kom auga á fugl-
inn þar sem hann var á vappi við
Binnabryggju. Hafði Gísli strax
samband við Kristján Egilsson,
forstöðumann Náttúrugripasafns-
ins, sem tókst að fanga fuglinn.
Var fuglinn mjög dasaður enda
langt að kominn.
Bjartheginn er af hegraætt og
er vitað um 10 hegrategundir í
Evrópu. Heimkynni bjarthegrans
eru í Suður- og Suðaustur-Evr-
ópu, Asíu, austur til Japans þar
sem hann er algengur, Ástralíu
og á stöku stað í Afríku. Vitað
er til að einstaka sinnum hafi
bjarthegri flækst til Suður-Bret-
lands og Skandinavíu.
Bjarthegrar gera sér hreiður 5
tijám og runnum og verpa oft í
stórum hópum á sömu tijákrón-
unni. Kjörlendi þeirra er votlendi,
fen og grunn sjávarlón og lifa
þeir á allskyns smádýrum, skor-
dýrum og fískum.
Bjarthegrinn var mjög eftir-
sóttur á tímum fjaðratískunnar,
vegna hins snjóhvíta fíðurhams
og langra íjaðra. Var hann þá,
ásamt mjallhegranum frænda
hans, skotinn í hundruða þúsunda
tali til að fullnægja þörfum
tískunnar. í dag eru ijaðrir hans
ekki eins eftirsóttar, en annars-
konar hætta vofír yfír honum, því
stöðugt þrengir að lífríki hans
vegna framræslu mýra og ræktun
votlendissvæða.
Bjarthegrinn, sem náðist í Eyj-
um, hefur verið búinn að fljúga í
að minnsta kosti 2.500 km þegar
hann kom til Eyja svo ekki er að
undra þó að af honum væri dreg-
ið. Hann hefur nú verið stoppaður
upp og verður gestum Náttúru-
Bjarthegrinn hefiir nú verið
stoppaður upp og verður gest-
um Náttúrugripasafnsins til
augnayndis i framtíðinni.
gripasafnsins í Eyjum til augna-
yndis í framtíðinni.
Grímur
MorgunDiaoio/sig. Jðns.
Nemendaráðsmenn og ritráð skólans ásamt skólastjóra og yfirkennara.
Selfoss:
Kvöddu skólann með gjöftun
Selfossi.
NEMENDARÁÐ Gagnfræðaskólans á Selfossi afhenti Jóni Inga Sigur-
mundssyni skólastjóra gjafir við lok skólaársins 12. maí síðastliðinn.
Andvirði gjafanna er ríflega 120 þúsund krónur. Auk þess færði ritr-
áð skólablaðsins skólastjóra 20 þúsund krónur í tölvusjóð nemenda.
Gjafír nemendaráðsins voru upp-
tökuvél fyrir myndband ásamt
þrífæti og útvarpstæki með hátölur-
um. Segja má að bragð sé að þá
barnið fínnur því fyrr í vetur höfn-
uðu bæjaryfírvöld upptökutækinu er
það var sett fram á óskalista skólans
yfír tækjabúnað. Útvarpstækið er
ætlað nemendum í frímínútum og í
félagsstarfi.
í fyrra stofnaði ritráð skólans
tölvusjóð svo kaupa mætti tölvu til
að tæknivæða skólablaðið. Ritráð
nýliðins vetrar fór að dæmi hins
fyrra og afhenti andvirði af sölu
blaðsins í þennan sjóð. Nú má segja
að leiðin sé hálfnuð að markinu nema
óvænt framlög komi til.
Framtak nemendanna er einstakt
því fátítt mun vera að nemendur
kveðji skóla sinn með gjöfum.
— Sig. Jóns.